Allar færslur Allir flokkar Sos Um félagið Úrskráning Lógó Spjallid@Vantru Póstfang Vantru@Facebook Vantru@Youtube Vantru@Twitter

Ingersoll og grænsápubiblían

Vafalaust hefir verið til fjöldi trúarbragða öldum saman, áður en ritlist var fundin. Og þessi trúarbrögð hafa orðið fyrir mörgum og margvíslegum breytingum, áður en komið var föstu skipulagi á sögur og sagnir, kraftaverk, spádóma og hindurvitni, í rituðu máli. En eftir það var ekki unt að breyta, nema með því að leggja nýjar merkingar í gömul orð, sem reyndar gerðist æði oft nauðsynleg þegar fram komu staðreyndir, sem ekki var allskostar auðvelt að samrýma, við bókstaflega merkingu hinna "helgu rita". Á þennan hátt getur oft fölskvalaus trú haldist fyrir tilstyrk óheiðarlegra aðferða.

Robert G. Ingersoll

Ritstjórn 15.11.2007
Flokkað undir: ( Fleyg orð )

Viðbrögð


Árni Árnason - 15/11/07 17:40 #

Hvernig getur staðið á því að trúarbrögð eru 2000 ára gömul, en samt er það sem var hinn eini sannleikur þeirra í gær það ekki í dag ?

Hvernig getur staðið á því að trú manna á hina ýmsu guði fer eftir landamærum ? Var yfirguð sem úthlutaði hinum landsvæðum ?

Er kannski bara einn guð en mismunandi deildir ? " Hjá guði góðan dag. Fyrir hindúa ýtið á einn, fyrir múslima ýtið á tvo"

Af hverju er hvítur guð fyrir evrópubúa, skáeygður fyrir asíubúa og með rana fyrir indverja ?

Hvernig getur staðið á því að þó að engum trúarbrögðum hafi tekist að sýna fram á að þeirra guð sé til, eða geti yfirleitt eitthvað, hafna þau hiklaust öllum hinum trúarbrögðunum ?

Ma..ma..maður bara spyr.


Haukur Ísleifsson - 15/11/07 22:30 #

"Af hverju er hvítur guð fyrir evrópubúa, skáeygður fyrir asíubúa og með rana fyrir indverja ? " Þetta er GOLD. Um leið og það verður bara eitt trúarbragð þá skal ég íhuga að joina. Meðan það eru mörg þá hlýtur þetta að vera BULLSHIT.

Lokað hefur verið fyrir athugasemdir við þessa færslu. Við bendum á spjallið ef þið viljið halda umræðum áfram.