Allar færslur Allir flokkar Sos Um félagið Úrskráning Lógó Spjallid@Vantru Póstfang Vantru@Facebook Vantru@Youtube Vantru@Twitter

...morð fremja

Birgir Baldursson og Gunnar í Krossinum tókust enn og aftur á í þættinum Í bítið á Bylgjunni í gærmorgun og nú aðeins um sjötta boðorð [mp3 ~ 13MB]. Í ljós kom að öfugt við kollega sína vestanhafs er Gunnar andvígur dauðarefsingum og fylgjandi líknardrápum. Þetta eru í raun stórfréttir af jákvæðum toga.

Hægt er að sækja upptökuna hér

Ritstjórn 11.04.2007
Flokkað undir: ( Kristindómurinn , Útvarp )

Viðbrögð


Viddi - 11/04/07 11:00 #

Birgir kom nú mun betur út í þessum þætti heldur en Gunnar, enda komur þarna skýrt fram hvaða hugmyndir og hversskonar mann Gunnar hefur að geyma. Skaut sig alveg í fótinn.


Birgir Baldursson (meðlimur í Vantrú) - 11/04/07 11:10 #

Mér finnst reyndar hugmynd Gunnars um óskoraða helgi lífsins nokkuð falleg í sjálfu sér og fagna því að hann er andvígur dauðarefsingum. Álit hans á líknardrápum kom líka þægilega á óvart og þar er hann alveg á öndverðu máli við flesta trúbræður sína í Bandaríkjunum.

Það er bara þessi guð og þessi sál sem er að flækjast fyrir honum þegar kemur að fóstureyðingum. Það sem ég klikkaði á að ná upp úr honum var hvort hann teldi þær réttlætanlegar ef móður stafaði bráð lífshætta af barnsburði, eða hvort helgi fóstursins mætti að hans mati ógna lífi móðurinnar (og þá væntanlega helgi þess).


Birgir Baldursson (meðlimur í Vantrú) - 11/04/07 11:15 #

Annað sem láðist að ræða var staðhæfing Gunnars um að fóstureyðingar væru notaðar sem kúgunartæki á konur. Vel getur verið að í sumum tilfellum sé þetta rétt, en ber þá að leysa það mál með því að banna fóstureyðingar alfarið? Væri ekki nær að leiða í lög óskoraðan rétt móðurinnar til þessarar ákvarðanatöku og að hvers kyns þvingun annarra yrði skilgreind sem lögbrot?

Menn hljóta að sjá hversu veik þessi rök Gunnars eru.


AFO - 11/04/07 13:00 #

Ef maðurinn er skynsamur, hvernig sínum við honum þá tilskylda virðingu eftir að hann hefur framið hrottafengið morð, eða nauðgun, og af ásetningi? Eina mögulega svarið er: með því að dæma hann til dauða. Þannig komum við fram við hann og virðum sem frjálsa skynsemisveru, á meðan allt tal um að áhrif félagslegra aðstæðna hafi orðið til þess að honum hafi skrikað fótur á vegi skynseminnar, er vanvirðing. Vegna þess að þar með er komið fram við manninn sem leiksopp ytri aðstæðna en ekki frjálsa skynsemisveru. Niðurstaðan er sú, að óskoruð helgi lífsins er ekki eitthvað sem við eigum að líta á sem sjálfsagt. Hún er ekki "falleg í sjálfum sér", eins og sagt var hér að ofan, heldur einungis upp að vissu marki. Það er engu líkara en að þessi blætiskennda upphafning ykkar á lífi mannsins, stafi af því að þið álítið hann hafa eitthvert æðra (ætti ég að segja guðlegt) gildi. Af hverju?


Matti (meðlimur í Vantrú) - 11/04/07 13:02 #

Það er engu líkara en að þessi blætiskennda upphafning ykkar á lífi mannsins, stafi af því að þið álítið hann hafa eitthvert æðra (ætti ég að segja guðlegt) gildi. Af hverju?

Ekki get ég svarað fyrir Birgi, en þú ávarpar okkur í fleirtölu.

Ætli ég upphefji ekki líf mannsins á þeim forsendum að við höfum bara eitt líf. Það að taka líf er endanlegt.


G2 (meðlimur í Vantrú) - 11/04/07 16:02 #

Er það nú orðinn virðingarvottur að dæma einhvern til dauða??


