Allar færslur Allir flokkar Sos Um félagið Úrskráning Lógó Spjallid@Vantru Póstfang Vantru@Facebook Vantru@Youtube Vantru@Twitter

Í nafni trúleysis

Akureyrarkirkja Svavar Alfreð Jónsson ríkiskirkjuprestur á Akureyri heldur úti all-góðu bloggi. Þar fjallar hann um málefni sem eru í deiglunni hverju sinni ellegar hugleiðir um hitt og þetta. Nýlega birtist hugleiðing sem ber yfirskriftina Gamli draumurinn um upprætingu trúarbragðanna en í greininni var stiklað á stóru um tilraunir ýmissa stjórnmálamanna í þá átt að skapa trúlaust samfélag. Greinin var athyglisverð fyrir ýmsar sakir.

Í fyrsta lagi var það tónninn í greininni sem er í klassískum vælu-stíl ríkiskirkjunnar. Vælu-tónninn er reyndar efni í bókmenntalega analýsu og virkar alltaf á mig eins og þegar krakki klagar í foreldra sína yfir því að einhver í skólanum hafi verði vondur við sig. Tónninn í greininni endurómar í þessari setningu; "Þótt að glæpir í nafni trúar séu sannarlega hræðilegir þá skuluð þið sko vita að glæpir trúleysisins eru sko ekkert skárri!" Það má segja að það sé ákveðið uppgjafarhljóð í Akureyrardeild ríkiskirkjunnar því í og með er viðurkenndir glæpir framdir í nafni trúarbragðanna. Það er einnig athygli vert að Svavar setur öll trúarbrögð undir sama hatt og ver þau gegn hinum kalda andvara trúleysis og tómhyggju. Hvað er það eiginlega? Er til eitthvað félag þar sem öll trúarbrögð heimsins koma saman? Eru til hagsmunasamtök trúarbragðanna? Einhverskonar leynifélag til varnar ranghugmyndum?

Í öðru lagi þá stakk það mig verulega þegar fullorðinn maður, langskólagengin (og fulltrúi guðs...) heldur fram svona óskammfeilnum hálfsannleika. En eins og allir vita þá er hálfsannleikur oftast uppáskrift af óhrekjandi lygi. Svavar minnist á að "sumir hvetji til upprætingu trúarbragðanna". Nú tileyri ég félagsskapnum Vantrú sem gjarnan er talað um sem "öfgasamtök" eða þvíumlíkt en ég hef aldrei heyrt neinn hvetja til upprætingar á trúarbrögðum. Ég er talsmaður opinskárrar umræðu um trúmál og hvet fólk gjarnan til þess að lesa biblíuna enda tel ég það langbestu leiðina til þess að gerast trúleysingi. Ég hef hvergi séð neinn hvetja til þess að trúarbrögð séu upprætt eins og Svavar frá Akureyri ýjar að. Það er útbreiddur misskilningur að trúleysingjar eigi sér einhverskonar draum um upprætingu trúarbragðanna. Það er jafn vitlaust og að halda því fram að allir Sjálfstæðismenn eigi þann draum að uppræta aðrar stjórnmálaskoðanir en sínar eigin.

Þessa konu á að grýta til dauða
Kona undirbúin fyrir að vera
grýtt til bana
Í þriðja lagi þá stakk það mig verulega við lestur greinar ríkiskirkjuprestsins Svavars hve opin hún var við samanburðarfræðum rökræðulistarinnar. Grein Svavars var eiginlega ákall um harðort svar því hún gefur í skyn um hve vont trúlaust samfélag getur orðið. En hvernig eru samfélög þar sem ríkir trúræði? Eru þau eitthvað skárri? Einhver ógeðslegustu samfélög í veraldarsögunni eru einmitt þau þar sem ríkir trúræði. Evrópa miðalda, ríki múhameðstrúarinnar þar sem ríkja hin mannfjandsamlegu Sharia-lög. Ef ég færi mig aftar í sögunni þá má nefna að í ríki Azteka var manneskjum fórnað á hverjum degi alla daga, -alltaf. Því það var talin forsenda sólarupprásarinnar. Fyrir hvert eitt dæmi um skaðsemi trúleysis í samfélögum er hægt að nefna þúsund þar sem trúarhugmyndir eru skaðlegar samfélaginu.

