Allar færslur Allir flokkar Sos Um félagið Úrskráning Lógó Spjallid@Vantru Póstfang Vantru@Facebook Vantru@Youtube Vantru@Twitter

Hræsni þingmanna

Guðni Ágústsson mætti í Kastljós þann 5. febrúar síðastliðinn þar sem hann sagði að beri að virða dóm Mannréttindanefndar Sameinuðu Þjóðanna er varðar kvótakerfið. Það er gott að þessi gamli hundur læri að sitja, en það var nú allt annar tónn í bóndanum þegar umræðan um kristilegt siðgæði í grunnskólalögum var sem hæst. Þar þurfti ekkert að taka mark á niðurstöðu Mannréttindanefndar Sameinuðu Þjóðana og Mannréttindadómstóls Evrópu þegar dæmt var Norska ríkinu í óhag sökum kristilegra formerkja opinberra grunnskóla þar í landi.

En Guðni er nú ekki einn um að ríbútta á nýju ári því Jón Magnússon finnst nú ansi ólýðræðislega vegið að reykingamönnum, eða svo sagði hann í Kastljósi þann 4. febrúar, útaf reykingabannslögum. En kóninn sagði að það megi ekki undanskilja minnihlutann frá því að skemmta sér. En í Silfri-Egils á síðasta ári fannst honum ekkert að því að stinga leikskólabörnum trúlausra foreldra útí horn þegar leikskólaprestur kíkti í heimsókn, það var í góðu lagi. Það er það sama, séra Jón og séra Guðni.

Hræsni þingmanna og ráðamanna er alls ekki ný af nálinni, en vonandi finnst nú einhver opinber starfsmaður sem starfar af heilindum.

Þórður Ingvarsson 10.02.2008
Flokkað undir: ( Stjórnmál og trú )

Viðbrögð


Siggi Óla - 10/02/08 19:22 #

Nei það er ekki sama hvort það er Jón eða GuðJón, stjórnmálamenn eru sérstaklega slæmir þegar kemur að því að verja ríkiskirkjujna en það kemur eingöngu til af vinsældarhjali þeirra.

Það er bara ekki fínt að vera samkvæmur sjálfum sér. Best er að halda uppi gullkornum eins og Guðni Ágústsson "missti" úr sér í fyrra þegar hann sagði að "kristið siðgæði væri að standa vörð um þjóðkirkjuna".

Öllu vitlausari setningar geta menn yfir höfuð ekki sagt, og þó. Það má lengi manninn reyna hjá stjórnmálaforkólfum.


Hjörtur Brynjarsson (meðlimur í Vantrú) - 10/02/08 23:41 #

Mannréttindadómstóll Evrópu - æji er það ekki bara einhver Evrópsk sérviska sem við þurfum ekkert að vera lepja upp????

(2 stig fyrir alla sem föttuðu djókinn)

Lokað hefur verið fyrir athugasemdir við þessa færslu. Við bendum á spjallið ef þið viljið halda umræðum áfram.