Allar færslur Allir flokkar Sos Um félagið Úrskráning Lógó Spjallid@Vantru Póstfang Vantru@Facebook Vantru@Youtube Vantru@Twitter

Trúlausir í fangelsum

Hafið þið velt því fyrir ykkur hversu hátt hlutfall fanga er trúlaus? Það hlýtur að vera hátt, þar sem trúlausir eru jú siðlausir aumingjar sem eyða ævinni í að ræna og drepa fólk og nauðga húsdýrum. Það er jú einkenni siðblindra.

Samkvæmt adherents.com aðhyllast 16% af 6.25 milljörðum íbúa jarðarinnar enga trú. Inni í þessari tölu eru trúlausir, efasemdarmenn og veraldlegir húmanistar. Þetta þýðir að til er um milljarður trúvillinga.

Samkvæmt http://www.homeoffice.gov.uk/rds/pdfs2/r188.pdf sitja um 8.75 milljón manns í fangelsum um allan heim. Inni í þeirri tölu eru líka þeir sem sitja inni en hafa ekki enn verið dæmdir. Hmm. Það virðist vanta, tja, um milljarð trúvillinga í steininn.

En við skulum bæta við öllum þeim sem hafa lokið fangavist og þeim sem hafa einfaldlega ekki náðst ennþá. Bíðið augnablik meðan ég ríf niður um mig og dreg þá tölu úr óæðri endanum á mér.

Ok, náði henni.

Þetta gerir um 25 milljón illmenni í heiminum.

En bíðið við, ég finn fyrir annarri tölu í borunni. Ég held að það sé hlutfall fanga sem eru trúaðir. Það myndu vera að minnsta kosti tveir af hverjum þremur, er það ekki? Sem þýðir að síðasti þriðjungurinn af þessum 25 milljón illmennum er ekki trúaður. Þetta gerir um 8 milljón trúleysingja sem eru að brjóta af sér um heim allan.

Með öðrum orðum, af 1 MILLJARÐI trúlausra sem ÆTTU að vera í fangelsi sitja aðeins 8 milljónir inni. Út frá þessari vísindalegu samantekt get ég aðeins dregið eina ályktun: Trúleysingjar eru letingjar.

Sem trúleysingi get ég sagt þér að eina ástæða þess að ég drep aldrei fólk er vandinn við að losa sig við líkið. Fyrst þarf að hreinsa blóðið. Svo þarf að drusla líkinu á teppi og rúlla því upp. Því næst þarf að draga það út í bíl um miðja nótt. Svo þarftu að keyra upp til fjalla með teppi og lík og grafa í jörð. Svo þarf að kaupa nýtt teppi. Ég verð örmagna af tilhugsuninni einni. Og þó gerir þetta gerir meira að segja ráð fyrir því að þú EIGIR skóflu.

Ég held ég mæli fyrir munn allra trúlausra þegar ég segi að eina ástæða þess að við höldum okkur við kynlíf með fólki er sú að dýrin eru of fljót. Hafiði einhvern tímann reynt að ná rollu? Mér er alveg sama hversu kynæsandi þær eru svona naktar undir lopapeysum sínum, það er einfaldlega alltof erfitt að hlaupa svona mikið. Þetta er ástæða þess að einfættar konur eru yfirleitt giftar trúlausum.

Ég gæti miðlað svona fróðleik í allan dag, en ég hreinlega verð að fá mér smá blund.

Þýðing á bloggfærslu eftir Scott Adams

jogus 07.03.2007
Flokkað undir: ( Grín , Siðferði og trú )

Viðbrögð


Henderson - 09/03/07 16:12 #

Sorglegt vægast sagt, það eru rétt yfir 6 milljarðar manns í heiminum. Get alveg lofað þér því að það er ekki milljarður af trúleysingum til. Sem ætti að gera þig hæstánægðan því þú greinilega hefur gamann af því að vera hluti af minnihlutahópi með kjaftinn úr "borunni" á þér.

Hver sagði að allir trúleysingjar væru illmenni og glæpamenn? Hef aldrei heyrt það, oftast bara besta fólk. En kannski bara eitthvað í þér, gamann að vera í minnihluta er það ekkI?


Ásgeir (meðlimur í Vantrú) - 09/03/07 16:18 #

Henderson fylgist greinilega ekki með. Það er mjög útbreidd skoðun að trúleysingjar hljóti að vera siðleysingjar.


Matti (meðlimur í Vantrú) - 09/03/07 16:18 #

Get alveg lofað þér því að það er ekki milljarður af trúleysingum til.

Nú!

Sem ætti að gera þig hæstánægðan því þú greinilega hefur gamann [sic] af því að vera hluti af minnihlutahópi með kjaftinn úr "borunni" á þér.

Í fyrsta lagi. Vertu kurteis.

Í öðru lagi. Talaðu við Scott Adams, því eins og stendur neðst í þessari grein:

Þýðing á bloggfærslu eftir Scott Adams


Hjalti Rúnar (meðlimur í Vantrú) - 09/03/07 16:22 #

Henderson, kíktu endilega á þessa skýrslu

From the top 50 countries, along with those additionally mentioned above countries, the grand total worldwide number of atheists, agnostics, and non-believers in God is somewhere between 504,962,830 and 749,247,571. These minimum/maximum numbers are conservative estimates; had I factored in a mere .25% of such highly populated countries as Egypt, Brazil, Indonesia, Nigeria, Burma, Tanzania, and Iran, as non-believers in God, estimates would be significantly larger.

Sem sagt, miðað við 50 lönd erum við komnir hátt upp í milljarð.

Sú skoðun heyrist því miður oft að trú og siðferði haldist í hendur, að án trúar verði fólk hálf-siðlaust. Til dæmis sagði Kalli biskup þetta í viðtali við DV:

Grundvallarþættir í persónu mannsins eru ástin, trúin og siðgæðið. Ást án trúar, ást án tryggðar, hvað er það? Og hvað er siðgæðið án kærleika? Þarf þetta ekki að haldast í hendur? Ég held það. Við þurfum á kærleikanum að halda. Við þurfum á siðgæðinu að halda. Við þurfum á trúinni að halda. Við þurfum á tryggðinni við Guð og við annað fólk að halda.


Matti (meðlimur í Vantrú) - 09/03/07 16:25 #

Ég vil ítreka að við krefjumst þess að fólk noti gild tölvupóstföng.

Lokað hefur verið fyrir athugasemdir við þessa færslu. Við bendum á spjallið ef þið viljið halda umræðum áfram.