Allar færslur Allir flokkar Sos Um félagið Úrskráning Lógó Spjallid@Vantru Póstfang Vantru@Facebook Vantru@Youtube Vantru@Twitter

Séra Geir Waage um hjónabönd samkynheigðra

Sigursteinn Másson og séra Geir Waage ræddu um giftingar samkynhneigðra í Kastljósi Ríkissjónvarpsins í fyrradag, Helgi Seljan stjórnaði umræðum.

Í upphafi þáttar segir séra Geir að Þjóðkirkjan skipti sér ekki af Alþingi en í lokin þvertekur hann fyrir að Alþingi setji lög sem heimila (ath, heimila, ekki neyða) trúfélögum að gifta samkynhneigða. Höfum það á hreinu að Þjóðkirkjan átti stóran þátt í að breytingartillaga Guðrúnar Ögmunds komst ekki í gegn þegar lög um réttindi samkynhneigðra voru rædd á þingi. Sjálfur biskup Íslands mætti til nefndarinnar sem fjallaði um málið og þvertók fyrir að breytingartillagan yrði samþykkt. Það er kjaftæði að Þjóðkirkjan skipti sér ekki af Alþingi.

Það er ýmislegt sem vekur athygli í málflutningi séra Geirs. Takið t.d. eftir því hvernig hann svarar ekki fyrstu spurningu þáttastjórnanda, halda mætti að þarna væri verið að ræða við stjórnmálamann í framboði. Einnig er áhugavert hve mikla áherslu Geir leggur á að hjónaband sé milli karls og konu og gangi út á barneignir

Helgi: "Hvernig getur þú sagt að þetta snúist ekki um jafnrétti...er kirkjan þá að einhverju leyti yfir jafnrétti hafin?"

Geir: "Karlar eru ekki það sama og konur, konur eru öðruvísi en karlar. Karl og kona geta sameiginlega til dæmis skapað nýtt líf ef Gvuð er með í ráðum. Það gerir karl og karl ekki eða kona og kona. Það er hluti af skikkan skaparans. Við breytum ekki því að það er munur á kynjunum."

Helgi: "En þetta snýst ekkert um að kirkjan sé að heimila fólki að eignast börn Geir, þetta snýst um að..."

Geir: "Barneignir eru hluti af sambúð í hjónabandi"

Sigursteinn: "Karls og konu já"

Geir: "Já. Við erum ekkert að finna að því að fólk búi saman, það sem meira er, það er verið að leggja til ákaflega merkilegt form sem búið er að leggja mikla vinnu í, fyrirbæna og blessunarform fyrir sambúð fólks af sama kyni. Það finnst mér nú bara vera býsna merkilegur hlutur."

Þetta svar Geirs er forvitnilegt vegna þess að Þjóðkirkjan hefur hingað til ekki hikað við að gifta fólk sem augljóslega er komið úr barneign aldurs vegna og ekki veit ég til þess að hjónaefni séu spurð út í þessi mál við undirbúning giftingar. Satt að segja er þessi flóttaleið séra Geirs Waage bölvað kjaftæði.

Það er heldur ekki verið að samþykkja neitt nýtt eða merkilegt með þessu "merkilega formi" sem samþykkt var á prestaþingi, dr2 Pétur Pétursson sagði í sjónvarpsfréttum í gær að þarna væri bara verið að samþykkja það sem hefur verið við lýði síðustu sjö ár.

Í lokin eru svo kostuleg orðaskipti þar sem rætt er um almenningsálit, þar sér séra Geir ástæðu til að fjalla um nasisma í Þýskalandi á afar kjánalegan hátt.

Sigursteinn: Það er eðlilegt að kirkjan sé íhaldssöm, hinsvegar er ekki eðlilegt eftir öll þessi ár og allan þennan tíma sem umræðan hefur verið að kirkjan sé svona algjörlega á skjön við almenningsálitið í landinu og ekki bara almenningsálitið heldur líka löggjöfina sjálfa.

