Allar færslur Allir flokkar Sos Um félagið Úrskráning Lógó Spjallid@Vantru Póstfang Vantru@Facebook Vantru@Youtube Vantru@Twitter

Vantrú mælir með...

Vantrú mælir með eftirfarandi bókum:

A Devil's Chaplain eftir Richard Dawkins.  Bókin er greinasafn sem fjallar um ýmis mál.  Þróunarkenningin, siðfræði og skottulækningar eru meðal þess sem Dawkins fjallar um.  Ágætt inngangsrit að hugmyndum Dawkins..

Faither Healers eftir töframanninn James Randi fjallar um rannsóknir Randi á ýmsum kraftaverkalæknum.

 

Losing Faith in Faith eftir Dan Barker er sjálfsævisaga bókstafstrúarpredikara sem missti trúnna.  Bókin er uppfull af áhugaverðum sögum og lýsingum.  Mjög góð leið til að átta sig á því hvernig hugur bókstafstrúarmanna virkar (og virkar ekki).

Why People Believe Weird Things eftir Michael Shermer lýsir ýmsum hópum sem trúa furðulegustu hlutum.

Atheism: The Case Against God eftir George A. Smith flytur málstað guðleysis með heimspekilegum og sálfræðilegum rökum.  Góð bók en í þyngri kantinum.

The Demon-Haunted World eftir hinn virta vísindamann Carl Sagan fjallar um ógnir gervivísinda.  Hann fjallar einnig um fegurð heimsins og vísinda og fræða.

Ritstjórn 22.12.2006
Flokkað undir: ( Bókaskápur efahyggjunnar )

Viðbrögð

Lokað hefur verið fyrir athugasemdir við þessa færslu. Við bendum á spjallið ef þið viljið halda umræðum áfram.