Allar færslur Allir flokkar Sos Um félagið Úrskráning Lógó Spjallid@Vantru Póstfang Vantru@Facebook Vantru@Youtube Vantru@Twitter

Spáið í þessu!

Í maí ganga í gildi í evrópusambandinu ansi áhugaverð lög, sem fela í sér að þegar miðlar og aðrir kuklarar eru kærðir fyrir svikastarfsemi, þá liggur sönnunarbyrðin nú hjá kuklurunum, en ekki fórnarlambinu eins og áður var. Kuklarinn þarf s.s. héðan í frá að geta sannað gildi verka sinna fyrir dómstólum, eða borga skaðabætur ella.

Spurning er hvort að þessi sömu lög munu taka gildi hér útaf EES.

Sjá nánar hér.

Ritstjórn 22.04.2008
Flokkað undir: ( Vísun )

Viðbrögð


Svenni - 22/04/08 12:39 #

Miðlarnir hljóta að hafa séð þetta fyrir og hafa því haft nægan tíma til að undirbúa sig.


Helgi Briem (meðlimur í Vantrú) - 22/04/08 13:10 #

Hvernig ættu þeir að geta undirbúið sig? Með því að fara í Hogwarts galdraskólann til að læra að galdra í alvöru?


Svenni - 22/04/08 14:27 #

Kannski með því að skrá sig á atvinnumiðlun?


Teitur Atlason (meðlimur í Vantrú) - 22/04/08 17:21 #

Sáu miðlarnir þetta ekki fyrir? Nei auðvitað ekki. Einu umræðurnar við þá látnu eru frasar eins og: "hættu svo að láta köflóttu viskustykkin í efstu skúffuna". eða "Hættu að hafa áhyggjur af öðrum. Hugsaðu meira um sjálfan þig"

Ég óska þess að sjá stofnuð samtök sem gætu heitað.

-Kuklarar gegn ESB!


Arngrímur Vídalín - 22/04/08 23:56 #

Hinn látni: Hey, ég heiti J eitthvað! Miðill: Hmm, kannastu eitthvað við J eitthvað? Kúnni: Tjaaá ... Hinn látni: Segðu honum að ég tengist tölunni 3 og að það standi kona mér við hlið!


Sigurður - 23/04/08 11:15 #

Það er sannarlega tími til kominn að taka á þessum svikahröppum. Ég hlutaði um daginn á upptöku af miðilsfundi sem vinur minn átti með Þórhalli miðli 2004. Þvílík endemis della sem kom upp úr manninum. Mest var þó um ekki neitt því frasarnir "þetta á eftir að ganga vel", "þetta á eftir að fara vel" voru allsráðandi út fundinn. Þessi vinur minn vildi endilega fara að kynnast einhverri konu og byrja í sambúð og lofaði Þórhallur honum því að það myndi allt ganga upp næsta hálfa árið...Það hefur þó ekki enn ræst 4 árum síðar þótt hann hafi mikið reynt. Einnig vildi hann ná sambandi við móðurömmu sína sem þá var ný látin. Þórhallur lýsti henni þó sem lágvaxinni konu þótt hún væri yfir meðalhæð og ýmsar villur um hennar líf komu fram. Að vísu reyndi hann að bjarga sér fyrir horn með að segja í viðtalinu að þetta væri líklega föðuramman sem væri komin en hún var smávaxn. Þá var eins og þessar tvær ömmur væri saman og hlægju að ýmsum uppátækjum sem þessi vinur minn átti stundum að vera að gera. Fyrir þessa hálftíma sessjón tók hann 3 þús kr (nb árið 2004) fyrir svik og pretti!


Teitur Atlason (meðlimur í Vantrú) - 23/04/08 14:51 #

Takk fyrir innleggið Sigurður. Gætir þú dobblað vin þinn til að senda okkur MP3 fæl af þessari upptöku? Það er hægur leikur að "bleepa" allar persónulegar upplýsingar og þessháttar... Svona lagað þarf að komast í eyru sem flestra.


Margrét St. Hafsteinsdóttir - 24/04/08 11:52 #

Mikið er ég fegin að vera hætt í miðlabransanum.......púfff.......svikakvendið ég.

Rétt slapp fyrir horn :-(


Haukur Ísleifsson (meðlimur í Vantrú) - 24/04/08 14:18 #

Varst þú miðill? Skamm skamm. :)


Sigurður - 24/04/08 17:16 #

Ég reyndi að fá vin minn til að samþykkja að spólan yrði til spilunar hjá ykkur en þrátt fyrir að hann hefði sjálfur verið sammála mér í því að þetta hefðu verið lélegir miðilshæfileikar hjá Þórhalli vildi hann samt ekki útiloka að eitthvert samband hefði náðst við þessar framliðnu ömmur sínar og vildi því aðeins leyfa sínum nánustu að hlusta á bullið. Þetta er alveg dæmigert fyrir trúgjarnt fólk. Sama þótt hann færði nánast allar upplýsingarnar um sig og sína til Þórhalls gat hann ekki unnið betur úr því með "miðilshæfileikum" sínum.


Margrét St. Hafsteinsdóttir - 24/04/08 21:43 #

Haukur minn.

Ekki vera að skamma mig :( Ég hef ansi víðtæka reynslu í andlegum málefnum og kukli :)

Lokað hefur verið fyrir athugasemdir við þessa færslu. Við bendum á spjallið ef þið viljið halda umræðum áfram.