Allar færslur Allir flokkar Sos Um félagið Úrskráning Lógó Spjallid@Vantru Póstfang Vantru@Facebook Vantru@Youtube Vantru@Twitter

Udo Erasmus

Eins og gjarnan gerist í byrjun vetrar, hæfilega nálægt jólum, þá er nú í nóvember von á enn einum boðbera hreysti og heilbrigðis til Íslands. Enn á ný skolar upp á skerið sérfræðingi með bók að boða kúr eða með töfluglas fyrir sjúka, alla veganna með eitthvað sem Landinn svo sárlega þarfnast.

Í fyrra var það Jane Plant með makalausa kenningu um lækningu krabbameins. Árið þar á undan var það blóðflokkafæðið eða var það háraliturinn? Snillingarnir koma og fara og sem betur fer gleymast flestir fljótt.

Í ár heitir frelsarinn Udo Erasmus sem eins og segir í auglýsingu frá Lyfju er „einn þekktasti næringarfræðingur heims“. Auglýsingin birtist reyndar sem hver önnur frétt í Fréttablaðinu þriðjudaginn 14. nóvember. Kemur ekki á óvart. Við lifum á tímum þar sem útilokað er að setja fingur á það hvar auglýsingu lýkur og frétt byrjar, enda eru vinsælustu blöðin og tímaritin löngu hætt að elta ólar við það að uppfræða almenning.

Vissulega hefur Udo Erasmus próf í næringarfræði en að segja að hann sé heimsfrægur næringarfræðingur er ofrausn. Ef flett er upp „Web of Science“ eða „Pubmed Medline“ sem eru stærstu gagnabankar heims á sviði vísinda kemur í ljós að Udo Erasmus birti síðast vísindagrein árið 1971. Greinarnar voru reyndar tvær og fjölluðu um bananaflugur.

Betur færi á því að segja að Udo Erasmus sé heimsþekktur sölumaður fæðubótarefna. Hann kemur hingað á vegum Lyfju og í tilkynningu frá fyrirtækinu segir að Udo Erasmus hafi „fengið fjölda viðurkenninga, m.a. fyrir rannsóknir og þróun á ferskum olíum til manneldis“. Að hann hafi hlotið viðurkenningar fyrir rannsóknir og þróun á olíum til manneldis er nú ekki það sem Udo Erasmus sjálfur segir á heimasíðunni sinni. Viðurkenningar hefur hann hlotið fjölmargar, en fyrst og fremst fyrir snjalla markaðssetningu á ýmiss konar varningi sem hann framleiðir sjálfur. Auðvitað er ekkert við það að athuga. Það er augljóst að UE er frábær íþróttamaður á sínu sviði og vel gæti farið svo að Íslendingar eigi eftir að sæma hann enn einni viðurkenningunni og þá þeirri sem kætir sölumenn hvað mest.

Udo Erasmus semur bækur og heldur fyrirlestra á milli þess sem hann setur saman og markaðssetur frábærar heilsuvörur. Þar er flaggskipið jurtaolíublanda sem Udo kallar af hógværð „Udo’s Oil“. Í henni er „hárrétt“ blanda af ómega-3, ómega-6 og ómega-9 fitusýrum. Þessi „hárrétta“ blanda inniheldur þannig ómega-9 fitusýrur sem líkaminn þarfnast örugglega ekki, því hann framleiðir þær sjálfur. Svo eru þar fitusýrur af ómega-6 gerðinni, sem við núverandi aðstæður eru til óþurftar því við innbyrðum alltof mikið af þeim. Loks eru þar ómega-3 fitusýrur sem eru vissulega mikilvægar en þær sem eru í „Udo’s Oil“ gera takmarkað gagn. Um er að ræða línóleniksýru sem er stutt ómega-3 fitusýra úr jurtaríkinu sem þarf að umbreytast í löngu fitusýrurnar EPA og DHA svo hún nýtist manninum. Konur nýta línóleniksýru að nokkru leyti svo séð sé fyrir þörfum fósturs og brjóstmylkinga en karlar nýta þær mjög illa. Sérstaklega gengur líkama þeirra illa að smíða DHA úr línóleniksýru. Ef vel ætti að vera þyrfti að taka fram á umbúðunum að varan gagnist ekki karlmönnum. Svo einfalt er það.

Til er miklu betri aðferð til þess að fá ómega-3 fitusýrur af réttri gerð í nægu magni og þessa aðferð hafa Íslendingar notað lengi. Hún felst í því að éta fisk og taka lýsi.

Guðmundur Guðmundsson matvælafræðingur

Ritstjórn 21.11.2006
Flokkað undir: ( Aðsend grein , Kjaftæðisvaktin )

Viðbrögð


Sverrir Guðmundsson (meðlimur í Vantrú) - 21/11/06 10:46 #

Það er einnig kynning um þennan fyrirlesara í Blaðinu í dag en þar eru menn þó það heiðarlegir að skrifa „kynning“ við fréttatilkynninguna.


Bjarni - 21/11/06 20:59 #

Takk Guðmundur fyrir skrif þín. Mér finnst ánægjulegt að sérfræðingar á ýmsum sviðum láti vita þegar verið er að plata almenning. Ég legg til að þú sendir upplýsingar þínar á Blaðið og Fréttablaðið þeim til ánægjuauka og endurskoðunar á skrifum sínum.


HannaH - 21/11/06 22:40 #

snilldar grein. sparaðir mér svona fimmþúsund kall :D luv yah :D


Khomeni - 22/11/06 00:21 #

Frábær grein. Meira af þessu. Bravó.

Útaf með Údó!

Uppáhalds svikamillan mín er reyndar höfuðbeina og spjaldhryggsjafnararnir. Þar á eftir kemur arómaþerapistarnir. Svo segullæknar og þar eftir "handayfirlagninga" liðið.

Höfðubeina og spjaldhryggsfólkið er alveg kostulegur hópur...


Kiddi - 22/11/06 01:02 #

persónulega finnst mér blómadroparnir fyndnastir.


Birgir Baldursson (meðlimur í Vantrú) - 22/11/06 01:59 #

...og þar eftir "handayfirlagninga" liðið.

Samanber Þjóðkirkjuprestana. ;)


Svanur Sigurbjörnsson - 22/11/06 14:24 #

Takk fyrir samantekt á þessum kuklara. Berjumst gegn þessu hvar sem við förum. Í morgun hlustaði ég á Rás 1 og heyrði þar mér til hryllings einhverja ljósmóður lýsa "innri þekkingu" eða "innsæi" og svo "andlegri þekkingu" sem kæmi frá veru sem stæði við hlið ljósmæðra og leiðbeindi þeim á einhvern máta. Þetta væru oft ljósmæður eða læknar sem væru horfnir á braut. Þetta væri oft við hægri hlið ljósmæðranna. Hún sagðist vera að "rannsaka" þetta og liti á þetta sem fræðigrein. Um mig fór hrollur. Megum við nú búast við því að ljósmæður bíði eftir skilaboðum að handan varðandi næstu ákvörðun þegar barnið situr fast í fæðingunni? Ég á geðklofa vin sem talar um að dánir stórmeistarar hjálpi honum í skák en hann hefur þó afsökun - hann er veikur.


