Allar færslur Allir flokkar Sos Um félagið Úrskráning Lógó Spjallid@Vantru Póstfang Vantru@Facebook Vantru@Youtube Vantru@Twitter

Varúð: Færðu okkur á heilann?

Ég hef oft velt fyrir mér eðli umræðna á milli einstakra trúmanna við okkar hér á Vantrú. Þessar umræður snúast fljótt upp í reiði hins trúaða vegna skoðana okkar á æðri máttarvöldum. Viðkomandi einstaklingar vilja ekki nema af takmörkuðu leyti rökræða málin og flytja mál sitt með ásökunartón, umræðurnar leiðast fljótt í heiftug leiðindi en ekki skemmtilegar samræður.

Smá saman hefur runnið upp fyrir mér ljós að ákveðinn hluti fólks sem trúir af einlægni á æðri máttarvöld á við ákveðna fortíð að stríða. Þessir einstaklingar eru ekki bókstafstrúar eða ofstopamenn heldur hafa reynt að leysa sín persónulegu vandamál með hjálp trúarbragða. Oftar en ekki 12 spora AA leiðangur eða tímabundin andleg veikindi. Eftir slíka lífsreynslu breytist skoðun þessara einstaklinga á trúmálum almennt. Viðkomandi tjáir sig ekki af heimspekilegum eða vísindalegum áhuga, heldur snúast umræðurnar um líf eða dauða. Án gvuðs er engin von, engin hjálp, ekkert líf. Óneitanlega hræðilegt en er samfélagsleg staðreynd á 21. öld.

Ég er einn af þeim heppnu sem vakna ennþá sprækur og glaður á hverjum morgni. Fyrir mér eru trúmál aðeins stórkostleg tilvistarspurning. Spennandi og skemmtilegt viðfangsefni sem gleðja minn litla heila. Sama verður ekki sagt um þau sem telja það lífsspurningu að þekkja gvuð til að lifa daginn af. Ef fólk hefur þessar hugmynd um lífið og fær svo skrif okkar á heilann þá er Vantrú ekki rétti staðurinn til að ræða þessi mál. Leitið frekar til fagmanna því hispurslausu umræðurnar hér á Vantrú eru aðeins til gagns og gamans.

Um leið vil ég átelja AA meðferðir og presta sem viðhalda ranghugmyndum að fólki þegar kemur að andlegum veikindum. Slíkar ranghugmyndir eru skýjaborgir sem geta hrunið hraðar en tekur að byggja upp. Sáluhjálp í formi trúar er skottulækning sem getur haft ófyrirsjáanlegar afleiðingar. Viðbrögð fórnarlamba þessar tegundar hjálpar birtast stundum hér í athugasemdakerfi Vantrúar eða bloggsíðum. Mér finnst þau sorgleg og bera þess ekki merki að einstaklingurinn hafi læknast með þessari aðferðafræði. Á meðan engum trúmanni eða presti hefur tekist að fá gvuð til að láta útlim vaxa aftur á stúf, eiga sömu aðilar ekki að krukka í heilastarfsemi fólks á trúarlegum forsendum.

Frelsarinn 18.03.2007
Flokkað undir: ( Efahyggja )

Viðbrögð


ORK - 18/03/07 09:20 #

Amen


khomeni (meðlimur í Vantrú) - 18/03/07 13:36 #

Ég er hjartanlega sammála þessari grein. Ég var í þessum sporum sem þú lýsir í greininni. Ég fór í meðferð og kynntist þar AA-prógramminu. Mér gekk vel en náði aldrei að tengja neitt sérstaklega við guð eða æðri mátt, eins og fyrirbærið er kallað í "samtökunum". Ég náði góðum tökum á "sjúkdómnum" og stundaði fundi í nokkur ár. Þetta var allt gott og blessað. Félagar mínir voru harðari en ég varðandi "lausnina" og lofuðu guð í annari hvorri setningu. Ég reyndi hvað ég gat að fatta hvað þeir voru að tala um en ekkert gékk. Einn sagði við mig að "guð" væri "-sú tilfinning :að treysta því að allt færi vel." -skrýtin guð það.

