Allar færslur Allir flokkar Sos Um félagið Úrskráning Lógó Spjallid@Vantru Póstfang Vantru@Facebook Vantru@Youtube Vantru@Twitter

Jonestown: The Life and Death of Peoples Temple

Þetta er rúmlega 80 mínútna heimildarmynd um sértrúarsöfnuðinn Peoples Temples sem stofnað var árið 1955 af Jim Jones. Þessi söfnuður náði hámarks styrk árið 1977 er Jones leiddi rúmlega 900 fylgjendur til Gvæjana. Ári síðar frömdu þau öll sjálfsmorð. Þetta er talið vera stærsta fjöldasjálfsmorð 20. aldar.

Tekið skal fram að þetta myndband er ekki við hæfi viðkvæmra einstaklinga.

Ritstjórn 05.08.2008
Flokkað undir: ( Myndbönd )

Viðbrögð


Örninn - 05/08/08 11:15 #

Þetta er ótrúlegt myndband. Af áhuga horfði ég á fleiri myndbönd sem og las mér talsvert til um þetta. Jones þessi var vissulega fífl og eflaust eitthvað talsvert meira og verra en það. En mér er spurn, hvor er heimskari, fíflið eða fíflin sem elta fíflið?


Siggi - 05/08/08 17:51 #

Ég myndi segja fíflin sem elta fíflið, fyrirnefnda fíflið hefur örugglega bara gaman af þessu.


Óli Gneisti (meðlimur í Vantrú) - 05/08/08 20:28 #

Ég er ósammála. Mér þótti þetta oft mjög skiljanlegt. Ein lýsti þessu ágætlega að það sem hljómaði vel þegar það kom frá Jim Jones var algjört þvaður þegar það var íhugað seinna. Maður skyldi ekki vanmeta persónutöfra og sannfæringarmátt. Margt af þessu fólki virtist líka vera illa statt í lífinu þegar það gekk í söfnuðinn. Ég get líka skilið að Jonestown hafi heillað. Fallegur staður.


gimbi - 06/08/08 00:38 #

Þetta þótti mér eðlilegt og skemmtilegt viðkvæði frá þér, Óli Gneisti. Auðvitað skipta persónutöfrar máli þegar fólk heillast. Og fólk heillast stundum, t.d af því að líkt og Voltaire sagði:

"Guð er skemmtikraftur fyrir framan skelfingu lostna áhorfendur"

Og öll vonum við að skemmtunin sé einhver, eða hvað?

Sumir vita að þetta er bara einn heljarinnar-djókur. Þar fara Vantrúarmenn fremstir í flokki. Og þetta er djókurinn sem enginn sagði, en allir upplifðu.


Haukur Ísleifsson (meðlimur í Vantrú) - 06/08/08 09:03 #

Varstu að segja einhvað?


ArnarG - 06/08/08 10:31 #

Vitaskuld skipta persónutöfrar miklu í þessum efnum, ég tek helshugar undir það. Það er þó ekki þar með sagt að fífl geti ekki haft persónutöfra. Fólki sem líður illa, hefur misst eitthvað, lent í einhverri óskemmtilegri lífsreynslu hættir til að vera ginkeypt fyrir mönnum eins og Jones. Því get ég vel verið sammála Óla á margan hátt. Kannski eigum við eftir að sjá Snorrabæ eða Gunnarsbæ á Íslandi?


Matti (meðlimur í Vantrú) - 06/08/08 10:36 #

Byrgið?


ArnarG - 06/08/08 10:56 #

Já, það er eitt nafn líka.


Reynir (meðlimur í Vantrú) - 06/08/08 15:32 #

"Do not drink the Kool-Aid" -Trúðu ekki í blindni.


Oskar - 06/08/08 17:27 #

Það var nú reyndar Flavor aid. ;)


Hjalti Rúnar Ómarsson (meðlimur í Vantrú) - 06/08/08 17:43 #

Mér finnst reyndar textinn sem var á aðalsamkomustað þeirra í Jonestown vera einkar viðeigandi, sést á þessari mynd(sem er líklega ekki fyrir mjög viðkvæma).

Fyrir þá sem hafa áhuga, þá er þetta hljóðupptakan af því þegar Jim Jones er að sannfæra fólkið um að drepa sig.


Haukur Ísleifsson (meðlimur í Vantrú) - 07/08/08 01:31 #

Ég biðst afsökunar á hrönugu orðalagi mínu Gimbi. Það var óviðeigandi.

Lokað hefur verið fyrir athugasemdir við þessa færslu. Við bendum á spjallið ef þið viljið halda umræðum áfram.