Allar færslur Allir flokkar Sos Um félagið Úrskráning Lógó Spjallid@Vantru Póstfang Vantru@Facebook Vantru@Youtube Vantru@Twitter

Jesus Camp

Við viljum benda lesendum okkar á að í kvöld klukkan 23:05 mun ríkissjónvarpið sýna myndina Jesus camp. Myndin fjallar um kristnar sumarbúðir í Bandaríkjunum og var tilnefnd til Óskarsverðlauna árið 2007.

Hérna er sýnishorn úr myndinni:

Ritstjórn 10.10.2007
Flokkað undir: ()

Viðbrögð


Þórhallur Helgason - 10/10/07 11:30 #

Horfði á þessa mynd á dögunum og vissi eftirá ekki alveg hvernig mér átti að líða. Kannski var ástæðan sú að höfundarnir taka enga afstöðu með eða á móti viðfangsefninu. Eða kannski var ástæðan sú að það sem fyrir augu bar var svo fjarstæðukennt að maður vonaði innst inni að þetta væri allt saman sviðsett.

Mikið ósköp er stór hluti bandarísku þjóðarinnar (og sennilega mun fleiri) langt leiddur í ofdýrkun sinni á öllu því sem Biblían og kirkjan kennir þeim. Að svona nokkuð skuli vera við lýði í dag, á 21. öldinni, er manni gjörsamlega ofviða, heilaþvottur af allra bestu gerð. Lagið "Ég er hermaður Krists" fær allavega nýja merkingu eftir þetta áhorf...


Reynir (meðlimur í Vantrú) - 10/10/07 14:34 #

Áfram Kristmenn, krossmenn. Kóngsmenn erum vér. Fram í stríðið stefnir, sterkur æskuher.

Því miður er þetta stefnan, og veruleikinn, haldi skynsamir menn ekki vöku sinni.


Birgir Baldursson (meðlimur í Vantrú) - 10/10/07 15:18 #

Hvað ætli sé langt í að Vatnaskógur verði svona?


frelsarinn@gmail.com (meðlimur í Vantrú) - 10/10/07 15:42 #

[ athugasemd færð á spjallið - Matti ]


Sævar Már - 10/10/07 16:51 #

[ athugasemd færð á spjallið - Matti ]


Matti (meðlimur í Vantrú) - 10/10/07 19:23 #

Vissulega er stigsmunur á þessum búðum og sumarbúðum KFUM/K hér á landi - en það er ekki eðlismunur. Þetta er trúarinnrætingarbúðir, alveg eins og Vatnaskógur. Enda kemur í ljós að sumir sem þar hafa starfað eiga erfitt með að gagnrýna það sem sýnt er í myndinni.

Ég hvet alla sem ekki hafa séð myndina til að horfa í kvöld.


Jón Frímann - 10/10/07 23:40 #

Það er spurning hvort að kristin trú deyji í kvöld á Íslandi eftir sýningu þessarar myndar.

Maður getur allavega vonað.


Matti (meðlimur í Vantrú) - 11/10/07 10:00 #

Sýning myndarinnar mun ekki hafa þau viðbrögð - en vonandi vekur hún eitthvað fólk til umhugsunar um réttmæti þess að senda börn í sumarbúðir þar sem fram fer kristilegt trúboð.


jogus (meðlimur í Vantrú) - 11/10/07 15:56 #

Ég ætla að vera bölsýnn og segja hvorugt - ég held að margir munu hneykslast og hugsa með sér hvað það er nú gott að hinar íslensku trúboðsbúðir séu ekki svona - og senda svo börnin sín þangað.


AG - 11/10/07 17:22 #

Ég fyllist viðbjóði og reiði af því að horfa á svona sora. Þetta er stórhættulegt fólk er stjórnar þessum búðum og það ætti að loka inni fjarri allri siðmenningu í sem lengstan tíma.


FellowRanger - 11/10/07 23:51 #

Það skondna var bölvun hennar á Harry Potter og það sorglega að hún trúði þessu sjálf svo innilega.

Svona viðbjóður fær mig til að segja "ostur".


Haukur Ísleifsson - 12/10/07 14:32 #

Þessi mynd er mjög truflandi. Ég fylltist mikilli reiði við að sjá þessa geðsjúklinga heilaþvo aumingja börnin. Hugsið útí hvernig þessir krakkar verða þegar þau fullorðnast. Ef þau eru tilbúin að fórna lifi sínu fyrir þessa vitleysu núna. Mig skortir orð til að lýsa viðurstygð minni á svona heilaþvotti.


Margrét St. Hafsteinsdóttir - 12/10/07 20:24 #

Ég sá þessa mynd fyrir talsverðu síðan og var lengi að jafna mig á eftir. Ég vorkenndi svo börnunum og man sérstaklega eftir litlum ljóshærðum strák sem var svo miður sín af því að hann átti erfitt með að trúa og var mjög vansæll yfir því. Greinilega strákur með góða rökhugsun sem var í umhverfi sem var honum meira en lítið fjandsamlegt.

Svo man ég eftir stelpunni sem var alltaf að koma með skilaboð til fólks frá "Guði" og jafnvel til fólks úti á götu. Skelfilegt! Foreldrar hennar bara jafn bilaðir.

Kerlingargreyið sem stjórnaði þessum búðum, var greinilega með geðræn vandamál. Var stundum eins og yfirkomin af þessari byrði sem "Guð" lagði á hana.

Og áróðurinn gegn samkynhneigðum! Mér verður bara óglatt þegar ég rifja þetta upp. Valdníðsla og heilaþvottur á saklausum börnum.


baddi - 12/10/07 20:44 #

Gaman að sjá Ted Haggard þarna i þessari mynd, þennan mikla hatursmann samkynhneigðra, en reyndist svo vera samkynhneigður sjálfur. Svo var líka athyglisvert að sjá stelpuna sem minnst var á hér fyrr, hvað búið var að fylla hana af fordómum. I hennar augum voru svartir "líklegast múslimar" og tóku þessvegna ekki við boðskapnum en hvítir "voru líklegast hvort sem er kristnir" svo það skipti ekki máli hvort þeir tækju við þessum sama boðskap.

Lokað hefur verið fyrir athugasemdir við þessa færslu. Við bendum á spjallið ef þið viljið halda umræðum áfram.