Allar færslur Allir flokkar Sos Um félagið Úrskráning Lógó Spjallid@Vantru Póstfang Vantru@Facebook Vantru@Youtube Vantru@Twitter

Vörusvik

Nýverið kærðu Neytendasamtökin til Neytendastofu vörusvik við sölu á ginsengi (frétt á vef Neytendasamtakanna). Rannsóknir á erlendri rannsóknarstofu benda til þess að hvítt ginseng hafi verið selt sem rautt ginseng en rauða ginsengið er yfirleitt tvöfalt dýrara.

Þetta leiðir hugann að remedíum hómópata. Þær eru blandaðar þannig að það er nánast ómögulegt að greina þær frá kranavatni þótt verðmunurinn sé mikill. Kannski er hér fundið næsta baráttumál fyrir samtök neytenda?

Sverrir Guðmundsson 14.12.2007
Flokkað undir: ( Kjaftæðisvaktin )

Viðbrögð


baddi - 14/12/07 20:52 #

Ein þáverandi kærasta mín fór til Brynjólfs fyrir norðan í "litgreiningu" og boy þvílikt kjaftæði. Vanalega er kjaftæðið þó ókeypis en þetta kjaftæði kostaði fimmþúsundkall!


Jón Magnús (meðlimur í Vantrú) - 14/12/07 22:09 #

Þetta segir bara að fólk á að droppa við á Vantrúarvefnum til að fá "ground zero" áður það leggur af stað útí óvissuna :)


baddi - 14/12/07 22:36 #

var vantrúarvefurinn til árið 2000? Á þeim tima hélt ég að ég væri e.t.v. einn af 10 hér á landi með þessar skoðanir...


Hjalti Rúnar Ómarsson (meðlimur í Vantrú) - 14/12/07 22:55 #

Okkar ástkæra vefrit var stofnað árið 2003.

Lokað hefur verið fyrir athugasemdir við þessa færslu. Við bendum á spjallið ef þið viljið halda umræðum áfram.