Allar færslur Allir flokkar Sos Um félagið Úrskráning Lógó Spjallid@Vantru Póstfang Vantru@Facebook Vantru@Youtube Vantru@Twitter

Kristið siðgæði í hnotskurn?

Stór hluti Færeyinga telur mannréttindi ganga gegn kristni. Af hverju skyldi það stafa? Er ekki eitthvað bogið við kristið siðgæði til að byrja með og aukin mannréttindi á Vesturlöndum til marks um fráhvarf frá því?

Birgir Baldursson 14.12.2006
Flokkað undir: ( Vísun )

Viðbrögð


Árni Árnason - 14/12/06 12:38 #

Þetta þarf í sjálfu sér ekki að koma á óvart, enda trúarbrögðin flest upprunnin á þeim tíma þegar hugtakið mannréttindi var nánast ekki til.

Trúarbrögðin eru flest samin af mönnum sem ólust upp við að konur og börn og vinnuþrælar væru eign karlmanna á sama hátt og búfé og að þeim væri heimilt að ráðstafa þessum eigum sínum að villd ( þar á meðal að drepa ef mönnum mislíkaði ) Ekki batnaði ástandið þegar trúarbrögðin og hið veraldlega vald runnu saman og trúarlögin og hin veraldlegu höfðu það hlutverk að halda skikk á lýðnum að skapi höfðingjanna og pyntingar og dráp voru réttlætt með trúarbókstafnum. Trúarbrögðin hafa þurft að bakka fyrir mannréttindunum, hinn upplýsti heimur er löngu hættur að drepa óstýriláta þræla, pynta fólk til trúarjátningar o.s.frv. Eitt af því sem enn loðir við er fordæming samkynhneigðra, en nú hyllir undir að trúarbrögðin verði að draga í land á því sviði sem öðru.

Þetta gengur allt andskoti hægt en bítandi þó.

Nú um stundir byltir biskupinn sér um nætur yfir þeirri ákvörðun hvort kirkjan skuli taka samkynhneigða í sátt. Þar togast á í honum trúarbókstafurinn sem boðar honum að drepa hommana, og hinsvegar hvað þeir skyldu verða margir sem myndu segja skilið við kirkjuna fyrir fullt og fast og fara með sóknargjöldin með sér.

Í ljósi sögunnar hef ég trú á að sóknargjöldin vegi þyngra en trúarbókstafurinn, enda er hann löngu ónýtur hvort eð er.


Reynir (meðlimur í Vantrú) - 14/12/06 12:57 #

Annað hvort er eitthvað stórlega athugavert og rangt við mannréttindi... eða kristna trú.


Árni Árnason - 14/12/06 13:01 #

Og ef mér skyldi skjöplast og biskupinn taki þá ákvörðun að "henda ekki hjónabandinu á haugana" eins og hann sjálfur orðaði það, þá er það alls ekki svo slæmt heldur. Við vitum þá hvar við höfum appíratið og slík ákvörðun yrði bara einn naglinn enn í kistulok kirkjunnar. Farið hefir fé betra.


óðinsmær - 14/12/06 13:28 #

fyrir hverja dulræna uppfinningu eru til nokkrar afsaknir frá vísindamönnum sem geta ekki útskýrt hana. afhverju mega þeir nota ímyndunaraflið gegn vísindunum? ekki segja að það gerist ekki því að í hvert sinn sem einhver trúleysingi er nærri og talað er um eitthvað dulrænt, þá byrja þeir að spinna upp útskýringar úr eigin ímyndunarafli sem flestar eru fjarstæðukenndari og ósannanlegri en jafnvel hið dulræna. Þeir blanda saman allskonar kenningum úr vísindunum, það er ekki það, en hvað er svona glæsilegt við þeirra getgátur?

það eru til mjög mörg trúarbrögð í heiminum, það gengur ekki að flokka upphaf þeirra allra saman á þennan hátt, það er bara heimskulegt, ef þið eruð bara að meina gyðinglegt-kristið upphaf þá er alltílagi að taka það fram.


óðinsmær - 14/12/06 13:29 #

úps, þetta svar átti að fara á aðra grein ;)


Árni Árnason - 14/12/06 15:32 #

Já, Óðinsmær ég biðst forláts. Orðalagið hefði mátt vera nákvæmara. Gekk þó ekki lengra en að segja "flest". Flest trúarbrögð eru gömul og byggð á siðferðisgrunni sem nú þykir ekki par fínn. Sjálfsagt eru þó til á þessu ánægjulegar undantekningar. :D

Lokað hefur verið fyrir athugasemdir við þessa færslu. Við bendum á spjallið ef þið viljið halda umræðum áfram.