Allar færslur Allir flokkar Sos Um félagið Úrskráning Lógó Spjallid@Vantru Póstfang Vantru@Facebook Vantru@Youtube Vantru@Twitter

Stærsta synd í heiminum

Það voru athyglisverðar umræður á blogginu hennar Sunnu Dóru Möller á dögunum en allt þetta hófst á fremur sakleysislegri grein um kynhlutverk fornaldarmanna. Mér fannst greinin reyndar vera einskonar æfing í þeirri orðræðu sem ríkiskirkjan hefur tileinkað sér. Blandað saman með "dash-i" af hugleiðingu um "stöðu manneskjunnar".

Eftir greinina birtist fúllynd athugasemd frá kyndilbera sannleikans, Jóni Vali Jenssyni og upp úr því hófst illþyrmislegur skætingur milli Sunnu Möller og Jóns Vals. Ég held að ef eitthvað fer meira í taugarnar á aðstandendum ríkiskirkjuátrúnaðarins en vantrúin góða þá er það Jón Valur Jensson. Hann er hvort í senn vel að sér í óskiljanlegri guðfræði katólanna og óþreytandi á að bauna á grænsápuguðfærði ríkiskirkjunnar. En nóg um það. Þetta er ekki efni þessarar greinar heldur orð sem Sunna Möller lét falla í hita sennunnar við Jón Val. Þessi hérna:

En ég forðast það að nefna syndina með nafni, ég lýt á að syndin sé rof manneskjunnar frá Guði og þar sé það afneitunin á tilvist hans sem er stærsta syndin# (Sunna Dóra Möller, 24.8.2007 kl. 18:53)

Stöldrum nú við augnablik og hugleiðum skoðun Sunnu Dóru Möller á stærstu synd heimsins. Syndin hennar Sunnu Möller er svo gríðarleg að umfangi að hún forðast að nefna hana á nafn liggur mér við að segja. Þótt að ýmisleg óhæfa hafi verið framin af dýrategundinni Homo sapiens í gegnum árþúsundin þá er ber syndin hennar Sunnu höfuð og herðar yfir aðrar syndir mannkynsins.

KrossfararStærri en slátranirnar í trúarritinu hennar Sunnu Dóru (en í Biblíunni drepur guð 2.038.344 manneskjur). Eftirminnilegt dráp eru nokkur en eitt stendur sennilega uppúr. Þá skipaði guðinn hennar Sunnu Dóru (og Jóns Vals) að maður skyldi drepin fyrir að tína eldivið á hvíldardeginum.

Syndin hennar Sunnu er óhuggulegri en krossferðirnar sem voru stundaðar af Evrópubúum um 200 ára skeið en í fyrstu krossferðinni drápu þeir kristnu ALLA íbúa Jerúsalem. Einnig börn, enda voru þau heiðingjar og náttúrulega réttdræp.

swaztika Ofsóknir kristna meirihlutans í Evrópu á hendur gyðingum á miðöldum eru hjóm eitt miðað við syndina hennar Sunnu Dóru. En fyrir þá sem ekki þekkja sögu gyðinga í Evrópu vekur krossinn jafnvel meiri óhug meðal gyðinga heldur en hakakrossinn hans Hitlers.

nornabrennaGaldrafárið nær ekki að toppa stóru syndina sem Sunnu er svo hugleikin. 12000 réttarskjöl eru til yfir konum sem voru brenndar lifandi á tímum galdraofsóknanna en fjöldi þeirra sem voru drepin eru miklu fleiri. Fræðimenn eru ekki sammála um hversu margar voru drepnar en flestir hallast að tölu sem er á bilinu 40.000 til 100.000. Flestar brenndar lifandi. Varla er hægt að hugsa sér hryllilegri dauðdaga. En samt toppar þessi óhugnaður ekki syndina hennar Sunnu Dóru.

spænski rannsóknarrétturinnSpænski rannsóknarrétturinn nær heldur ekki að yfirskyggja syndina hennar Sunnu þrátt fyrir óhugnað sem er ekki nema á færi sjúkustu einstaklinga að finna upp á. Réttarskjöl frá þessum tíma eru ennþá til og það er lesning sem er svo hryllileg að hörðustu jaxlar missa úr hjartaslag af óhugnaðinum sem þar er að finna. En það þarf varla að taka það fram að það voru prestar sem sáu um útfærslu og tækniatriði þeirra pyntinga sem framkvæmdar voru af kaldhamraðri nákvæmni. En til gamans má geta þess að þessir prestar tilheyrðu sama trúfélagi og Jón Valur Jensson.