Khomeni - 22/11/06 20:10 #

Hvaðan kemur þessi þrá eftir hinu "óúrskýranlega"? Þessi tilhneyging um að gefa í sífellu til kynna að eitthver handanveruleiki sé fyrir hendi. Þetta þykir mér undarlegt í meira lagi.

Kannski leiðist þessar ljósmóður í vinnunni og er að reyna að varpa einhverjum dular-hjúp á starfið? Hví segir þessi kona þessa vitleysu? Hvaða hvatir eru þarna að baki? Hún myndi örugglega ekki halda þessu fram ef lífið lægi við. Þá myndi hún viðurkenna að þetta er lygi.

Hún er ótrúleg þessu hegðan fólks og fullyrðingar um blómadropa, spjaldhryggsnudd, árufitl, handayfirlagningar unglinsstúlkna, rafskautalæknigar, segullækningar, jóga, kristalla-kukl, geimveru-gums og allt þetta spádómskjaftæði sem miðar að því að hafa fé af syrgjandi fólki.
-Fussum svei.


Ólafur G. Sæmundsson - 29/11/06 11:29 #

Sæll Guðmundur. Góð grein sem ég myndi gjarnan vilja sjá birta í blöðum. Hafðu allavega samband við doktor.is (Gunnþóri) og biddu hana um að birta greinina. Á bls. 24 í mogganum í dag (24. nóv.) er vitnað í garpinn og mér finnst hreint og beint með ólíkindum að næringarfræðingur haldi fram þeim vittleysis fullyrðingum sem þar koma fram! En því miður: "Margur verður að aurum api".

Kveðja, Ólafur G. Sæmundsson, næringarfræðingur


??? - 29/11/06 16:21 #

"On Saturday, Oct 15, 2005, Udo Erasmus was given the honor of being inducted into the Canadian Health Food Association's Hall Of Fame.

This prestigious award was given in recognition of Udo's contribution to the fields of health and nutrition over the past two decades and to his persistant efforts in educating the public and industry about the importance of Essential Fatty Acids."

Fá svikarar svona verðlaun ???


Matti (meðlimur í Vantrú) - 29/11/06 16:40 #

Tja, það er spurning. Er Udo Erasmu svikari?


Erlendur (meðlimur í Vantrú) - 29/11/06 16:48 #

Já, það er spurning hvort hægt sé að kalla hann svikara. En varðandi verðlaunin, það þarf ekki mikið til þess að blekkja/afvegaleiða samtök sem samastanda meðal annars af hómópötum og eru því nú þegar höll undir hjáfræði og rugl

Um CHFA


Jón Magnús (meðlimur í Vantrú) - 29/11/06 17:01 #

Ég get tekið undir það Erlendur að það er ekki mjög traustvekjandi ef samtök eins og CHFA mæla með smáskammtalækningum. Því gefur maður nú ekki mikið fyrir þeirra álit að Udo Erasmus sé einhver til að taka mark á.


Snæbjörn Guðmundsson - 29/11/06 22:20 #

Sjá heimasíðu CHFA: "The Canadian Health Food Association (CHFA) is a non-profit federally chartered trade association...members include retailers, wholesalers, distributors, manufacturers..." Nafn samtakanna segir ekki alla söguna. Þetta eru hagsmunasamtök en ekki samtök fræðimanna. Samtökin eru runnin upp úr "Canadian Health Food Dealers Association".


Jón Magnús (meðlimur í Vantrú) - 29/11/06 22:24 #

Svo það rennir frekar stoðum undir að hann Udo sé svikari að hann sé viðukenndur af þessum samtökum heldur en hitt. ??? takk fyrir að benda okkur á þetta :)


Fríða Rún Þórðardóttir - 30/11/06 11:25 #

Blessuð öll sömul, og Guðmundur, kærar þakkir fyrir góða og hnitmiðaða grein sem ætti að birtast sem víðast. Allra best væri að fá þetta efni upp á borðið t.d. í Kastljósinu, ég myndi með glöðu geði reyna mitt til að koma þér og þessu efni á framfæri þar.

Ég sat sjálf þetta sölu-erindi Udos og beið vel og lengi eftir því að hann hætti að tala um "standards" og að ráðuneyti hvers lands og nefndir sem hafa með hollustu að gera, setji hærri standarda sem vernda okkur gegn fyrirtækjum sem reyna að selja okkur óhollustu en hann nefndi sérstaklega Lýsi í þessu sambandi, sem er þvílík fásinna. Einnig talaði hann um það hvað fiskur yfir höfuð væri orðinn mengaður. Udo var hins vegar óheppinn því ungur maður með viðurkennda menntun og þekkingu á efninu stóð virkilega uppi í hárinu á honum og var þetta orðið mjög svo pínlegt fyrir Udo.

Við verðum að gæta okkur á því að rugla ekki almening í rýminu heldur gefa þeim skýr skilaboð um hvað er satt og rétt, hollt og ekki eins hollt. Fríða Rún Þórðardóttir, næringarfræðingur, næringarráðgjafi


??? - 30/11/06 19:40 #

Ég ætlaði nú reyndar ekki að taka neina sérstaka afstöðu með honum Udo, mér fannst bara fyndið að það var verið að gefa honum viðurkenningu fyrir rannsóknir sínar á fitusýrum en ekki fyrir sölu og markaðsfærni. Ástæðan fyrir því að ég sagði "svikari" var að ég var að reyna að vera kaldhæðinn vegna þess að menn voru farnir að líkja honum við einhverja handanheilara. Eins og ég sé málið þá er Udo og Guðmundur bara tveir vísindamenn sem eru ósammála...

Annars man ég eftir einhverri umræðu í sjónvarpinu þar sem var verið að tala um hvort lýsi virkaði eða ekki, þannig að Udo er sjálfsagt ekkert eini maðurinn sem gagrýnir okkar heilaga lýsi :)


Snæbjörn Guðmundsson - 30/11/06 20:35 #

Ég ætlaði nú reyndar ekki að taka neina sérstaka afstöðu með honum Udo, mér fannst bara fyndið að það var verið að gefa honum viðurkenningu fyrir rannsóknir sínar á fitusýrum en ekki fyrir sölu og markaðsfærni.

