Allar færslur Allir flokkar Sos Um félagið Úrskráning Lógó Spjallid@Vantru Póstfang Vantru@Facebook Vantru@Youtube Vantru@Twitter

Hin jákvæða Vantrú

Því er stundum haldið fram að boðskapur Vantrúar sé bara neikvæður, að við séum bara á móti hlutum en ekki með neinu. Sumir halda því jafnvel fram að það sé afar heimskulegt að stofna félag einungis gegn einhverju.

Uppbyggilegt niðurrif

Það er rétt að hér á Vantrú er aðallega stunduð "niðurrifsstarfsemi". Við gagnrýnum öll svokölluð hindurvitni í íslensku samfélagi; miðla, kristni, DNA-heilun og allt þar á milli. En við gagnrýnum þessi hindurvitni vegna þess að þau sjálf eru neikvæð í garð þess sem við metum mikils og teljum vera mannkyninu til góðs. Með því að gagnrýna hindurvitnin erum við að styrkja það sem þau reyna að brjóta niður.

Hið jákvæða við Vantrú

Hindurvitnin ráðast í mismiklum mæli gegn skynsemi, gagnrýninni hugsun og vísindunum. Vantrú er jákvæð í garð þessa þriggja hluta. Öll neikvæða gagnrýnin á Vantrú sprettur upp vegna þess að við erum fylgjandi þessari "heilögu þrenningu". Vantrú styður vísindi og er þar af leiðandi á móti gervivísindum. Með þessu erum við að fylla upp í ákveðið tómarúm sem hefur myndast því meirihluti þeirra sem eru jákvæðir í garð "heilögu þrenningarinnar" eru uppteknir við að byggja þau upp og skipta sér ekki af niðurrifsöflunum. Læknar gagnrýna skottulækna ekki mikið, þeir eru uppteknir við að lækna fólk.

Neikvætt félag heimskulegt?

Þeir sem segja að félag sem stundar bara svona gagnrýni hafa líklega ekki hugsað mikið út í þau félög sem til eru. Félög sem eru stofnuð eingöngu til þess að berjast á móti einhverju eru nefnilega ansi algeng. Friðarhreyfingar berjast á móti stríði og vígvæðingu, bindindisfélög berjast gegn áfengi og svo framvegis. Það er ekkert heimskulegt við það að stofna félag gegn einhverju sem maður telur að samfélagið væri betra án. Samfélagið væri betra án allra þessara hindurvitna, þess vegna er afar eðlilegt að félagið Vantrú sé til.

Hjalti Rúnar Ómarsson 07.05.2007
Flokkað undir: ( Efahyggja )

Viðbrögð


khomeni (meðlimur í Vantrú) - 07/05/07 10:40 #

Algerlega sammála þessar pælningu. Ég get nú ekki talað nema fyrir sjálfan mig þegar ég segi að mér er stendur ekki á saman í hvernig samfélagi ég bý. Ég vil móta samfélagið mitt. Ég vil ekki búa í samfélagi þar sem svikamiðlar hafa fé af syrgjendum, þar sem fólki er talið trú um að með þvi að staðsetja logandi kerti í eyrað á sér, lækni allskonar kvilla. -Mér er hreint ekki sama um það og tel það frekar borgaralega skyldu mína að afhúpa svona svikamillur en að láta þetta ótalið og afgreiða það sem eitthvað rugl. Eftir því sem ég skoða þessa miðla og lækningamiðla meira því sannfærðari verð ég að fólk í þessum bransa er upp til hópa siðlaust. Sumir trúa sennilega á þetta kukl en það gerir kuklið ekkert skárra.

Lækning frá geðtrufluðum handayflrlagningamanni er ekkert skárri en frá svikahrappi. Lækningin er jafn gagnslaus í báðum tilfellum.

Hvað varðar gagrnýni á trúarbrögð þá snýr mín afstaða aðallega að rekstri opinberrar ríkisskirkju. Ég tel það algerlega óþolandi frekaja að til sé opinber stefna í trúmálum. Nóg er nú rifist um trú svo að eitthvað ríkisapparat lýsi því yfir að þessi og bara þessi trúarhópuur hafi rétt fyrir sér um sannnleikan og lífið.

