Allar færslur Allir flokkar Sos Um félagið Úrskráning Lógó Spjallid@Vantru Póstfang Vantru@Facebook Vantru@Youtube Vantru@Twitter

Að vitna rangt í Jesú

Í þessum fyrirlestri fjallar nýjatestamentisfræðingurinn Bart Ehrman um þær breytingar sem gerðar voru á handritum af Nýja testamentinu:

Ritstjórn 04.09.2007
Flokkað undir: ( Myndbönd )

Viðbrögð


Árni Árnason - 06/09/07 12:10 #

Það kom nú ekki til af góðu að ég hafði tíma til að hlusta á þennan fyrirlestur. Ég held samt svei mér þá að flensuskíturinn hafi sljákkað talsvert við þessa skemmtilegu hlustun, eða voru það kannski bara placibo áhrif?

Hvað um það. Ég vissi svosem fyrir að áreiðanleiki guðspjallana væri meira en lítið vafasamur vegna þess langa tíma sem líður frá meintum atburðum til ritunartíma elstu þekktu heimildanna, auk þýðinga á milli tungumála og endalausra handkópíeringa. Mér var ennfremur ljóst fyrir að mikið ber í milli frásagna af sama atburði í mismunandi guðspjöllum, enda hefur það ósamræmi oft borist í tal, og m.a. verið sett upp í vandaða samanburðartöflu hér á vefnum.

Það sem mér fannst athygliverðast í fyrirlestri Ehrmans var það að sagan um hórkonuna sem dregin er fyrir Jésú og hann kveður upp yfir þann Salómonsdóm að sá sem sé syndlaus kasti fyrsta steininum, að þessi saga er ekki einasta undirorpin öllum þeim möguleikum á gloppóttu minni, röngum þýðingum, fljótfærni í eftirritun, eða viljandi betrumbótum sem herja á nýja testamentið í heild sinni, heldur er þessi saga hreinlega ekki til í neinni af eldri handritum guðsjallanna sem fundist hafa. Sagan sem auðvitað á að sýna snilligáfu Jesú á semsagt að hafa hoppað úr munnlegri geymd, yfir margar kynslóðir handskrifaðra endurrita af guðsjöllunum, en dúkkar svo upp rétt sisvona alsköpuð og svona líka íðilfín. Þessi saga er svo eitt af því sem börnunum er kennt sem heilagur sannleikur.

Þegar svo þess er gætt að sennilega eru guðsjöllin að lepja sögurnar upp hvert eftir öðru, fer þá ekki a sneiðast um trúverðugleikann? Er yfirleitt nokkuð sem í þeim stendur nokkuð annað en sölugimmikk til þess að laða áhangendur að nýja Jésúfélaginu, Kirkjunni sem tröllriðið hefur öllu, alla tíð síðan ? Svo hneikslast menn á einhverri farsímaaulýsingu.

Lokað hefur verið fyrir athugasemdir við þessa færslu. Við bendum á spjallið ef þið viljið halda umræðum áfram.