Allar færslur Allir flokkar Sos Um félagið Úrskráning Lógó Spjallid@Vantru Póstfang Vantru@Facebook Vantru@Youtube Vantru@Twitter

Lítið til fugla himinsins

Í þetta skiptið er teiknimyndin frá Jeff Swenson á freethunk.net og fjallar um Samson:: og fjallar um djúpvitur ummæli Jesú:

fuglar.gif

birt með leyfi höfundar

Ritstjórn 17.03.2007
Flokkað undir: ( Grín )

Viðbrögð


Reynir (meðlimur í Vantrú) - 17/03/07 14:42 #

Þessi texti er tekinn úr 6. kafla Matteusarguðspjalls, en í því er Faðirvorið víðfræga. Því skyldi maður ætla að kaflinn væri í fullu gildi. Það er íhugunarefni hvernig prelátum þessa lands eða kirkjunni gengur að fara eftir þeim einföldu leiðbeiningum sem í þessum kafla eru:

Varist að iðka réttlæti yðar fyrir mönnum, þeim til sýnis, annars eigið þér engin laun hjá föður yðar á himnum.

Þegar þú gefur ölmusu, skaltu ekki láta þeyta lúður fyrir þér, eins og hræsnarar gjöra í samkunduhúsum og á strætum til þess að hljóta lof af mönnum.

Og þegar þér biðjist fyrir, þá verið ekki eins og hræsnararnir. Þeir vilja helst standa og biðjast fyrir í samkundum og á gatnamótum, til þess að menn sjái þá.

Safnið yður ekki fjársjóðum á jörðu, þar sem mölur og ryð eyðir og þjófar brjótast inn og stela

Því segi ég yður: Verið ekki áhyggjufullir um líf yðar, hvað þér eigið að eta eða drekka, né heldur um líkama yðar, hverju þér eigið að klæðast. Er lífið ekki meira en fæðan og líkaminn meira en klæðin? Lítið til fugla himinsins. Hvorki sá þeir né uppskera né safna í hlöður og faðir yðar himneskur fæðir þá. Eruð þér ekki miklu fremri þeim?

Upp í hugann koma allar kirkjubyggingarnar, alltaf á ystu mörkum þess sem fjármunir leyfa. Svo vælir kirkjan að hún þurfi svo mikla fjármuni til þess að standa undir viðhaldi þeirra því "mölur og ryð" eru enn að verki.

Biðjast prestar nokkurn tíma fyrir á samkundum eða gatnamótum, útvarpi eða sjónvarpi?

Þeytir Hjálparstofnun kirkjunnar nokkurn tíma í lúður til að auglýsa hvað gert er fyrir þá smáaura sem betlaðir eru af almenningi (en koma ekki af þeim fjögur þúsund milljónum sem hún fær úr ríkissjóði árlega)?

Fara prestar og prelátar nokkuð fram á laun í þessum heimi? Nei, þeir þurfa ekki að hafa neinar áhyggjur, guð sér sérlega vel um sína með Kjararáði.

"Practice what you preach" á ekki upp á pallborðið hjá þjóðkirkjunni.


Flugnahöfðinginn (meðlimur í Vantrú) - 17/03/07 17:04 #

Ég hef reynt að fá presta til að skýra út fyrir mér þessar andstæður þ.e. það sem Jesú boðar þarna Matteus 6. kafla og svo hvernig kirkjan er starfrækt í fullri mótsögn við þessi orð Jesú. Enginn þeirra hefur viljað ræða það frekar. Þetta er þeim eins viðkvæmt og Mattesu 5:31. "Og sá sem gengur að eiga fráskilda konu, drýgir hór" Það vilja þeir helst ekki ræða heldur og eiga það til að bregðast reiðir við þegar þetta er borið upp.

Lokað hefur verið fyrir athugasemdir við þessa færslu. Við bendum á spjallið ef þið viljið halda umræðum áfram.