Á heimasíðu Udos Erasmusar má lesa kafla úr heiðurskjalinu sem hann fékk frá CHFA og undirritað var af forseta samtakanna. Þar segir að frægðarverðlaun CHFA séu veitt þeim sem hafa með eftirminnilegum hætti stuðlað að viðgangi viðskipta með heilsuvörur, eða orðrétt:

„the Hall of Fame Award is presented to members of the Canadian natural health products industry for their outstanding leadership and lifetime contributions to the development and growth of our industry.“

Um aðra þætti sem ráða vali afreksmanna CHFA segir í heiðursskjalinu:

Some of the other factors that also go into the selection of recipients for this award include:
  • Long industry service and participation
  • Impressive achievement over a lifetime
  • Peer recognition as a pioneer of our industry

??? - 01/12/06 08:19 #

Ok. sorrý, "Ég ætlaði nú reyndar ekki að taka neina sérstaka afstöðu með honum Udo, mér fannst bara fyndið að það var verið að gefa honum viðurkenningu fyrir rannsóknir sínar á fitusýrum en ekki "eingöngu" fyrir sölu og markaðsfærni." :)

En samt verð ég að segja að ég hef ekki séð neinar útskýringar sem benda til þess að hann hafi unnið eitthvað vittlaust af rannsóknum sínum eða sé eitthvað að ljúga því að hann sé næringarfræðingur, þannig að ef við gefum okkur það að hann hafi rannsakað fitusýrur í þessa áratugi sem talað er um þá finnst mér að hann megi allavega njóta vafans og það sé talað um hann sem vísindamann en ekki kukklara.

Fríða Rún skrifaði: "Við verðum að gæta okkur á því að rugla ekki almening í rýminu heldur gefa þeim skýr skilaboð um hvað er satt og rétt, hollt og ekki eins hollt."

Væri þá ekki heiðarlegra að þið næringarfræðingar mynduðgera vísindalega rannsókn á vörunum hanns og taka t.d. tvíblinda rannsókn á olíunni hans og lýsi frekar en að skrifa bara grein um álit ykkar á manninum?


Matti (meðlimur í Vantrú) - 01/12/06 09:08 #

mér fannst bara fyndið að það var verið að gefa honum viðurkenningu fyrir rannsóknir sínar á fitusýrum

Hvar kemur fram að þessi viðurkenning sé fyrir rannsóknir? Í greininni sem þú ert að kommenta við stendur:

Viðurkenningar hefur hann hlotið fjölmargar, en fyrst og fremst fyrir snjalla markaðssetningu á ýmiss konar varningi sem hann framleiðir sjálfur.

Að öðru:

En samt verð ég að segja að ég hef ekki séð neinar útskýringar sem benda til þess að hann hafi unnið eitthvað vittlaust af rannsóknum sínum eða sé eitthvað að ljúga því að hann sé næringarfræðingur

Lestu greinina hér fyrir ofan. Þar er því ekki haldið fram að maðurinn sé ekki næringarfræðingur.

Vissulega hefur Udo Erasmus próf í næringarfræði en að segja að hann sé heimsfrægur næringarfræðingur er ofrausn.

Kjarninn í gagnrýninni í greininni er neðst og lítur svona út:

Þar er flaggskipið jurtaolíublanda sem Udo kallar af hógværð „Udo’s Oil“. Í henni er „hárrétt“ blanda af ómega-3, ómega-6 og ómega-9 fitusýrum. Þessi „hárrétta“ blanda inniheldur þannig ómega-9 fitusýrur sem líkaminn þarfnast örugglega ekki, því hann framleiðir þær sjálfur. Svo eru þar fitusýrur af ómega-6 gerðinni, sem við núverandi aðstæður eru til óþurftar því við innbyrðum alltof mikið af þeim. Loks eru þar ómega-3 fitusýrur sem eru vissulega mikilvægar en þær sem eru í „Udo’s Oil“ gera takmarkað gagn.

??? (ég vildi óska þess að þú veldir þér að minnsta kosti nothæft dulnefni), gagnrýni þín missir marks því allt sem þú hefur sett fram hefur þegar verið afgreitt í greininni sem þú ert að gera athugasemdir við.


??? - 01/12/06 13:03 #

þarna ert þú eitthvað að misskilja, ég er ekki að setja útá greinina sem slíka heldur er ég að setja útá það að fólk sem kommentar eru að líkja Udo við einhverja handanheilara og kalla hann kukklara, ég veit að greinarhöfundur sagði að hann væri næringarfræðingur ég vil bara að það sé talað um hann sem slíkan. En mér finnst öll þessi umræða standa eða falla á því hvor næringarfræðingarnir hafi rétt fyrir sér, Udo eða Guðmundur, persónulega hef ég ekki hugmynd um það hvor hefur rétt fyrir sér en ég myndi gjarnan vilja að menn gerðu bara rannsóknir á því í staðin fyrir að reyna bara að grafa upp skít um annan þeirra.


Matti (meðlimur í Vantrú) - 01/12/06 13:20 #

persónulega hef ég ekki hugmynd um það hvor hefur rétt fyrir sér en ég myndi gjarnan vilja að menn gerðu bara rannsóknir á því í staðin fyrir að reyna bara að grafa upp skít um annan þeirra.

Guðmundur bendir á hvað í fullyrðingum Udo Erasmus stenst ekki rýni. Dugar það ekki? (Þú þarft ekki að svara)


Lárus Viðar (meðlimur í Vantrú) - 01/12/06 13:21 #

Það er útskýrt í greininni hvers vegna þessi „Udo’s Oil“ er gagnslaus vara. Gagnrýnin er ekki byggð á hugmyndum Guðmundar heldur vísindalegri þekkingu á ómega fitusýrum. Udo kallinn þarf að sýna fram á gagnsemi þessarar olíu ef taka skal mark á honum.


Ragnar - 01/12/06 15:51 #

Einnig kemur fram í greininni: "Udo Erasmus birti síðast vísindagrein árið 1971"

Hann hefur sem sagt ekki birt staf síðan í doktorsnáminu sínu.

Þetta segir allt sem segja þarf um gæði vísindastarfs hans.


??? - 01/12/06 17:07 #

Lárus Viðar skrifaði: "Það er útskýrt í greininni hvers vegna þessi „Udo’s Oil“ er gagnslaus vara. Gagnrýnin er ekki byggð á hugmyndum Guðmundar heldur vísindalegri þekkingu á ómega fitusýrum. Udo kallinn þarf að sýna fram á gagnsemi þessarar olíu ef taka skal mark á honum." (afsakið en ég kann ekki að búa til svona kassa eins og þið gerið undir quotin)

Hvar í greininni er vitnað í einhverjar rannsóknir á bakvið það sem Guðmundur er að halda fram?

Ragnar skrifaði: "Einnig kemur fram í greininni: "Udo Erasmus birti síðast vísindagrein árið 1971"

Hann hefur sem sagt ekki birt staf síðan í doktorsnáminu sínu.

Þetta segir allt sem segja þarf um gæði vísindastarfs hans."

