Allar færslur Allir flokkar Sos Um félagið Úrskráning Lógó Spjallid@Vantru Póstfang Vantru@Facebook Vantru@Youtube Vantru@Twitter

Stórbrotið kjaftæði

Það er staðreynd að við nýtum aðeins 10% af vitsmunum okkar vegna þess að rafsegulsbylgjur hafa minnkað getu mannkynsins til að nýta kraft heilabúsins undanfarin 150 ár. Á öldum áður gat fólk flogið, fært til fjarlæga hluti og talað við dýr með því að fullnýta hugarorkuna, og það fólk sem hafði náð fullum tökum á kúndúlíni gátu myndað efni úr atómum, t.d. eld og ís. Það er til dæmis sagnfræðileg staðreynd að Merlín hafi verið raunverulegur kúndúlínimeistari þó að sagnfræðingar í dag reyni að afskrifa hann sem goðsögn. Í sumum héröðum í Kína og Tíbet eru til ættbálkar þar sem galdralæknar geta lifað í allt að 200 ár bara með því að éta soðnar baunaspírur og Nikola Tesla fann upp tímavél.

Hljómar þetta líklegt?

Stewart nokkur Swerdlow heldur námstefnu hér á landi um helgina um þessar og fleiri staðhæfingar. Hann og einn af skipuleggjendum námstefnunnar mættu í viðtal í þáttinn Í bítið á Bylgjunni í gærmorgun, heyra má upptöku af því viðtali hér.

Í 24 stundum í dag var einnig rætt við Swerdlow.

En eftir stendur að stórbrotnar staðhæfingar krefjast stórbrotinna sönnunargagna. Hér erum við augljóslega að tala um stórbrotið kjaftæði.

Sú sögusögn að við notum aðeins 10% af heilabúinu okkar er ekki á rökum reist, eins og fjallað er um á Vísindavefnum. Auðvitað væri gaman að komast að því að við hefðum möguleika á einhverjum nýjum hæfileikum, en þeir felast ekki í vannýtingu á heilabúinu.

Sú staðhæfing að fólk hafi eitt sinn getað flogið þarf einnig góðar heimildir. Ekkert bendir til þess að mönnum hafi tekist það að sjálfdáðum.

Hvaða héröð eru þetta búsett af 200 ára gömlum munkum? Mannkynið á nógu erfitt með að meta raunverulegan aldur rúmlega 100 ára manneskja sem keppa um titilinn ,,elsti einstaklingur í heimi", svo við munum líklega aldrei vita hvort þessir munkar séu í raun 200 ára.

Nánari upplýsingar um ráðstefnuna eru hýstar á human.is.

Við biðjum alla sem huga á að sækja þessa vafasömu námstefnu að gleyma ekki gagnrýnni hugsun heima, og biðja um haldbærar sannanir á þessu rugli.

Ritstjórn 28.03.2008
Flokkað undir: ( Kjaftæðisvaktin )

Viðbrögð


Daníel (meðlimur í Vantrú) - 28/03/08 23:52 #

Er þessi Swerdlow ekki einhver jóker? Ég skildi þetta þannig. En kannski er ég bara svona vitlaus að trúa því ekki að það sé til fólk sem taki svona vitleysu alvarlega.


Haukur Ísleifsson (meðlimur í Vantrú) - 28/03/08 23:58 #

Mér svíður undan bullinu.


Guðmundur D. Haraldsson - 29/03/08 00:10 #

Tjah, ef maðurin er jóker hefur hann amk haft fyrir því að búa til (eða láta búa til) bækur sem má kaupa á Amazon.


Teitur Atlason (meðlimur í Vantrú) - 29/03/08 08:26 #

Það er gott að viðhafa aðferð Rómverja þegar svona ruglingur kemur upp á yfirborðið. Til þess að fá botn í þennan Stewart McHuchinson þá þarf að "elta peningana"

ég tel einsýnt að þessi Stewart skáldi þennan þvætting upp og gefu út bækur til þess að hafa auðtrúa vesalinga af féþúfu.

Svo kemst þessi asni í fjölmiðla vegna þess að -fjölmiðlar elska að taka viðtöl við svona hálf-bjána.

Hann ætti að skammast sín þessi McHutchinsons.. En hvaða asnar standa fyrir innflutningi á þessum þorpara? Human.is? Hvaða rugl er það nú?

ég skoðaði síðuna þeirra og þar er mynd af þessum McHuchinsons með HÖFRUNGI.. Það er sannarlega áhugavert hversvegna nýaldarhyskið hefur svona mikin áhuga á HÖFRUNGUM. Svo skil ég ekkert í því hvað þetta human.is er að koma með þennan McHutchinsons til Íslands. Íslendningar ÉTA höfrunga og reyndar flest allt sem lífir í hafinu kringum landið.

-Uss hvað þetta er mikil vitleysa.


Sævar Helgi (meðlimur í Vantrú) - 29/03/08 11:42 #

Þetta er nú meiri vitleysan. Ég vona að fólk láti ekki glepjast og eyði stórfé í svona bullukolla. Hvað um að láta þessa fjárhæð í góðgerðamál í stað þessara bjána?

Ég man eftir C.S.I. þætti sem fjallaði einmitt um svona Reptillians. Sá þáttur náði að fanga kjarnann í þessu rugli ágætlega.

Að svona menn séu fluttir inn til Íslands!


Matti (meðlimur í Vantrú) - 29/03/08 11:46 #

Þetta stórbrotna kjaftæði er meira að segja of mikið fyrir Magnús Skarphéðinsson skv. þessu viðtali í 24 Stundum í dag. Segir það ekki allt sem segja þarf?


Birgir Baldursson (meðlimur í Vantrú) - 29/03/08 14:01 #

Ég hef sagt Magnús trúgjarnan úr hömlu, en nú fær hann hrós frá mér fyrir skeptík sína.


Þórarinn Sigurðsson - 29/03/08 15:49 #

Nýaldarflippið er alltaf jafnskemmtilegt.

Á hinn bóginn verður maður að vona að það komi ekki óorði á vísindin; það er þægilegast og einfaldast þegar fólk reynir ekki að renna vísindalegum stoðum undir trúarbrögðin sín...


Haraldur Gísli - 29/03/08 20:23 #

ég hef nú spjallað lítillega við Magnús Skarphéðinsson, það er gaman af honum.

En ég googlaði þessa Reptillians og það merkilegasta sem ég fann er að einhver stærðfræðingur reiknaði það út að á 17-21 mílna dýpt niður í jörðu á víst að vera hitastig sem hægt væri að lifa í, einhverjir halda að skepnurar lifi þar.

Lokað hefur verið fyrir athugasemdir við þessa færslu. Við bendum á spjallið ef þið viljið halda umræðum áfram.