Allar færslur Allir flokkar Sos Um félagið Úrskráning Lógó Spjallid@Vantru Póstfang Vantru@Facebook Vantru@Youtube Vantru@Twitter

Trúarbrögðin eiga ekki sess í nútíma samfélagi

Höfundur: Lisa Magnusson

Lisa MagnussonnFyrir nokkrum dögum sturlaðist ímam í jarðarför þar sem lítill drengur var borin til grafar vegna þess að lítill bangsi var með drengnum í kistunni. Foreldrarnir neituðu að fjarlægja bangsann. Við það yfirgaf ímaminn jarðarförina í æðisgengnu fússi.

Fyrst hugsaði ég með mér að þetta atvik væri ekki íslam að kenna heldur bara geðtruflaður íman á ferðinni, bla, bla, bla. En síðar rann upp fyrir mér eitt stórt nei. Þessi uppákoma er víst íslam að kenna. Líka kristindómnum, gyðingdómnum og öllum öðrum trúarbrögðum. Ég er þreytt á að vera opin og víðsýn og skilningsrík gagnvart fólki sem er vitlaust, þröngsýnt og skilningslaust. Það er líkt og fólk komist upp með hvaða svínerí sem er ef það er gert á forsendum trúar.

Trúarbrögðin segja: Einungis með smjaðri fyrir guði er manneskjan einhvers virði, og ef þú vilt vera alveg frábær skaltu jafnvel pranga vilja guðsins þíns inn á aðrar manneskjur. Þá kemst maður inn í paradís þar sem maður getur slappað af á skýi meðan þeir óverðugu kveljast í helvíti. Englarnir spila á hörpur 24/7 sem gerir það að verkum að maður heyrir ekki neyðarópin fyrir neðan.

Hmm. Þið sjáið vel að þessi útskýring er bara pínleg og eftirlífið svo klikkað. Trúarbrögðin eiga ekki stað í nútíma samfélagi. Það er eins og trúarleiðtogar hafi yfirgefið trúna sína og minni um mest á lélega sálfræðinga. Ég hugsa um það sem ég las um í glanstímariti, þar sem lesendur gátu sent inn spurningar til prests. Kona ein var ennþá ástfanginn af gamla kærastanum sínum og spurði prestinn hvað hún ætti að gera. Presturinn svaraði á þá leið að svona væri þetta oft með gömul sambönd. Hún mætti samt ekki ásaka sjálfa sig!

En sannleikurinn er jú samkvæmt trúarbrögðunum að konan á einmitt að ásaka sig sjálf. Hún er hóra sem ætti að plokka augun úr og hendur hennar ætti að vera höggnar af, jú og kannski svona í lokin ætti að grýta hana til dauða. Þetta segir í biblíunni. Vilji guðs er jú eilífur og óbreytanlegur. Ef maður skilur ekki eitthvað eins grundvallandi eins og boðorðin tíu ætti maður kannski ekki að verða prestur.

Fólk leitar til æðri máttarvalda þegar það er í neyð. Þá vill það svör en ekki klapp á bakið. Þetta skilur kirkjan ekki. Hún er algerlega rugluð og hefur tapað völdunum þegar hún getur ekki hótað fólki með helvítisvist. Ég get ekki látið það vera að njóta þess að sjá þennan forna harðstjóra auðmýkja sig með kvenprestum sem gifta samkynhneigða og kristinn poppbönd sem syngja að Jesus loves you. Hahaha. Það er pínleg staðreynd að trúarbröðgin þurfa meira á manneskjunum að halda heldur en manneskjurnar á trúarbrögðunum.

Þetta er ekki kærleikur.


Þýtt og birt með leyfi höfundar, upprunalegu greinina má finna hér

Teitur Atlason 10.09.2008
Flokkað undir: ( Erlendar greinar )

Viðbrögð


Magnús - 10/09/08 10:42 #

"Kærleikurinn er ekki málið"? Þarna veit ég ekki alveg hvað er að gerast, því mér finnst kærleikurinn einmitt málið, en ekki trúarbrögð. Þessi grein fór vel af stað en missti svolítið fókusinn og endaði svo á þessari óskiljanlegu setningu.


Óli Gneisti (meðlimur í Vantrú) - 10/09/08 10:45 #

Ég hef svosem ekki lesið frumútgáfuna en ég hélt að þetta þýddi að kærleikurinn væri ekki það sem skipti máli hjá trúarbrögðunum.


Reynir (meðlimur í Vantrú) - 10/09/08 10:51 #

Ég skil niðurlagið svo að þegar kristindómurinn og trúarbrögðin eru skoðuð ofan í kjölinn snúast þau ekki um kærleika.

Kærleikurinn hefur ekkert á móti bangsa í kistu drengs og sú hugmynd að þeir sem smjaðra ekki fyrir guði kveljist um eilífð á ekkert skilt við kærleika.

Kærleikurinn er ekki málið í trúarbrögðum heldur ótti og undirgefni, þrælslund. Fyrsta boðorðið er: Ég er drottinn guð þinn... sem hefni misgjörða feðranna í þriðja og fjórða ættlið.