Beltissylgja SS foringja
“Guð er með oss” stóð
á beltissylgju SS-manna
Svo eru það harðstjórarnir sem Svavar tiltekur, sem hafa prufað að uppræta trúarbrögð. Þarna er Hoxa frá Albaníu, Pol Pot frá Kamúdíu, Georgíumaðurinn Stalín, Maó formaður frá Kína og fólið frá Austurríki, Adolf Hitler. Þessi upptalning er barasta ágæt þar til kemur að brjálæðingnum Adolf. Þessir fjórir sem nefndir eru í byrjun áttu það sameiginlegt að vera trúlausir og algerar skepnur. Maó og Stalín eru sennilega mestu morðhundar mannkynssögunnar og enginn vefst í vafa um taumlaus grimmdarverk Pol Pots.

En Adolf frá Austurríki er á gráu svæði þarna og full glannalegt að skipa honum á bekk með hinum trúlausu morðhundunum. Það er umdeilt meðal fræðimanna hversu mikill trúleysingi eða trúmaður Hitler var og ýmislegt sem bendir til þess að hann hafi ekki verið jafn trúlaus og margir trúaðir halda jafnan fram.

Það virðist ekki slæmt milli Hitlers og Kaþólikkans á þessari mynd
Samband Adolfs Hitlers og Píusar Páfa
hefur valdið mörgum fræðimanninum
heilabrotum
Sem dæmi um það má þess geta á belti allra SS foringja var slagorðið "Gott mit uns". Ýmislegt í ræðum Hitlers er með vísunum í forsjón guðs og með kristilegu ívafi. Hitler fór t.d aldrei í felur með það að vera einarður katóli. Hitler var (eins og Svavar veit sjálfsagt mæta vel) kolbrjálaður og tækifærissinni af verstu sort. Hann var trúaður og trúlaus eftir því hvernig það hentaði honum hverju sinni.

Það að nota Hitler sem einhverja erkitýpu fyrir trúleysingja er í besta falli heimskulegt og í versta falli útreiknað óþverrabragð til þess ætlað að blekkja fólk og sverta trúleysi sem hugmyndakerfi.

Stóra dellan í málflutningi ríkiskirkjuprestsins Svavars er að ýja að því að þótt Stalín hafi verið trúlaus, sé trúleysi ógeðsleg hugmyndafræði. Með sömu rökum má dæma boðskap Jesúsar (sem er hvort í senn guðinn hans Svavars og skapari alheimsins) sem tóman hrylling vegna óhæfuverka spænska rannsóknarréttarins.

Munurinn er sá, (og taktu nú vel eftir Svavar frá Akureyri) að hinir trúlausu morðhundar sóttu sér ekki innblástur í trúleysi sitt þegar þeir frömdu glæpi sína.Það hafa hinsvegar trúaðir harðstjórar alltaf gert á öllum tímum í öllum samfélögum.

Ennþá hefur engin verið drepin í nafni trúleysis en tugmilljónir í nafni trúarþvælu.

Khomeni 27.09.2007
Flokkað undir: ( Kristindómurinn )

Viðbrögð


Reynir - 27/09/07 11:04 #

Þessi dæmi Svavars eru allrar athygli verð. Þau eru dæmi um menn sem þykjast hafa höndlað sannleikann (nokkuð sem kirkjan fullyrðir að hún hafi gert) og kröfðust skilyrðislausrar hlýðni af lýðnum (nokkuð sem kirkjan gerði þegar hún hafði mátt til - hún er úlfur í sauðagæru núna). Hjarðeðli mannskepnunnar gefur færi á þessari foringjadýrkun, hvort sem hún beinist að leiðtogum á jörðu eða uppi í skýjunum, í stokkum og steinum. En það hafa alltaf verið til menn sem láta hvorki guði, preláta né stjórnmálaleiðtoga segja sér fyrir verkum en treysta þess í stað á eigið hyggjuvit og heilbrigða skynsemi. Við vitum hverju gagnrýnin hugsun og vísindi hafa áorkað á örfáum áratugum og athyglisvert að bera árangurinn saman við "framfarir" vegna trúarbragðanna... eða bíddu nú við. Hverju hafa trúarbrögðin aftur áorkað?


frelsarinn@gmail.com (meðlimur í Vantrú) - 27/09/07 12:00 #

Allir verstu einræðisherrar sögunar frá páfum til kaþólska Hitlers, prestskólanemanum Stalín eða Maó formanni drápu í nafni sinnar hugmyndafræði eða alheimslausna. Allir buðu þeir upp á alheimslausn bæði félagslega og pólitískt. Páfarnir fyrirskipuðu dráp í Jesú nafni en hinir í nafni flokksins. Sama gildir um Lúter og félaga sem voru siðlaus lýður. Kristilegar gyðingaofsóknir og svo ekki sé talað um styrjaldir á milli lúterskra og kaþólikka sem lögðu Evrópu í rúst. Svavar tekur nú þátt í að skora sjálfsmark. Það er frekar venja en undantekning hjá prestum nú til dags þegar þeir loka augunum og reyna að skora mark.


