Allar færslur Allir flokkar Sos Um félagið Úrskráning Lógó Spjallid@Vantru Póstfang Vantru@Facebook Vantru@Youtube Vantru@Twitter

Mannhatursræða Gunnars

Birgir og Gunnar í Krossinum voru enn á ferð í bítinu á Bylgjunni, hjá þeim Heimi og Kollu. Birgir gagnrýndi harkalega trúarrit það sem Gunnar hampar og fékk á móti einhverja þá mögnuðustu hatursræðu sem heyrst hefur á íslenskum vettvangi. Það er í raun stórmerkilegt að þegar reynt er að knýja fram umræðu um Biblíuna á gagnrýnum forsendum þá brestur á með þeim vörnum að ekkert megi gagnrýna af því þessi texti sé einhverju fólki heilagur, en á sama tíma er gagnrýnandanum og þeim hópi sem hann tilheyrir úthúðað og gert upp annarlegar hvatir eins og ekkert sé sjálfsagðara.

Einnig er hægt að sækja skrána hér [.mp3 ~ 9MB].

Ritstjórn 15.05.2007
Flokkað undir: ( Kristindómurinn , Útvarp )

Viðbrögð


Matti (meðlimur í Vantrú) - 15/05/07 10:44 #

Það skal ítrekað að við krefjumst þess að fólk noti gild tölvupóstföng þegar það setur inn athugasemdir hér á Vantrú.


Jón Magnús (meðlimur í Vantrú) - 15/05/07 12:56 #

Við krefjumst þess líka að fólk sleppi ærumeiðingum og haldi sig við málefni greinarinnar. Áframhaldandi skítkast með ólöglegum póstföngum verða strokuð út.


FellowRanger - 15/05/07 13:19 #

Þetta var einstaklega líflegur blaðurþáttur en frekar lítið um rifrildi. Og að Gunnar skyldi halda fram að lógó Vantrúar sé að halda fram að þetta sé satt! Hann er ekki heill á geði.


Matti (meðlimur í Vantrú) - 15/05/07 13:30 #

[Að gefnu tilefni]


Tómas - 15/05/07 13:56 #

Mér finnst það afrek hjá þér Birgir að ná að halda því aftur af þér í lokin að segja Gunnari ekki að vinsamlegast halda kjafti meðan að þú kláraðir þitt mál.


jonfr - 16/05/07 01:04 #

Trúmönnum er illa við gagnrýni vegna þess að gagnrýni dregur úr gildi trúar. Og gagnrýni í raun vinnur á trú og veðrar hana niður í ekki neitt.


Margrét St. Hafsteinsdóttir - 17/05/07 02:28 #

Athyglisvert viðtal. Hef gaman að svona skoðanaskiptum. Mér finnst sjálfri að sértrúarsöfnuðir og bókstafstrúarfólk séu ekki af hinu góða. Gjörningar á samkomum slíkra til að reka út illa anda eru andlegt ofbeldi og hafa oft valdið viðkvæmu og veiku fólki miklum skaða. Hef sjálf skrifað talsvert um það á minni síðu á moggablogginu. Ég sjálf trúi á hið góða, upplýsandi og víðsýna og kalla það Guð eins og svo margir gera. Ætla að fylgjast með ykkur hjá Vantrú. Nauðsynlegt að halda umræðum áfram og gagnrýna þessi mál.

Lokað hefur verið fyrir athugasemdir við þessa færslu. Við bendum á spjallið ef þið viljið halda umræðum áfram.