Allar færslur Allir flokkar Sos Um félagið Úrskráning Lógó Spjallid@Vantru Póstfang Vantru@Facebook Vantru@Youtube Vantru@Twitter

Sam Harris - Ranghugmyndir um trúleysið

Í þessu stutta myndbandi, sem er hluti af lengri fyrirlestri, leiðréttir Sam Harris nokkrar ranghugmyndir sem algengar hafa verið í umræðunni um trúleysið

Ritstjórn 15.01.2008
Flokkað undir: ( Myndbönd )

Viðbrögð


Reynir (meðlimur í Vantrú) - 15/01/08 12:58 #

Sam Harris er höfundur bókanna "The end of faith" og "Letter to a Christian nation", hvort tveggja verðugt lestrarefni.

Heimasíða hans er www.samharris.org


Reynir (meðlimur í Vantrú) - 15/01/08 13:10 #

Bókin "Letter to a Christian Nation" er ætluð Bandaríkjamönnum og í henni er Ísland nefnt sem góð fyrirmynd. Þar segir á bls. 43:

"Þótt menn kunni að halda að óvinnandi vegur sé að binda enda á trúarbrögð, er mikilvægt að hafa í huga að það hefur nærri tekist í megninu af hinum þróaða heimi. Norðmenn, Íslendingar, Ástralir, Kanadamenn, Svíar, Svisslendingar, Belgar, Japanir, Hollendingar, Danir og Bretar eru meðal þeirra þjóða sem skeyta minnstu um trúarbrögð. Samkvæmt Velmegunarskýrslu Sameinuðu þjóðanna (2005) eru þær líka þær heilbrigðustu m.t.t. lífslíka, læsi, þjóðartekna á mann, menntunar, jafnréttis kynjanna, morðtíðni og ungbarnadauða."


Teitur Atlason (meðlimur í Vantrú) - 15/01/08 13:35 #

Hvoru tveggja fínar bækur. "Letter to a Christian nation" er afar góð lesning fyrir hvern þann sem vill kynna málstað trúlausra.


Guðjón - 16/01/08 21:03 #

Það sem er helst gagnrýnisvert við Harris er að hann er ofstækismaður sem aðhyllist mjög heimskulegar og barnalega hugmyndir . Vandamál sem rekja má til ofstækis verður ekki útrýmt með ofstæki af öðru tagi. Málflutingur hans er mjög yfirborðslegur og að hluta til mjög óraunsær - ef menn vilja berjast gegn öfafullum trúleysingingum er ekki skynamslegt að nota krafta sína til að berja gegn öllum trúuðu mönnum eins og Harris gerir í stað þess að leita bandamann þar sem þeirra er að finna þar á meðal úr röðum hófsamra afla innan íslam.


Matti (meðlimur í Vantrú) - 16/01/08 21:24 #

Það sem er helst gagnrýnisvert við Harris er að hann er ofstækismaður sem aðhyllist mjög heimskulegar og barnalega hugmyndir .

Æi góði Guðjón, við höfum farið í gegn um þetta áður.

Ef þú hefur einhverjar athugasemdir við það sem Sam Harris segir í þessu myndbandi, máttu endilega setja þær fram hér. Annað þvaður á heima á spjallinu.


Teitur Atlason (meðlimur í Vantrú) - 17/01/08 09:43 #

Málflutningur Sam Harris er afar hófstilltur Guðjón. Misskilningur þinn er sá að halda að hann sé í einhverri herferð gegn islam eða kristni. Ef hann er í e-i herferð þá stendur hún fyrir áægti trúleysis. það er munur þarna á sem þú hlýtur að sjá.

Hann er ekki að reyna afla neinna bandamanna meðal hófsamra islamista eða hófsamra kristinna. það er ekki markmiðið með málflutningi hans.


Guðjón - 17/01/08 11:38 #

Ég er sammála Matta um að það er engin þörf á því að endurtaka deilun um Sam Harris. Ég vona samt að ég fá að sýna Teiti framá að hann miskilur Harris. Það er alveg skýrt að Harris telur að trúarbrögð eigi sér engan tilverurétt. Ég bendi Teiti á að lesa eftirfarandi grein eftir Harris: http://www.huffingtonpost.com/sam-harris/science-must-destroy-relib13153.html. Hún heitir: Vísindin verða að uppræta trúarbrögð.