Nú líðu mánuðirnir og árin og furðulegir atburðir áttu sér stað. Þeir félagar mínir sem voru hvað "harðastir" og mest "tengdir" guðinum sínum, duttu í það hver á eftir öðurm. Stundum saman, stundum ekki. -Þeir féllu í hrönnum. Eftir sat ég sem aldrei fattaði guð, og var edrú, náði árangri, setti líf mitt í réttan farveg og náði áttum og fótfestu í lífinu.

Tvær staðreyndir runnu upp fyrir mér:

1) Allt það sem þessir trúuðu félagar mínir héldu fram var bull. Ef það hefi ekki verið bull, þá hefuð þeir verið edrú.

2) Afhverju gat ég ekki þakkað MÉR fyrir minn góða árangur? Hví þurfi ég að þakka guði fyrir það sem ég gerði rétt? Guð í þessu samhengi er fullkomlega gagnslaus milliliður.

Eftir að ég henti guði út úr lífi mínu hefur líf mitt auðgast ótrúlega. Ég geri mér grein fyrir því að ég á bara eitt líf, eitt tækifæri. Þegar ég dey -þá dey ég bara og ekkert meira með það. Ekkert framhald, ekkert annað tækifæri til að færa lífið mitt í réttar skorður. Það er lika svo frábær tilfinning að vita að maður hefur stjórn á örlögum sínum og er ekki stefnulaust rekald í hafi tilviljanna.

Trúleysi hvetur til ábyrgðar gangvart eigin lífi og annara. Trúleysi setur kröfur á sjálfan mig og aðra. Ég læt t.d ekki fólk komast upp með hvað sem er gagnvart mér (eins og áður fyrr) Ég er merkilegur og ég krefst virðingar. Skoðanir mínar eru merkilegar og eiga rétt á sér. -Þetta eru sjáfsögð mannréttindi og sjálfsagðar kröfur til lífsins.

Kristindómurinn krefst undirgefni gagnvart öðrum. Uppskeran verður eftir þetta líf. Lífið er "táradalur" og verður betra þegar við deyjum. -Hugsið ykkur lífsspekina!

Það er svo gott að bera ábyrgð á lífinu sínu og fá óskilgreindan guð burtu. Þegar ég breyti rétt, er það mér að þakka. Þegar ég breyti rangt, er það mér að kenna. Ég og enginn annar en ég ber ábyrgðina.

Ég upplifi siðferði miklu sterkar eftir að guð fór út úr lífinu mínu. Bæði mitt eigið siðferði og almennt siðferði.

Samhliða því er trúleysi var að gerjast í mér, ákvað ég að lesa biblínuna. Ekki bara fyrir forvitnis sakir, heldur vegna þess að mér þótti ég syndga einhvernvegin með trúleysispælingunum. Biblíulesturinn var því einskonar fjörbrot kristninnar í mér.

Að lestrinum loknum var ég fullviss um að besta leiðin til að losna við kristindóminn úr lífinu sínu er að lesa Biblíuna. Ógeðfeldara trúarrit er sjálfsagt vandfundið og furðulegt hvað prestum hefur tekist að hampa kærleikanum í þessu annars hatursfulla riti.

Ég hvet alla þá sem ekki hafa lesið biblíuna að lesa hana sem fyrst. -það er besta og öruggasta leiðin til þess að verða trúleysingi.


Frelsarinn (meðlimur í Vantrú) - 18/03/07 15:31 #

Athugasemd Sindra var flutt á spjallið enda fjallaði hún ekki efnislega um greinina.


danskurinn - 18/03/07 15:52 #

"Á meðan engum trúmanni eða presti hefur tekist að fá gvuð til að láta útlim vaxa aftur á stúf, eiga sömu aðilar ekki að krukka í heilastarfsemi fólks á trúarlegum forsendum."

