Allar færslur Allir flokkar Sos Um félagið Úrskráning Lógó Spjallid@Vantru Póstfang Vantru@Facebook Vantru@Youtube Vantru@Twitter

Jesús og hjónabandið

Í apríl munu prestar Þjóðkirkjunnar hittast á svokallaðri prestastefnu og þar munu þeir meðal annars ræða um hjónaband samkynhneigðra. Þar munu þeir líklega vonandi hafa í huga þær rannsóknir sem nýjatestamentisfræðingurinn Clarence E. Glad gerði fyrir Þjóðkirkjuna. Hann athugaði meðal annars hvað Jesús hafði um hjónabandið að segja. Niðurstöður hans eru mjög merkilegar og ég vona að kirkjunnar menn standi við orð sín og fylgi meistara sínum frá Nasaret í einu og öllu.

Nokkrar niðurstöður þessar áhugaverðu greinar eru nefnilega algjörlega á skjön við það sem Þjóðkirkjan boðar og framkvæmir í dag.

Í ritgerðinni kemur fram að Jesús leggur "bann við því að menn gangi aftur í hjónaband eftir skilnað" [1]. Í Lúkasarguðspjalli, Markúsarguðspjalli og hjá Páli postula er að finna heimildur um “afgerandi bann við skilnaði[2] Jesús tók undir það sjónarmið að hjónaband kom ekki til greina ef brúðurin var ekki hrein mey[3], og ef brúðguminn skildi við konuna út af einhverju öðru en þessu, þá drýgði hann hór[3]. Jesús talaði neikvætt um fjölskylduna [4]. “Svo er að sjá sem krafan um eftirfylgni hafi í reynd þýtt að menn urðu að skera á fjölskyldubönd sín.[5] og það “"vekur furðu að markmið með starfi Jesú er sagt vera að koma á upplausn innan fjölskyldunnar (Matt. 10.34-36)."[6]

Hvað ætli prestarnir geri í þessu? Þeir segjast trúa því að Jesús hafi verið enginn nema guð sjálfur. Þeir segja að Jesús sé fyrirmynd þeirra í siðferðismálum. Þeir segjast fylgja niðurstöðum biblíurannsókna.

Ég spái því að þeir eigi eftir að halda áfram hræsninni, gefa skilið fólk saman aftur og gifta óhreinar meyjar.


[1] Clarence E. Glad, Matteusarguðspjall 19.3-15. Áherslur og samhengi. Fjölskyldan, hjónaband, einlíf og skírlífi í frumkristni, bls. 1: "Á grundvelli tiltekins lesturs á 1. Mósebók 2.18-24, sem hefur róttæk áhrif á skilning annarra ákvæða í Móselögum um skilnað (v. 7), leggur Jesús enn ríkari áherslu á skilnaðarreglurnar með því að leggja bann við því að menn gangi aftur í hjónaband eftir skilnað (vv. 8-9)."
[2] ibid. bls. 2 "Lúkas, Markús og Páll geyma heimild um afgerandi bann við skilnaði;"
[3] ibid. bls. 3 "Þetta hafði afdrifaríkar afleiðingar, sér í lagi vegna þess að Jesús setti fram all róttæka endurskilgreiningu á hórdómi í þessu sambandi: „Ég segi yður: Sá sem skilur við konu sína nema vegna porneia og kvænist annarri drýgir hór“ (moixeia) (19.9). Ýmsir hafa talið að með orðinu porneia sé hér verið að vísa til framhjáhalds konunnar. En í því tilviki hefði orðið moicheia líkega verið notað. Sennilegra er að porneia vísi til lagaákvæðisins í Tórunni sem heimilaði karli að hafna konu sem á brúðkaupsnóttinni gat ekki sýnt fram á að vera hrein mey (5. Mós. 22.13-21). Slík brúðarmey var sökuð um að hafa leikið hlutverk skækjunnar (ekporneuo, LXX) í húsi föður síns. Ef brúðurin var ekki hrein mey kom hjónaband ekki til greina og tók Jesús undir það sjónarmið."
[4] ibid. bls 14 "Í sínu gyðinglega samhengi hljóta neikvæðar umsagnir Jesú um fjölskylduna að hafa stuðað áheyrendur."
[5] ibid. bls. 14
[6] ibid. bls. 14

Hjalti Rúnar Ómarsson 29.03.2007
Flokkað undir: ( Kristindómurinn )

Viðbrögð


óðinsmær - 29/03/07 09:20 #

ja, ég held að spá þín gæti bara vel ræst...