Kári - 11/04/07 16:49 #

Mér finnst þú, Birgir, bæta þig í hverjum þætti meðan Gunnar situr fastur í drullunni. Flott hjá þér. Spurningin í þættinum "hvort sanna þurfi allt fyrir Birgi" þá hefði ég viljað benda á að það er lítið sem ekkert um sannanir í vísindum (nema e.t.v. stærðfræði). Samt trúa flestir vísindamenn á velrökstuddar kenningar og eru tilbúnir að hvika frá þeim ef betri kenning finnst. Að efast er að kanna.


Ásgeir (meðlimur í Vantrú) - 11/04/07 17:05 #

Immanuel Kant bara mættur á svæðið.


SG - 11/04/07 23:43 #

Ummæli Gunnars í þessum umræðum finnst mér vísbending um það að ef að menn með hans trúarsannfæringu (firringu) yrðu kosnir á Alþingi þá heimur versnandi færi!


Kristín Kristjánsdóttir - 11/04/07 23:49 #

"Ef maðurinn er skynsamur, hvernig sínum við honum þá tilskylda virðingu eftir að hann hefur framið hrottafengið morð, eða nauðgun, og af ásetningi? Eina mögulega svarið er: með því að dæma hann til dauða."

Samfélag ákveður að refsa einhverjum fyrir morð með "lífláti" því að samkvæmt reglum þess þá er morð alltaf óásættanlegur glæpur.

Til þess að framfylgja því þá þarf einhver eða einhverjir að framkvæma líflátið/morðið. Samt verður ekki litið á viðkomandi sem morðingja þó að þeir hafi af meðvituðu og yfirlögðu ráði líflátið manneskjuna.

Ég ætla að leyfa mér að setja upp annað dæmi:

Samfélag ákveður að refsa einhverjum fyrir nauðgun með nauðgun því að samkvæmt reglum þess þá er nauðgun alltaf óásættanlegur glæpur.

Til þess að framfylgja því þá þarf einhver eða einhverjir að framkvæma nauðgunina. Samt verður ekki litið á viðkomandi sem nauðgara þó að þeir hafi af meðvituðu og yfirlögðu ráði nauðgað manneskjunni.

Getur eitthvert samfélag virkilega farið fram á það að einhver myrði fyrir sig á meðan okkur myndi öllum misbjóða gróflega ef það ætti að taka upp nauðgunarrefsingar? Þarf ekki að horfa framhjá einhverjum mikilvægum staðreyndum til þess að samþykkja dauðarefsingar? Eins og t.d. því að morð er talinn vera skelfilegur glæpur í samfélaginu alveg eins og nauðgun!

Ef morð og nauðgun eru hvoru tveggja skelfilegir og algerlega óásættanlegir glæpir hvers konar manneskjur fást þá til að framkvæma slíkar refsingar?

Er það ekki líka meiriháttar lítilsvirðing gagnvart böðlinum, frá okkar hendi, að ætlast til þess að hann sé tilbúinn til að gera eitthvað fyrir samfélagið sem við erum á sömu stundu og í sama verki að fordæma?

Fyrir mér er dauðarefsing óhugsandi vegna þess að hún er óframkvæmanleg ef við eigum að vera samkvæm sjálfum okkur og siðferði okkar. Mér finnst morð vera það alvarlegur glæpur að við ættum hvorki að geta skyldað nokkurn til að taka ákvörðun um hvort dæma eigi einhvern til dauða eða ráða einhvern til þess að framkvæma líflátið sjálft.

Ég bara skil það ekki hvernig er hægt að lýsa því yfir að eitthvað sé skelfilegur glæpur sem samfélagið samþykkir sjálft að yfirvöld þess hafi vald til að fremja.

Getum við ekki bara alveg eins horfið aftur til miðalda og farið að stunda auga fyrir auga og tönn fyrir tönn af miklum móð. Komið á fót alvöru hegningarstofnun þar sem við myndum mennta upp hina ýmsu refsi-sérfræðinga: einn sérhæfir sig í fólskulegum líkamsárásum, annar í nauðgunum, sá þriðji í kjálkabroti o.s.frv.

Verður einhver bættari í sínu lífi með því að einhver annar sé kvalinn eða líflátinn? Hvers konar siðferði er það? Nonni lamdi mig og þá er líf mitt ómögulegt þar til einhver lemur Nonna til baka fyrir mig. Nonni fékk eitthvað asnalegt út úr því að lemja mig og ég fékk eitthvað asnalegt út úr því að Nonni var laminn til baka en samt er það bara Nonni sem er glæpamaðurinn. Hvers konar sandkassa fíflagangur er þetta?