Sigurður Karl Lúðvíksson - 27/09/07 12:55 #

Þetta með trúarupprætingarhugmyndir trúaðra er svosem eðlileg í ljósi þeirrar lífslöngu írætingar í þá á öfgakenndum fasískum aðferðum við að halda múgnum í skefjum, hugmyndir um guðdómlegt yfirvald sem refsar, stýrir og stjórnar (prestar eru þar sjálfskipaðir fulltrúar). Það getur verið mjög erfitt að láta trúaða skilja að trúleysingjar eru flestir alveg lausir við svona þrældómshugmyndafræði.

Annað sem þeir eiga erfitt með að sætta sig við er að ríki Stalíns, Hitlers, Maó og Pol Pot byggðu á nákvæmlega sömu hugmyndafræði um alræðisvald og guðdómlega leiðtogadýrkun sem er haldið uppi í biblíunni. Þessi ríki voru nákvæmlega mjög trúuð, guðinn var hinsvegar mannlegur og með alla eiginleika þess guðs sem lýst er í gamla testamentinu sem ekki þarf að minna fólk hér á.

Þegar heilum þjóðfélögum hefur verið írætt frá blautu barnsbeini í hundruð ára að þau séu einungis þrælar yfirvaldsins og eigi að hlýða því í einu og öllu, ellegar brenna í helvíti, ef ekki hér á jörðu fyrr, er eftirleikurinn fyrir morðóða andskota eins og þá sem nefndir eru hér að ofan, að sópa í burtu guði og setjast í hans hásæti. Þar, nota bene, hegðar hann sér í flesta staði, nákvæmlega eins og guð. Trúarbrögð eru fasismi og einræði.


Guðjón - 27/09/07 16:59 #

Alræðisríki hvort sem þau eru veraldleg eða trúarríki leysa vandamál sín með valdbeitingu, manndrápum og kúun. Lýðræðið vernda okkur gegn þessum ósóma og þar skiptir höfuð máli að valdinu sé dreift og engin einn hafi alla þræði valdsin í sinni hendi. Auk þess skiptir miklu máli að menn séu vakandi í mannréttindarmálum. Í þjóðfélagi þar sem trúmál eru fyrst og fremst einkamál og engi trúarhreyfing sem skiptir máli geri minnstu tilraun til þess að breyta því ástandi stafar engin hætta af trúarbrögðunum. Vandamálið sem við stöndum frami fyrir snýst að lang stærstum hluta til um stjórnafyrikomulag - þetta er pólutískur vandi sem leystur er með pólitískum leiðum.


Sigurður Karl Lúðvíksson - 27/09/07 18:05 #

Já, mikið hefur breyst hjá þér Guðjón, síðan þú kallaðir okkur trúleysingja fasista í eðli okkar, fyrir að benda á að stofnanavædd trúarbrögð séu hættuleg vegna alræðiskenndra hugmyndafræði þeirra. Veit ekki betur en að vantrú hafi alltaf talað fyrir því að berjast gegn kirkjunni, en ekki persónulegri trú einstaklinga, einungis bent á hve bjánaleg hún er, en það hlýtur nú að vera leyfilegt. Vandinn er að það liggur í hjarta trúarbragða að ná völdum yfir öðrum, sumir sem betur fer kjósa hins vegar að líta fram hjá þeirri klausu. Það gerir trúarbrögð þó ekkert hættuminni.


Gunnar J Briem - 27/09/07 23:16 #

Guðjón, mig langar til að nota tækifærið og benda þér á spjallþráð sem ég stofnaði vegna áskorunar þinnar um beinar tilvitnanir í Sam Harris. Það væri vel þegið að fá athugasemdir frá þér. (Ég biðst velvirðingar á að setja inn athugasemd sem er ótengd pistlinum en ég hef ekki aðra leið til að ná athygli Guðjóns).


gimbi - 28/09/07 01:42 #

Sigurður Karl Lúðvíksson skrifar: "Veit ekki betur en að vantrú hafi alltaf talað fyrir því að berjast gegn kirkjunni, en ekki persónulegri trú einstaklinga, einungis bent á hve bjánaleg hún er, en það hlýtur nú að vera leyfilegt."