Augljóst er að ríkiskirkjan er stofnun sem lifir snýkjulífi á samfélaginu. Nokkuð sem hún þyrfti ekkert að gera!. Þjóðkirkjan mun örugglega dafna betur án afskipta ríkisvaldsins.

það er bara svo galin hugmynd að blanda saman hinum veraldlegu afskiptum hins opinbera (rekstur skóla, félagsmál, heilbrigðismál osfr) og hinum andlegu málum samfélagsins. Það kemur ríkisvaldinu bara ekki neitt við hvað þegnarnir trúa á. -Ekki boffs!. Ríkið á ekkert með að styðja ein trúarsamtök umfram önnur trúarsamtök. Ef ríkið ætti að styðja trúarsamtök þá ætti ríkið að styjja öll trúarsamtök jafnt. Hví færi t.d æðstistrumpurinn í Ásatrúarfélaginu ekki feitan tékka frá ríkinu eins og prestar Þjóðkirkjunnar?

Þetta er hróplegt óréttlæti.

Alfarsælast væri að skilja algerlega að ríki og trú. þannnig eru fyrirmyndarsamfélög. Þannig samflélagi mun ég berjast fyrir.


FellowRanger - 07/05/07 11:27 #

Sammála grein hjalta og kommenti khomeni. Ég hef stöku sinnum verið mistekinn fyrir trúarhatara og anti-kristinn einstakling en nei, kristni er jafn ruglingsleg og islam nema ég þekki kristna trú mikið betur en islam og get þar með gagnrýnt hana. Ég er anti-trústofnunarsinni, má orða það þannig. Það á ekki að vera til neitt þjóð-eitthvað í sambandi við trú. Trú er persónuleg skoðun á lífið, allar trúarstofnanir og þá sérstaklega ríkisreknar eru bara fyrir. Og þessi trúleysis skattur sem rennur til háskólans; þú mátt trúa því að svín fljúgi þegar enginn er að horfa, en ekki rukka mig fyrir það.


Finnur - 09/05/07 06:25 #

En við gagnrýnum þessi hindurvitni vegna þess að þau sjálf eru neikvæð í garð þess sem við metum mikils og teljum vera mannkyninu til góðs.
Það væri nú fróðlegt að sjá hjá þér Hjalti, útlistun á þessari björtu framtíð mannkyns sem réðist engöngu af skynsemi, gagnrýnni hugsun og vísindum. Hvernig myndi einstaklingnum vegna í þessari framtíð?


khomeni (meðlimur í Vantrú) - 09/05/07 10:12 #

Ágæti Finnur. Einstaklingum mun örugglega vegna betur í heimi án trúarbragða. Ímyndum okkur heila kynslóð sem alin er upp án sektarítroðslu, hugmynda um eftirlíf og þeirra fordóma sem trúarbrögðin skapa... Svoleiðist kynslóð væri sannarlega betri en sú sem alin er upp í blindri trú á sekt og sekta-aflausn, hómófóbíu og fordómum í garð þess sem er framandi.

Sem betur fer hafa síðustu kynslóðir varpað af sér trúarhulunni frá augunum og mennskast fyrir vikið. Enn eimir af þessu trú-ræði í samfélaginu t.d með ríkiskirkjunni. Ég er sannfærður að eftir 2 - 3 kynslóðir munu vestræn trúarbrögð heyra sögunni til. Eftir verður til Islam (sem ennþá er að rembast við að sætta sig við að 6.öldin er liðin) og asísk íhugunarkerfi.

-Þetta er allt að koma. :)


Finnur - 10/05/07 00:35 #

Það er hverjum frjálst að taka mark á trúarhugmyndum, og það er hverjum frjálst að umgangast þá sem það gera. Þannig að ég skil ekki þessar áhyggjur þínar Kómí. Eða reiknar þú hamingjuna útfrá meðal-hugmyndfræði. Til þess að þú sért sáttur, þá verða allir að aðhyllast sömu hugmyndir og þú?