Getur ekki verið að hugsunarháttur okkar sé svo gegnsýrður af "kristilegu siðferði"- auga fyrir auga, tönn fyrir tönn, að við sjáum ekki það sem ætti að vera okkur öllum ljóst:

Við bætum aldrei orðinn skaða með því að bætast í hóp kvalara heimsins. Við bætum hins vegar heiminn með því að reyna að koma í veg fyrir frekari þjáningar, þar á meðal á þeim sem hafa valdið öðrum þjáningum. Það er varla að ég vilji taka orðið fyrirgefning mér í munn í þessu samhengi því að fyrir mér lýsir það ekki nógu vel því sem ég vil segja með þessu og er of tengt "kristilegu siðferði" og hefur verið notað þannig í gegnum tíðina að það sé verið að gera glæpamanninum einhvern greiða með því að veita honum syndaaflausn eftir kristilegum hugsunarhætti.

Frekar vil ég tala um það að við eigum að sýna okkur sjálfum þá sjálfsvirðingu að lúta ekki jafn lágt og kvalarar okkar og fá bætur fyrir þjáningu okkar og sorg frekar á raunhæfari hátt sem skilur okkur eftir með eitthvað annað en hatur í hjarta og óbragð í munninum. Væri ekki eðlilegra að fá bætur í gegnum velvilja og hjartahlýju þeirra sem hafa notið hamingju og/eða öðlast þroska í lífinu og geta þess vegna gefið af sér til þeirra sem þarfnast huggunar og umhyggju eftir slíka erfiðleika?

Ég finn það ómögulega hjá sjálfri mér að ég sé að gera manninum upp eitthvað æðra guðlegt gildi til að komast að þessari niðurstöðu. Ég þarf einungis að spyrja mig að eftirfarandi:

Leiðir ofbeldi ekki yfirleitt til eymdar og haturs?

Leiðir uppbygging ekki yfirleitt frekar til enn frekari uppbyggingar?

Vil ég ala á hatri eða vil ég stuðla að uppbyggingu í samfélaginu?

Það er eitt að svipta menn frelsinu en þegar við förum að lúta jafn lágt og þeir sem við erum að dæma, hver er þá munurinn á okkur?

Ég sé það frekar fyrir mér að morðinginn myndi kveljast með sjálfum sér í útskúfun sinni frá samfélaginu ef samfélagið einbeitir sér að uppbyggingu og framförum og lætur sér það nægja að dæma hann og frelsissvipta. Er útskúfun frá góðu samfélagi ekki verri en frá slæmu samfélagi?

Ef samfélagið hins vegar myndi dæma hann til dauða þá get ég vel ímyndað mér að hann væri þeirri stundu fegnastur að yfirgefa slíkan hræsnifullan heim.

Ekki það að ég hefði áhyggjur af morðingjanum sjálfum. Hann myndi alla tíð þurfa að lifa með glæpum sínum. Fórnarlömbin/eftirlifendur njóta hins vegar virðingar og frelsis og ættu vonandi að geta með hjálp góðra manna fundið lífi sínu farveg á ný.

Æi, ég veit það ekki, kannski er ég bara í ruglinu. En þá verðið þið bara að gagnrýna mig :)


Birgir Baldursson (meðlimur í Vantrú) - 12/04/07 00:36 #

Ruglinu? Ég er í það minnsta hjartanlega sammála þér.


Daníel Páll Jónasson - 12/04/07 13:22 #

Menn geta haft hvaða skoðun sem er varðandi líknardráp, dauðarefsingar og fóstureyðingar, óháð trú. Ég fyrir mitt leyti er fylgjandi líknardrápum og fóstureyðingunum en varðandi dauðarefsingar er ég ekki það viss. Hallast eiginlega frekar að því að það megi taka af lífi suma einstaklinga, ef það þjónar algjörlega hagsmunum samfélagsins, og þarf sektin og/eða ógnin þá að vera fullkomlega sönnuð. Dauðarefsing er endanleg því það er ekkert framhaldslíf og er hún því langsamlega ströngust allra refsinga. En það má ekki gleyma þeim einstaklingum sem níðast á börnum, myrða aðra einstaklinga og myndu glaðir gera það aftur og aftur og aftur og aftur, fengju þeir tækifæri til þess.