Nú hefur engum lækni eða vísindamanni tekist að láta útlim vaxa aftur á stúf. Ætti það að hinda þá í að krukka í heilastarfsemi fólks á læknisfræðilegum forsendum?


frelsarinn@gmail.com (meðlimur í Vantrú) - 18/03/07 16:15 #

Æ, hvað þetta er lasið hjá þér Danskur: http://www.ossur.is/ Hægt er að græða aftur útlimi á fólk ef það missir hann, það geta trúmenn ekki gert með bænum. En með stofnfrumurannsóknum styttist mjög í að hægt verði að framkvæma það þú biður um í bókstaflegum tilgangi. En Danskur, kannski ert þú með okkur á heilanum?


danskurinn - 18/03/07 17:16 #

Ég hef ekki beðið um að útlimir vaxi aftur á stúfa, það hefur þú gert sjálfur. En engum hefur tekist að láta það gerast ennþá, hvorki trúmennum eða öðrum. Sjálfur er einmitt þeirrar skoðunar að brátt verði hægt að skipta um nánast allt í okkar líkama nema höfuðið. Ég er meira að segja þeirrar skoðunar að barnsfæðingar eins og við þekkjum þær muni leggjast af.

Ég hugsa oft til ykkar Vantrúarmanna og kíki á vefinn og legg svo orð í belg þegar hægt að pirra ykkur pínulítið. Sú skemmtun bregst sjaldan. Ég reyni að koma hingað án skoðana og læra af því sem skrifað er og sagt. En margir hér virðast vera fastir í sínum skoðunum.


Asta Norrman - 18/03/07 17:42 #

Eg heyrði viðtal við Gunnar í krossinum um dæginn. Það var verið að tala um þá kenningu að Jesú hafi ekki dáið á krossinum, heldur hafi verið lifandi þegar hann var plokkaður niður, hafi síðan verið rænt úr hellinum og hjúkrað af vinum sínum sem síðan hjálpuðu honum að flýja. Gunnar sagði náttúrulega að þetta væri allt rugl og forsenda kristinnar trúar væri einmitt upprisan. Ef Jesu hefði ekki risið upp frá dauðum, væri búið að hafa kristna menn af fíflum í 2000 ár. Ef við gefum okkur að Jesú hafi dáið á krossinu, þá hefur allt blóð í líkama hans sennilega runnið niður í fætur. Eg hef unnið sem hjúkka í 25 ár og að vísu alldrei átt við krossfest lík, þau lík sem ég hef haft með að gera, hafa öll legið flöt og blóðið því leitað í það svæði í líkamanum sem liggur lægst, (það er bakið, afturhluti læra og kálfana ef þau liggja á baki). Þegar við fjarlægjum æðaleggi og plástra, blæðir ekki úr sárunum. Man ekki eftir að hafa þurft að setja plástur á húðina vegna blæðingar. Í biblíunni stendur að Jesú hafi blætt úr síðu þegar hann var tekinn niður af krossinum svo mér finnst það nokkuð líklegt að hann hafi verið lifandi þegar það var gert. Finnst þar af leiðandi ekkert benda til þess að hann hafi dáið og þar af leiðandi risið upp aftur. Er það ekki það sem fer mest í taugarnar á kristnum að með aukinni umræðu, er hætta á að það komist upp að kristnir menn hafa verið hafðir af fíflum í 2000 ár? Ekki skrýtið að þeir verði pirraðir úti vantrúarmenn.


Sindri Guðjónsson - 18/03/07 19:47 #

"Á meðan engum trúmanni eða presti hefur tekist að fá gvuð til að láta útlim vaxa aftur á stúf, eiga sömu aðilar ekki að krukka í heilastarfsemi fólks á trúarlegum forsendum."

