Allar færslur Allir flokkar Sos Um félagið Úrskráning Lógó Spjallid@Vantru Póstfang Vantru@Facebook Vantru@Youtube Vantru@Twitter

Í fótspor falsspámanns

Um daginn var sagt frá því að átta ára stúlka í Jemen hafi fengið að skilja frá tuttuguogátta ára eiginmanni sínum. Flestum þykir það eflaust ógeðslegt að það skuli tíðkast að gifta stúlkur svona ungar, en þetta vandamál á sér að einhverju leyti trúarlegar rætur.

Fyrir um fjórtán öldum síðan giftist maður á sextugsaldri sex ára stelpu og svaf hjá henni þegar hún var níu ára gömul [1]. Ef til vill hefði verið fyrir bestu ef að þetta hjónaband hefði aldrei komist á spjöld sögunnar, því að gamlinginn var enginn annar en Múhameð, stofnandi múhameðstrúar.

Þessi meinta málpípa guðs hefur auðvitað þær málsbætur að vera einungis að fylgja siðum síns tíma, en því miður gera fylgismenn Múhameðs hann að meira en manni. Á heimasíðu Félags Múslíma á Íslandi stendur er þetta skrifað um Múhameð:

Guð hefur sýnt honum [manninum] rétta veginn og líf Múhammeðs spámanns er hin fullkomna fyrirmynd [Feitletrun mín - Hjalti]. Velgengni og heill mannsins eru í því fólgin að fylgja hvorutveggja. Íslam boðar friðhelgi manneskjunnar og veitir öllum jafnan rétt án tillits til kynþáttar, kynferðis eða húðlitar. Orð Guðs, eins og Kóraninn boðar þau og spámaðurinn lifði þau, eru lög í öllum tilvikum. Þau gilda jafnt fyrir háa og lága, kónginn og kotbóndann, yfirboðarann og undirsátann. #

Á aðeins 23 árum lauk hann köllunarverki sínu sem spámaður og dó 63 ára gamall. Hann lifði lýtalausu lífi og varð fyrirmynd allra manna [Feitletrun mín - Hjalti], því líf hans og breytni var endurspeglun á kenningum Kóransins.#

Maður hlýtur því að spyrja sig að því hvort forsvarsmenn Félags Múslíma séu sáttir við núverandi löggjöf um giftingaraldur og samræðisaldurinn. Ef líf Múhameðs var lýtalaust og hin fullkomna fyrirmynd allra manna, þá getur það varla verið rangt að giftast sex ára stelpu og sofa hjá henni þegar hún verður níu ára?


[1] Sjá meðal annars frásagnirnar af Múhameð sem al-Bukhari safnaði saman, t.d. ummæli 64 hérna.

Hjalti Rúnar Ómarsson 17.04.2008
Flokkað undir: ( Íslam )

Viðbrögð


Linda - 17/04/08 15:38 #

Sælir, það er búið að loka bloggsíðu á mbl sem ræddi um öfgar innan Íslams. Skúli Skúlason var með þá síðu og var undir nafnini hryðjuverk.blog.is. þetta er til háborinnar skammar, það er allt í lagi að ræða málin, þar er í lagi að fólki kvarti ef það móðgast, en það er ekki í lagi að kveða niður lýðræðislegan rétt til þess að tjá sig á opinberum vettvangi. kv.


Teitur Atlason (meðlimur í Vantrú) - 17/04/08 16:24 #

Það er furðuleg staðreynd að taka þennan barnaníðing til fyrirmyndar. 9 ára eiginkona.

-Ef það væri til guð i alvörunni, þá myndi hann gera alla menn trúlausa....

Svei-attan!


Óli Gneisti - 17/04/08 16:31 #

Var það ekki Skúli sem var með vibbalegu 1627 útsendingarnar?


Linda - 17/04/08 18:21 #

hef ekki hugmynd um hver var með 1627 útsendingar eða hvað það er einu sinni. Þessi Skúli hefur einfaldlega talað um hryðjuverk og hvernig þau eru ígrunnduð í Qur-an og Hadiths. Meira veit ég ekki.