Geir: "Það væri nú ekki nýtt að kirkjan væri á skjön við almenningsálitið, fyrstu aldirnar var kirkjan nú aldeilis á skjön við almenningsálitið og það hafa komið tímabil þar sem kirkjan hefur kannski verið of veik fyrir því að elta almenningsálitið, ég nefni nú bara þann stóra hluta þýsku kirkjunnar sem elti nasistana. Það þykir nú heldur betra núna að kirkjan í heild elti þá ekki þar, þar var nú almenningsálitið knýjandi."

"Ég ætla bara rétt í lokin, ef ég má, að minna á það að kirkjan, íslenska Þjóðkirkjan, kirkjan starfar á forsendu fagnaðarerindis um drottinn Jesú krist, hún starfar á forsendu Gvuðs orðs."

Helgi: Ertu að leggja að jöfnu nasisma og samkynhneigð?

Geir: "Vertu ekki að snúa út úr fyrir mér, ég var að segja það að kirkjan hefði betur í Þýskalandi, meginhluti kirkjunnar í Þýskalandi, sem hallaði sér að almenningsálitinu þá og elti það, hún hefði betur látið það vera."

Vissulega má segja að það séu útúrsnúningar hjá Helga að Geir leggi að jöfnu nasisma og samkynhneigð, en raunin er að Geir notar nasisma til að forðast að svara eðlilegri spurningu. Ég stórefa að Sigursteinn Másson sé þeirrar skoðunar að kirkjan eigi sífellt að vera að elta almenningsálit í öllum málum, þó færa megi rök fyrir því að þjóðkirkja eigi að gera það. Aftur á móti er ljóst að hér er um að ræða siðferðilega spurningu sem þjóðin er fyrir löngu búin að svara, Þjóðkirkjan dregur lappirnar og verður væntanlega einhverjum áratugum á eftir þjóðinni.

Þjóðkirkjufólkið reynir svo á hátíðisdögum að þakka kirkjunni og trúnni fyrir allar framfarir í siðferðismálum!

Í stað þess að ræða þá spurningu fór séra Geir Waage út í asnalega líkingu, dró umræðuna út í vitleysu og átti að mínu mati alveg skilið að láta snúa dálítið út úr orðum sínum. Það er samt gott að talsmaður kirkjunnar játar þessi tengsl þýsku kirkjunnar og nasismans, margir vilja ekkert við þau kannast, en það er allt önnur umræða.

Matthías Ásgeirsson 27.04.2007
Flokkað undir: ( Stjórnmál og trú , Vantrúarbíó )

Viðbrögð


Trúi á Jesu Krist - 27/04/07 12:39 #

Þjóðkirkjan á ekki að elta almeningsálitið þar sem kirkjan er þjónn Guði og á að begja sig undir Guðs orð. Almeningur á að lúta Guðs orði en það á ekki að breita biblíunni eftir tíðaranda almenings.Þarna er kirkjan veik að láta þrísti hópa dragi sig út í vitleisu.Ég skil bara ekki afhverju samkynhnegðir hafa svona mikla þörf fyrir það að láta kirkjuna blessa sig. Biblían talar skírt á móti, þetta er ekki hægt og þá ættu samkynhnegðir að vera ánægðir með það sem þeir fá frá ríkinu. Ríkisblessun.


Viddi - 27/04/07 12:50 #

Þjóðkirkjan hlýtur að þurfa að elta almenningsálit, því hún er jú ÞJÓÐkirkja, en er eign þjóðarinnar og þar með verður hún að stjórnast af þjóðinni, hún getur ekki gengið þvert á vilja þjóðarinnar en samt kallað sig þjóðkirkju.

Á meðan hún er þjóðkirkja verður hún að gera það sem þjóðin segir henni að gera.


Trúi á Jesu Krist - 27/04/07 14:01 #

Þjóðin og kirkjan eiga að lúta Guði og því sem orðið í bilbíunn kennir.Að kirkjan eigi að elta almenings álit, það er pólitík.Að látast stjórnast af þjóðinni vaknar spurning.Hver stýrir, Guð eða fólk?Kirkjan á að stýrast af Guði og fókið á að fylgja.Svo má alveg deila um þetta form ríki og kirkja.En þetta er grundvallar athriði að það sem Guðs orð boðar er endanlegt og óhaggandi og allir menn sem trúa á tilvist Guðs eiga að lúta þessu orði.


