Allar færslur Allir flokkar Sos Um félagið Úrskráning Lógó Spjallid@Vantru Póstfang Vantru@Facebook Vantru@Youtube Vantru@Twitter

Heimur batnandi fer

Í síðasta mánuði birtust tölur um trúfélagaaðild landsmanna fyrir árið 2006. Hagstofunni tókst að orða niðurstöðurnar vel: “Í öðru lagi hefur þeim sem skráðir eru í Þjóðkirkjuna fækkað jafnt og þétt á umræddu tímabili (í hlutfalli við mannfjölda). Árið 1991 voru 92,2% landsmanna í Þjóðkirkjunni samanborið við 82,1% árið 2006.”

Það fjölgar að vísu lítillega í Þjóðkirkjunni, en í aldurshópnum 15 ára og yngri fækkar jafnt og þétt börnum sem eru skráð í Þjóðkirkjunni.

Eflaust hafa innflytjendur einhver áhrif á að þetta var metár í hlutfallslegri fækkun hjá Þjóðkirkjunni, en það að um það bil fimmtánhundruð manns (0,5% þjóðarinnar) skráðu sig úr henni hefur eitthvað að segja. Þarna hefur úrskráningarstarf Vantrúar hjálpað mikið til, en við hjálpuðum um þrjúhundruð manns við að leiðrétta trúfélagsskráningu sína. Um tvöhundruðogfimmtíu manns voru skráð í Þjóðkirkjuna, mörg hver líklega án sinnar vitundar.

Eins og kom fram í upphafi greinarinnar eru nú um það bil 80% landsmanna skráðir í Þjóðkirkjunni. Einn af hverjum fimm. Það er því ljóst að allar tilraunir til þess að réttlæta yfirgang ríkiskirkjunnar með vísun til meirihlutaraka verða lélegri með hverju árinu sem líður. Hvað þurfa margir Íslendingar að skrá sig úr Þjóðkirkjunni til þess að þjóðkirkjumenn viðurkenni óréttlætið? Einn af hverjum fjórum? Einn af hverjum þremur?

Hvað sem því líður, þá er framtíðin björt fyrir okkur fríhyggjufólk, en svört fyrir Þjóðkirkjuna.

Hjalti Rúnar Ómarsson 08.02.2007
Flokkað undir: ( Stjórnmál og trú )

Viðbrögð


Árni Árnason - 08/02/07 09:48 #

Já framtíðin er björt fyrir okkur fríhyggjufólk.

Þó að grundvallarreglan að ríkið eigi ekki að koma að trúmálum tengist ekki prósentutölum, er það engu að síður vatn á okkar myllu að fleiri standi utan þjóðkirkju. Það opnar kannski augu manna fyrir því að tímarnir breytast og að ríkiskirkjur og ríkistrú eru löngu orðin tímaskekkja.

Ég þó framtíðin sé svört fyrir Þjóðkirkjuna er ekki endilega víst að hún sé svo svört fyrir hina Evangelísku Lútersku kirkju. Hún mun að vísu tapa þjóðkirkju-statusnum áður en langt um líður, og ríkisstofnanabragurinn og launaáskriftin hverfa, en fyrir hana sem trúfélag held ég að það sé bara gott. Þegar söfnuðirnir þurfa að standa sjálfir undir launum prestsins ca. 800.000 á mánuði, djáknans ca.500.000 á mánuði, biskupsins 1.000.000 á mánuði, reksturs Biskupsstofu með fræðslufulltrúum og riturum, auk alls annars sem of langt væri upp að telja, skiljast hafrarnir frá sauðunum eins og einhvers staðar stendur, og í ljós kemur hverjir hafa næga sannfæringu til að opna budduna upp á gátt.

Þá skreppur kirkjan niður í sína náttúrulegu stærð svona ca. 5-7% og fer svo minnkandi upp frá því. Þá verður gaman að lifa. ( fyrir þá sem þá verða á lífi )


khomeni (meðlimur í Vantrú) - 08/02/07 21:15 #

Í ljósi þessara frétta hefur Ríkiskirkjan brugðist við. Afleiðingin er Vinaleið....

Kirkjan er í kreppu.


Einar - 09/02/07 08:43 #

Af hverju að gagnrýna þjóðkirkjuna? Ríkisrekin kirkja hefur engan hvata til að vera með öfluga starfsemi og trúboð. Ef kirkjan hverfur kemur gat sem er auðvelt fyrir einkaaðila að fylla hvort sem það er trúfrelsi (þeas, án trúar) eða trúfesta. Er einhver sem vill sjá fleiri ofsatrúarmenn?


G2 (meðlimur í Vantrú) - 09/02/07 08:53 #

Ríkisrekin kirkja hefur engan hvata til að vera með öfluga starfsemi og trúboð.

Þetta er alrangt. Fjöldi presta á launaskrá ríkisins ákvarðast t.d. af fjölda meðlima í ríkiskyrkjunni og svipað er um fleiri sporslur. Einnig má ekki gleyma því að þetta lið hefur höndlað 'sammleikann' og brennur í skinninu að miðla honum til allra hvort sem þeir vilja eður ei. Síðan er ríkiskyrkjan beinlínis skyldug að boða trú enda er hún evangelisk, þ.e. trúboðandi.

Er einhver sem vill sjá fleiri ofsatrúarmenn?

Ríkiskirkjan er ofsatrúarsöfnuður - enginn með réttu ráði getur t.d. tekið undir játningar þeirra.


Hjalti Rúnar Ómarsson (meðlimur í Vantrú) - 09/02/07 14:54 #

Einar, það er bara ekki rétt að fullt trúfrelsi (engin ríkiskirkja) verði endilega þess valdandi að það verði aukning á "ofsatrúarmönnum". Þegar fólk heldur þessu fram er það alltaf að hugsa um Bandaríkin, en gleymir því að Bandaríkin eru einstakt dæmi hvað varðar trúarlíf. Hvað með lönd eins og Frakkland og trúlausasta land S-Ameríku, Úrúgvæ?

Lokað hefur verið fyrir athugasemdir við þessa færslu. Við bendum á spjallið ef þið viljið halda umræðum áfram.