Í þeim tilvikum myndi ég vart hika, yrði ég beðinn um að taka í gikkinn.

...

Annars fannst mér Birgir koma virkilega vel út úr þessu viðtali. Mér fannst Gunnar vera hálf utan við sig og ómálefnalegur á köflum en Birgir svaraði með rökum.

Þáttastjórnendur voru samt greinilega nokkuð hliðhollir málstað Birgis, og er það vel. Það hefur kannski sett Gunnar út af laginu hvað Kolbrún og Heimir, og þó sér í lagi Kolbrún, voru hlynnt fóstureyðingum.

Sniðugir þættir og alltaf gaman að hlusta á þetta.


Daníel Páll Jónasson - 12/04/07 13:29 #

Varðandi afstöðu mína til dauðarefsinga:

Það að taka af lífi einn fjöldamorðinga, barnamorðingja eða eitthvert annað ógeð myndi gulltryggja að honum tækist aldrei að sleppa úr fangelsi til að myrða fleiri sakleysingja. Það eitt og sér finnst mér réttlæta sumar dauðarefsingar.

Svo er auðvitað hægt að missa sig í þessu, líkt og sum ríki Bandaríkjanna hafa gert. Þar eru dauðarefsingarnar ofnotaðar og varpar sú staðreynd skugga á þessa refsingu.

En þetta er auðvitað bara mín skoðun.


Kristín Kristjánsdóttir - 12/04/07 14:13 #

Ertu með einhver fleiri rök Daníel fyrir því að myrða morðingja önnur en þau að hann gæti sloppið úr fangelsinu?


Daníel Páll Jónasson - 12/04/07 17:06 #

Já. Kostnaðurinn við að halda uppi fanga í tugi ára hleypur á tugum milljóna.

Segjum að fæðiskostnaður, laun fangavarða, húsnæðiskostnaður og annar kostnaður vegna vistar eins fanga í fangelsi sé u.þ.b. 1,5 milljón á ári. Þó þessar tölur séu úr lausu lofti gripnar, hlýtur kostnaðurinn að sveiflast einhvers staðar í kringum þá upphæð.

Nú hljóma þessi rök alveg ótrúlega kaldlynd og gefa kannski þá mynd af mér að ég elski peninga meira en tilverurétt manneskja. Alls ekki.

Segjum að meðalaldur manneskja sem fremja morð í Bandaríkjunum sé 30 ár og að þær lifi að meðaltali eingöngu til sextugs í fangelsunum sökum tíðra morða og sjálfsmorða innan veggja þeirra (aðrar tölur, algjörlega úr lausu lofti gripnar).

30 ár * 1,5 milljón = 45 milljónir.

Hvað væri hægt að gera fyrir þessa upphæð? Hversu marga lyfjaskammta væri hægt að kaupa til handa eyðnismituðum börnum í Afríku til að lengja lífslíkur þeirra? Hversu margar fjölskyldur væri hægt að fæða í þróunarlöndunum fyrir 45 milljónir? Það væri jafnvel hægt að reisa heilu þorpin, leggja áveitukerfi og grafa brunna.

Ég er ekki á því að það eigi að kasta til háum fjárhæðum í það að framlengja líf einhverra siðspilltra morðingja meðan hægt væri að gera eitthvað miklu meira og betra fyrir peninginn.

Nota bene: Ég er eingöngu fylgjandi dauðarefsingu ef búið er að sanna algjörlega sekt viðkomandi og ef glæpir hans hafi verið þess eðlis að það sé ekkert álitamál í þjóðfélaginu um það hvort maðurinn sé "illur" eða ekki.

Maður sem stuðlar að andláti annarrar manneskju, til að mynda fyrir slysni, í einhverju stundarbrjálæði eða fyrir geðveiki sakir, og það þykir öruggt að hann muni ekki gera slíkt aftur, má mín vegna lifa á skattpeningunum til dauðadags.

En aftur... það má ekki nota þessa refsingu í of miklum mæli. Bandaríkin eru gott dæmi um þjóðfélag þar sem fjöldi dauðarefsinga hefur farið úr böndunum og sekt þeirra "seku" hefur ekki alltaf verið nægilega vel sönnuð.