Það fannst bara ekki neitt eftir hann á þessum síðum sem höfundur tók fram (til gamans má geta að á annari vefslóðinni var heldur ekkert eftir Guðmund)

en ég vil samt halda áfram að benda á það að ég er ekki endilega að taka afstöðu með Udo. Ég vil bara að fólk skoði mál frá báðum sjónarhornum, það er nefninlega ekkert mál að skrifa grein um einhvern og láta hann líta illa út, sérstaklega á stað þar sem hann fær ekki tækifæri að verja sig. Þessi olía hanns er mjög vinsæl, hann er með gráðu í næringarfræði og hann segist vera búinn að rannsaka fitusýrur í 20 ár. Þetta þykir mér næg ástæða til þess að gera rannsókn á þessu en ekki bara ákveða að hann sé að bulla.

Hvað ef hann hefur rétt fyrir sér? Er ég sá eini sem er forvitinn um það?


Dvergurinn - 01/12/06 18:26 #

Það fannst bara ekki neitt eftir hann á þessum síðum sem höfundur tók fram (til gamans má geta að á annari vefslóðinni var heldur ekkert eftir Guðmund)

Það vill svo til að þessar síður sem Guðmundur tiltekur innihalda, að ég leyfi mér að segja, allar birtingar í viðurkenndum vísindatímaritum heimsins, a.m.k. á sviði lífvísinda. Það má vel vera að Guðumundur hafi ekki birt greinar sjálfur enda er ekki víst að hann starfi við vísindarannsóknir. Það fyrirgerir þó ekki rétti hans til að gagnrýna rannsóknir annarra.

Hvað ef hann hefur rétt fyrir sér? Er ég sá eini sem er forvitinn um það?

Nei, þú ert ekki einn um það. Til þess að svala þessari forvitni er fyrsta skrefið að leita eftir greinum eftir Udo Erasmus í viðurkenndum vísindaritum. Þar rekst maður á vegg, því hann virðist ekki hafa gefið neitt út. Mér tókst alla vega ekki að finna eina einustu grein eftir hann.

Mér finnst nokkuð hart að ??? fari fram á að Guðmundur birti rannsóknir sem sýna fram á grundvallaratriði í fitusýrubúskap líkamans. Þess háttar upplýsingar er hægt að finna í kennslubókum eða jafnvel á netinu (t.d. á Wikipedia).

Mér sýnist að ??? þurfi að tileinka sér betri skilning á því hvernig vísindaheimurinn virkar, auk þeirrar sjálfsögðu háttvísi að skrifa a.m.k. undir sæmilegu dulnefni.


Guðmundur Guðmundsson - 01/12/06 22:44 #

Til frekari skýringar fyrir áhugasama:

  1. PubMed Medline (http://www.ncbi.nlm.nih.gov/entrez/query.fcgi?DB=pubmed): Þar eru tilgreindar þrjár greinar eftir Udo Erasmum, ein frá 1967 og tvær frá 1971. Allar fjalla greinarnar um erfðafræðitilraunir með bananaflugur.

  2. Web of Science (http://isiknowledge.com): Þar eru tilgreindar greinarnar frá 1971.

  3. Það að líkaminn framleiði sjálfur ómega-9 fitusýrur og þurfi þær hvorki úr fæðu né fæðubótarefnum er almennur og viðurkenndur sannleikur.

  4. Ómega-6 fitusýrur eru lífsnauðsynlegar fitusýrur sem menn þurfa að fá úr fæði en öllu má ofgera. Magn þessara fitusýra í vestrænu fæði hefur margfaldast á síðustu áratugum samfara sprengingu í framleiðslu og neyslu jurtaolía. Er nú svo komið að margir vísindamenn tengja þessa miklu neyslu aukinni tíðni ýmissa sjúkdóma. Hvort sem áhrif ofgnóttar ómega-6 fitusýranna séu jafn slæm og sumir vilja vera láta, er deginum ljósara að viðbót af þessum fitusýrum er til óþurftar og fráleitt að Vesturlandabúar þurfi að taka þær inn sérstaklega, jafnvel þótt það komi Udo Erasmusi vel.

  5. Stuttar ómega-3 fitusýrur úr jurtaolíum (línóleniksýra) eru engan veginn jafngildar löngum ómega-3 fitusýrum úr sjávarfangi (EPA, DPA, DHA). Skýringin er sú að til þess að gera gagn þurfa þær stuttu að umbreytast í þær löngu. Margt er enn á huldu um nýtingu línóleniksýru í líkamanum. Þó er ljóst að hún er mismunandi milli kynja og konur nýta hana mun betur en karlar. Um þessi mál hefur verið fjallað í ótal vísindagreinum. T.d. má benda á glænýja yfirlitsgrein eftir G.C. Burdge hjá háskólanum í Southhampton. Þessi grein heitir „Metabolism of α-linolenic acid in humans“ og birtist í septemberhefti tímaritsins Prostaglandins, Leukotrienes and Essential Fatty Acids (árg. 75, bls. 161-168). Greinina má jafnframt lesa á netinu í ScienceDirect (www.sciencedirect.com). Meginniðurstaða Burdges er sú að línóleniksýra nýtist takmarkað til framleiðslu langra ómega-3 fitusýra og þá sérlega illa til framleiðslu DHA, þótt umbreytingin sé betri hjá konum en körlum. Ennfremur segir hann að rannsóknir bendi til þess að hjá körlum sé umbreyting línóleniksýru yfir í EPA aðeins 0,2% til 6% (mismunandi milli rannsókna) og svipuð fyrir DPA. Nýmyndun DHA úr línóleniksýru er aftur á móti enn minni eða aðeins 0,05% eða minna. Reyndar tiltekur Burdge eina rannsókn sem skar sig úr en þar mældist nýmyndun DHA úr línóleniksýru 4%.

Nú getur hver spurt sjálfan sig er „Udo’s Oil“ góður kostur fyrir mig?


náttúran - 02/12/06 13:34 #

Mér þætti fróðlegt að vita hvar þessir spekingar hér hafa numið sín fræði og hve lengi þeir hafa starfað við fagið? Udo er viðurkenndur næringarfræðingur og hefur starfað við fagið í tuttugu ár, ætli ásettningurinn sé eingöngu að byrla fólki eitur? Hvernig eru þessar blessuðu olíur sem við erum að innbyrða af svo miklum móð, til dæmis hið heilaga íslenska lýsi? Hvernig er vinnslan og hverjar eru afleiðingar hreinsunar (að ekki sé talað um aðferðir)? Ég hef séð þó nokkur dæmi af mjög góðri virkni olíanna á fólk! Meðal annars á ofvirkann dreng sem er ekki lengur að taka rítalín en tekur olíuna í staðinn og er MUN betri af sínum veikleika. Svona "vísindalegar" rannsónir segja mér ekki mikið, ef ég finn á sjálfri mér hið gagnstæða! Ég tek þessa olíu sjálf og finn mikinn mun á mér, á ég að hætta að trúa því og fara að taka lýsi sem gerir nákvæmlega EKKERt fyrir mig?


