Allar færslur Allir flokkar Sos Um félagið Úrskráning Lógó Spjallid@Vantru Póstfang Vantru@Facebook Vantru@Youtube Vantru@Twitter

Lærisveinar einn og tólf

Hið ágæta og skemmtilega tímarit Sagan öll birti grein eftir Sören Wibeck sem kallast “Tólf postular” (NR2/2008. Bls. 70-75). Þar reynir höfundur að draga saman þá sagnfræðilegu vitneskju sem til er um lærisveinanna tólf. Réttilega telur höfundur upp ástæðu þess að lærisveinarnir eru tólf. Það hefur verið lengi vitað að fjöldi þeirra vísar í tólf ættkvíslir Gyðinga samkvæmt Biblíunni. Fjöldi þeirra er því ákveðinn af höfundi helgisagnarinnar um Jesú en ekki af tilviljun.

Flestir vita að fátt er til um upphaf frumkirkjunnar og það litla sem til er er ritað löngu síðar af Rómarkirkjunni. Í greininni veltir höfundur upp spurningunni hversu mikið vitum við um lífshlaup þeirra eftir guðspjallasögurnar. Svar höfundar er:

Sorglega lítið og í flestum tilfellum nánast ekki neitt. Meira segja líf Péturs er þoku hulið þótt hann hafi verið sá klettur sem Jesúa kvaðst byggja kirkju sína á.

Helstu heimildir finnur höfundur hjá Evsebíosi biskupi í Sesareu frá 339, en biskupinn er kallaður “faðir kirkjusögunnar”. Því miður eru heimildir Ebsebíosar ekki áreiðanlegar enda reynir höfundur greinarinnar ekkert að leyna því.

Höfundurinn reynir að hugga kristna um tilvistarkreppu lærisveinanna með því að segja að fáir efist um tilvist Sókratesar. Því sé enginn ástæða til að efast um Jesú og lærisveinanna tólf. Um Jesú hljóta að gilda allt önnur lögmál en Sókrates, þó þeir eigi það sameiginlegt að vera sviknir fyrir 30 silfurpeninga. Ef Jesú er eingöngu sögupersóna í helgiriti, þá er út um lærisveinanna tólf og sjálfa upprisuna sem er grundvöllur kristinnar trúar. Það skaðar hins vegar ekki gríska heimspeki þó að Sókrates sé aðeins sögupersóna. Þess vegna eyða fáir tíma sínum í að sanna eða afsanna tilvist Sókratesar en milljónir reyna dag hvern að sanna tilvist Jesú með bænum sínum.

Lærisveinarnir skrifuðu aldrei stafkrók eða þeirra nánustu samtíma fylgismenn. Það eru ekki heldur til heimildir um nánustu fylgismenn lærisveina Krists. Samkvæmt helgisögunni áttu þeir að gera kraftaverk og söfnuðu um sig fjöldann allan af fylgjendum. Um slíka atburði hefðu mögulega þó nokkrir sagnaritarar geta skráð en þeir eru alveg þögulir um slíka atburði. Enginn þeirra var þess heiðurs aðnjótandi að vera settur í listaverk, teikningar eða höggmyndir. Engar staðfestar upplýsingar eru til um bústaði þeirra eða kirkju sem þeir áttu að hafa byggt sem rekja má til fyrstu aldar. Ekkert liggur eftir ættingja þeirra eða nánustu fylgismenn í frumkirkjunni. Allskonar drasl sem krossfararnir þóttust finna og seldu dýrum dómum reyndust falsanir. Hvort sem það eru tennurnar úr Lúkasi eða forhúð af Jesú. Það er sama hvar litið er það finnst ekki tangur né tetur.

Segja má greinin lýsi frekar hvernig Rómarkirkjan vildi minnast lærisveinanna tólf frá sjónarhóli presta fjórðu aldar. Þar er þeim lýst sem fyrirmyndar píslarvottum og kraftaverkamönnum sem breiða út guðs orð. Það er ekki hægt að skilja tilvist lærisveina Jesú nema á einn hátt. Þeir eru hluti af helgisögn. Helgisögn sem hefur ekkert með sannleikan að gera heldur eru trúarbrögð fornaldar.

Frelsarinn 13.04.2008
Flokkað undir: ( Kristindómurinn )

Viðbrögð

Lokað hefur verið fyrir athugasemdir við þessa færslu. Við bendum á spjallið ef þið viljið halda umræðum áfram.