Allar færslur Allir flokkar Sos Um félagið Úrskráning Lógó Spjallid@Vantru Póstfang Vantru@Facebook Vantru@Youtube Vantru@Twitter

Þjóðkirkjuskólinn

Guðfræðideildin er hluti þjóðkirkjunnar og hlýtur að starfa fyrir og í nánum tengslum við presta og söfnuði landsins, kirkjuna.

Jón Sveinbjörnsson, fyrrverandi prófessor við guðfræðideild HÍ, Samskipti guðfræðideildar og þjóðkirkju, Orðið 1986, bls 71

Ritstjórn 01.11.2007
Flokkað undir: ( Ófleyg orð )

Viðbrögð


Árni Árnason - 01/11/07 09:33 #

Mikið afskaplega hlýtur "Guð-fræðin" að vera einsleit í þessari deild.

Mig hefur svo sem lengi grunað að þessi svokallaða guðfræðideild, sé engin fræði- deild yfirleitt, heldur nánast eins og starfsnám fyrir Ríkiskirkjupresta.

Er það eðlilegt að skattgreiðendur haldi úti sérstöku háskólanámi til að mennta starfsmenn eins fyrirtækis ? Af hverju ekki Hagkaups-viðskiftafræðideild ?


Birta - 01/11/07 09:46 #

Ég var einmitt að lesa eitthvað úr ritröð guðfræðistofnunar fyrir örfáum dögum. Það kom mér á óvart hvers óskaplega trúarlegt ritið var (bjóst við smá gagnrýnum biblíuvísindum inn á milli, en lítið var að finna að gagni). Það voru greinar um kristilegar sumarbúðir fyrir börn og um eldpresta fortíðarinnar, og gamlar afturhvarfs og bænavakningar. Einnig sagði fyrrverandi prófessor sem kenndi í mörg ár í deildinni, og til "nítjánhundruð níutíu og eitthvað" að guðspjöllin og postulasagan væru söguleg, (án þess að útskýra nánar hvað hann meinti. Það leit út eins og hann væri að segja að þau lýstu raunverulegum sögulegum atburðum) og guðspjöllin hefðu verið glænýtt bókmenntaform (frekar vafasöm fullyrðing). Annar varði í framhjáhlaupi eitt af ljótustu versum Biblíunnar sem raunsæi (það var reyndar í grein sem að mestu leyti var mjög áhugaverð og góð)...

En rit guðfræðistofnunar eru ekki fræðirit heldur trúarrit, ef marka má það sem ég hef skoðað hingað til.


Teitur Atlason (meðlimur í Vantrú) - 01/11/07 10:03 #

Sona sona....

ÉG er B.A úr guðfræðideild og fékk barasta ágætt og fræðilegt nám. Vissulega eru sumir áfangar bara undirbúningur fyrir prest og-djáknastarfið. En það er afar auðvelt að haga námi sínu á fræðilegum nótum. Trúarlífsfélagfræði og samtímasaga Nýja testamentisins eru ferlega fróðlegir áfangar og draga ekki taum kristindómsins nema síður sé. Ég hvet fólk til að kíkja bara á námsáætlun og áfanganan sem þar eru í boði. Ég fullyrði að langflestir áfangir í guðfræðideildinni standast akademískar kröfur.

Vissulega standa sumir kennarar í þeirri trú að þeir séu að framleiða presta fyrir ríkiskirjuna en svoleiðis kennarar eru í minnihluta.

námið styrkti mig heldurbetur í trúleysi mínu og fyrir það er ég vissulega þakklátur :)


Birta - 01/11/07 10:29 #

Námið í heild ætti að styrkja mann í trúleysi - eða amk útiloka mann frá bókstafstrú. Ég efast ekki um að þú hafir lært margt fróðlegt. Hins vegar grunar mig að hægt sé að gera miklu, miklu betur, og allt of mikil trúvörn sé þarna inn á milli.

Þú hefur t.d lesið "stórvirki" eins og Historical Theology, Christian Theology og The Christian Theology Reader, allt eftir atvinnu trúvarnarmanninn Alister E. McGrath og Credo, og Kirkjan Játar, Einar Sigurbjörnsson, og ýmis önnur kristileg rit.


Teitur Atlason (meðlimur í Vantrú) - 01/11/07 11:28 #

Ég las ekki ofantaldar bækur eftir Alistair McGrath en ég las eina eða tvær eftir hann um samtímasögu Nt. meðal bóka sem eru mér minnisstæðar eru t.d Feminsim & Christian Ethics (e. Susan Franks Parsons) Rivier of God (e. Gregory j.Riley) og The Christian Myth (e. Burton L Mack) svo dæmi séu tekin. Ég las helling af bókum sem eru allar fræðilegar. Guðfræðideildin er ekki biblíuskóli (mörgum nemendum til mikilla vonbrigða..) ÉG las "kirkjan játar" en ég get ekki séð að sú bók sé ekki akademísk. Hún fjallar um játningar kirkjunnar í gegnum tíðina, tilurð þeirra og tilgang. það er engin séstök trúvörn falin í þessari bók. Þetta er ágætis fræðibók um afar sértækt efni.

Ég sótti tíma í kristinni trúfræði en þeir tímar (eins og langflestir tímar) voru fræðilegir og stóðust væntingar mínar. Reynar vakti það sem kennt var undrun mína en það er önnur saga.

Ég hvet þig barasta að sækja nokkra tíma í guðfræði. Námið er skemmtilegt og hentar trúleysingjum jafnt sem trúartryllingum. það er t.d sérstaklega nauðsynlegt fyrir trúlausa að kynna sér trúarbrögð. Við verðum að vita um hvað rætt er. Besta leiðin til að berjast gegn trúarbröðgum er að kynna sér þau! Lesi t.d einhver grundvallaratriðið kristinnar trúar á hlutlausan hátt mun viðkomandi pottþétt afkristnast. Skoðaðu þetta: Maður deyr, lifnar við, flýgur upp i himininn, sest við hliðina á pabba sínum (sem er líka hann sjálfur!) og mun dæma fólk á góðan stað eða á vondan stað. Annað dæmi: Nýfætt barn, yndislegt nýfætt barn´ í móðurfaðmi er SYNDUGT!!

Mér sýnist flestir prestar aldrei ræða grundvallaratriði kristindómsins. Þeim nægir að tala um að fólk eigi að vera "gott". Það er nýja guðfærði þeirra kristnu. Það má segja að hin nýja grænsápu-kristni krystallist í orðum geim-álfsins góða í kvikmyndinni E.T. þegar hann sagði við Drew Barrymore... "Be Good....."


Haukur Ísleifsson - 01/11/07 23:13 #

Hef enga ástæðu til að efast um ágæti Guðfræðideildar Háskóla Íslands. Er mjög sammála síðust efnisgrein Teits.

Lokað hefur verið fyrir athugasemdir við þessa færslu. Við bendum á spjallið ef þið viljið halda umræðum áfram.