Allar færslur Allir flokkar Sos Um félagið Úrskráning Lógó Spjallid@Vantru Póstfang Vantru@Facebook Vantru@Youtube Vantru@Twitter

Munurinn á stjörnuspám og stjörnuspeki

Á vef mbl.is má lesa eftirfarandi lesendabréf til umsjónarmanns stjörnuspekihlutans:

Sólarhringurinn er 23 klst og 56 mín

"Ég hef eina spurningu um stjörnumerkin, hvernig getur Ljónið átt 23. ágúst sem seinasta dag og meyjan átt 23. ágúst sem fyrsta dag? Ég spyr bara af forvitni því ég rakst á þetta hjá ykkur."

Svar:

Sólin skiptir um merki á ólíkum tímum dagsins, þ.e.a.s. ekki alltaf á miðnætti, heldur stundum að morgni, stundum um miðjan dag og stundum að kvöldlagi. Hún getur verið í Ljóni þann 23. ágúst fram til kl. 14 og í Meyjunni eftir kl. 14 þann dag svo dæmi sé tekið.

Árið 2007, 23. ágúst næstkomandi, verður Sólin í Ljónsmerkinu til klukkan 12:09 að hádegi, en fer þá inní Meyjarmerkið. Þeir sem fæðast fyrir hádegi þann dag verða því í Ljóninu en í Meyjunni ef þeir fæðast eftir kl 12:09 á hádegi.

Ástæðan fyrir þessu er að hinn raunverulegi (stjarnfræðilegi) sólarhringur er 23 klst. og 56 mínútur, en ekki 24 klst. nákvæmlega. Þess vegna setjum við inn hlaupársdag á 4. ára fresti, til að jafna þetta upp og halda árinu reglulegu.

Hinar venjulegu 'stjörnuspár' dagblaðanna taka ekki mið af þessu. Þar er því haldið fram að Ljónið nái til 22. ágúst og Meyjan byrji 23. ágúst, eða álíka. Þar er bara um einhvern tilbúning að ræða. Ég geri töluverðan greinamun á stjörnuspám og stjörnuspeki. Stjörnuspekin miðar við raunverulegar plánetustöður og raunveruleg stjörnukort, gerð fyrir hvern einstakling fyrir sig.

Hér er svo mynd úr forritinu StarryNight Enthusiast af stöðu sólar kl. 12:09 þann 23. ágúst 2007.

solin23agust2007.jpg

Sverrir Guðmundsson 17.09.2007
Flokkað undir: ( Kjaftæðisvaktin )

Viðbrögð


Birgir Baldursson (meðlimur í Vantrú) - 17/09/07 11:38 #

Hvaða mánaðardag, skv. forritinu, fer sólin inn í Meyjarmerkið?


Sævar Helgi (meðlimur í Vantrú) - 17/09/07 12:49 #

Í dag, 17. september, er sólin formlega komin inn í Meyjarmerkið.


reynir - 21/09/07 09:20 #

"Ástæðan fyrir þessu er að hinn raunverulegi (stjarnfræðilegi) sólarhringur er 23 klst. og 56 mínútur, en ekki 24 klst. nákvæmlega. Þess vegna setjum við inn hlaupársdag á 4. ára fresti, til að jafna þetta upp og halda árinu reglulegu."

Það tekur jörðina 23 klst. og 56 mínútur að snúast einn hring, en fjórar mínútur til viðbótar til að ná sömu afstöðu til sólar - sem hlýtur að vera hinn eiginlega sólarhringur - þar sem hún snýst ekki bara um sjálfa sig heldur líka um sólu. Þetta kemur hins vegar hlaupári ekkert við. Ástæða þess að við bætum inn hlaupári er að jörðin er örlítið lengur en 365 daga að fara heilan hring um sólu. Svo hélt ég að öll stjörnumerkin hefðu riðlast síðan menn fóru að miða við þau í Mesópótamíu. Mér sýnist þessi spekingur ekki búa yfir mikillli þekkingu. Eru ekki stjörnuáhugamenn hérna á Vantrú?


Árni Árnason - 21/09/07 15:03 #

Það er best að ég noti tækifærið til að varpa fram spurningu sem skotið hefur upp kollinum hjá mér af og til í einhver ár.

Stjörnumerkin samanstanda hvert og eitt af nokkrum stjörnum sem menn hafa tengt saman með ímynduðum tengilínum. Mig minnir til dæmis að ljónsmerkið ( merkið mitt) myndi hálft vírherðatré með þríhyrndri lykkju á endanum.

Þá kemur spurningin. Hver ákvað að akkúrat þessar stjörnur, og engar aðrar skyldu spyrðast saman eitthvert merki ? Og á hvaða forsendum ?

Vonandi verð ég einhvers vísari.

Lokað hefur verið fyrir athugasemdir við þessa færslu. Við bendum á spjallið ef þið viljið halda umræðum áfram.