Þetta voru nú mín rök... veit ekki hvort þau rétt eða ekki ;)

P.S. Var þó ekki fylgjandi aftöku Saddam Hussein, einfaldlega vegna þeirra afleiðinga sem sú aftaka mun hugsanlega hafa í för með sér. Hefndarmorð, hryðjuverk... you name it.


Kristín Kristjánsdóttir - 12/04/07 17:26 #

Hvað með þann sem myrðir vegna peninga? Viltu lífláta hann líka?


Daníel Páll Jónasson - 12/04/07 17:52 #

Hmmm... ég skil sneiðina þína en ég tel hana ekki eiga rétt á sér. Þú vilt sem sagt meina að með því að taka af lífi þann seka séu yfirvöld morðingjar sem myrða peninganna vegna?

Þó ég hafi talað um peninga sem ákveðin rök áðan er ég ekki hlynntur dauðarefsinum eingöngu þeirra vegna. Mér finnst bara ástæðulaust að kasta peningum í mann sem hefur kannski nauðgað börnum, myrt þau og svívirt lík þeirra (afsakaðu lýsingarnar en svona sjúkleiki er til í heiminum). Ég myndi ekki gráta það þó hann færi beinustu leið í stólinn.

Mín skoðun er einfaldlega sú að stundum er réttlætanlegt að beita dauðarefsingum, stundum ekki. Það þarf að þekkja forsögu viðkomandi einstaklinga, hugsanlega hættu sem stafar af þeim, eðli brotanna/morðanna og ástæður þeirra.


Kristín Kristjánsdóttir - 12/04/07 18:33 #

Af hverju er morð hryllilegur glæpur ef við getum sjálf hugsað okkur að grípa til slíkra aðgerða þegar einhver fremur ómanneskjuleg illvirki?

Eru illvirkin ekki þess eðlis að við ættum helst ekki að stoppa við það eitt að lífláta manneskjuna? Ef manneskjan er búin að vinna sér það inn að vera myrt getur þá ekki verið að hún sé búin að vinna sér það inn líka að vera pyntuð á hrottafengin hátt, nauðgað og misþyrmt því að glæpur hennar var slíkur?


Björn Friðgeir - 12/04/07 18:50 #

Kostnaður vegna dauðarefsinga í Bandaríkjunum er gríðarlegum, m.a. vegna mikils áfrýjunarréttar. Ég hef heyrt fleygt að það sé ódýrara að dæma í lífstíðarfangelsi. Sjá m.a. hér um kostnað við réttarhöld þar sem dauðarefsingar er krafist Rök númer 1 gegn dauðarefsingu eru samt einföld. Niðurstaðan ef rangt er dæmt er allt of hrikaleg. Ekki er hægt að lífga við saklausan mann. Mótrökin um að þá eigi bara að dæma til dauða þá sem eru örugglega sekir eru einfaldar, samkvæmt vestrænum réttareglum á ekki að dæma seka nema þá sem eru örugglega sekir. Reynslan af saklausum mönnum á dauðadeildum vestan hafs segir allt sem segja þarf.


Daníel Páll Jónasson - 12/04/07 19:29 #

"Ef manneskjan er búin að vinna sér það inn að vera myrt getur þá ekki verið að hún sé búin að vinna sér það inn líka að vera pyntuð á hrottafengin hátt, nauðgað og misþyrmt því að glæpur hennar var slíkur?"

Það er reyndar ágætis punktur hjá þér. Miðað við eðli sumra glæpa verð ég þó að halda því fram að þeir sem fremja þá allra verstu eiga vart skilið að fá að lifa áfram. Það er mitt álit. Kann að hljóma hart en svoleiðis er það nú bara.

"Niðurstaðan ef rangt er dæmt er allt of hrikaleg. Ekki er hægt að lífga við saklausan mann."

Enda tók ég það líka fram að morðinginn þyrfti að vera sekur, beyond all doubt, til að verða tekinn af lífi. Annars er þetta ágætis punktur líka.

Mig grunar reyndar að það náist seint sátt um þetta mál.


FellowRanger - 12/04/07 20:46 #

Aftur að elskunni honum Gunnari, hann var hræddur, dúndraði oft í fótinn á sér, stamaði og fékk að heyra það frá Kolbrúnu. MEIRA SVONA!!!

Að vilja drepa kettling frekar en frumuklessu, þvílíkt ógeð.