Matti (meðlimur í Vantrú) - 10/09/08 10:53 #

Ég túlkaði niðurlagið á sama hátt og Magnús en ykkar útgáfa hljómar betur og er sennilegri. Hitt er glórulaust.


Teitur Atlason (meðlimur í Vantrú) - 10/09/08 11:10 #

Mér finnst þessi setning gull.

Það er pínleg staðreynd að trúarbrögðin þurfa meira á manneskjunum að halda heldur en manneskjurnar á trúarbrögðunum.


Teitur Atlason (meðlimur í Vantrú) - 10/09/08 11:31 #

Lesandi Vantrúar benti á meinlega þýðingarvillu í lokaorðunum. Ég þýddi þau sem "kærleikurinn er ekki málið". Rétt þýðing er "þetta er ekki kærleikur".

Takk Jón og afsakið :)


Jón Magnús (meðlimur í Vantrú) - 10/09/08 13:33 #

Athugasemd fjarlægð. Tilraun til að afvegaleiða umræðuna. Hérna


gimbi - 10/09/08 21:22 #

Teitur, mér finnst að þú mættir þýða allan textann, og ættir ekki að bæta við einhverju sem er þar ekki að finna.

Auk þess skil ég ekki hvað er svona gullvægt við þetta: "Það er pínleg staðreynd að trúarbrögðin þurfa meira á manneskjunum að halda heldur en manneskjurnar á trúarbrögðunum."

Ekki frekar en að segja t.d.: "Það er pínleg staðreynd að íþróttir þurfa meira á manneskjunum að halda heldur en manneskjurnar á á íþróttum.

Eða vantrú...

En stelpan sænska er voðalega lukkuleg og vísar nú í þýðinguna. Gott hjá henni.


Teitur Atlason (meðlimur í Vantrú) - 11/09/08 08:47 #

Gimbi. Ég þýddi allan textann. Þú getur borið saman þýðingu mína og sænska textann.

-Ef þú nennir.

Ef þú skilur ekki hvað er gullvægt við textabrotið sem ég mæri, þá verður bara að hafa það. Hérna er textabrotið sem Gimbi skilur ekki:

Það er pínleg staðreynd að trúarbrögðin þurfa meira á manneskjunum að halda heldur en manneskjurnar á trúarbrögðunum

Segir þetta sig ekki sjálft? Trúarbrögðin þurfa meira á mönnunum að halda en mennirnir á trúarbrögðunum.

Afar skýrt dæmi um þetta er t.d hvernig ríkiskirjukristnin hefur þynnst út í einhverja remedíu til þess að skapa sér vinsældir og viðhalda sjálfum sér.


gimbi - 11/09/08 10:30 #

Hérna Teitur, þetta þýddir þú ekki t.d.: "Och jag kan inte låta bli att njuta av hur denna forna tyrann förödmjukar sig med fika till självkostnadspris".

Og síðan bætir þú við upphrópunarmerki sem er ekki að finna hjá flikkunni. Það gjörbreytir merkingunni.

Að ég skilji ekki gullvægt textabrotið?

:)


Teitur Atlason (meðlimur í Vantrú) - 11/09/08 11:13 #

Kunnið þér ekki að lesa?

Setinguna

"Och jag kan inte låta bli att njuta av hur denna forna tyrann förödmjukar sig med fika till självkostnadspris"

Þýði ég svona:

"Ég get ekki látið það vera að njóta þess að sjá þennan forna harðstjóra auðmýkja sig með kvenprestum sem.....

Ég sleppi "fika till självkostnadspris" vegna þess að mér fannst það ekki passa. Setningin stendur að fullu gild í íslenskri þýðingu.

Mér þykir það reyndar slappt að þú sért að hnýta i þýðinguna á þessu bloggi hennar Lísu. Þýðing er alltaf svolítið erfið og stundum þarf að sleppa úr og bæta við, allt eftir tilfinningu þýðandans. Mér þykir samt ánægjulegt að þú hafir stautað þig í gegnum báðar greinarar til þess að getað hnýtt í þær.

það er augljóst merki þess að þú sért önnum kafinn náungi.

Næst gætir þú hugsanlega gert athugasemdir við stafsetningu, orðaval og byggingu þegar þú gjammar í greinarnar á vantrúnni góðu.

Þangað til næst þá er héra athyglisverð vefsíða sem ég hvet þig til að skoða.

http://www.cannabischurches.net/


gimbi - 11/09/08 11:52 #

Hvað ertu að væla þetta.

Þú slepptir að þýða fleira. Og þú bættir við öðru, sem var ekki að finna í greininni.

Kannski of önnum kafinn?

En greinin er nú varla merkileg og síst af öllu þetta sem þú kennir við gull.

Líklega er þetta líka gulls ígildi hjá þér:

"Það er pínleg staðreynd að guðfræði þarf meira á manneskjunum að halda heldur en manneskjurnar á guðfræði.

Öðru bulli þínu nenni ég ekki að svara.

Lokað hefur verið fyrir athugasemdir við þessa færslu. Við bendum á spjallið ef þið viljið halda umræðum áfram.