Allar færslur Allir flokkar Sos Um félagið Úrskráning Lógó Spjallid@Vantru Póstfang Vantru@Facebook Vantru@Youtube Vantru@Twitter

Fjármál Ríkiskirkjunnar

Í Markaðnum, fylgiriti Fréttablaðsins, var í gær fín umfjöllum um fjármál ríkiskirkjunnar.

Meðal annars var fjallað um hvernig kirkjan eignaðist allar þessar jarðir. Hugtakið þjófnaður kemur ekki fyrir í greininni en lesendur geta sjálfir haft það í huga við lesturinn.

Helst söknum við þess að ekkert er minnst á þá ósanngirni að sóknargjöld þarf að greiða þó maður standi utan trúfélaga. Ekki er heldur minnst einu orði á að of margir séu skráðir í ríkiskirkjuna, þó við vitum vel að svo sé raunin.

Annars var þessi umfjöllun Markaðarins lofsverð og til fyrirmyndar.

Ritstjórn 10.04.2008
Flokkað undir: ( Vísun )

Viðbrögð


Matti (meðlimur í Vantrú) - 10/04/08 12:02 #

Þessar athugasemdir sem ég færði á spjallið tengjast umfjöllun Markaðarins.


frelsarinn@gmail.com (meðlimur í Vantrú) - 10/04/08 17:29 #

Hugmyndir biskups og margra presta eru ekkert annað er rán um hábjartan dag, tilræði við skattgreiðendur. Hvernig geta nokkrir svartklæddir drengir með hvítan kraga vélað til sín milljörðum af eigum almennings, bara vegna þess að þeir álbuðust í guðfræði á 20 öldinni. Bankarnir voru þó seldir, en þessir menn vilja allt frítt beint í sinn vasa.

Það á að leggja niður ríkiskirkjuna og gera hana upp. Eftir það geta biskup og félagar stofna Lúterska sértrúarsöfnuð. Það á enginn ríkiskirkjuna nema skattgreiðendur. Þegar þjónustu ríkispresta verður ekki lengur óskað þarf að gera starfslokasamning við þá enda eru þeir ríkisstarfsmenn. Síðan þarf að fara yfir eignarhald á kirkjum landsins, flestar hafa verið borgaðar fyrir skattfé. Þær geta þessir söfnuðir keypt eftir þeim hlutföllum sem ríkið á þær. Einnig leigt aðstöðu í þeim kirkjum sem flokkast undir söguleg verðmæti og eru friðaðar. Allt þarf þetta að gera með sanngirni. Allar kirkjujarðir eru eign almennings og því þjóðareign.


Reynir (meðlimur í Vantrú) - 10/04/08 19:25 #

Svo prédika þessir menn yfir öðrum:

Gætið yðar, og varist alla ágirnd. Enginn þiggur líf af eigum sínum, þótt auðugur sé.

Lokað hefur verið fyrir athugasemdir við þessa færslu. Við bendum á spjallið ef þið viljið halda umræðum áfram.