Birgir Baldursson (meðlimur í Vantrú) - 17/01/08 14:11 #

Það er alveg skýrt að Harris telur að trúarbrögð eigi sér engan tilverurétt.

Er sá sem telur að trúarbrögð eigi ekki að eiga sér tilverurétt ofstækisfullur? En hvað með þá sem telja að menn eigi ekki að geta prettað saklaust fólk með stjörnuspeki, heilunm, reiki, árulestri, Xenu og þar fram eftir götum? Ofstækismenn?

Hvað er það nákvæmlega við skipulögð trúarbrögð sem kallar eftir einhverri sérstakri vernd gegn gagnrýni? Hver er tilvistarréttlæting skipulagðra, útbreiddra og lögverndaðra blekkinga umfram aðrar? Af hverju er sá sem ekki gerir mannamun í þessum efnum ofstækismaður?


Guðjón - 17/01/08 15:53 #

Það er ekki bara verið að tala um þessi atriði sem þú telur upp, það er verið að tala upp allt trúarlíf og alla trúariðkun. Við verðum að meta stöðuna raunhæft- Það er ekki til neitt yfirvald eða aðili sem getu gefið út úrskurð um réttmæti lífskoðanna - það vald liggur hjá hverjum og einum. Þess vegna búum við á tímum fjölbreyttra lífskoðanna sem stangast á.

Í Sovétríkunum var þetta vandamál leyst með því að fangelsa, setja á geðveikrahæli eða drepa þá sem voru ósammála yfirvöldum.

Hér á vesturlöndum getum við leyst þetta vandamál með umburðarlyndi- við sættum okkur við að fólk hefur rétt á að hafa hvaða skoðun sem er svo lengi sem hegðun þess samræmist lögum og reglum.

Þessu hafnar Harris hann telur að trúleysingar eigi ekki að sýna umburðalyndi heldur eigi þeir miskunarlaust að rakka niður skoðanir- heimskra trúmanna.


Haukur Ísleifsson - 17/01/08 23:02 #

"Hér á vesturlöndum getum við leyst þetta vandamál með umburðarlyndi- við sættum okkur við að fólk hefur rétt á að hafa hvaða skoðun sem er svo lengi sem hegðun þess samræmist lögum og reglum."

Þetta get ég svo sannarlega tekið undir.

Ég hef bara ekki fylgst með málfluttningi Harris nógu mikið til að meta um seinni fullyrðinguna. Það bera að virða trúmenn eins og aðra en "skoðanir" þeirra ber ekkert að virða frekar enn aðrar órökstuddar staðhæfigar.


frelsarinn@gmail.com (meðlimur í Vantrú) - 18/01/08 21:49 #

Það er mikill misskilningur að trú hafi lagstaf í Sovét vegna ofsókna. Hinn guðfræðimenntaði Stalín hreinsaði til innan kirkjunnar eins og á öðrum stöðum í stjórnkerfinu. Á endanum voru aðeins hans menn innan kirkjunnar og óæskilegir teknir af lífi. Rétttrúnaðurinn lifir góðu lífi í dag og mjög margir Rússar eru í Rétttrúnaðarkirkjunni, núverandi og fyrrverandi forsetar Rússlands eru báðir kristlingar vegna þess að kirkjan lifði vel af Sovéttímann. Stalín drap hins vegar kaþólikka í miklu magni og Hitler drap Rétttrúnaðarpresta á móti. Ástæðan var stríð á milli Vatikansins á austurvígstöðunum með nasista og fasista sem sína menn á meðan Stalín þjónaði áhrifum Rétttrúnaðarkirkjunnar. Eftir stríðið tók til dæmis Stalín flestar kirkjur kaþólskunar í Úkraínu og gaf Rétttrúnaðinum. Það er stutt síðan páfagarður gerði tilkall til þessarar kirkna. Það er fáránlega barnalegt að halda því fram kristni hafi lagst af í Sovét, kirkjan var sem endranær í eldlínunni vegna áhrifa hennar innan samfélagsins. Stalín lagði áheyrslu að fá þau völd og gerði það með því að koma sínum mönnum að með hreinsunum. Það var gert í öllu stjórnkerfinu frá kirkju til hers.

Lokað hefur verið fyrir athugasemdir við þessa færslu. Við bendum á spjallið ef þið viljið halda umræðum áfram.