Lárus Viðar (meðlimur í Vantrú) - 02/12/06 14:30 #

Udo er viðurkenndur næringarfræðingur og hefur starfað við fagið í tuttugu ár, ætli ásettningurinn sé eingöngu að byrla fólki eitur? Nei, tilgangurinn er að græða peninga, t.d. á þér og öðrum sem gleypa við þessu hráu.

Það skiptir nákvæmlega engu máli þó að einhver hafi sullað þessu glundri ofan í sig og haldi að honum líði betur á eftir. Eina leiðin til að sjá hvort að þessi áhrif séu mælanleg eru tvíblindar samanburðarrannsóknir með stýrihóp til viðmiðunar.


udofan - 02/12/06 14:45 #

jæja, ég breytti dulnafninu mínu úr ??? í udofan:), þið verðið að afsaka fyrra nafnið, ég ætlaði víst bara að commenta einu sinni en það varð óvart oftar :/

Sæll dvergurinn, það var aldrei ætlunin mín að grafa undan trúverðleika Guðmundar með því að skrifa að ég hefði ekki fundið grein eftir hann á öðrum vefnum heldur ætlaði ég að reyna að grafa undan trúverðugleika þessarar vefsíðu. Þú segir nefnilega að:"Það vill svo til að þessar síður sem Guðmundur tiltekur innihalda, að ég leyfi mér að segja, allar birtingar í viðurkenndum vísindatímaritum heimsins." Ok. hvers vegna finn ég þá ekki neitt eftir Guðmund á annari en alveg helling eftir hann á hinni?

En það skiptir víst engu máli, ef engar rannsóknir finnast eftir Udo þá hef ég víst ekki mikið eftir til að rökræða með :(

Ég vil þó segja að ég hef rosalega góða reynslu af olíunni hans Udos, (og veit um marga)hef fundið rosalegan mun á mér sem ég hef ekki fengið af áralangri reynslu af lýsi.

En mín eigin sannfæring segir víst lítið hér, mér finnst bara að neitendur eigi skilið að fá einhverskonar tvíblindar rannsóknir svo við getum fengið sannleikan á hreint.


Dvergurinn - 02/12/06 15:48 #

Ok. hvers vegna finn ég þá ekki neitt eftir Guðmund á annari en alveg helling eftir hann á hinni?

Þetta getur farið eftir því hvernig þú leitar, t.d. hvernig síðurnar vilja fá nafn höfundar uppsett (Gudmundsson, Gudmundur eða Gudmundsson G o.s.fr.)

Auk þess er auðvitað alger frumskógur að leita að greinum eftir mann að nafni Guðmundur Guðmundsson, því þeir eru allnokkrir.

Jafnvel þótt einhver munur geti verið á þeim gagnagrunnum sem liggja að baki síðunum tveimur breytir það því ekki að þetta eru staðirnir til að finna birtar vísindagreinar. Þú getur líka prófað að fara inn á hvar.is og leitað í öðrum gagnagrunnum sem vísað er í þaðan, s.s. Ovid eða Scopus. Það ber allt að sama brunni. Það má vel vera að Udo Erasmus rannsaki olíur sínar, en ef hann birtir ekkert af niðurstöðum sínum þá er ekki hægt að taka mark á þeim.

En mín eigin sannfæring segir víst lítið hér, mér finnst bara að neitendur eigi skilið að fá einhverskonar tvíblindar rannsóknir svo við getum fengið sannleikan á hreint.

Þar getum við verið sammála. Stóra spurningin er sú hvers vegna Udo Erasmus treystir ekki vörum sínum nóg til að gera á þeim alvöru rannsóknir.


náttúran - 02/12/06 17:21 #

Ég hef engin svör fengið við spurningum mínum, þætti voða vænt um að fá þau! Hve mikið er heilaga lýsið rannsakað og af hverjum? Eru rannsóknir til sem sýna fram á óskaðlegu efnin og hve vinnslan er góð á þessari alíslensku og frábæru afurð (að ekki sé talað um aðrar olíur)? Tvíblindar rannsóknir kannski, eða einhver sem hefur fundið á sér mikinn mun eftir að hafa byrjað að taka inn lýsi? Hvaða áhrif hefur háhitun á olíur? Vill einhver hér staðhæfa að lýsi sé ekki háhitað og hreinsað með einhverslags kemískum (eflaust voða hollum) efnum? Hvern erum við að styðja fjárhagslega með kaupum á vörum? Er ekki alltaf einhver að hagnast á öllu sem við erum að kaupa? Mér finnst þessi umræða bera vott um þröngsýni á mjög háu stigi!


udofan - 02/12/06 17:34 #

hæ, náttúran, þarna er ég sammála þér, þessum spurningum vil ég líka fá svar við :)

dvergurinn skrifar: "Þar getum við verið sammála. Stóra spurningin er sú hvers vegna Udo Erasmus treystir ekki vörum sínum nóg til að gera á þeim alvöru rannsóknir."

þú ættir eiginlega að skrifa "birta" en ekki "gera" þar sem við vitum ekki hvort hann hafi gert rannsóknirnar

Mér þykir samt skrítið að ef Udo er bara einhver markaðsmaður af hverju hélt hann þá fyrirlestur fyrir fagfólk í þessari grein, ég meina ef ég væri að gera eitthvað sem ég hefði ekki hundsvit á þá færi ég ekki að boða saman allt það fólk sem væri að vinna við að gera rannsóknir á þessu og standa svo undir spurningum frá þeim....


Dvergurinn - 02/12/06 22:01 #

Ég veit ekki hvort ég er rétti maðurinn til að svara fyrir rannsóknir á lýsi, en við það eitt að fara inn á pubmed.com og leita að "dietary fish oil" (með gæsalöppunum til að þrengja valið) koma upp 553 greinar og 4028 ef maður sleppir "dietary"-hlutanum.

Þetta finnst mér benda til þess að lýsi hafi verið rannsakað þónokkuð.

Framleiðsuferli Lýsis hf þekki ég ekki að öðru leiti en því að þeir segja vöru sína í það minnsta kaldhreinsaða. Samkvæmt heimasíðu fyrirtækisins hafa þeir ISO 9001 gæðaviðurkenningu sem hlýtur að segja eitthvað.

Ég veit hins vegar fyrir víst að þeir hafa á sínun snærum afar fullkomna rannsóknarstofu m.a. til fitusýrugreininga og menntað starfsfólk sem vinnur þar.