Sindri Guðjónsson - 29/03/07 09:26 #

Clarence hefði gjarnan mátt lesa fornar útgáfur af Matteusuarguðspjalli á hebresku, til að fá betri skilning á orðum gyðingsins Yeshua.

Kirkjufeðurnir tala um að til hafi verið hebresk útgáfa af Matteusarguðspjalli. Matteusarguðspjall er einnig afar hebreskt á grískunni, og fullt er af hebresku/aramísku slettum. Hvar veit nema fyrsta útgáfan hafi verið á hebresku eða aramísku?

Til er hebresk útgáfa af Matteusi skrifuð á 14 öld af Shem Tob sem á rætur að rekja til eldir texta. Um það segir Craig A. Evans (afsakið langar beinar tilvitnanir á ensku):

it has been shown that Shem Tob’s Hebrew Matthew is based upon neither the Vulgate nor Byzantine Greek, which, if it had been translated in the fourteenth century, it would have been. It is an important witness to a much earlier tradition, possibly one that is in some way related to a Hebrew version of Matthew that early Church Fathers discuss.

...

leading authorities in the study of early Judaism and Christianity, such as William Horbury and Daniel Harrington, agree with some of Howard’s conclusions, thinking that Shem Tob’s Hebrew Matthew is more than merely a medieval Hebrew translation of either Greek Matthew or Latin Matthew.

At important points Hebrew Matthew appears to reflect Jewish interests. We see this in what seems to be a higher regard for Torah, the Law of Moses. According to Greek Matthew, “It was also said, ‘Whoever divorces his wife, let him give her a certificate of divorce.’ But I say to you that every one who divorces his wife, except on the ground of unchastity, makes her an adulteress . . .’” (5:31-32). When it comes to applying the divorce legislation of Deut 24:1-4, the halakah of Greek Jesus stands in tension with rabbinic halakah. Major rabbinic figures allowed a man to divorce his wife, if for no more cause than a spoiled dinner (cf. m. Gittin 9:10; Sipre Deut. §269 [on Deut 24:1]). 8 (That this halakah is indeed ancient, reaching back to the time of Jesus and earlier, is seen in Josephus (cf. Ant. 4.253; Life 426) and the sage Jesus ben Sira (cf. Sir 25:26).)

Not only does Jesus’ stricter views on divorce stand in tension with the more lenient views of the rabbis, his halakah in Greek Matthew seems even to stand in tension with written Torah itself. Not so in Hebrew Matthew, however; for it reads differently in a very important way: “. . . But I say to you that every one who divorces his wife IS TO GIVE HER A CERTIFICATE OF DIVORCE. But concerning adultery, he is the one who commits adultery . . .” (emphasis added). Hebrew Matthew makes it clear that the law of Moses is to be followed. Moreover, the absence of the exception clause (cf. Mark 10:11-12; Luke 16:18; 1 Cor 7:10), which scholars Suspect may have been a later gloss, may support the antiquity of Hebrew Matthew.


Sindri Guðjónsson - 29/03/07 09:29 #

Best að þetta fylgi með: http://www.craigaevans.com/Jewish%20Matthew.pdf


Hjalti Rúnar Ómarsson (meðlimur í Vantrú) - 29/03/07 10:40 #

Sindri: Matteusarguðspjall var samið á grísku, það byggir á tveimur grískum heimildum, Markúsarguðspjalli og Q. Þannig að fornar útgáfur af Matteusarguðspjalli hljóta að byggjast á grísku útgáfunni.

En mér finnst merkilegt að þú viljir frekar treysta ádeiluriti frá 14. öld frekar en Matteusarguðspjalli, bara til þess að losna við þetta vandræðalega viðhorf Jesú. En allt í lagi, Jesús sagði þetta ekki, Matteusarguðspjall er óáreiðanlegt.