Awiaz - 27/04/07 14:09 #

Ef þjóðin og kirkjan eiga að lúta Guði afhverju er þá ekki í lögum að þeir séu undireins líflátnir sem safna sér eldiviði á helgidegi? Eða hvaða önnur vitleysa sem er boðuð í Biblíunni. Afhverju er þetta með samkynhneigða eina vitleysan sem kristlingar hanga á eins og hundar á roði?


FellowRanger - 27/04/07 14:10 #

Það var pínlegt að hlusta á vel greidda herramanninn gaspra út í loftið og trúa hverju orði sem hann sagði.


Trúi á Jesu Krist - 27/04/07 14:48 #

Þetta er nú ekki alveg rétt hjá þér Awias að krisnir hangi á þessu, það er frekar í hina áttina að það sé verið að reina breita því sem ekki má breita og krisnir eru að standa vörð um það sem er heilagt. samkynhneigð er synd sem ekki er verri að betri en önnur synd. synd er syn allir sem trúa á Guð þurfa leita fyrirgefningar með sýna vankanta hvort sem það heitir þjófnaður,hórdómur, samkynheigð eða eithvað annað sem stangast á við orð Guðs. .Biblían talar skírt og henni verður ekki breitt. Hvað varðar helgidaginn þá var það útskírt á Bylgjunni í þættinum með Gunnari og Birgi fyrir nokkrum vikum síðan, hlustaðu á hann.


Tómas - 27/04/07 14:59 #

Ertu þá líka gegn kvennprestum "trúi á jesú krist" ?


Tómas - 27/04/07 14:59 #

Þá meina ég að konur fái að starfa sem prestar.


Trúi á Jesu Krist - 27/04/07 15:19 #

Alls ekki, það er ekkert sem talar á móti því að konur geti ekki verið prestar.


Matti (meðlimur í Vantrú) - 27/04/07 15:21 #

Annað vildu langflestir skoðanabræður þínir meina fyrir nokkrum áratugum. Hvað hefur breyst, annað en almenningsálitið?


Matti (meðlimur í Vantrú) - 27/04/07 15:50 #

Vil vekja athygli ykkar á þessari frétt, þar sem rætt er við dr. Pétur Pétursson um prestaþingið. Hans niðurstaða er að ekkert nýtt hafi komið fram á þessu þingi.


khomeni (meðlimur í Vantrú) - 27/04/07 16:05 #

Ótrúlega er ég orðin þreyttur á athugasemdum á borð við þær sem "trúi á jesú krist" heldur fram.

Ef samkynhneigð er synd skv. Biblíunni þá er ýmislegt annað líka synd góurinn. Hjónaskilnaðir, vinna á hvíldardeginum (dauðasök)og konur verða að ÞEGJA á meðan messu stendur.

Ég gæti haldið áfram í marga klukkutíma að telja upp syndirnar úr Biblíunni.

Hvernig væri nú að vera svolítið samkvæmur sjáfum sér og láta eitt yfir alla ganga. Annað hvort er synd að brjóta gegn skipun Biblíunnar eða ekki. það er óþolandi hræsni að tiltaka sumt sem synd en annað ekki. Giftingar fráskildra eru t.d hrein og klár synd skv Biblíunni. Hversvegna er horft framhjá því en ekki hómófóbíu Biblíunnar?

Svo ættir þú að læra stafsetningu ágæti"trúi á Jesú krist". þær eru meinlegar villurnar hjá þér.


Matti (meðlimur í Vantrú) - 27/04/07 16:14 #

Æi, reynum að halda þessari umræðu þokkalegri. Sleppum því að setja út á stafsetningu og þessháttar.

Ræðum frekar orð séra Geirs Waage.


Tómas - 27/04/07 17:05 #

"Alls ekki, það er ekkert sem talar á móti því að konur geti ekki verið prestar."