Udofan skrifar:

þú ættir eiginlega að skrifa "birta" en ekki "gera" þar sem við vitum ekki hvort hann hafi gert rannsóknirnar

Hvers vegna vill Udo Erasmus ekki að rannsóknarniðurstöður á olíum hans líti dagsins ljós?


náttúran - 03/12/06 10:42 #

Ef lýsi er virkilega kaldpressað og ekki hreinsað með háhitun og kemískum efnum, væri þá ekki meira bragð af því? Ég hef ekki nokkra trú á að vinnsluferlið sé svo gott að hráefnið sé ekki skemmt að einhverju leiti. Hef eiginlega frekar trú á að vinnsluferlið sé búið að rýra þónokkuð ágæti lýsisins! Er einhver hér sem getur hrakið þessa staðhæfingu?


Ragnar - 03/12/06 21:26 #

"Ef lýsi er virkilega kaldpressað og ekki hreinsað með háhitun og kemískum efnum, væri þá ekki meira bragð af því? Ég hef ekki nokkra trú á að vinnsluferlið sé svo gott að hráefnið sé ekki skemmt að einhverju leiti. Hef eiginlega frekar trú á að vinnsluferlið sé búið að rýra þónokkuð ágæti lýsisins! Er einhver hér sem getur hrakið þessa staðhæfingu?"

Er ekki nóg að gera bara ráð fyrir að rannsóknar- og þróunardeildin ásamt gæðaeftirlitsdeildinni viti hvað þau eru að gera ? Hjá Lýsi vinna alla vega 4 matvælafræðingar, 1 lyfjafræðingur og 1 efnafræðingur skv. vefsíðunni auk annarra sjálfsagt vel menntaðra einstaklinga. Ég þekki til efnafræðingsins en hann lauk doktorsprófi í lífrænni efnafræði og verkefnið fjallaði um rannsóknir á fitusýrum. Auk þess hefur Lýsi verið í samstarfi við Guðmund G. Haraldsson prófessor í lífrænni efnafræði (efnafræði fituefna) og einnig við aðrar rannsóknarstofur á Íslandi.

Mig grunar að þetta fólk þekki efnafræði fituefna betur en þú. Ég tala nú ekki um þegar ég heyri notkun orðsins "kemísk efni" sem ég ranghvolfi augunum alltaf við að heyra.


náttúran - 04/12/06 00:37 #

Ragnar, veist þú eitthvað um gæðaeftirlit Udo´s verksmiðjanna? Er ekki á sama hátt og þú segir, hægt að gefa sér að það staff sé jafn fært staffinu hjá lýsi til að rannsaka og þróa góða vöru? Mig langar endilega til að heyra í einhverjum sem getur fundið breytingu á sér eftir að hafa tekið inn lýsi í tiltekinn tíma! Ég get bara sagt, að bæði fólk (ungir sem aldnir) og hundar sem ég þekki til og hafa verið að fá olíuna að staðaldri (nota bene eru hundar ekki efasemdar eða trúar-hópur) hafa sýnt eða fundið mun á sér!


Ragnar - 04/12/06 04:14 #

Ég veit ekkert um gæðaeftirlit Udo verksmiðjanna en þegar matvælafræðingur skrifar grein hér og varar við þessu og bendir á staðreyndavillur hjá Udo um fituefni og tveir næringarfræðingar taka undir þessi orð hans hér með kommentum þá finnst mér vissulega ástæða til að vantreysta olíu Udo's.

Ég fór inn á vefsíðu Udo og þar sem ég er ekki menntaður í matvælafræði eða næringarfræði eða þekki fitusýrur neitt að ráði (nenni alla vega ekki að fara rifja upp) þá get ég ekki gagnrýnt neitt í fljótu bragði, en mér finnst þó tilefni til að vantreysta þessu þar sem mér finnst þetta allt saman minna mig á svipaðar "heilsukukls"-vefsíður (fordómar vissulega).

Ég bendi í þessu sambandi á vefsíður eins og http://www.mercola.com/ en þarna hef ég uppgötvað GRÍÐARLEGAR staðreyndavillur um ýmisleg efnafræðileg atriði og algert bull af verstu gráðu en sjálfur er ég efnafræðingur.

"Mig langar endilega til að heyra í einhverjum sem getur fundið breytingu á sér eftir að hafa tekið inn lýsi í tiltekinn tíma! Ég get bara sagt, að bæði fólk (ungir sem aldnir) og hundar sem ég þekki til og hafa verið að fá olíuna að staðaldri (nota bene eru hundar ekki efasemdar eða trúar-hópur) hafa sýnt eða fundið mun á sér!"

Svona eru vísindi EKKI stunduð !


Ragnar - 04/12/06 05:57 #

Og eitt í viðbót.

"Udo Erasmus received his Bachelor of Science degree in Honours Zoology with a major in Psychology from the University of British Columbia, followed by graduate studies in biochemistry and genetics. Several years of research in the field of nutrition led to him write Fats and Oils, which earned him a Ph.D. in nutrition. " Heimild: http://florahealth.com/

Nú veit ég ekki hvaða djókháskóli gaf manninum Ph.D. gráðu í nutrition (kemur hvergi fram) en ég get fullvissað þig um að Háskóli Íslands t.d. myndi ALDREI veita manni Ph.D gráðu í raunvísindum/heilbrigðisvísindum fyrir að hafa gefið út óritrýnda heilsubók fyrir almenning sem inniheldur ekki einu sinni tilvitnun í alvöru ritrýnda vísindagrein (miðað við bókadóma sem ég las).

Vek einnig athygli á því að nutritionist er ekki lögverndað starfsheiti í USA (hver sem er getur því kallað sig nutritionist) á meðan dietitian er lögverndað starfsheiti og væri væntanlega rétt þýðing íslenska orðsins næringarfræðingur.


jogus (meðlimur í Vantrú) - 04/12/06 09:36 #

Næringarspekingurinn Udo?


náttúran - 04/12/06 09:51 #

þó svo að vísindi séu ekki stunduð svona, þá er engu að síður marktækt fyrir svona náttúrubörn eins og mig að finna mun á sjálfum sér og öðrum! Ýmislegt hefur verið gert í krafti einhverra furðulegra vísninda, en hætt eftir tiltekinn tíma. Ég nefni sem dæmi K-vítamín sem var sprautað í öll börn rétt eftir fæðingu, þetta var gert í nokkur ár og ef þess var ekki óskað af nýbökuðum foreldrum, var það eins og maður ætlaði að stinga blessuðum hvítvoðungnum í sjóðandi vatn eða þaðan af verra! Í dag er þessu algerlega hætt!? Hvað gerðist, þetta var alveg svakalega vísindalega kannað, börn URÐU að fá storknunarefni, annars gátu þau fengið heilablæðingar og ég veit ekki hvað! Er sú hætta liðin hjá, eða sáu "vísindin" að sér? Eins langar mig enn mikið að heyra í þeim sem finna á sér marktækann mun eftir að þeir fóru að taka lýsi! Ég er líklega svona helv** óvísndaleg ;o)


Dvergurinn - 04/12/06 11:14 #

Já Náttúra, skrif þín bera það með sér að þú sért ákaflega óvísindaleg.

