Allar færslur Allir flokkar Sos Um félagið Úrskráning Lógó Spjallid@Vantru Póstfang Vantru@Facebook Vantru@Youtube Vantru@Twitter

Guð fundinn í 10. víddinni

Í þessu myndbandi færir ungur og gáfaður trúleysingi rök fyrir guði eins og hann er skilgreindur með vísun í strengjakenningar og 10. víddina. Myndbandið sem hann vísar í í upphafi orðræðu sinnar, þetta sem allir þurfa að sjá til að skilja hann, er hér.

Ritstjórn 17.01.2008
Flokkað undir: ( Vísun )

Viðbrögð


Reynir (meðlimur í Vantrú) - 17/01/08 12:11 #

Tíunda viddin er "allt", án upphafs og endis. Í þessu "öllu" felst öll þekking (alvitur), hún er alltaf og allstaðar (eilíf og alnálæg) og allir kraftar eru í því (almáttug). Ef guð er alvitur, alnálægur almáttugur og eilífur - og ef hann er til - er hann hluti af þessu "öllu" eða þetta "allt".

Þetta þykja mér hvorki merkileg, sannfærandi né sérlega gáfuleg rök.

Mér sýnist mega draga þessa visku saman í eftirfarandi setningu: Ef guð er til þá hlýtur hann að vera í því sem allt er.

Eða er hann að segja að ef eitthvað er eilíft, alltumlykjandi og felur í sér alla krafta og visku sé það guð? Væri ekki nær að kalla það Blúbb?

Tíunda víddin, "allt", eða þessi guð, felur líka í sér alla heimsku, vonsku, villu o.s.frv.


Haukur Ísleifsson - 17/01/08 23:07 #

Hvað voru aftur margar rúm-víddir


Sigurður Ólafsson - 18/01/08 10:29 #

Þetta eru skemmtilegar pælingar hjá stráknum, en því miður gallaðar. Þetta "allt" í tíundu vídinni dugar ekki til. Ef ég skil guðshugtakið rétt, þá getur guð ekki aðeins gert allt sem mögulegt er, hann getur líka brotið öll möguleg náttúrulögmál og þar með farið út fyrir mengi alls þess sem mögulegt er. Þeir sem trúa á guð eru því ætíð "stikkfrí" þegar rök og vísindi eru annars vegar, þeir geta alltaf sagt að guð sé utan og ofan við allt sem mögulegt er.

En að sama skapi er ómögulegt að sanna tilvist slíks fyrirbæris.


Guðjón - 18/01/08 17:19 #

Það er slíkt fyrirbæri sem eru uppspretta þeirra reglu sem á óskilanlegan hátt gerir tilvist þessa heims mögulega. Sumir kalla þetta fyrirbæri Guð.

Sú staðreynd að við þurfum 10 eða 11 víddir til þess að gera grein fyrir hvernig minnstu agnir efnis virka bendir til að ýmis lykilatriði heimsins sé algjörlega handa við allan mannlegan skilning.

Lokað hefur verið fyrir athugasemdir við þessa færslu. Við bendum á spjallið ef þið viljið halda umræðum áfram.