Allar færslur Allir flokkar Sos Um félagið Úrskráning Lógó Spjallid@Vantru Póstfang Vantru@Facebook Vantru@Youtube Vantru@Twitter

Trúleysi í Bandaríkjunum

Í þessu broti úr fréttaskýringaþættinum 20/20 sjáum við hvað sumir trúleysingjar þurfa að kljást við í Bandaríkjunum. En þetta einskorðast auðvitað ekki bara við Bandaríkin og á Íslandi er líka stunduð trúarleg aðgreining í skólum, oft vegna frumkvæðis Þjóðkirkjunnar.

Ritstjórn 17.05.2007
Flokkað undir: ( Myndbönd )

Viðbrögð


Birgir Baldursson (meðlimur í Vantrú) - 17/05/07 13:02 #

trúleysi ógnar mannlegu samfélagi, viðskiptum og stjórnmálum; ótryggð og ótrú ógnar uppeldi barna okkar, sundrar heimilum og fjölskyldum.

Karl Sigurbjörnsson

Finnst einhverjum skrýtið að við séum að berjast ötullega gegn svona hatursáróðri sem og annarri skaðsemi hindurvitna á borð við trúarbrögð?


FellowRanger - 17/05/07 14:17 #

Ótrúlegt. Hreint ótrúlegt. Hún var kölluð djöfladýrkandi!! Hvílíkur brandari. Hún trúir ekki á djöfulinn. Ég er aldrei þessu vant orðlaus. Punktur og pasta.


Árni Árnason - 17/05/07 15:21 #

Það er akkúrat svona ástand sem Vinaleiðin framkallar. Með kristnivæðingu skólanna er verið að flokka fólk og mismuna því eftir trúarbrögðum og/eða trúleysi. Orð biskupsins hér að ofan lýsa sjúklegu hugarfari, á borð við það sem þessi stúlka og fjölskylda hennar þurfa að búa við. Ég hef trú á að a.m.k. margir þjóðkirkjumenn væru ósáttir við meðferð stúlkunnar. Það væri óskandi að þeir skoðuðu vinaleiðina í sama ljósi.


Aiwaz (meðlimur í Vantrú) - 17/05/07 16:09 #

Við eigum í stríði. Það má ekki gefa trúarnötturunum tommu. USA í dag getur orðið Ísland á morgun ef menn eru passívir og þora ekki að fletta ofan af trúarrugli og gagnrýna kjökrandi ömmupresta og Vinaleiðarfasista. Ég fylltist reiði þegar ég sá þjáningar þessarar fjölskyldu sem hefur ekkert gert annað en að trúa ekki á krosslaf.


LegoPanda (meðlimur í Vantrú) - 17/05/07 18:05 #

Þetta er rosalega slæmt. Ég bjóst ekki við svona mikilli mismunun í Bandaríkjunum. Ekki skrítið að trúleysingjar þar séu hræddir við að tjá sig um það.

Mér finnst sérstaklega skrítið að skólayfirvöld skuli ekki rannsaka ásakanir á hendur stúlkunar, heldur virðist sem þeim hafi fundist nóg að heyra staðhæfingar hinna í körfuboltaliðinu.

Svona mismunun er alltaf slæm, hvort sem hún er út af hörund, samfélagsstöðu, stjórnmálalegar skoðanir eða trúarlegar skoðanir.


jonfr - 17/05/07 18:23 #

Alveg ótrúlegt. Það er hræðilegt að svona skuli gerast. En þetta kemur mér hinsvegar ekkert á óvart.


Helgi Briem - 18/05/07 11:15 #

Viðbjóður er þetta. Afar sorglegt, en kemur mér ekki á óvart því ég hef margoft orðið var við svipuð viðhorf hjá Ameríkönum.

Utan stórborganna er mjög erfitt fyrir fólk að viðurkenna trúleysi vegna fordóma.

Fordómar gegn trúlausum eru mjög sterkir hér líka, en sem betur fer ekkert líkt og í Ameríku.

Gera má ráð fyrir að hlutfall trúlausra í Ameríku smáaukist með tímanum eins og annars staðar eftir því sem menntun og hnattvæðing eykst.


Árni Árnason - 18/05/07 11:29 #

Við hverju er svosem að búast af þjóð sem hefur -IN GOD WE TRUST- á peningaseðlunum sínum.


DotComa - 18/05/07 13:45 #

Það virðist vera að það sé meiri synd í augum þeim sem trúaðir eru, að vera trúlaus heldur en að vera af annarri trú.

Hins vegar finnst mér að það að trúleysingjar í BNA séu að verða skipulagðir auka hættu á að það yrði ný "trú" sem yrði "trúleysi" sem er allt sem að er alls ekki það sem þarf.

South park þátturinn setur einmitt þennan punkt fram, að menn eins og Richard Dawkins sem eru að reyna að þröngva skoðunum sínum um trúleysi upp á aðra, að þá eru þeir farnir að nota sömu taktík og þeir sem trúa. Þátturinn gerist 500 ár fram í tímann þar sem allir eru orðnir trúleysingjar en eru í stríði við hvort annað um mismunandi túlkanir á kenningum Dawkins á trúleysi.

Einnig er mjög fyndið að vankunnáttan er svo mikil í BNA að flest fólk í bænum vissi ekki hvað trúleysi væri?? Og þátturinn setti það fram eins og það væri eðlilegasti hlutur í heimi.


