Allar færslur Allir flokkar Sos Um félagið Úrskráning Lógó Spjallid@Vantru Póstfang Vantru@Facebook Vantru@Youtube Vantru@Twitter

Bannað að vera Jesús

Samkvæmt vísi.is telja piparsveinarnir í Páfagarði að jesúbúningar séu guðlast. Hver veit nema draugabúningar og uppvakningabúningar verði bannaðir næst, enda er hægt að túlka það sem jesúbúninga.

Ritstjórn 06.02.2007
Flokkað undir: ( Vísun )

Viðbrögð


G2 (meðlimur í Vantrú) - 06/02/07 12:13 #

Hvers á þá jólasveinninn að gjalda?


Daníel Páll Jónasson - 06/02/07 18:40 #

Vá. Þetta er alveg magnað. Þetta gerir það eiginlega þess virði að fara út í búð, kaupa Jesúbúning og ganga í honum niður Laugaveginn á Öskudegi, svona til að pirra sanntrúaða kaþólikka.

Ég hélt að Jesú yrði bara nokkuð sáttur ef hann kæmist í tísku aftur. Það er ekki eins og hann hafi verið eitthvað súper-hit síðustu áratugi hjá yngri kynslóðinni.

Hvað gerðist eiginlega? Sendi Jesú páfanum eMail og nöldraði yfir þessu við hann? Þó ég hafi ekki lesið Biblíuna er ég nokkuð viss um að þar standi hvergi; "Þér skulið eigi gjöra yður búning úr skegghýjung, tötrum og plasti og líkja þar með eftir Jesúm, frelsara vorum."

Spurning hvernig páfinn skuli hafa vitað að "frelsaranum" væri í nöp við þetta. Hlýtur að hafa verið eMail. Eða raddir í höfðinu á páfanum.


Chmero - 13/02/07 21:59 #

Held að það sé meira litið á þetta sem guðslast þar sem að þú ert að taka á þig ímynd Jesús.

Væri gaman að sjá svipinn á páfanum þegar hann kemst að því að það sé metsala í Jesú búningum!


Þórður Ingvarsson (meðlimur í Vantrú) - 14/02/07 00:02 #

En... en... en... það er fullt af krökkum sem klæða sig sem uppvakningar eru þau ekki þá að taka á sig ímynd Ésú?

Já, væri gaman að sjá svipinn á markaðsfræðingum Kaþólsku kirkjunnar... "Hey... öööh, muniði eftir Dogma?"


khomeni (meðlimur í Vantrú) - 14/02/07 02:42 #

Nemendur í Flensborgarskóla eru með sérstaka "Jesú-keppni". Ekki er um eiginlega útlitskeppni en ekki skaðar að vera síðhærður taðskeggligur. Keppt er í nokkrum greinum, að breyta vatni í vín, gengið á vatni, vindur lægður. Nýjasta greinin innifelur að fyrirgefa tollheimtumanni. Flensborgingar leita nú logandi ljósi af starfsmanni tollsins til að fyrirgefa.

....Þetta er ekki uppspuni heldur heilagur sannleikur.


Birgir Baldursson (meðlimur í Vantrú) - 16/02/07 19:46 #

Fínn húmor hjá krökkunum. :D

Lokað hefur verið fyrir athugasemdir við þessa færslu. Við bendum á spjallið ef þið viljið halda umræðum áfram.