Allar færslur Allir flokkar Sos Um félagið Úrskráning Lógó Spjallid@Vantru Póstfang Vantru@Facebook Vantru@Youtube Vantru@Twitter

Röng skráning - hvar standa þú og þínir?

Már Örlygsson og konan hans voru að uppgötva að hún og börnin þeirra hafa alla tíð verið skráð í Þjóðkirkjuna þvert á það sem þau héldu.

Ritstjórn 23.11.2006
Flokkað undir: ( Vísun )

Viðbrögð


Reynir (meðlimur í Vantrú) - 23/11/06 13:07 #

Nú eru til umfjöllunar lög um fjárframlög til stjórnmálaflokka. Þeir þurfa ekki að gefa upp styrki einstaklinga (upp að einhverju marki) vegna þess að stjórnmálskoðanir manna eru einkamál. Trúarskoðanir eru varla minna einkamál en þó heldur íslenska ríkið skrá yfir aðild manna að trúfélögum! Ítarlega en greinilega kolranga! Og hverra hagur er það? hmmmm... Hver fær aftur 1.836 milljónir króna árlega í sóknargjöld?


Khomeni - 23/11/06 14:46 #

Góð pæling. Hvða kemur það ríkisvaldinu við hvað þegnarnir trúa á?

Þetta er argasta frekja.


Sindri Guðjónsson - 23/11/06 15:21 #

Ég er sammála Reyni og Khomeni. Hafði aldrei hugsað út í þetta áður. Það er aukaatrið hvort að skráningin sé rétt eða röng. Ríkið þarf ekki að vita hvaða einstaklingar tilheyra hvaða trúfélögum.


eddi - 24/11/06 12:37 #

já, ég las þessa grein hans og fór að grennslast fyrir.. það kom það sama í ljós hjá mér. vísun í mína grein: www.linuxzealot.net/?p=409


Óskar - 24/11/06 13:07 #

Ein spurning... er hægt að nálgast upplýsingar um skráningu sína á netinu, einhver sem veit það ?


Lárus Viðar (meðlimur í Vantrú) - 24/11/06 13:10 #

Gott framtak Eddi. Vona að fleiri athugi með þessi mál. Það er algjörlega ólíðandi að vera skráður í einhverja félagastarfsemi án sinnar vitundar.


Ásgeir (meðlimur í Vantrú) - 24/11/06 16:57 #

Eddi: Það er ekki rétt sem stendur á síðunni þinni að sóknargjöldin renni til Guðfræðideildarinnar ef maður er utan trúfélaga. Hið rétta er að þau renna í Háskólasjóð. Ég veit ekki hvernig þessi mýta komst á kreik en hún er mjög útbreidd.


Ratatoskur - 24/11/06 19:37 #

Þetta er alveg ótrúlegt. Ég ákvað að athuga skráningu mína líka (til gamans), sá að nóg er að senda fyrirspurn í gegnum vefsíðu Þjóðskrár, fékk skýrt svar til baka daginn eftir: Þú ert skráður í Þjóðkirkjuna.

Þetta er alger misskráning, ég er bæði óskírður og ófermdur og þótt móðir mín hafi reyndar verið í Þjóðkirkjunni þá voru send inn eyðublöð fyrir bæði mig og öll systkini mín á sínum tíma um úrskráningu. Systir mín bíður nú eftir svari.

Kallast þetta trúfrelsi ? Alveg sama hvað maður gerir þá er maður samt skráður í Þjóðkirkjuna.

Hvet alla til að skoða skráningu sína. http://thjodskra.is/fyrirspurnir/


Hjalti Rúnar Ómarsson (meðlimur í Vantrú) - 24/11/06 19:47 #

.... og þótt móðir mín hafi reyndar verið í Þjóðkirkjunni þá voru send inn eyðublöð fyrir bæði mig og öll systkini mín á sínum tíma um úrskráningu.

Þetta kom ekki fram á síðunni þinni. Ertu viss um að þau hafi verið send? Því ef svo er, þá er þetta afar dularfullt.

En það skiptir engu máli hvort þú ert skírður eða ekki, við fæðingu er miðast við skráningu móður.


Ratatoskur - 24/11/06 20:48 #

Var að uppfæra síðuna mína. Ég fékk að vita í dag frá foreldrum mínum að plagg hafi án efa verið sent inn um það að ég væri utan trúfélaga. Þetta var gert fyrir mig eins og fyrir systkini mín sem fædd eru erlendis, þegar við fluttum til Íslands fyrir nokkrum árum.

Faðir minn er að skoða þessi mál núna með tilliti til systkina minna. Ég hef sjálfur ekki tök á því að skoða þetta nánar þar sem ég er staddur erlendis.

Þetta er dularfullt.

Ps. Veit að skírn jafngildir ekki skráningu í Þjóðkirkjuna en manni finnst þetta bara svo gríðarlega bjánalegt hvernig maður getur verið skráður í trúfélag án þess að hafa nokkurn tímann haft samskipti um slíkt við trúfélag.


jogus (meðlimur í Vantrú) - 24/11/06 21:02 #

Það er komið trúfrelsi á Íslandi. Við eigum bara nokkuð í land með trúfélagafrelsi ;)

Lokað hefur verið fyrir athugasemdir við þessa færslu. Við bendum á spjallið ef þið viljið halda umræðum áfram.