Allar færslur Allir flokkar Sos Um félagið Úrskráning Lógó Spjallid@Vantru Póstfang Vantru@Facebook Vantru@Youtube Vantru@Twitter

Skólatrúboð

Í þessu myndbandi er rætt um hið lágkúrulega og vafasama skólatrúboð ríkiskirkjunnar.

Brot úr myndinni Passion of the Christ er sýnt í myndbandinu, þannig að atriði í myndbandinu gæti vakið óhug barna og viðkvæma.

Frelsarinn 12.02.2008
Flokkað undir: ( Myndbönd )

Viðbrögð


FellowRanger - 12/02/08 11:35 #

Flott, er þetta myndband aðeins til sýnis á jútúb eða munuð þið nota það/birta það með eitthvað meira í huga?


Sigurður Karl Lúðvíksson - 12/02/08 12:14 #

Glæsilegt, þetta kalla ég alvöru áróður, meira svona.


Kári - 12/02/08 14:41 #

Mér finnst þetta mjög gott þangað til Passion dettur inn. Fyrst er skírskotað (málefnanlega) í skólatrúboði. Síðan fer þetta út í allt annað þ.e. hvað kristni er mikil hræsni!?!? Mér finnst að við trúleysingjarnir megum alveg halda okkur við efnið til að fá fólk til að taka mark á okkur.


Teitur Atlason (meðlimur í Vantrú) - 12/02/08 18:58 #

Þetta er sannarlega stuðandi myndbrot. Það er samt svo skrýtið að það er óumdeild staðreynd að ríkiskirkjan er að ota þessar ógeðfeldu sögu að börnum i grunnskólum landsins. blóðsdýrkun kristindómsins er staðreynd og á örugglega sinn þátt í þeim óskaplegu grimmdarverkum sem framin hafa verið í nafni guðsins þeirra kristnu.

Þó að það sé óþægilegt að horfa á þessa klippu úr "Passion Of Christ" þá verðum við líka að horfast í augu við þá staðreynd að þetta er langvinsælasta Jesúmynd sögunnar. Hún sló öll aðsókarmet þegar hún var sýnd. Hvað segir það okkur? Er þetta ekki blóðdýrkun af grófustu sort?


Haukur Ísleifsson (meðlimur í Vantrú) - 13/02/08 00:16 #

Meint blóðsdýrkun Kristninnar kemur skólatrúboði mjög takmarkað við.


Reynir (meðlimur í Vantrú) - 13/02/08 00:54 #

Blóð Krists er megininntakið í boðun margra strangtrúaðra - þeir eru laugaðir og blessaðir í blóði og fyrir blóð Krists - blóð fórnarinnar, blóð fórnarlambsins, frelsarans.

Settlegir ríkiskirkjuprestar baða sig vissulega minna í blóðinu en þó skenka þeir því reglulega og ofurhátíðlega ofan í barnskokin.

Pína og kvöl Krists þykir hins vegar nokkuð fínni þar á bæ og fáir prestar halda vatni yfir passíusálmunum - pínusálmunum, kvalasálmunum hans Hallgríms Péturssonar.

Fágaðasta útgáfa þessa sora er hjá lútherskum kennimönnun og kallast teologia crucis og fjallar um að dýrð Guðs birtist í þjáningunni.


frelsarinn@gmail.com (meðlimur í Vantrú) - 13/02/08 09:07 #

Passion of the Christ er notuð í ferminga- og skólafræðslu í kristinfræðslu/trúboði. Oft blandast þetta allt saman í einn graut þar sem skólinn aðstoðar kirkjuna við að kristna öll börnin í sveitinni: http://www.kirkjan.is/?frettir/2004?id=163

Lokað hefur verið fyrir athugasemdir við þessa færslu. Við bendum á spjallið ef þið viljið halda umræðum áfram.