óðinsmær - 12/04/07 20:56 #

Mér finnst Gunnar geta verið svo frábær, stundum dáist ég að honum. En í þessum rökræðum veit ég ekki hvor er að hafa þetta, held að Birgir virki betur á mig en ég hef bara hlustað á tvær fyrstu.... þetta er mitt drauma útvarpsefni.

p.s ef Gunnar talar um kettlingadráp sem eitthvað jákvætt í þessum þætti þá fær hann samstundis zero í mínum bókum og á ekki séns að vinna sig upp, sama hvað hann reynir að bæta fyrir það.... sumt er ólíðandi, t.d að gera lítið úr dýrum að óþörfu eða til að sýna frammá eitthvað point. Það er óvirðing við lífið og Guð. Nú þori ég bara ekki að hlusta á þetta, segið mér, lætur hann þetta útúr sér sem Fellow ranger talar um? Penn og Teller misstu allar sínar vinsældir þegar þeir sögðust vilja drepa alla simpansa í heimi á kavalfullan hátt til þess að bjarga einum sprautufíkli með aids sem væri á götunni.... ég þoli ekki svona tal og þetta eyðilagði þá alveg fyrir mér sem manneskjur sem hafa eitthvað að segja, samt eru þættirnir góðir og allt. Ég persónulega myndi alltaf velja simpansa eða hvaða saklaust dýr sem er umfram barnaníðinga og svoleiðis fólk, ef maður verður að velja, og það er miklu kristilegra heldur en þessi stöðuga mannsdýrkun!


Daníel Páll Jónasson - 12/04/07 21:39 #

Ég hef horft á 3 fyrstu seríurnar af Penn & Teller's Bullshit og man mjög vel eftir því þegar Penn sagðist vilja drepa hvern einasta simpansa á jörðinni til að bjarga þessum eina sprautufíkli. Einnig hlustaði ég á umræður Gunnars og Birgis frá því á þriðjudaginn og tók sérstaklega eftir þessu með "kettlingadrápið".

Óðinsmær, þú verður að greina á milli myndlíkinga og raunveruleika.

Efast stórlega um að Gunnar vilji stunda kettlingadráp og því síður að Penn vilja níðast á simpönsum. Eftir því sem ég skil þetta, þá voru þeir eingöngu að ein-, tví- og þríundirstrika skoðun sína á ákveðnu málefni.


Daníel Páll Jónasson - 12/04/07 21:46 #

Ætla að undirstrika að ég myndi nú sjálfur láta kettlinginn lifa frekar en frumuklessuna, svo það sé nú alveg á kristaltæru.


FellowRanger - 12/04/07 22:01 #

Fyrir óðinsmærina: Gunnar og Birgir voru að bera saman fóstureyðingu og ketlingalógunum, ég er með öðru og móti hinu... og gettu nú.


AFO - 13/04/07 12:18 #

Af hverju á að blætisgera mannslífið og upphefja rétt eins og það hefði guðlegt gildi, sem ekki má hrófla við...jafnvel þó að viðkomandi hafi nauðgað einhverjum hrottalega eða myrt af ásetningi? Það er engin ástæða til þess, þó svo að líf-vald kapitalismans krefjist þess.

Það sem enn stendur er Kant: til þess að sýna manneskju sem hefur framið hrottalegan glæp tilskilda virðingu og koma fram við hana sem frjálsa og skynsama veru, ber að taka hana af lífi, að öðrum kosti er hún i augum okkar ekkert annað en dauðyfli...mannleysa sem er leiksoppur, eða laufblað sem feikist til og frá í vindum félagslegra áhrifa.

Seinna viðhorfið er vanvirðing. Hið fyrra er virðing.

Ef einhver nauðgar ungri stúlku segir: "mér þykir þetta voðalega leitt, en því miður er ég bara veikur fyrir og þessi klámvæðing er að gera mig brjálaðan." Eigum við þá að segja í allri okkar mannúð: "já, þetta er satt, hann gat ekkert að þessu gert, samfélagið þarf að taka ábyrgð; ég meina hvernig samfélagi viljum við búa í". Nei, Það er einhver hræsni fólgin í því. Eða, hefði nasisti sagt við okkur: "jú, vissulega tók ég þátt í að aflífa gyðingana, en þið vitið ekki hvernig var að vera þjóðverji á þessum tíma, maður gat í rauninni ekki gert neitt annað." Eigum við að svara í allri okkar mannúð: "já, það eru allir góðir inn við beinið, þú vildir engum illt - ástandið var bara svo hrikalegt". Nei, þetta er hræsni. Sérstaklega í ljósi þess að það var hægt að gera eitthvað (sbr. Schindlers list).

