Allar færslur Allir flokkar Sos Um félagið Úrskráning Lógó Spjallid@Vantru Póstfang Vantru@Facebook Vantru@Youtube Vantru@Twitter

Dæmisaga

Einu sinni endur fyrir löngu
var Abraham á heilsubótargöngu
með strákinn sinn og stafkrókinn
og staðinn nestispakka
og sting til þess að drepa litla krakka.

Samkvæmt Biblíunni reyndist stingurinn ekki komast í nema naumlega hálft gagn, því að Guð átti eftir að hætta við að gera Abraham að sonarmorðingja og heimta í staðinn að blásaklausum sauði yrði lógað sér til dýrðar.

Þessi fallega saga kennir okkur að leggja traust okkar á Guð þó svo að hugmyndir hans virðist allt í senn sjúkar, heimskulegar og tilgangslausar. Óhæfuverkin, mannvonskan, laupuskapurinn eða vitfirran sem hann fer fram á eiga sér nefnilega í versta falli bæði góða ástæðu og lendingu, nú eða þá að hann er bara að djóka, sprella og flippa til þess að sjá hversu langt við viljum ganga fyrir hann.

Í öllu falli borgar sig að hlýða bara og vera ekki með neitt kjaftæði. Eða langar þig kanski til helvítis?.. lagsi.

Haukur Hilmarsson 10.01.2008
Flokkað undir: ( Aðsend grein )

Viðbrögð


Borghildur Hauksdóttir - 11/01/08 00:52 #

Ég var að byrja að lesa fyrstu Mósebók nú í morgun og staldraði hugsi við þessa grein. Ég þurfti reyndar að lesa hana tvisvar þar sem ég hélt ég hefðí misskilið eitthvað. Ég hélt í fávisku minni að Abraham greyið hefði fallið á þessu prófi þar sem hann var svo auðfús að slátra syni sínum.

Hvað ef satan hefði nú tekið upp á því að tala til Abrahams í stað guðs. Hann hefði þá væntanlega sagt honum (sem andstæða guðs) að elska son sinn og virða og drullast til að taka sjálfstæðar ákvarðanir í stað þess að láta vitfirrta andaveru leiða sig í ógöngur.

Athyglisvert fannst mér að Guð sver einnig við sjálfan sig að Abraham myndi mikla blessun hljóta fyrir göfuglyndi sitt og að allar þjóðir skildu blessun hljóta. Ætli hann hafi verið búinn að gleyma því loforði þegar hann sendi plágurnar yfir Egypta og drekkti þeim síðan að lokum.

Hvað ætli gerist þegar guð sver við sjálfan sig og stendur ekki við það?


áki - 11/01/08 21:46 #

Fólk breytir trúnni og skiptir yfir í nýrra testament. Svo auðvelt er það. Ein af mörgum vísbendingum um að trúin byggist ekki á neinu heldur breytist bara eftir vilja fólks og svo sópar kirkjan afgöngunum undir sófa.

Lokað hefur verið fyrir athugasemdir við þessa færslu. Við bendum á spjallið ef þið viljið halda umræðum áfram.