Hvað gerðist, þetta var alveg svakalega vísindalega kannað, börn URÐU að fá storknunarefni, annars gátu þau fengið heilablæðingar og ég veit ekki hvað! Er sú hætta liðin hjá, eða sáu "vísindin" að sér?

Þarna kemur þú inn á einn meginþátt allra raunverulegra vísinda - þau sjá nefninlega að sér. Ef kenning sem áður var viðtekin reynist ekki vera rétt er henni kastað og ný kenning tekin upp í staðinn. Þetta gerist í kjölfar ítarlegra rannsókna. Oft nýtist ný tækni til að prófa eldri kenningar á fullkomnari hátt en þegar þær komu fyrst fram. Í vissum tilvikum getur þetta orðið til þess að breyta kenningum eða jafnvel hafna þeim.

Eins langar mig enn mikið að heyra í þeim sem finna á sér marktækann mun eftir að þeir fóru að taka lýsi!

Hvers vegna viltu frekar heyra vitnisburð einhverja einstaklinga heldur en niðurstöður rannsókna? Hér getur þú lesið eina slíka ef þú vilt. Ég get líka sagt fyrir sjálfan mig að ég finn mun þegar ég tek lýsi og sömu sögu segir faðir minn. Ég læt mér hins vegar ekki detta í hug að draga af því neinar ályktanir um gagnsemi lýsisinntöku fólks almennt.

Hvað er marktækur munur yfirleitt? Er það tilfinning einhvers tiltekins einstaklings fyrir því hvað gerist í kjölfar þess að hann tekur inn lýsi? Ætti það ekki mun frekar að vera tölfræðilega marktækur munur á meðferðarhópum bæði fólks og tilraunadýra í vísindalegum rannsóknum?


náttúran - 04/12/06 12:22 #

Er forsvaranlegt að neyða fólk til að vera með í svona vísindalegum rannsóknum? það var nefninlega tilfellið með K-vítamínið! Fólk var ekki spurt og ef einhver hafði rænu á að mótmæla, var hinn sami litinn augum stórglæpamanns! Til eru rannsóknir sem benda til að fylgni sé milli K-vítamínsins og einhverfu, það er ekki haft hátt um þær, enda koma þær vísindasamfélaginu ekki vel... Hvernig strendur á því að margir fá bót meina sinna hjá náttúrulæknum, jafnvel eftir langa þrautagöngu um "hefðbundna" læknis kerfið? Er þetta fólk þá bara svona auðtrúa, eða jafnvel móðursjúkt? Náttúrulækningar eiga sér mun lengri sögu en hinar og eru að mörgu leiti þekktari, við gefum líkamanum oft bara ekki þann tíma sem hann þarf til að vinna á sjúkdómum, okkur liggur svo á! Ég er alls ekki að gera lítið úr "hefðbundnu" læknisfræðinni, hef hins vegar þá trú að farsælast sé að taka báða pólana inn. Mjög algengt er í þeim löndum sem ég tel að við ættum að horfa til, að þessi tvö svið vinni saman!


Matti (meðlimur í Vantrú) - 04/12/06 12:53 #

Til eru rannsóknir sem benda til að fylgni sé milli K-vítamínsins og einhverfu,

Nú, hvar?


náttúran - 04/12/06 13:00 #

Rannsóknir sem ekki hefur verið haft hátt um og ég gæti ekki bent á, bjó erlendis á umtíma og fékk góðar upplýsingar um þær þar. Hef núna upp á síðkastið einnig fengið að heyra sögur af einhverfu-tilfellum sem benda til þess að eitthvað sé ekki eins og það á að vera.... Mjög óvísindalegt af minni hálfu, veit það, en svona rannsóknir koma sér ekki vel fyrir vísindin, ímyndið ykkur kröfurnar sem kæmu á fyrirtækin!?


G2 (meðlimur í Vantrú) - 04/12/06 14:26 #

Þetta rugl um tengsl einhverfu við ýmsar aðgerðir, t.d. bólusetningar ætlar að reynast lífseigt. Þetta eru staðlausir stafir allt saman.

Mjög algengt er í þeim löndum sem ég tel að við ættum að horfa til, að þessi tvö svið vinni saman!

Hvaða lönd eru þetta?

við gefum líkamanum oft bara ekki þann tíma sem hann þarf til að vinna á sjúkdómum, okkur liggur svo á!

Jahá, t.d. læknast krabbamein oft af sjálfu sér ef maður bara bíður nógu lengi!!


náttúran - 04/12/06 16:04 #

G2 það er hægt að misskilja eða skilja hlutina eins og manni hentar, eins er hægt að nota niðurstöður úr alls kyns rannsóknum eins og manni hentar! Löndin sem ég tala um eru til dæmis þýskaland og Japan, þar er fólk ekki svona forpokað eins og allt of margir hér! Ég sagði hvergi að krabbamein læknist að sjálfu sér (frekar en margir aðrir sjúkleikar) með nægum tíma, það sem ég sagði og þú hefðir skilið ef þú gæfir þér tíma til að lesa er, að náttúrulækningar og "hefðbundnar" lækningar geta stutt hvor aðra, hægt er að vinna saman, eitt þarf ekki að útiloka annað!

Hvernig getur þú fullyrt að tengsl milli bólusetninga og ýmissa sjúkdóma séu staðlausir stafir? Hefurðu einhverjar hávísindalegar rannsóknir sem sýna fram á það? Eða er það þín TRÚ?


Matti (meðlimur í Vantrú) - 04/12/06 16:14 #

Hér er ein rannsókn sem sýnir að ekki eru tengsl milli bólusetninga og einhverfu.


G2 (meðlimur í Vantrú) - 04/12/06 16:22 #

Hvernig getur þú fullyrt að tengsl milli bólusetninga og ýmissa sjúkdóma séu staðlausir stafir? Hefurðu einhverjar hávísindalegar rannsóknir sem sýna fram á það? Eða er það þín TRÚ?

Ég var sérstaklega að tala um einhverfu og bólusetningar og, já, ég veit um hávísindalegar rannsóknir sem AFSANNA þessi meintu tengsl. Það verður enginn einhverfur af því að fara í bólusetningu. Þú þarft ekki annað en að fletta upp í Medline til að finna haug af rannsóknum í þessa veru.

Náttúrulækningar eru auðvitað bara kukl og meðvituð ásókn í fávisku að mestu leyti.


náttúran - 04/12/06 19:14 #

Ég stór-efa að þessi rannsókn geti afsannað tengslin milli einhverfu (eða annarra veikleika) og bólusettninga. Hver fjármagnaði þessa rannsókn? Mér finnst þið frekar sorglegir einstaklingar sem afneitið margra árþúsunda þróunarvinnu í náttúrulækningum til að trúa á bákn sem er gerspillt og stjórnast að miklu leiti af peningum!

