Allar færslur Allir flokkar Sos Um félagið Úrskráning Lógó Spjallid@Vantru Póstfang Vantru@Facebook Vantru@Youtube Vantru@Twitter

Hvunndagshetjur og atvinnuhetjur

Í dag eru þrjár vikur síðan stór hópur af fólki vann saman að því að bjarga lífi frænda míns eftir umferðaróhapp. Fyrstu viðbrögð sem ég fann fyrir, og líklega flestir aðstandendur hans, voru mikill vanmáttur. Hvað getur hvunndagsmanneskjan gert í svona aðstæðum? Hvað get ég gert í svona aðstæðum? Get ég nokkuð gert annað en að bíða og vona?

Vegna trúleysis míns þá hef ég ekki þörf fyrir það að þakka guði fyrir það að frændi er á lífi. Mín vegna mega aðrir leita til guðs á svona tímum ef þeir finna einhvern styrk í því. En ég hef verið mjög hugsi undanfarið vegna þess þakklætis sem margir virðast beina mestmegnis til guðs á sama tíma og einhvers staðar í hinu mannlega samfélagi leynist hópur fólks sem á áþreifanlegan hátt bjargaði klárlega lífi hans.

Sjúkraflutningafólkið, læknar og hjúkrunarfólk hafa öll fengið tækifæri til að sanna mikilfengleik mannlegrar getu í gegnum umönnun á Jóni frænda þessar síðustu vikur. Þau eru atvinnuhetjur sem verður seint fullþakkað.

Blóðgjafarnir 200 sem voru á bakvið þá gífurlega miklu blóðgjöf sem hann þurfti og meðal annars bjargaði lífi hans eru hvunndagshetjur sem verður seint fullþakkað.

Ef þú ert blóðgjafi þá máttu gjarnan kvitta fyrir þig hér fyrir neðan og njóta þakklætis fyrir. Ég sjálf er kannski ekki jafn vanmáttug og mér fannst í upphafi. Ég get gefið blóð og mun gera það á allra næstu vikum. Ég get rétt fram hjálparhönd í ýmsu þegar ég fæ tækifæri til þess þó að frændi njóti þess ekki beint. Aðrir gerðu það fyrir Jón og ég get gert það fyrir aðra.

Kristín Kristjánsdóttir 21.10.2007
Flokkað undir: ( Hugvekja )

Viðbrögð


Reynir (meðlimur í Vantrú) - 21/10/07 12:24 #

Þarna er ýjað að svikamyllu trúarinnar. Trúaðir biðja guð sinn jafnan um lausn eða hjálp ef á bjátar. Ef málin bjargast eða lagast fær guðinn heiðurinn. Ef verr fer virðist hann hins vegar aldrei þurfa að axla neina ábyrgð í huga trúaðra. Með þessu móti hrannast upp "afrek" guðsins. Almáttugur guð ætti vissulega að geta bjargað miklu (öllu) eftir slys og hamfarir en einhvern veginn væri skiljanlegra að hann kæmi bara í veg fyrir þessi slys.


Daníel Páll Jónasson - 21/10/07 13:43 #

Ég er blóðgjafi, trúleysingi og mér þykir fátt sjálfsagðara en að gefa blóð. Gaman að vita til þess að mitt blóð hjálpi fólki að halda lífi :)

En ég er rosalega sammála þessari grein. Fólk virðist gleyma því að læknar, sjúkraflutningafólk og aðrir starfsmenn sjúkrahúsanna eru hetjurnar, ekki ímynduð vera uppi á himnum sem réttir ekki, og getur ekki rétt, fram hjálparhönd.

Svo tala allir um "kraftaverk" ef læknar bjarga einhverjum frá dauða. Þetta er ekkert annað en "færni", "ósérhlífni" og "dugnaður lækna".

Pff...


Gunnar J Briem - 21/10/07 16:12 #

Dan Dennett skrifaði um það þegar lífi hans var bjargað.


Hjortur Brynjarsson (meðlimur í Vantrú) - 21/10/07 23:00 #

Eg er svo hjartanlega sammala baedi tessari grein herna eftir hana Kristinu Krisjansdottur sem og greininni eftir snillinginn Dan Dennet (sem eg var ad lesa rett i tessu) sem Gunnar J Briem bendir a her ad ofan i kommenti sinu.


óðinsmær - 22/10/07 23:52 #

bull er þetta í ykkur, þ.e.a.s að ímynda ykkur og gefa jafnframt í skyn að trúaðir hugsi ekki til hjúkrunar- og björgunarfólks þegar það bjargar mannslífum...


Margrét St. Hafsteinsdóttir - 23/10/07 03:26 #

Góð frásögn.

Ég trúi því að við vitum ekki allt.

Ég gef ekki blóð af því ég er of lág í blóði til þess. Ég hef mikla trú á læknum og hjúkrunarfólki og öllum þeim sem sinna þvi vanþakkláta starfi að sjá um annað fólk vegna veikinda og slysa, og öllum þeim sem sinna umönnun stórra og smárra á einhvern hátt.

Það er líka ekkert að því að fólk ákalli einhverja "krafta" þegar það er í angist og vanlíðan.


Haukur Ísleiffson - 23/10/07 12:12 #

Það að þakka Guði er vanvirðing við fólkið sem lagði sig allt framm við að bjarga honum.


Harpa - 25/10/07 02:25 #

Takk fyrir mig sem blóðgjafi

Lokað hefur verið fyrir athugasemdir við þessa færslu. Við bendum á spjallið ef þið viljið halda umræðum áfram.