Allar færslur Allir flokkar Sos Um félagið Úrskráning Lógó Spjallid@Vantru Póstfang Vantru@Facebook Vantru@Youtube Vantru@Twitter

Forða oss frá illu

Árið 2006 kom út ein eftirminnilegasta heimildarmynd síðari ára: Deliver us From Evil. Í þessari heimildarmynd var rætt við fórnarlömb kaþólsk prests að nafni Oliver O´Grady. Þessi prestur kynferðislega misnotaði börn allt niðrí sex ára aldur og fórnarlömbin eru talin vera í mörgum tugum, jafnvel hundruðum.

En það er ekki aðeins rætt við fórnarlömbin, heldur er líka rætt við sjálfan O´Grady sem reynir á köflum að réttlæta margar viðbjóðslegar gjörðir sínar. Það að hlusta á hann gefur manni algjört skítabragð í munninn. Það sem er einna hryllilegast við gjörðir O´Grady er að hann fékk að stunda þetta nær algjörlega óáreittur af yfirvöldum sinnar kirkju, og ef upp um hann komst þá var hann bara fluttur í aðra sókn þar sem hann hélt áfram sinni iðju. Kvikmyndin sýnir hversu illa innrætir skíthælar starfa undir verndarvæng kaþólsku kirkjunnar.

Amy Berg, leikstjóri og handritshöfundur Deliver us From Evil, talar um kvikmyndina og tilurð hennar

Myndbrot úr Deliver us From Evil

Við í Vantrú mælum eindregið með þessari kvikmynd og ætti að vera til á öllum betri myndbandsleigum, en vörum ykkur við að hún er ekki fyrir viðkvæma.

Ritstjórn 11.03.2008
Flokkað undir: ( Myndbönd , Vísun )

Viðbrögð


Oskar - 11/03/08 11:33 #

Hérna er panorama þáttur um O'Grady og þetta pakk allt saman: http://news.bbc.co.uk/player/nol/newsid5400000/newsid5403100/5403158.stm?bw=nb&mp=wm

Ég sá mynd fyrir nokkru sem ég man ekki alveg hvað heitir en það var gert af írskum manni sem að var misnotaður af presti. Hann gróf upp ýmsar beinagrindur og þar sá ég fyrst minnst á crimen solicitationis. Eftir þá mynd var mér bókstaflega óglatt eins og Erlendur getur vitnað um, en hann fór með mér að reykja eftir að ég horfði á hana.


Oskar - 11/03/08 11:47 #

Vitleysingi er ég. Þetta var Panorama þátturinn sem að ég horfði á. Hér er googlevideo linkurinn


sbs - 11/03/08 12:18 #

Að horfa á O'Crady minnir mig á myndbönd af Ted Bundy.

Ekki bara svalayfirbragðið og tilfinningaleysið. Þeir benda líka báðir á að mesta illskan er oftast á síðasta staðnum sem maður hefði grunað.


Þórður Ingvarsson (meðlimur í Vantrú) - 11/03/08 12:32 #

Takk fyrir hlekkinn Oskar.

Stærsta barnavændis og -níðingsglæpaklíkan, Vatíkanið.

Viðbjóður.

Og þetta er að gerast útum allann heim.


Arnaldur - 11/03/08 20:43 #

Hvers vegna er þetta ekki sýnt á rúv. Held að fólk hefði gott af því...


Haukur Ísleifsson (meðlimur í Vantrú) - 11/03/08 22:09 #

Það myndi nú ekki passa inní polesíuna þeirra að grafa þetta upp.


Valtýr - 12/03/08 21:49 #

Haukur, hvað þýðir "polesíuna"?


Valtýr - 12/03/08 21:52 #

Haukur, þú þarft ekki að svara, ég fattaði þetta rétt eftir að ég spurði. Auðvitað er þetta bara enska orðið "policy". Svona getur heilinn í manni verið dofinn þegar maður vinnur á nóttunni og sefur á daginn.


Haukur Ísleifsson (meðlimur í Vantrú) - 14/03/08 20:09 #

Það afsakast. :)


Margrét St. Hafsteinsdóttir - 14/03/08 22:30 #

Ég er búin að sjá myndina og skrifaði pistil um hana á moggablogginu fyrir nokkru.

Umræddur O´Grady var sjálfur misnotaður af prestum. Þetta er eins og rauður þráður í gegnum kynslóðir.

Vibjóður!

Hrikalegt að sjá viðtölin við aðstandendur fórnarlambanna ekkert síður en við þolendur. Hvað það traust og trú sem það bar til kirkjunnar var fótum troðið ofan í svaðið.Og hvað kirkjan gerði ekkert fyrir fórnarlömbin, eða minna en ekkert, sýndi þeim ekkert nema vanvirðingu.

Lokað hefur verið fyrir athugasemdir við þessa færslu. Við bendum á spjallið ef þið viljið halda umræðum áfram.