Allar færslur Allir flokkar Sos Um félagið Úrskráning Lógó Spjallid@Vantru Póstfang Vantru@Facebook Vantru@Youtube Vantru@Twitter

Kirkja og kredda

Í tilefni umræðu um samkynhneigða og hjónabönd á prestaþingi skrifar Kári Hólmar Ragnarsson um kirkju og kreddu á Vefritið

Það væri kannski ekkert svo hræðilegt að kirkjan væri föst í sinni íhaldskreddu nema vegna þess að þetta er Þjóðkirkjan. Hún er meira að segja varin sérstaklega af sömu stjórnarskrá og ég ræddi um hér í upphafi. Hún er þannig hluti af ríkisvaldinu og ríkisvaldið er hluti af henni. #

Ritstjórn 26.04.2007
Flokkað undir: ( Stjórnmál og trú , Vísun )

Viðbrögð


Birgir Baldursson (meðlimur í Vantrú) - 26/04/07 12:23 #

Í Blaðinu í dag gagnrýnir Hörður Torfason kirkjuna og kalla böðul samkynhneigðra, en Páll Óskar Hjálmtýsson segir að ekki megi gleyma því að menn hafna tillögunni í krafti trúar sinnar. Er þetta ekki bara enn eitt dæmi um skaðsemi trúarhugmynda?


Kristín Kristjánsdóttir (meðlimur í Vantrú) - 26/04/07 12:42 #

Ég skal skrifa persónulega undir það að samkynhneigða ætti ekki að vígja í kristið hjónaband þegar kirkjan hættir að gefa saman hvort heldur sem er, fráskilið fólk sem hefur drýgt hór eða aðra sem hafa drýgt hór samkvæmt trúnni.

Ef það gengi eftir þá grunar mig að lítið yrði um hjónavígslur á Íslandi í framhaldinu. Kirkjan væri búin að útskúfa stærri hóp heldur en samkynhneigðir eru og myndi einfaldlega fljótlega leggjast af.

Samkynhneigðir eru minnihlutahópur og þess vegna ekki þess verðir að hinir háheilögu prestar eltist við það að skrumskæla túlkun á bíblíunni fyrir þá, eins og fyrir alla hina sem þeir ættu ekki að gifta samkvæmt trúnni.


Aiwaz (meðlimur í Vantrú) - 26/04/07 12:47 #

Látum það liggja milli hluta en það sem mér er gjörsamlega óskiljanlegt er að samkynhneigðir einstaklingar skráði sig í og séu sjálfviljugir í félagi sem hefur það í sínum lögum að þeir séu andstyggilegir og þá skuli drepa!


FellowRanger - 26/04/07 12:51 #

Sammála Aiwaz. Afhverju eru samkynhneigðir að sækjast eftir trúfélagi sem vill ekkert með þá hafa?


Kristín Kristjánsdóttir (meðlimur í Vantrú) - 26/04/07 13:00 #

Það vita það allir að það er margt mjög ógeðfellt í bíblíunni og trúnni sem byggir á henni. Það virðist hins vegar vera mjög auðvelt að loka augunum fyrir því.

En þegar einhver þorir að fylgja boðskapnum eftir og boðanir trúarinnar hafa áþreifanleg áhrif á líf einstaklinganna þá verður töluvert erfiðara að loka augunum fyrir vitleysunni, þrátt fyrir margra alda stífa innrætingu.

Sérstaklega ef það hefði áhrif á meirihlutann.


khomeni (meðlimur í Vantrú) - 26/04/07 13:34 #

Mér er það gersamlega óskiljanlegt hversvegna eitt trúfélag ræður því hvort önnur trúfélög fái að gifta fólk. -Hvað hefur t.d æðstistrupmur ásatrúarfélagsins yfir meðlimum Fríkirkjunnar að segja? EKKERT!.
Þó er það svo að hin hómófóbíska Ríkiskirkja getur bannað öðrum trúfélögum að gefa saman fólk. -Hvernig stendur á þessu? -Hvaða frekja er þetta?

Auðvitað ætti kerfið að vera þannig að hjónaband sé opinber gerningur burtséð frá trú viðkomandi og trúfélög blessi síðan þenna gerning með giftingar athöfn. Þannig er þetta t.d í Frakklandi og víðar.


Árni Árnason - 26/04/07 23:23 #

Mikið óskaplega er ég feginn að svartstakkarnir á prestastefnunni skyldu verða froðusnökkunum yfirsterkari. Nú er bara að vona að kirkjuþingið verði álíka samkvæmt sjálfu sér, og biskupinn losni við að keyra hjónabandið á sorphaugana.

Það er alltaf gott að vita hvar maður hefur andstæðinginn, og ekki síður nauðsynlegt að ná á honum taki. Nú er þetta þó á hreinu, við vitum hvar við höfum kirkjuna, náum taki á henni og getum glímt við hana. Hefðu grænsápuprestarnir, með Bjarna Karlsson í broddi fylkingar orðið ofan á hefðu yfirdrepið og falsið fest kirkjuna enn betur í sessi sem einhverskonar viljalaust allragagn. Kirkjan lítur greinilega gömlu biblíuaugunum á samkynhneigða, það er hennar val, og þá geta samkynhneigðir hætt að velta sér upp úr því og farið eitthvað annað. ( hefðu reyndar átt að vera farnir fyrir löngu )


Helgi Briem - 27/04/07 08:25 #

Ég er mjög feginn því að þjóðkirkjan fari ekki að verða frjálslynd og víðsýn eins og hann þarna Hjörtur Magni fríkirkjuprestur.

Það gæti orðið til þess að auka vinsældir hennar og stemma stigu við fólksflóttanum og það vil ég alls ekki.

Kreddu- og fordómafullt, steingelt ríkiskirkjubákn sem smám saman nýtur minni og minni stuðnings þjóðarinnar þar til hann fjarar að lokum algerlega út og hún er lögð niður með manni og mús er það sem ég vil.

En að vísu stórsé ég eftir milljörðunum sem á eftir að ausa í þessa hringavitleysu áður en það gerist.

Það verður að líta á björtu hliðarnar. Kirkjan heldur guðfræðingunum að mestu leyti gleymdum innan sinna veggja og ekki á meðal fólks þar sem þeir gætu gert stórskaða. Verst hvað þeir fá mikið borgað fyrir að vera á stofnun.

Væri ekki hægt að útbúa sambýli þar sem þeir fengju venjulegar félagsbætur til að halda úti blóðfórnum og messum fyrir hvorn annan og predika mörg þúsund ára gamlar þjóðsögur?


LegoPanda (meðlimur í Vantrú) - 28/04/07 13:06 #

Þetta er laukrétt hjá honum Kára, er guð þjóðkirkjunnar ósammála stjórnarskrá Íslands?

Það er athyglisvert að kíkja á greinina sem kemur á eftir þessari á vefritið, Prestastefna - Það sem enginn sá eftir Grétar Halldór Gunnarsson; hann bendir þar á skref í rétta átt sem þjóðkirkjan tók þó fyrir samkynhneigða á þinginu, þ.e. það að vera til í að leggja blessun yfir staðfesta sambúð samkynhneigðs pars.

En hví ekki að taka skrefið til fulls? Reiðin og vonbrigðin í samfélaginu sýna það svart á hvítu að tími þess er einfaldlega kominn.

Lokað hefur verið fyrir athugasemdir við þessa færslu. Við bendum á spjallið ef þið viljið halda umræðum áfram.