Ég sel þetta ekki dýrara en ég keypti það, en slíkt ku hafa gerst. Dæmi:

Carole Miller McCleery var aflimuð, fyrir neðan hné, og fékk gerfi fót. Fyrir fyrirbæn, óx fóturinn aftur:

Allar læknaskýrslur og sjúkraskrár konunnar: http://www.healingsandmiracles.org/records.htm

Afmlimun og gerfilimur http://www.healingsandmiracles.org/Documents/SaslowMD050190.pdf http://www.healingsandmiracles.org/Documents/OrthoSupply060189.pdf http://www.healingsandmiracles.org/Documents/PanjikaranMD020891.pdf

http://en.wikipedia.org/wiki/Prosthesis

röntgen og ljósmyndir http://www.healingsandmiracles.org/Xrays.htm

http://www.healingsandmiracles.org/

Ég hef annars lítið kynnt mér þessa sögu. Rakst á þetta fyrir tilviljun.


frelsarinn@gmail.com (meðlimur í Vantrú) - 18/03/07 21:56 #

Stórkostleg Sindri, nú er bara að loka Össur og við förum að biðja gvuð að láta útlimi vaxa á öll börnin sem hafa stigið á jarðsprengjur. Það væri hægt að nýta starfsfólkið þar í bæna hópa sem kæmu þessu til leiðar til algóðs gvuðs. Það getur ekki annað en virkað! Common, þetta er ekki einu sinni gott grín Sindri.


frelsarinn@gmail.com (meðlimur í Vantrú) - 18/03/07 21:58 #

Danskurinn, auðvitað var ég að stríða þér TROLLI minn. Það er svo gaman að láta þig þamba eigið meðal. Ég veit að þú fyrirgefur mér það.


Hjalti Rúnar Ómarsson (meðlimur í Vantrú) - 19/03/07 00:25 #

Sindri, hvar get ég séð myndir af nýja fætinum hennar á þessari síðu?


danskurinn - 19/03/07 03:02 #

"Danskurinn, auðvitað var ég að stríða þér TROLLI minn."

Úps, og ég sem hélt að þú hefðir bara gleymt að vanda þig eða séð útlim vaxa aftur á stúf.


Lárus Viðar (meðlimur í Vantrú) - 19/03/07 17:53 #

Að vísa á síðu sem heitir healingsandmiracles.org til að sýna fram á að kraftaverk séu raunveruleg, er eins og að vísa á nálastungurerufrábærar.is til að sýna fram á að nálastungur virki.


Svanur Sigurbjörnsson - 20/03/07 11:48 #

Athyglisverð athugasemd með blæðinguna Ásta. Vissulega hefur kristið fólk verið haft af fíflum í um 2000 ár og verður því miður áfram.


Sindri Guðjónsson - 20/03/07 12:53 #

Lárus, já, eða eins og að vísa á síðuna vantrú.is til að sýna fram á að guð sé ekki til.


Jón Magnús (meðlimur í Vantrú) - 20/03/07 13:23 #

Sindri, hvergi á þessari síðu erum við að "afsanna" tilvist gvuð - það er bara einfaldlega ekki hægt þar sem um óprófanlega tilgátu er um að ræða.

Við leiðum að því líkum að gvuð sé ekki til. Skilgreiningin á gvuði sem algóðum, almáttugum og alvitrum vitum við að gengur ekki upp. Það þarf ekki snilling til að sjá það.

Annars virkaði það meira traustvekjandi ef þú gætir vísað á einhvern sem væri ekki ofsatrúarmaður og væri hugsanlega læknir og gætir staðfest það sem gerðist. Þá væri allavega kominn einhver grundvöllur fyrir vitrænum samræðum.


Matti (meðlimur í Vantrú) - 20/03/07 13:26 #

Ég get reyndar ekki séð að það "sem gerðist" í þessu tilviki sem Sindri bendir á sé merkilegt. Beinið og vefir eru að vaxa, það er ekki að vaxa fótur. Ég hald það sé þekkt að stundum þarf að laga stúfa hjá fólki sem hefur misst útlim til að koma í veg fyrir einmitt þetta.


Sindri Guðjónsson - 20/03/07 15:40 #

Reyndar á viðkomandi að hafa verið reyst upp frá dauðum (tvisvar ef ég man rétt það litla sem ég hef haft nennu til að skoða á þessari síðu). Það vantar í það minnsta ekki lækna skýrslurnar! Ég bjóst við því að konan héldi því fram að nýr fótur hefði vaxið, einfaldlega vegna þess að það tekur því ekki að minnast á smá vefja vöxt sem "kraftaverk", það er rétt hjá Mattíasi.

