Allar færslur Allir flokkar Sos Um félagið Úrskráning Lógó Spjallid@Vantru Póstfang Vantru@Facebook Vantru@Youtube Vantru@Twitter

Ógeðfelld könnun

Ein ógeðfelldasta trúvörn sem fyrirfinnst er kennd við skotgrafir fyrri heimsstyrjaldar. En þá var stundum sagt "að enginn sé trúlaus í skotgröfunum". Það eru til óteljandi útgáfur af þessari hugmynd og sem dæmi þá er stundum sagt að trúlausir fari með bænir þegar flugvél er að hrapa eða þegar dauðinn er nærrri.

Þetta þykir mér eitthvað það ljótasta sem hægt er að gera manneskju. Að spyrða hana við trúarkerfi og ósýnilega veru þegar dauðinn er handan við hornið. Ég á í rauninni bágt með að skilja svona vonsku að ráðast á manneskjuna þar sem hún er veikust fyrir.

En lengi má manninn reyna.

Vikuna eftir bankahrunið, þegar sjokkið var að síast inn í þjóðina og fólk smám saman gerði sér grein fyrir þeim ofsalegu hamförum sem áttu sér stað vikuna áður, gerði Þjóðkirkjan könnun. Spurningarnar voru eftirfarandi:

  • Ég trúi á Guð
  • Trúin skiptir mig miklu máli
  • Ég bið reglulega til Guðs
  • Ég tek reglulega þátt í trúarlegu starfi
  • Ég gæti sótt styrk til Guðs ef á þyrfti að halda
  • Ég hef sótt styrk til Guðs þegar á þurfti að halda
  • Berðu traust til Þjóðkirkjunnar

Nú veit ég ekkert um niðurstöður þessarar könnunar en ég tel mig vita um ástæðurnar fyrir því að könnunin var gerð. Þjóðkirkjan sá þarna "sóknarfæri" að styrkja stöðu sína gagnvart ríkisvaldinu og almenningi. Þennan ógnartíma þegar fólk var í hálfgerðu losti taldi Þjóðkirkjan líklegast að niðustaðan yrði þeim að skapi.

Mér blöskrar þessi vinnubrögð og sú mannfyrirlitning sem í þessari tímasetningu felst. Ég er hinsvegar ekkert viss um að niðustaða þessarar ógeðfelldu könnun verði Þjóðkirkjunni að skapi. Fólk er byrjað að sjá í gegnum blöffið, ofurlaunin, lúxusbílana, Harley Davidson og vini hans Mercedes og Benz.

Teitur Atlason 29.10.2008
Flokkað undir: ( Hugvekja )

Viðbrögð


frelsarinn@vantru.is (meðlimur í Vantrú) - 29/10/08 10:26 #

Þar að auki að hafa pr. prestar landsins legið í fjölmiðlum sem hafa birt daglega fréttir og viðtöl við presta. Aldrei hefur þunginn verið jafn mikill auglýsingastarfsemi kirkjunnar þannig eitthvað hlaut að vera í gangi.


Finnur - 29/10/08 10:49 #

Jamm, þið verðið að taka ykkur á, strákar. Kalli og kompaní eru í ham þessa dagana. Sókn er bezta vörnin.


Óttar - 29/10/08 10:56 #

Þegar flugvél er að hrapa eru tveir kostir í stöðunni: 1. Leggjast á hné og biðja til Guðs 2. Leita að fallhlíf

Hvor hópnum viljum við tilheyra ?


Jóhann - 29/10/08 17:10 #

Sókn er besta vörnin, eða eru sóknarbörn bestu börnin?


Björn Ómarsson - 29/10/08 21:46 #

Án þess að ég viti hver ástæðan er fyrir því að þessi könnun er gerð núna langar mig til að benda á þessa grein á Wikipediu um Push-Polling. Þessi vafasama aðferð gengur útá að framkvæma "skoðanakönnun" í þeim tilgangi að fá fólk til að hugsa um spuningarnar, t.d.:

"Myndir þú kjósa Barac Obama ef þú vissir að hann væri Múslimi?"

Þessi spurning myndi sumsé þjóna þeim tilgangi einum að bera út ósannann orðróm.

Nú er ég ekki að segja að þetta sé nauðsinlega tilfellið með þessa könnun, en ef Kirkjan framkvæmdi ekki samskonar könnun fyrir frekar stuttu síðan sem nota má sem samanburð, hljóta menn að spurja sig, hver er tilgangurinn? Trúboð eða þekking?

Lokað hefur verið fyrir athugasemdir við þessa færslu. Við bendum á spjallið ef þið viljið halda umræðum áfram.