Birgir Baldursson (meðlimur í Vantrú) - 18/05/07 15:05 #

South Park skaut þarna vel yfir markið fyrir einhvern misskilning. Vegna þess að trúleysingjar ástunda gagnrýna hugsun munu þeir aldrei verða auðsveipir lærisveinar Dawkins eða nokkurs annars. Slíkar deilur um meiningar hans munu því varla rísa nokkurn tíma.

Það eru rökin sem duga.

Og eitt enn, Dawkins er ekki að þröngva neinu trúleysi upp á neinn, en trúleysi hans og gagnrýnin hugsun gerir það að verkum að hann sér ýmsa skaðsemi tengda trúarhugmyndunum og þar af leiðandi fjallar hann um trúna, trúarbrögðin og ranghugmyndirnar og gagnrýnir allt þetta.

Alveg eins og við hér á Vantrú. Hefurðu einhvern tíma séð okkur þröngva trúleysi upp á nokkurn mann? Nei, við gagnrýnum hindurvitni auk þess að hvetja til gagnrýninnar hugsunar og þess að rök fái vægi í skoðanaskiptum.


Ásgeir (meðlimur í Vantrú) - 18/05/07 15:26 #

Hvernig er hægt að þröngva trúleysi upp á einhvern með því að skrifa bækur og halda fyrirlestra, eins og Dawkins gerir, eða með því að skrifa á vefsíðu, eins og Vantrú gerir?

Nei, í alvöru?


Kári Svan Rafnsson (meðlimur í Vantrú) - 18/05/07 20:18 #

DotComa, ég held að þú misskiljir south park þátt nr.1012 og 1013.

Framtíðartrúleysingjarnir voru ekki að deila um trúleysi yfir höfuð, hvað þá trúleysi Dawkins. Heldur voru þeir að deila um það hvað þeir ættu að kalla sig, sem trúleysingjar. Sem er mjög fyndið fyrir þá sem þekkja til því trúleysingjar gera það oft núna að deila um hvað þeir eigi að kalla sig eða hvaða merki þeir ættu að nota. Eða hvaða lógó ætti að vera notað sem tákn um trúleysi, sambærilegt því sem trúarbrögðin eru með. (sjá hérog hér)

Það hafa orðnar miklar deilur út úr þessu og ekkert endanlegt svar hefur komið við þeirri Hinstu Spurningu... um hvað trúleysingjar eigi að kalla sig. Ég held að það hafi í raun verið þetta sem south park-framleiðendurnir hafi gert grín að.


Margrét St. Hafsteinsdóttir - 20/05/07 23:14 #

Það er svo skrítið með tilvitnunina hérna efst frá Karli Sigurbjörnssyni að hann er að lýsa ástandi í löndum þar sem trúarbrögð eru mjög ríkjandi.

Gat ekki skoðað myndbandið af því það var ekki lengur available....... hvar get ég skoðað það eða fundið það?


Birgir Baldursson (meðlimur í Vantrú) - 04/06/07 20:18 #

Það er aftur orðið sækjanlegt.


LegoPanda (meðlimur í Vantrú) - 05/06/07 23:37 #

Í minni reynslu hafa þeir, sem líta svo á að Richard Dawkins og Sam Harris séu meira trúaðir en trúað fólk og séu jafnvel að búa til sín eigin trúarbrögð, ekki lesið neitt eftir þessa tvo menn, heldur einungis heyrt um þá fjallað í fréttum eða einföldum frásögnum.

En ef hægt væri að kalla það trúarbrögð að beita gagnrýninni hugsun og taka engu gildu nema með sönnunargögnum og rökvísi, þá eru þau trúarbrögð strax betri en þau algengustu í dag.


Hapa Lind - 28/06/07 21:45 #

Myndbandið er ekki lengur sækjanlegt


Jón Magnús (meðlimur í Vantrú) - 29/06/07 11:04 #

Búinn að laga linkinn.


GE - 30/06/07 02:15 #

"South Park skaut þarna vel yfir markið fyrir einhvern misskilning."

Bull. South Park-menn hæðast að því sem þeim finnst hægt að hæðast að, og ef það er fyndið hafa þeir sko ekki skotið yfir neitt mark. Með því eru þeir ekkert að segja að Dawkins og trúleysingjar séu ekkert öðruvísi en trúarnöttararnir, má helst túlka það þannig (ef maður á eitthvað að túlka það) að þeir séu að benda á að við ákveðnar kringumstæður getur fólk farið út í öfgar með skoðanir sem eru í sjálfu sér vel meintar (communism, anyone?). Varla ertu að segja að það megi ekki gera grín að okkur trúleysingjum :-)


Haukur Ísleifsson - 05/10/07 16:21 #

Endilega gerið grín að okkur. Ólíkt trúarnöttunum getum við tekið gagnríni og djóki.


Haukur Ísleifsson - 05/10/07 16:22 #

Endilega gerið grín að okkur. Ólíkt trúarnöttunum getum við tekið gagnríni og djóki.


EQlizer - 09/10/07 16:44 #

Þetta lið á bara að flytja til LA eða NY þar sem vel verður tekið á móti því af trúleysingjm með glæpum og sukki.

Trúlaus en ekki Talibani.


Matti (meðlimur í Vantrú) - 09/10/07 17:05 #

Takk fyrir innlitið og innleggið EQlizer. Vonandi finnurðu tíma til að skoða síðuna betur síðar og tjáir þig þá um efni hennar með innihaldsríkum og málefnalegum hætti.

Lokað hefur verið fyrir athugasemdir við þessa færslu. Við bendum á spjallið ef þið viljið halda umræðum áfram.