Jón Magnús, ég veit að það er ekki hægt að "afsanna" tilvist "gvuðs". Punkturinn með kommentinu er allt annar. Þú ættir að sjá hann ef þú athugar hann í samhengi við það sem Lárus skrifar.


Sindri Guðjónsson - 20/03/07 15:42 #

Fyrirgefðu Matti, ég skrifaði ekki nafnið þitt rétt.


Hjalti Rúnar Ómarsson (meðlimur í Vantrú) - 20/03/07 16:20 #

Reyndar á viðkomandi að hafa verið reist upp frá dauðum (tvisvar ef ég man rétt það litla sem ég hef haft nennu til að skoða á þessari síðu).

Það væri merkilegt. Á upphafssíðunni stendur einmitt:

After the auto accident in 1981, she was pronounced dead twice, revived at the scene, Dead on Arrival at the hospital yet miraculously began speaking from under the cover at the morgue.

Til að byrja með þá er það ekki kraftaverk að endurlífga fólk, þá er það nefnilega ekki dáið.

Varðandi það að vera úrskurðuð dauð við komuna á sjúkrahúsið, þá er auðvitað mögulegt að læknar geri mistök. Mér finnst það líklegra heldur en að guð hafi lífgað hana við (en sleppt því að laga öll beinbrotin og það allt).

En ég bara sé þetta ekki á læknaskýrslunum, hún segir að þetta hafi gerst 1981, og þá greinilega 25. september.

Í fyrri skýrslunni frá 25. september sé ég ekkert minnst á það konan sé dauð, sbr "admission diagnosis" er "Multiple trauma [fx] femur", ég sé ekki minnst á að hún hafi verið dauð.

Í seinni skýrslunni stendur: "In fact, she was on her way from her home in Clewiston fo elective admission at Palm Beach Gardens Hospital for an unrelated medical problem when she was involved in an automobile accident sustaining severe injuries. She was transported to the Glades General Hospital and stabilized in the Emergency Room." og síðan heldur hann áfram að ræða um öll beinbrotin og allt það sem var í rústi.

Ekkert kraftaverk hérna.


Hjalti - 21/03/07 06:55 #

Svona dags daglega lifa flestir íslendingar í sínum guðlausa heimi. Vita vel að þeir eru bara rykkorn í alheiminum. Að enginn í raun hafi áhyggjur af þeim og að eftir dauðann verði þeir ormum að bráð. Svona er lífið, það er staðreynd. Það má líka segja að trú sé veikleiki, það er hálfgerð uppgjöf að segja að þetta líf sé ekki gott, því það næsta sé betra.


Árni - 30/03/07 22:09 #

Margir þeir trúmenn sem skrifast á við vantrúarmenn benda á að þær sannanir sem þeir hafa fyrir tilvist guðs er sú að þeir hafi upplifað hann sjálfir. Þeirra sönnun er bein upplifun þeirra af guðdóminum. Þetta hefur að sjálfsögðu ekki fallið í góðan farveg vantrúarmanna enda ekki hægt að yfirfæra sína eigin upplifun á trúarkerfi annarra. Það getur að sjálfsögðu verið frústrerandi fyrir trúmennina að reyna að koma vantrúarmönnum í skilning um þetta, enda sannanirnar ekki til.