Þvílík djúphygli!

Þarna má ráða í tvenns konar sannleika; annar er sá að vantrú standi á bjargi hvað varðar baráttunni gegn "kirkjunni". (Eins og það sé eitthvað hómógeniskt fyrirbæri)

Hins vegar Vantrú berjist ekki gegn "trú", heldur bendi bara á hvað hún sé heimskuleg...

Þvílíkt þvaður!

Enn og aftur er komið að þeim gefna sannleik Vantrúarmanna að skýring þeirra á heiminum byggi á vissu, ekki "trú"!

Gott og vel Sigurður Karl Lúðvíksson! Endilega skýrðu út fyrir mér hvernig afstaða þín grundvallast ekki á trú. Hver er vissan?


Sigurður Karl Lúðvíksson - 28/09/07 13:00 #

Úff Gimbi, þvílík mannvitsbrekka. Ég einfaldlega nenni ekki að eyða púðri í að útskýra fyrir þér hver munurinn er á trú eins og trúarbrögð skilgreina hana, og þeirri "trú" vísindamanna á þá vitneskju sem safnað er saman í gegnum SÖNNUNARGÖGN. Ertu semsagt í alvöru að leggja til að enginn munur er á trú á guð og að trúa á að hlutir falla í átt til jarðar þegar þú missir þá, eða að sólin rísi aftur í fyrramálið. Er það það sama að trúa á guð og trúa á þyngdaraflið. Ég hélt að í alvörunni að fólk yfir 5 ára aldri skildu þennan mun, en svona getur manni skjáltlast. Lestu t.d Dawkins, hann útskýrir þetta á barnamáli fyrir klaufum eins og þér.


Khomeni (meðlimur í Vantrú) - 28/09/07 13:12 #

Ég er ósammála Gimba þegar hann segir gefur í skyn að Vantrú "berjist gegn trú". Þetta er misskilningur. Vantrú "berst" ekkert gegn trúarbrögðum. Vantrú segir einfaldlega að trú er vitleysa byggð á hindurvitnum.

Er það bannað? er það að "berjast gegn"!!

Ef ég bendi á rökvillu í málflutningi einvhers, er ég þá að "berjast gegn" viðkomandi?

Þetta er einn af þeim útbreyddu misskilningum sem vantrúaðir þurfa að leiðrétta.


Matti (meðlimur í Vantrú) - 28/09/07 13:20 #

Ég vil biðja ykkur um að ræða hvort Vantrú "berjist gegn trú" eða ekki í athugasemdum við greinina Gegn boðun hindurvitna.


Guðjón - 28/09/07 14:04 #

Það þjónar ekki neinum tilgangi fyrir mig að rífast við ykkur. Og auðvita verð ég að gæta mig á því að tala ekki um ykkur sem fasista og það að ég gerði það sýnir að ég verð að gæta tungu minnar. Að lokum um þetta umræðuefni- ég er algjörlega ósamála ykkur um að einhverjar trúarhreyfingar hér á íslandi sem skipta einhverjum máli aðhyllist alræðiskennda hugmyndafræði sem ógni þjóðfélaginu á einhvern hátt. Alræði er stjórnarfyrirkomulag og má þá einu gilda hvaða hugmyndafræði ríkir þar hvort sem hún er veraldleg eða trúarleg. Það er algjörlega óraunhæft að tala um nokkuð slíkt hér á landi.


Matti (meðlimur í Vantrú) - 28/09/07 14:42 #

ég er algjörlega ósamála ykkur um að einhverjar trúarhreyfingar hér á íslandi sem skipta einhverjum máli aðhyllist alræðiskennda hugmyndafræði sem ógni þjóðfélaginu á einhvern hátt

Er það okkar fullyrðing?


Khomeni (meðlimur í Vantrú) - 28/09/07 15:58 #

Ég hef aldrei vitað til þess að vantrúaðir hafi sérstakar áhyggjur að..

..einhverjar trúarhreyfingar hér á íslandi sem skipta einhverjum máli aðhyllist alræðiskennda hugmyndafræði sem ógni þjóðfélaginu á einhvern hátt

Eins og Gimbi ýjar að..

Vantrúaðir vilja ekkert gera heiminn trúlausan! Vantrúaðir vilja bara benda á delluna sem felst í þvi að trúa á ósýnilega veru á himnum.. :) fyrir suma er svona gagnrýni argasta móðgun...


Hjalti Rúnar Ómarsson (meðlimur í Vantrú) - 28/09/07 17:52 #

Vantrúaðir vilja ekkert gera heiminn trúlausan!