"Andleg kynvilla" sögðu einhverjir prestar áður fyrr.


Daníel Páll Jónasson - 27/04/07 18:04 #

Ég held að það sé bara um að gera að leyfa Þjóðkirkjunni að vera hún sjálf og leyfa henni að halda fast í kreddur sínar í nokkra áratugi. Hún sér alveg um að losa sig við sína ört fækkandi fylgjendur. Þetta með giftingar samkynhneigðra var stórt skref í þá átt.

Eins og er hún búin að sundurskjóta á sér fæturna og það er vonandi að hún haldi því áfram.

"Siðfræði Biblíunnar"? Brandari að setja við hliðina á hvoru öðru.

Annars finn ég til með því samkynhneigða fólki sem er trúað og vill endilega gifta sig. Þetta er skömm fyrir Þjóðkirkjuna. Hrein og klár skömm.


Trúi á Jesu Krist - 27/04/07 18:23 #

Sæll khomeni. Það er látið það sama ganga yfir all. synd er synd. "Ef samkynhneigð er synd skv. Biblíunni þá er ýmislegt annað líka synd góurinn" ég er alveg sammála þér þarna, allt sem ekki er samkvæmt orði Guðs er synd.En það er eins og þeir sem trúa ekki á Guð geti ekki skilið fyrirgefninguna í Jesu Kristi.Í biblíunni er talað um að margvíslega syndgar maðurinn en í Kristi er fyrirgefning syndanna, annað tækifæri til að gera betur.Á meðan fólk kemur með sýna bresti framm fyrir Guð og biður um fyrirgefninu koma samkynhneigðir og vilja blessun.Þetta dæmi gengur ekki upp. Allir hafa syndgað og skortir Guðs dýrð kennir biblían og samkynhnegðir eru ekki undanskildir. Hvað varðar hvíldardaginn og að konur meiga ekki tala, legg ég til að þú hlustir á þáttinn með Gunnari og Birgi á Bylgjunni þar sem þeir fara í þessi mál og Gunnar útskýrir mjöð vel.


Þórður Ingvarsson (meðlimur í Vantrú) - 27/04/07 21:33 #

En var ekki einhver uppvakningur sem tók á sig syndir mannana af tilstilli föður síns sem var hann sjálfur og lét pína sig og pynta og eitthvað? Hver var það nú aftur... hmmm...HMMMM... kenndur við nokkuð stóra trúarbragðahreyfingu. Kem bara ekki nafninu fyrir mér. Ja, sveiattan.


Zindri Freyr - 29/04/07 09:02 #

Mig minnir að ég hafi lesið grein um það fyrir einhverju síðan að vísindin geti nú eða séu í þann mund að geta leyft körlum að eignast barn með körlum og konum að eignast barn með konum. Ferlið felst í því að umbreyta litningum á einhvern hátt, minnir að það sé ekki ósvipað og með gervifrjóvganir. Ef svo er komið þá falla rökin um að barneignir séu einhver heilög forsenda hjónabands og eingöngu möguleg milli karls og konu, um sjálf sig.


Baddi - 02/05/07 09:12 #

Ég verð nú bara að segja að ég er rosalega ánægður með þessa ákvörðun þjóðkirkjumanna. Þetta varð til þess að starfsstaður minn er orðinn samfélag trúlausra. Við vorum s.s. tveir sem vorum skráðir úr þjóðkirkjunni og þetta fíaskó þjóðkirkjunnar varð til þess að hin tvö á vinnustaðnum skráðu sig líka úr þjóðkirkjunni.


Matti (meðlimur í Vantrú) - 02/05/07 09:26 #

Ég fagnaði þessari ákvörðun af nákvæmlega sömu ástæðu, margir sem drífa í að segja sig loks úr Þjóðkirkjunni.


FellowRanger - 02/05/07 16:09 #

Þessi stofnun stefnir beint til sjáfseyðingar. Gott hjá henni.

Lokað hefur verið fyrir athugasemdir við þessa færslu. Við bendum á spjallið ef þið viljið halda umræðum áfram.