Allar færslur Allir flokkar Sos Um félagið Úrskráning Lógó Spjallid@Vantru Póstfang Vantru@Facebook Vantru@Youtube Vantru@Twitter

Skýrsla Grand Jury í Philadelfíuríki frá 2005

Í september 2005 birti Grand Jury Philadelfíuríkis lengstu rannsókn á kynferðisbrotum katólskra presta sem gerð hefur verið af opinberum aðilum í Bandaríkjunum. Í meira en þrjú ár skráðu niður og birtu rannsóknaraðilar brot yfir sextíu katólskra presta sem misnotuðu hundruðir barna. Í skýrslunni er einnig að finna hvernig yfirmenn kirkjunnar reyndu að hylma yfir brot þessara níðinga. Skýrslan er 423 blaðsíðna löng og með 309 blaðsíðna viðauka. Skýrslan er áhrifamikið skjal bæði vegna þess að skýrsluhöfundar eru óvenju berorðir um níðingsskap prestanna og hversu yfirgripsmikil hún er. Eftir þriggja ára rannsóknarvinnu í leyniskjölum kirkjunnar og í viðtölum við gerendur og fórnarlömbin kemur fram djúpstæð andstyggð á þessum hrottalegu níðingsverkum.

Við lestur skýrslunnar ber að hafa í huga að skýrsluhöfundar eru ekki á neinn hátt andstæðingar skipulagðra trúarbragða, heldur blandaður hópur fólks með ólíkan bakgrunn. Þarna eru m.a nokkrir katólikkar. Skýrsluna í heild sinni má lesa hér

Glæpir prestanna eru yfirgripsmiklir og spanna langan tíma. Sem dæmi um ógeðsleg brot prestanna má nefna:
• 11 ára stúlku var nauðgað af prestinum sínum og varð ófrísk. Presturinn fór með hana í fóstureyðingu
• Nemandi í í 5 bekk (5th grader) var misnotaður af prestinum sínum í skriftaklefa
• Unglingsstúlka var þukluð af prestinum sínum meðan hún lá bundin í sjúkrarúmi eftir alvarlegt slys. Presturinn hætti ekki þuklinu fyrr en stúlkan náði að hringja á hjúkrunarkonu
• Drengur var misnotaður í tónleikasal í skóla sínum þegar presturinn/kennarinn hans hélt honum föstum og nuddaði lim sínum við drenginn uns presturinn/kennarinn fékk sáðlos
• Prestur sem var ekki sáttur við að misnota bara eitt barn hverju sinni neyddi tvo drengi í einu til kynífsathafna í rúmi sínu
• Drengur vaknaði í áfengisvímu við það að prestur var að sjúga á sér liminn á meðan þrír aðrir prestar horfðu á og fróuðu sér
• Prestur bauð drengjum peninga í skipti fyrir sadó/masó kynlíf. Þar sem þeir áttu að binda sig niður og ”brjóta sig” til þess að gera hann að ”þræl”. Þeir áttu að hafa hægðir til þess að presturinn gæti sleikt hægðirnar.
• 12 ára stúlku sem var nauðgað ítrekað og bæði í leggöng og endaþarm af prestinum sínum reyndi að fremja sjálfsmorð og er í dag á geðspítala.
• Prestur sagði við 12 ára strák að móðir hans hefði gefið leyfi fyrir endurteknum nauðgunum á honum.
• Drengur sem sagði föður sínum frá misnotkun á yngri bróður sínum var laminn þar til hann missti meðvitund. ”Prestar gera ekki svona lagað” sagði faðirinn sem refsaði syni sínum svo harkalega fyrir það sem hann hélt að væri illyrmisleg lygi í garð prestsins

Yfirhylming kirkjunnar var kerfisbundin og svo virðist sem kardínálar og biskupar hafi farið eftir einhverskonar starfsreglum í tilfellum þegar upp komst um níðingsskap presta í þeirra sókn. Kirkjan vissi vel af þessum glæpum en hélt hlífiskildi yfir níðingunum. Jafnframt gerði hún nánast ekkert til að stöðva þá.

• Í einni rannsókn á vegum kirkjunnar var einum gerandanna lýst sem ”einn sjúkasta einstaklingi sem skýrsluhöfundur hafði haft kynni af. Samt leyfði Bevilacqa kardínáli viðkomandi að halda áfram sem prestur í sinni sókn. Presturinn hafði allann tímann afar greiðan aðgang að börnum í sókninni. Árið 2002 var presturinn stöðvaður og hneykslið kom loks fram.
• Einn af prestunum sem skýrsla héraðsdóms kannaði, var fluttur svo oft til að, samkvæmt skýrslum kirkjunnar var ekki hægt að senda hann á fleiri staði í prestakallinu.
• Í að minnsta kosti einu tilfelli faldi Bevilacqua kardínáli níðingsprest frá öðru prestakalli og lét honum í té ”nýjan” bakgrunn. Þetta var kallað af æðstu embættismönnum kirkjunnar að ”biskup hjálpar biskup”.
• Nunna sem kvartaði við yfirmenn sína vegna prests sem hafði verið dæmdur fyrir vörslu á barnaklámi, var rekin frá stöðu sinni sem forstöðumaður trúarlegrar menntunar.
• Prestlæringur sem vitnaði um að hann hefði verið misnotaður sem altarisdrengur var sakaður um að vera samkynhneigður og var rekin úr prestakallinu þar sem hann vann. Hann gat ekki klárað námið sitt nema í öðru prestakalli.
• Yfirmenn kirkjunnar brugðist við áskökunum um kynferðismisnotkun prestanna á þann hátt að allir voru settir í n.k sálfræðipróf (self-reporting) þar sem hver og einn fékk tækifæri að að koma fram með sannleikan um sjálfa sig út úr skúmaskotinu. Þetta var algert trúnaðarskal og þrátt fyrir að margir prestar játuðu á sig barnagirnd gerði kirkjan ekkert í málinu.
• Yfirmaður í einu prestakallinu tók fram í einni skýrslu að prestur á hans vegum hefði verið ”dreginn á tálar” (seduced) af 11 ára gömlu fórnarlambi sínu.

Við lestur þessarar skýrslu og þýðingu á þessum úrdrætti hugsaði ég alvarlega um það að draga úr á einhvern hátt á úr berorðum lýsingum á brotum níðingsprestanna. Mér sjálfum blöskraði mikið við lesturinn og þegar ég þýddi þennan úrdrátt blygðaðist ég mín fyrir hönd lesenda og sjálfs míns. Að færa þessi hroðalegu brot í letur reynir hvort í senn á þýðandann og lesendur. Frekari úrdrættir munu birtast hér á vantrúarvefnum þegar fram líða stundir.

Teitur Atlason 07.05.2008
Flokkað undir: ( Kaþólskan )

Viðbrögð


Siggi - 07/05/08 08:35 #

Já, kristinn kærleikur á sér greinilega eingin takmörk.

Lokað hefur verið fyrir athugasemdir við þessa færslu. Við bendum á spjallið ef þið viljið halda umræðum áfram.