Ætli vandamálið sé þá ekki bara það, að við erum eki nógu miklir Kantistar? Ég hallast að því.


óðinsmær - 13/04/07 13:05 #

daníel, ég geri alveg greinarmun á þessu. Það sem ég er að segja er að það er mjög ómerkilegt, ódýrt og hallærislegt að láta svona viðbjóð útúr sér. Bæði fyrir Gunnar og fyrir Penn. Það er bara sumt sem er of ósmekklegt og þú vilt ekki nota það í myndlíkingum. Hversvegna ekki að nota orð sín í það að tala gegn stjórnvöldum útum heiminn sem sýna hvorki mannslífum né öðrum lífum neina einustu virðingu? Penn og Teller gerðu sig bara að fífli með þessari ömurlegu myndlíkingu, ég heyrði hana fyrst þegar ég var 9 ára frá 12 ára strákum og þeir voru svo stoltir, héldu að með því að segja þetta væru þeir rosa miklir siðapostular. Þetta er barnaleg aðferð til þess að auglýsa að maður sé stuðningsmaður lífsins. Ef það má ekki dæma menn fyrir myndlíkinguna sjálfa, þá dæmi ég þá bara fyrir að vera ennþá á þessu smábarnastigi, þetta voru nefninlega ekki þroskaðir strákar sem reyndu að "kenna" mér þetta fyrst...

annars vona ég að þið séuð allir sammála Daníel með kettlinginn vs frumuklessuna, líka Fellow ranger, ég geri bara ráð fyrir því ;)


óðinsmær - 13/04/07 13:07 #

annars er bæði of "auðvelt" að drepa kettlinga og frumuklessur, að mínu mati.


FellowRanger - 13/04/07 22:57 #

skemmtilega orðað.


Kári Rafn Karlsson - 15/04/07 01:27 #

Sko, burt séð frá því hvort að það sé rétt að taka einhvern af lífi fyrir morð eða ekki þá er aldrei, ALDREI, hægt að sanna neitt 100% í rétti, það getur alltaf einhver logið, meira að segja sakborningurinn sjálfur, t.d. til að vernda einhvern. Mér finnst það með öllu óásættanlegt að taka einhvern saklausan af lífi. Frekar vildi ég að 10 barnanauðgandi fjöldamorðingjar sætu í fangelsi alla ævi heldur en að einn saklaus maður væri tekinn af lífi. Og trúið mér, það gerist oft og mörgum sinnum í Bandaríkjunum sem eiga að vera siðmenntað land, hvað ætli það gerist mikið oftar í löndum sem teljast ekki jafn siðmenntuð?

En svo er það annað, fyrir ykkur sem finnst réttlætanlegt að taka suma morðingja af lífi. Hvar eru mörkin? Mætti einhver drepa 3 og vera ævilangt í fangelsi en þegar hann hefur drepið 4 er það dauðarefsingin? Allar reglur sem eru með undantekningar geta aldrei verið sanngjarnar því það eru alltaf einhversstaðar mörk sem einhver á alltaf eftir að vera rétt undir eða yfir...


Butcer - 11/05/07 13:20 #

Ja ég er guðleysingi er fylgjandi dauðarefsingum


stebbz - 12/04/08 06:08 #

Ég er ekki fylgjandi dauðrefsingum, því óttinn við dauðarefsinguna færi þig bara til að gera íllt verra. T.d að drepa þann sem þú hefur nauðgað.

En annars fannst mér rökin ekkert voðalega spes hjá hvorugum um fóstureiðingar. Raunverulega var það einungis stelpan sem getur eitthvað haft um þetta að seigja og bendir hún bara rólega á staðreindirnar sem virðast þeim blint, að KONUR sjálfar ákveða þetta!!

Þetta er réttur móðurinnar hvort að hún vilji eiða 9 mánuðum af lífi sínu í meðgöngu.

Það geta verið margar ástæður fyrir að hún vilji, eða hreinlega geti ekki eignast barnið, en þetta er alltaf hennar val, meðan tæknin og lífsgæðin leifa.

Ef guð ætlar að vera eitthvað fúll yfir hennar ákvörðun getur hann bara um SJÁLUFM sér kennt þar sem hann sjálfur áætlaði að það yrði þraut að eignast barn. Þetta er bara þá bein afleiðing að ákvörðun guðs þegar hann var að refsa evu svo guð ætti bara að þeigja, enda gerir hann það!