Svona til að færa okkur framar í tímann þá eru slátranirnar í fyrri heimsstyrjöld, helför gyðinga í þeirri seinni, þau mannfjandsamlegu átök sem áttu sér stað milli helgreipa kaldastríðsins hjóm eitt miðaða við syndina hennar Sunnu. Hiroshima og Nagasaki ná ekki þeim dýptarblossa mannhaturs og sadisma þar sem syndin hennar Sunnu ljómar.

Ef einhver ykkar ágætu lesendur hafið séð heimildamyndina "Deliver us from Evil" sem sýnd er um þessar mundir í Regnboganum, hafið þá í huga að þær hörmungar sem katólski presturinn og barnaníðingurinn Oliver O'Grady (sem er umfjöllunarefni myndarinnar) setti á fórnarlömb sín og fjölskyldur þeirra eru smáræði miðað við syndina hennar Sunnu.

En hvaða hræðilega synd er það sem Sunna Dóra Möller setur ofar öllum þeim hrylling sem ég hef talið upp hér að ofan? Hvaða óskapnaður er það sem yfirskyggir skipulagðar pyntingar, morðfýsn og nauðgun á 9 mánaða barni eins og séra O'Grady varð uppvís af?

Það er varla að maður þori að skrifa slíka synd á hnappaborðið en ég læt samt verða af því. Syndin hennar Sunnu Dóru er þessi:

[É]g lít á að syndin sé rof manneskjunnar frá Guði og þar sé það afneitunin á tilvist hans sem er stærsta syndin

Sem sagt: Syndin hennar Sunnu Dóru er afneitun á tilvist guðsins sem hún trúir á.

Nú er það svo að ég er trúlaus og afneita að sjálfsögðu guðinum hennar Sunnu Dóru og öllum öðrum guðum hvað sem þeir kunna að heita og hlýt þar með að vera ógeðslegastur þeirra ógeðismenna sem til er á jörðinni. Ég er reyndar ekki einn um þessa skoðun heldur deili ég henni með tugþúsundum Íslendinga og í ljósi þess þá velti ég því fyrir mér hvernig það sé að vera einhver sem er sannfærður um að önnur hver manneskja sem á vegin mínum verður sé svo yfirgengilegt illþyrmi að það taki engu tali. Það hlýtur að vera afar sérkennileg reynsla.

Það er fjarstæðukennt að búa til eitthvað hugmyndakerfi og fela í því að hver sá sem ekki samþykkir téð kerfi er mesti syndari í heiminum! Þetta er þó raunin og hefur verið um aldanna rás innblástur til mestu voðaverka mannkynssögunnar.

Khomeni 03.09.2007
Flokkað undir: ( Kristindómurinn )

Viðbrögð


Brynjólfur Þorvarðarson (meðlimur í Vantrú) - 03/09/07 08:30 #

Flott grein, Khomeini. Ég ímynda mér að rannsóknarrétturinn hafi einmitt haft þennan skilning Sunnu Dóru að leiðarljósi.


mofi - 03/09/07 15:20 #

Fín grein, alveg sammála Khomeni hérna.


Davíð - 03/09/07 19:30 #

Já ég verð að vera sammála þér í þetta skiptið.


khomeni (meðlimur í Vantrú) - 04/09/07 00:14 #

Já hinn kristni kýrhaus er afar sérkennlegur.

Hugsið ykkur að ég fyndi uppá hugmyndakerfi sem gengi út á að í undir grasinu í garðinum mínum væri til einhverskonar vera. Þessi vera væri svona og svona en ég segði að hver sá sem ekki trúði á tilvist þessarar veru væri svo mikið óbermi að sá hinn sami væri réttdræpur...

-Hugsið ykkur þennan þvætting!


gimbi - 05/09/07 01:30 #

"There is no crueler concept, than that of sin" (Clarence Darrow).

Lokað hefur verið fyrir athugasemdir við þessa færslu. Við bendum á spjallið ef þið viljið halda umræðum áfram.