Aiwaz (meðlimur í Vantrú) - 29/03/07 10:53 #

Góður skammtur af grænsápu og ný batterí í Ljós Krists munu redda þessu máli.

Hins vegar verður gaman að sjá hvernig Biskoppurinn snýr sér út úr því ef samþykkt verður að gefa samkynhneigða í hjónaband eftir digurbarkalegar yfirlýsingar hans um sorphaugana og líferni sem gangi gegn lífsins lögmáli. Verður kallinn ekki bara að segja af sér ef það gerist?


Sindri Guðjónsson - 29/03/07 16:46 #

Hjalti, "pointið" var nú aðallega það að benda á þá staðreynd að Yeshua leyfir hjónaskilnaði með sama hætti og “Tóran” í hebreskri útgáfa af Matteusi, sem líklega er mjög gömul. Það er áhugavert í samhengi við þessa umræða. Vegna gyðinglegs bakgrunnar Guðspjallanna hringja hjá mér viðvörunarbjöllur þegar Yehsua á að hafa haft skoðanir sem eru á skjön við hebresku biblíuna, sem hann sjálfur vitnaði iðulega í sem yfirvald í siðferðislegum og trúarlegum málum. Yehsua sagði sjálfur að Orð Guðs myndi aldrei undir lok líða o.s.frv. og ljóst er að hann á við hebresku Biblíuna. (Ég útiloka ekki að um innskot eða misklining sé að ræða þegar Yeshua eða t.d Páll sem sagði að sérhver ritning (ss í hebresku biblíunni) væri innblásin að Guði, virðast vera á öndverðu meiði við hebresku biblíuna).

Allt sem ég les í N.T. reyni ég að skilja í ljósi hebresku Biblíunnar. T.d þegar Páll segir, ,,hinn réttláti mun lifa fyrir trú” – þarf að lesa það í ljósi Habbakuk 2:4, sem hann er að vitna í ,,hinn réttláti mun lifa fyrir trúfesti sína”.

Líkega var Matteus skrifað á grísku. Kenningin um að Guðspjallið hafi upprunalega verið skrifaður á hebresku er vissulega djörf, en alls ekki fráleit.

Kirkjufeður sögðu Matteus vera samin á hebresku og þýddan yfir á grísku. (þrátt fyrir nota bene að þeir væru klárlega haldnir gyðingafordómum) Hebreska lifandi tungumál á 1.öld Fullt af hebresku slettum í gríska textanum af Matteusi

Hér er dæmi um afar hebreska málnotkun í Matteusi:

One example from the book is the phrases "good eye" and "bad eye" (Matthew 6:22, 23) used by Yeshua. From an English or Greek perspectives these phrases have no meaning but when translated back into Hebrew, "ayin tov" and "ayin ra", the meanings become clear as these very phrases are found in the Tenach (Old Testament) and mean "generous" and "stingy".

Hægt er að finna miklu fleiri slík dæmi í þessari bók hér

David Flusser, Hebrew University

I am delighted that this book shares with the English-speaking public information that is well attested and well known to Israel scholars-namely, that Jesus' teaching was originally transmitted in Hebrew and therefore can be fully understood only if we know its Hebraic background.

Efni greinar þinnar er ekki uppruni Matteusar, svo ég læt þetta duga.


Matti (meðlimur í Vantrú) - 29/03/07 17:18 #

Afsakið, smá útúrdúr.

Sindri, kíktu endilega á leiðbeiningarnar um Markdown ritháttinn (vísun er í kassanum fyrir ofan athugasemdaform) og notaðu "Skoða" möguleikann. Það er hörku vinna að fara í gegnum svona athugasemd og laga vísanir og ólögleg tög.


Sindri Guðjónsson - 29/03/07 22:04 #

Skal gert Matti. Takk kærlega fyrir að laga vísanirnar, innleggið varð miklu skýrara fyrir vikið.

Lokað hefur verið fyrir athugasemdir við þessa færslu. Við bendum á spjallið ef þið viljið halda umræðum áfram.