Hrund Þ. - 22/04/08 21:18 #

þar sem vil erum öll með lýðræðið á hreinu þá verð ég bara að nefna það að a) það er ekkert til sem heitir "múhameðstrú" enginn trúir á Múhameð, hann var bara spámaður guðs, ekki sonur hans eins og við almenni íslendingurinn segjum að Jesú sé. Fólk í Islam kallast Múslimar. og b) Múhameð var að sjálfsögðu uppi fyrir möörgum árum svo að giftast 9 ára stelpu á þeim tíma var alveg hreint frábært fyrir foreldra fjölskyldunnar, því eins og gerist og gengur þá þarf að koma stelpunum út því þær gátu ekki unnið fyrir fjölskyldunni og vegna þess að Múhameð var ríkur tók hann að sér þessa ungu stúlku og ég veit ekki til þess að þau hafi farið að lifa sveittu kynlífi þegar hún var 9 ára... ef þið finnið klásu um það í kóraninum, þá biðst ég afsökunar... en ég efast það. laters...


Hjalti Rúnar Ómarsson (meðlimur í Vantrú) - 22/04/08 21:31 #

a) Það er víst til eitthvað sem heitir múhameðstrú, þú kallar það "Islam". Það þarf ekki að túlka múhameðstrú sem "trú á Múhameð", alveg eins "trúin hans Múhameðs", m.ö.o. trúin sem Múhameð bjó til.

b) Eins og ég segi þá getur vel verið að fólki hafi fundist það í lagi á þessum tíma að nauðga 9 ára stelpum, en mér finnst það samt ekki góð fyrirmynd.

ég veit ekki til þess að þau hafi farið að lifa sveittu kynlífi þegar hún var 9 ára... ef þið finnið klásu um það í kóraninum, þá biðst ég afsökunar... en ég efast það. ´

Í greininni er vísað á neðanmálsgrein á eftir þeirri fullyrðingu, þar er vísað til hadíða al-Bukhari, sem múhameðstrúarmenn halda víst að sé áreiðanlegasta safn hadíða. Þar stendur í frásögninni sem ég vísaði á:

Narrated 'Aisha:

that the Prophet married her when she was six years old and he consummated his marriage when she was nine years old, and then she remained with him for nine years (i.e., till his death).


Abdullah - 28/06/08 01:01 #

Aisha er þessi stúlka sem Múhameð giftist. Hadith eftir henni var ekki skráð sem er vísað til. Sannleikurinn er sá að komið var með stúlku til Múhameðs þegar hún var 10 ára, en Múhameð vísaði föður hennar frá vegna ungs aldurs hennar, og bað hann að koma aftur þegar hún yrði eldri. Hann giftist henni þegar hún var kynþroska og sú stúlka var 15 ára. Múhameð giftist alls 11 konum eftir að Khadijia fyrsta kona hans lést. Þær konur voru giftar múslimum sem létust í stríði eða trúboði og voru allar eldri konur og ekki álitlegar. Þetta var miskunnsemi hans til að tryggja ekkjum þeirra heimili og geta með þeim soninn sem hann þráði. Hann eignaðist aðeins Fatimu sem lifði. Þegar talað er um svona hluti verður að vitna til áreiðanlegra heimilda, ekki gróusagna. Sama hver í hlut á.


Hjalti Rúnar Ómarsson (meðlimur í Vantrú) - 28/06/08 01:09 #

"Abdullah", hadíðan sem ég vísaði til er í athugasemdinni fyrir ofan þína, og það er vísað á heimild fyrir neðan greinina:

Narrated 'Aisha:

that the Prophet married her when she was six years old and he consummated his marriage when she was nine years old, and then she remained with him for nine years (i.e., till his death).

Lokað hefur verið fyrir athugasemdir við þessa færslu. Við bendum á spjallið ef þið viljið halda umræðum áfram.