Ragnar Arnarson - 16/04/08 15:20 #

Hverni dettur Gunnari, augljóslega illa upplýstum leiðtogi annara manna í hug að klasi fruma sem rétt hefur byrjað að mynda taugafrumur, ekki er sjálfbært þ.e.a.s. getur ekki hreyft sig, ekki fætt sig sjálft, ekki fjölgað sér það sem mikilvægast er að er ekki búið að mynda sér neinar ranghumyndir um sinn uppruna sé eitthvað heilagra en til að mynda krabbamein sem getur og hefur gert tekið á sig svipaða mynd. Hversu margar frumur þarf til að búa til sál, er það ein? Hvað ef fóstrið er enn undir 21nu grammi þá er ekki pláss fyrir sál samhvæmt mjög einfaldri stærðfræði, er fóstureyðing i "gúddí" þá? Afhverju var ég ekki hissa þegar hann bar fram þessa "vísindalegu" 21 kenningu. Hvernig dettur fullorðnu fólki svona vitleysa og svo framarlega sem ég veit er ekkert í þessari svokölluðu helgu bók um þyngd sálarinnar. Nánar tiltekið er þettað svokölluð "urban legent" sem á sér engar stoðir í veruleikanum, þar sem við hin eyðum mestum okkar tíma Gunni minn. Þú og allir þínir sauðir eruð velkomnir í heimsókn í okkar heim. Grasið er grænna hérnamegin lömbin mín.

Tennur, bein, taugafrumur og svo mætti lengi telja hafa fundist í krabbamens æxli, hvernig stendur það af sér smásjá þessara hræsnara, er þessi óæskilega afurð mannsins með sál? Og ef ekki erum við ekki að taka fram fyrir vilja Guðs með því að fjarlæga æxlið "þeir deyja fyrst sem guð elskar mest" og "Guð hafði aðrar áætlanir fyrir þennan mann" er mjög algengt í presta-hjali við til dæmis útfarir. Hvernig væri að leifa þessu fólki sem elskar sína sál og sinn Guð bara að standa með trúargrip og heilagt rit og jafnvel bænir sinna félaga andspænis vilja síns drottnara einar að vopni þegar krabbinn eða aðrir sjúkdómar bera að garði, því ekki eru þeir frekar en Gunnar í neinni stöðu til að dæma eða breyta áætlunum síns harðstjóra.

Ég geri mér fulla grein fyrir að þettað er barnaleg afstaða en svona hugsunarháttur og brenglun er ekkert ósvipuð ranghugmyndum trúarfélaga. Til eru mörg dæmi þess að fólk hefur verið látið kveljast og deyja í nafni drottins og væri gaman að fá að bera þessar spuringar undir þennan útvalda sjálfkipaða talsmann Guðs Gunnar "krossfara". Maðurinn er reynir ekki að fela fyrir okkur að með þessum skoðunum sínum er hann að svifta konur í sínum söfnuði rétti sínum til að taka ákvarðanir fyrir sjálfa sig, þegar þær til að mynda eru óhæfar til að ala barn af eihverri ástæðu eða t.d. ef konu er nauðgað. Þessi sérstaka andlega úrkynjun og þörf til að drottna yfir fólki (sem getur verið andlega veikt fyrir í mörgum tilfellum) fynnst mér að ætti að ransaka og ef hægt er að sanna án efa að þarna sé verið að svifta veikt fólk réttindum sínum til umönnunar með afbökun á einhverri skáldsögu og oft einnig hræðsluáróðri (terrorisma) þá er sá söfnuður á svipuðum slóðum og margir mis stórir hópar þar á meðal Hamas eða Inquisitorar páfa hér fyrr á tímum. Sem er eithvað sem okkar upplýsta samfélag á ekki að láta viðgangast.

Þú skalt ekki mann deyða, þú skalt ekki heldur hella eitri í eyru annara með þínum (ég vil ekki nota orðið "barnalegu" því það gerir lítið úr skoðunum okkar yngstu félaga, heldur vil ég umorða og segja) fornaldarlegu skoðunum Gunnar!!!

Lokað hefur verið fyrir athugasemdir við þessa færslu. Við bendum á spjallið ef þið viljið halda umræðum áfram.