Hér á Vantrú er til grein sem heitir Geimverutrú. Þar eins og á mörgum öðrum stöðum er þeim sem segjast hafa orðið varir við svokallaða fljúgandi furðuhluti bendlað um að vera trúmenn; geimverutrúmenn. Forsenda þess að maður trúi, en viti ekki, er einmitt að treysta á að eitthvað sé til án þess að hafa af því beina upplifun. Samanber að trúa á guð, þrátt fyrir að hann stígi ekki niður af einhverju skýi og láti útlimi vaxa á stubba. Í þessari grein Geimverutrú er meðal annars vitnað í James Randi, sem virðist einmitt vera einhversskonar messías vantrúarmanna:

Einmitt þá rann það upp fyrir mér að trú á geimveruheimsóknir líkist í einu og öllu trú á guð. Í báðum tilvikum koma vitundarverur ofan af himnum, í hvorugu tilvikinu skilja þær eftir sig áþreifanlegar sannanir, fólk verður að „trúa“ á tilvist þeirra, bæði fyrirbærin eru fær um yfirnáttúrlega, eða í það minnsta ofurmannlega hluti, bæði hafa þau sjálfskipaða leiðtoga á Jörðu og dygga fylgjendur, auk uppskáldaðra sögusagna. Ég held að mannfólkið hafi einhverja þörf fyrir að trúa á slíkt. Þetta hlýtur að fullnægja einhverri frumstæðri þörf. Ég minnist þess að hafa lesið „Age of reason“eftir Thomas Paine fyrir nokkrum árum og orðið það ljóst að 200 árum eftir þá bjartsýnislegu forspá trúir fólk enn á guð, og það jafnvel af enn meiri krafti en nokkurntíma fyrr. Ég hygg að fólk muni ætíð trúa á guði og/eða geimveruheimsóknir.

Nú er ég ekki að segja að tilvist fljúgandi furðuhluta þýði að í þeim sitji geimverur sem koma frá Alpha Centauri eða hvaðan sem þær eru sagðar komnar. Umræða um FFH hefur aftur á móti einhvern vegin alltaf farið útí það að FFH séu geimför. Þeir sem hafa upplifað FFH eru aftur á móti sannfærðir að FFH séu til því þeir hafa upplifað það sjálfir að sjá svoleiðis fyrirbæri (ég er þar á meðal), alveg eins og trúmennirnir vita fyrir sig að guð sé til í þeirra huga. Í tilefni þess að Frakkar hafa stigið fram og viðurkennt að hafa safnað víðtækum upplýsingum um fyrirbæri sem virðast brjóta mörg þekkt náttúrulögmál um árabil (www.cnes-geipan.fr), og þess að í logo-i Vantrúar virðist vera vísað í FFH-Mýtuna finnst mér að Vantrú ætti að gera almennilega úttekt á þessu máli. Það mál snertir nefnilega inn á það sem Vantrú og Trúmenn eru iðulega að þræta um á síðum Vantrúar, nefnilega það að trúa á eitthvað sem virðist bara vera mýtur. Það hefur talist fáránlegt að í gangi sé einhversskonar samsæri um að þagga niður upplýsingar um FFH í heiminum. En þetta þarf auðvitað ekki að vera samsæri, fólk á nefnilega oft erfitt með að viðurkenna tilvist einhvers sem það hreinlega skilur ekki sjálft.


Sverrir Guðmundsson (meðlimur í Vantrú) - 31/03/07 04:20 #

Sæll Árni

Hér er pistillinn um „geimverutrúna“ sem þú vísar til.

Þetta sem þú ert að koma inn á er lykilatriði: Það er mjög erfitt að taka vitnisburð fólks sem sönnun, hvort sem það varðar guðdóminn, geimverur eða eitthvað allt annað. Alþekkt er að minni og skynjun geta brenglast og oft er ekki allt sem sýnist. Ég held að það sé ekki mögulegt fyrir lítið félag að fara út í einhverja meiriháttar athugun á tilvist geimvera. Eðlileg nálgun er að véfengja þessar frásagnir, a.m.k. meðan ekki eru önnur sönnunargögn fyrir hendi. Við fyrstu nálgun myndi ég leita annarra skýringa á upplifun þinni heldur en að þar hafi verið á ferðinni verur utan úr geimnum. Ef engin gögn liggja fyrir þá er erfitt að rannsaka atburðinn og leggja dóm á hvað þarna hefur verið á seyði.