Ég myndi nú gjarnan vilja sjá trúlausan heim. En tel það ekki beint líklegt ;)


gimbi - 28/09/07 23:54 #

Nú vil ég fyrst þakka Sigurði Karli fyrir svar hans og hins, að nefna mig mannvitsbrekku og klaufa. Það skýrir afstöðu hans...

En ég hlýt að spyrja Sigurð hvort hann meini það sem hann skrifar, eða skilji það sem hann meinar. Því hann skrifaði (og nú er þetta sama tilvísunin og áður):

"Veit ekki betur en að vantrú hafi alltaf talað fyrir því að berjast gegn kirkjunni, en ekki persónulegri trú einstaklinga, einungis bent á hve bjánaleg hún er, en það hlýtur nú að vera leyfilegt."

Þessi staðhæfing felur í sér greinarmun. Ég setti út á hann.

En síðan þykist Sigurður geta gert að engu þennan samanburð með þessu svari: "Ég einfaldlega nenni ekki að eyða púðri í að útskýra fyrir þér hver munurinn er á trú eins og trúarbrögð skilgreina hana"

Nú já, varstu semsagt allan tímann bara að fjalla um trúarbrögð? Og ég sem hélt að þú hefðir haldið einhverju fram um trú.

Hér eru tvær staðhæfingar handa þér Sigurður:

  1. Það er til æðra máttarvald að baki alheimi, eins og við grillum í hann.

  2. Það er ekki til æðra máttarvald að baki alheimi, eins og við grillum í hann.

Hvorar tveggju fela í sér trú. Það eru engar einhlítar afsannanir í gangi! Skilur þú þetta mannvitsbrekka?

Það að þú hafir uppgötvað að þyngdarafl ráði þvagstreymi þínu, en ekki náðarvald, er ekki einu sinni áhugavert.

En þakka þér fyrir að benda mér á Dawkins.

Og varðandi innlegg Hjalta: "Ég myndi nú gjarnan vilja sjá trúlausan heim. En tel það ekki beint líklegt ;)"

..þá þætti mér gaman að heyra hvernig "trúlaus" heimur mætti vera.

Kannski bara fullur af vissu?


Matti (meðlimur í Vantrú) - 29/09/07 12:04 #

..þá þætti mér gaman að heyra hvernig "trúlaus" heimur mætti vera.

Kannski bara fullur af vissu?

Gimbi, hættu að trollast og ef þú villt ræða um starf vantrúar, ræddu það þá hér.


Haukur - 29/09/07 12:58 #

Ekki það að konur séu ekki raunverulega grýttar til bana en þessi mynd mun reyndar vera úr kvikmynd: http://alia.ir/i/2005/02/blog-post_25.html


gimbi - 29/09/07 23:12 #

Sæll Matti, ég átta mig ekki á meintu trolli mínu. Ég er hér beint að svara því sem aðrir leggja til málanna. Þýðir annars ekki "trollið" að vera ómálefnalegur.

Er ég það? Hvernig þá?

Hjalti segist vonast eftir trúlausum heimi. Á hann þá við trúarbragðalausum heimi? Ekki veit ég. En á þessu er munur!

Sá greinarmunur sem ég setti fram hér í tveimur staðhæfingum er mikilvægur. Hann er ásteitingarsteinn margra þráða hér inni.

Nú ætla ég að leyfa mér að geta uppá því (og þú leiðréttir mig ef ég fer með rangt mál) að þú sért fullviss um að ekkert bíði þín eftir dauða þinn, ekki satt?

Ef það er tilfellið, þá er sú fullvissa ekkert annað en trú. Ég er eilíft búin að vera að klifa á þessu.

Þess vegna er rík ástæða til að gera greinarmun á trú og trúarbrögðum.


Matti (meðlimur í Vantrú) - 30/09/07 12:07 #

gimbi, af hverju í ósköpunum ræðir þú ekki efni greinarinnar sem ég er búinn að vísa á í tvígang? Er það vegna þess að þar bendi ég á að málflutningur þinn á þessum vettvangi stenst engan vegin?

Haukur, takk fyrir þessa ábendingu. Ég vissi ekki betur en að þessi mynd væri "ekta.


Matti (meðlimur í Vantrú) - 01/10/07 18:33 #

Séra Svavar Alfreð "svarar" á bloggsíðu sinni.

Lokað hefur verið fyrir athugasemdir við þessa færslu. Við bendum á spjallið ef þið viljið halda umræðum áfram.