FellowRanger - 10/05/07 01:05 #

Trú fylgir hötun. Trú byggist á lífsskoðun, greiningu milli rétt og rangt og fordómum gagnvart þeim sem trúa öðru eða framkvæma sérstaka hluti, og þá kemur mannleg samkeppni, uppbyggt á hatri sem magnast upp með hverri kynslóð og aðrir hlutir sem heimurinn gæti vel verið án.


khomeni (meðlimur í Vantrú) - 10/05/07 01:12 #

Finnur segir: Til þess að þú sért sáttur, þá verða allir að aðhyllast sömu hugmyndir og þú?

Svarið er nei. Ég kref ekki neinn til þess að aðhyllast sömu hugmyndafræði og ég. Ég áskil mér hinsvegar þann rétt að berjast fyrir réttlátara samfélagi. Ég áskil mér líka rétt að gagnrýna þá þætti samfélagsins sem er ekki sáttur við. Ef að hópur fólks trúir á einhvern þvætting og reynir hið ýtrasta til að troða þessum þvætting inn í alla kima samfélagsins þá gagnrýni ég það, sumum til mikillar furðu leyfi ég mér að segja. Eins og Fire Iron sagði svo eftirminnilega: "Þú getur trúað því að svín fljúgi þegar engin er að horfa, en ekki reyna að selja mér þessa hugmynd".

Staðreyndin er að trúarbrögð eru notuð blygðunarlaust til þess að stía fólki í bása, til að ala á fordómum og FÁFRÆÐI. Ég, ágæti Finnur, áskil mér rétt til að benda á þessa staðreynd.

-o-o-o- Smá guðfræði í lokin Finnur. Kjarninn í kristindómnum er fórnin. Guð fórnar syni sínum fyrir alla (einhvernvegin) á hinn hryllilegasta hátt (barinn í klessu og negldur á spýtu). -Greinileg vísun í söguna af Ísak og syni hans. Hvernig fóru "syndir" mannkynsins inn í Jésú áður en hann drapst? Getur verið að þetta sé stef við hugmyndina um syndahafurinn eða þegar lambi er slátrað til að friðþægja hefnigjarnan guð? Það er aldeilis kærleikurinn í þessari sögu.

Fólk getur spurt sig hvaða "synd" var þetta eiginlega sem fór inn í Jesú á dauðastundinni? Svarið er augljóst. Erfðasyndin (úr sögunni um Adam og Evu) fór inní Jesú á dauðastundinni. (WHAT!! gæti einhver hugsað)

Sem sagt: Forsenda þess til að skilja það að guð drap son sinn er erfðasyndin. Ef svo er ágæti Finnur, þá þarft þú að taka trúanlega söguna um Adam og Evu.

Hin útvatnaða guðfræði 19. og 20. aldar hefur meira og minna gengið út á að túlka biblíuna á annnan veg en raunverulega liggur í augum uppi. Sannkölluð þrætubókarlist. Í þessum skilningi fá heittrúarfíflin prik fyrir heiðarleika. Þau eru ekki að túlka biblíuna til þess að boðskapur hennar passi við almennt og heilbrigt siðferði.

Ég áskil mér rétt til að benda á þessa hróplegu dellu sem sífellt er verið að ýta að okkur. En endilega trúðu því að svín fljúgi um himingeiminn þegar enginn sér til. Endilega gerðu það. En ekki troða þessum þvættingi að börnunum mínum.
og hlífðu okkur sem ekki eru á þinni línu við biblíufroðunni sem meikar engan sens. -Ekki einn einasta sens frekar en fjúgandi svín þegar enginn er að horfa.


Finnur - 10/05/07 01:53 #

Ef að hópur fólks trúir á einhvern þvætting og reynir hið ýtrasta til að troða þessum þvætting inn í alla kima samfélagsins þá gagnrýni ég það...
Það er einna helst á þér að heyra Kómí, að það sem fer í taugarnar á þér er fólk sem telur sig kristið en fylgir ekki biblíunni bókstaflega. Þvættingur á biblíunni sem troðið er í alla kima samfélgasins. Er þetta rétt skilið?

Lokað hefur verið fyrir athugasemdir við þessa færslu. Við bendum á spjallið ef þið viljið halda umræðum áfram.