Ef um víðtækt samsæri er að ræða þá er atriðið sem verið er að þegja um, heimsóknir geimvera til jarðarinnar, miklu merkilegra en svo að það varði einungis þjóðaröryggi Bandaríkjanna, Frakklands, Íslands eða hvers þess lands þar sem ráðamenn þegja um heimsóknina. Ef það koma fram sönnunargögn fyrir þessum heimsóknum, sem eru hafin yfir allan skynsamlegan vafa, þá kallar það á byltingu í líffræði, stjarnvísindum, geimverkfræði, guðfræði og víðar. Ef fjöldi sérfræðinga býr yfir þessari þekkingu nú þegar er óskiljanlegt að enginn hafi stigið fram, leyst frá skjóðunni og bent á sannfærandi gögn til stuðnings svo merkilegri uppgötvun.


Árni - 31/03/07 09:56 #

Ég held þú hafir ekki náð því sem ég var að segja Sverrir. Lestu það sem ég skrifaði betur... kannski þegar þú ert búinn að leggja þig.


Sverrir Guðmundsson (meðlimur í Vantrú) - 31/03/07 11:54 #

Já, ég næ því ekki alveg hvert þú ert að fara. Ertu til í að útskýra það betur fyrir mér?

Er þetta kjarni málsins:

Árni Forsenda þess að maður trúi, en viti ekki, er einmitt að treysta á að eitthvað sé til án þess að hafa af því beina upplifun

Ég þekki það sjálfur hvað skynjunin getur orkað sterkt á okkur. Þegar eitthvað óvenjulegt er á seyði er samt rétt að hafa í huga að skynjun okkar getur brenglast mjög auðveldlega. Því er eðlilegt að leita annarra leiða til þess að staðfesta vitneskjuna.

Ég hef greinilega eitthvað misskilið það sem þú varst að segja um FFH í nótt. Það er nauðsynlegt að hafa í huga að það myndi breyta eðlisfræðinni ef það kæmi á daginn að þarna sé eitthvað á ferðinni sem „virðist brjóta mörg þekkt náttúrulögmál“. Ef þetta er rétt sem þú segir þurfa vísindamenn að bretta upp ermarnar og reyna að gefa okkur betri lýsingu á heiminum í ljósi þessarar nýju þekkingar. Þá þarf að fara yfir hvaða náttúrulögmál standast ekki, setja fram tilgátur um aðlögun þeirra að nýrri vitneskju og að lokum setja upp tilraunir til þess að sannreyna tilgáturnar. Ég veit ekki hvort þú sért þeirrar skoðunar en ég tel að við komumst ekkert áfram ef það er gengið út frá því að önnur náttúrulögmál gildi um þessi fyrirbæri en allt annað sem við sjáum í kringum okkur í náttúrunni.


Árni - 31/03/07 18:10 #

Sæll aftur.

Nei þetta er ekki heldur kjarni málsins, þarna var ég bara að benda á að trú felur iðulega í sér blinda trú.

Það eru tvö atriði þarna sem ég er að reyna að benda á: 1. Að það sé enginn furða að margir trúmenn verði mjög pirraðir að reyna að útskýra trú sína fyrir pennum vantrúar, enda er persónuleg reynsla eða sannfæring ekki tekin sem gild rök. Enda ekki hægt að taka því sem rökum í rökræðum.

  1. Svo er ég að benda á að það sé kannski ekki heppilegt að útskúfa það sem fellur ekki að heimsmynd vantrúar sem ofskynjanir eða aðra brenglun sökum lasleika.

Ég tók þetta dæmi um Geimverutrú greinina vegna þess að stofnun rekin af Franska ríkinu greindi nýlega frá því að hún hefði um árabil fylgst með fyrirbærum í lofthelgi sinni sem engar viðhlýtandi skýringar hafa fundist á. Þessum fyrirbærum hafa þeir fylgst með á mælitækjum sínum (radar og fleiri tæki sem ég kann ekki að nefna) og mörg þeirra hafa brotið þekkt náttúrulögmál með flughæfni sinni. Franska ríkisstjórnin ákvað að gera þetta opinbert.
Ég kom líka inn á það að mér finnst afar ólíklegt að í gangi hafi verið einhverskonar alheims-samsæri um að halda þessum upplýsingum leyndum. Það er líklegra að þessar upplýsingar hafi ekki verið gerðar opinberar áður vegna þess að a) frakkarnir hafi ætlað að reyna að leysa þetta sjálfir og þar með eignast nýja tækni eða b) þeir hafi ekki viljað viðurkenna að hafa fylgst með einhverju sem þeir ekki skilja. Sennilegast er að þeir hafi á endanum gert þetta opinbert til þess einmitt að vísindamenn geti farið að bretta upp ermarnar og skoðað þetta ofan í kjölinn án þess að verða að athlægi. Hingað til hefur nefnilega sá sem það hefur ætlað að gera verið útskúfaður úr vísindaheiminum, hann verður svokallaður gervivísindamaður; lifir í ímynduðum heimi því "við hinir vitum að svona er ekki til".

Pennar vantrúar eru oft vændir um að vera "bókstafsvantrúarmenn" þeas. að hafa engan áhuga á að fræðast af öðrum því þeirra heimsmynd er fastmótuð. Hér er kærkomið tækifæri fyrir þá að breyta heimsmynd sinni.


Árni - 31/03/07 18:12 #

Sæll aftur.

Nei þetta er ekki heldur kjarni málsins, þarna var ég bara að benda á að trú felur iðulega í sér blinda trú.

Það eru tvö atriði þarna sem ég er að reyna að benda á:
1. Að það sé enginn furða að margir trúmenn verði mjög pirraðir að reyna að útskýra trú sína fyrir pennum vantrúar, enda er persónuleg reynsla eða sannfæring ekki tekin sem gild rök. Enda ekki hægt að taka því sem rökum í rökræðum.
2. Svo er ég að benda á að það sé kannski ekki heppilegt að útskúfa það sem fellur ekki að heimsmynd vantrúar sem ofskynjanir eða aðra brenglun sökum lasleika.

Ég tók þetta dæmi um Geimverutrú greinina vegna þess að stofnun rekin af Franska ríkinu greindi nýlega frá því að hún hefði um árabil fylgst með fyrirbærum í lofthelgi sinni sem engar viðhlýtandi skýringar hafa fundist á. Þessum fyrirbærum hafa þeir fylgst með á mælitækjum sínum (radar og fleiri tæki sem ég kann ekki að nefna) og mörg þeirra hafa brotið þekkt náttúrulögmál með flughæfni sinni. Franska ríkisstjórnin ákvað að gera þetta opinbert.
Ég kom líka inn á það að mér finnst afar ólíklegt að í gangi hafi verið einhverskonar alheims-samsæri um að halda þessum upplýsingum leyndum. Það er líklegra að þessar upplýsingar hafi ekki verið gerðar opinberar áður vegna þess að a) frakkarnir hafi ætlað að reyna að leysa þetta sjálfir og þar með eignast nýja tækni eða b) þeir hafi ekki viljað viðurkenna að hafa fylgst með einhverju sem þeir ekki skilja. Sennilegast er að þeir hafi á endanum gert þetta opinbert til þess einmitt að vísindamenn geti farið að bretta upp ermarnar og skoðað þetta ofan í kjölinn án þess að verða að athlægi. Hingað til hefur nefnilega sá sem það hefur ætlað að gera verið útskúfaður úr vísindaheiminum, hann verður svokallaður gervivísindamaður; lifir í ímynduðum heimi því "við hinir vitum að svona er ekki til".

Pennar vantrúar eru oft vændir um að vera "bókstafsvantrúarmenn" þeas. að hafa engan áhuga á að fræðast af öðrum því þeirra heimsmynd er fastmótuð. Hér er kærkomið tækifæri fyrir þá að breyta heimsmynd sinni.

Lokað hefur verið fyrir athugasemdir við þessa færslu. Við bendum á spjallið ef þið viljið halda umræðum áfram.