Ég sagði hvergi að bólusettningin ylli einhverfu, það sem ég er að tala um er, að sumir einstaklingar eru með vissa meðfædda veikleika í þessa veruna (við erum öll með einhverja veikleika) og að sumir einstaklingar bregðist þannig við efnum sem eru sprautuð í þá!

Eða til að vera nákvæmari (virðist ekki veita af) bólusettningar geta virkað (ásamt öðrum umhverfisþáttum) hvetjandi á meðfædda veikleika í sumu fólki (börnum).


Matti (meðlimur í Vantrú) - 04/12/06 20:07 #

náttúran, staðreyndin er að þú getur ekki vísað á nokkuð til að rökstyðja mál þitt annað en samsæriskenningar og tilfinningu þína. Þeir sem við þig rökræða geta vísað á ótal rannsóknir sem benda til þess að fullyrðingar þínar standist ekki.

Þú ert því komin út á afar hálan ís þegar þú talar um að þeir sem ekki eru sammála þér séu "sorglegir." Sérstaklega í ljósi þess að þú skrifar í skjóli nafnleyndar.


G2 (meðlimur í Vantrú) - 04/12/06 20:21 #

Ég stór-efa að þessi rannsókn geti afsannað tengslin milli einhverfu (eða annarra veikleika) og bólusettninga.

Þú mátt alveg stórefast um það, en það breytir ekki því að engin tengsl hafa nokkru sinni fundist. Þetta er ekki ein rannsókn heldur fjölmargar og það eru ekki stóru, ljótu lyfjafyrirtækin sem standa að einhverju alheimssamsæri til að telja fólki trú um þetta eins og þú lætur liggja að.

... margra árþúsunda þróunarvinnu í náttúrulækningum

Hver er þessi þróunarvinna? Er þetta ekki sama sullið og það var fyrir mörg þúsund árum síðan? Svona rökleysubull er ekki til þess fallið að varpa nokkru ljósi á eitt né neitt. Eina þróunin sem hefur átt sér stað í náttúrulækningum er sú sem raunvísindin hafa stuðlað að, m.a. í formi lyfja, sem mörg hver eiga vissulega uppruna sinn í náttúrunni.

Eða til að vera nákvæmari (virðist ekki veita af) bólusettningar geta virkað (ásamt öðrum umhverfisþáttum) hvetjandi á meðfædda veikleika í sumu fólki (börnum).

Þetta er ekkert nákvæmara. Þú ert aðeins að segja að eitthvað gæti hugsanlega, ef til vill, kanski gerst af því bara.


Birgir Baldursson (meðlimur í Vantrú) - 04/12/06 21:00 #

Já náttúran, hvar eru rannsóknirnar sem styðja fullyrðingar þínar?


jogus (meðlimur í Vantrú) - 04/12/06 22:11 #

Og ef bólusetningar geta virkað hvetjandi á meðfædda veikleika hjá sumum, af hverju ættu þá ekki "náttúrulyf" að geta virkað hvetjandi á meðfædda veikleika hjá sumum?

Bara af því við þekkjum virkni þeirra ekki jafn vel?

Af því þau hafa verið minna rannsökuð?

Af því það eru ekki jafn miklir peningar í umferð í náttúrubransanum? Gerirðu þér grein fyrir hvað "óhefðbundnar lækningar" velta miklu á ári?

Eða er ástæðan "bara"?


náttúran - 05/12/06 00:03 #

Ég hef sagt áður og segi enn og aftur, ég er svona náttúrubarn sem trúir á það góða í manninum (er ekki svona agalega vantrúuð eins og aðrir hér).

Ég tek samt sem áður hæfilega mark á svona niðurstöðum, þó þær séu á prenti (tölvutæku) einfaldlega vegna þess að þessar upplýsingar eru þær sem við höfum aðgang að, hvað með allar hinar?

Reykingar voru árum saman taldar óskaðlegar ef ekki beinlínis hollar, þó voru til rannsóknir sem afsönnuðu þær kenningar. Svo heppilega vildi þó til, fyrir iðnaðinn í kring um sígaretturnar, að eingöngu þær upplýsingar komu fyrir almenning sem hentuðu þessum iðnaði!

Kannski trúið þið því enn að sígarettur séu tóm hollusta!? þessi linkur inn á K-vítamínið segir mér nákvæmlega ekkert um það að eðlilega fædd börn þurfi á því að halda! Hvernig í ósköpunum gátu annars öll börn fyrir svo ekki sé nú talað um eftir K-vítamíngjöfina lifað án þess að þeim blæddi hreinlega út!?

Mér finnst þið frekar sorglegt lið og mér finnst (þó ég komi hér ekki fram undir nafni) jafn lítið til rannsókna ykkar koma ykkur finnst um mín rök!

Niðurstöður rannsókna eru ekki heilagur sannleikur, það veit ég! Vonandi eigið þið bara eftir að þroskast og sjá að heimurinn er ekki bara svartur og hvítur!

Bið ég ykkur vel að lifa, sé ekki ástæðu til að halda þessum hnyppingum áfram, þið eruð þöngulhausar!

(Skoðið endilega hvað þöngulhausar eru áður en þið stökkið upp á nef ykkar- það er nefninlega svo sársaukafullt)


Ragnar - 05/12/06 02:09 #

Þetta er allt eitt stórt samsæri...


G2 (meðlimur í Vantrú) - 05/12/06 08:54 #

Náttúran, síðast þegar ég vissi var þöngulhaus neðsti hluti þara til að halda honum föstum við sjávarbotn svo honum skoli ekki á land. Þú gætir eflaust unnið úr þeim ágætt náttúrulyf til að skerpa hugsun þína og koma lagi á brenglaða sýn þína á raunveruleikann.


Lárus Viðar (meðlimur í Vantrú) - 07/12/06 00:19 #

Skemmtilegt að Náttúran minnist hér á reykingar. Það voru frumbyggjar Ameríku sem byrjuðu á þessum ósið sem barst síðar til Evrópu eftir landafundina miklu. Indjánarnir trúðu því að reykingar væru hollar og hefðu lækningarmátt sem og síðari tíma menn í Evrópu. Náttúrulækningar þess tíma, eða hvað?

Það er hryllilegt að sjá fullorðið fólk agnúast út í bólusetningar, hversu mörgum mannslífum hafa þær bjargað í gegnum tíðina? Það voru engir skottulæknar sem útrýmdu t.d. bólusóttinni, það var gert með bólusetningum og fleiri sjúkdómar eru á dauðalista Sameinuðu Þjóðanna. Að segja að bólusetningar valdi einhverfu er álíka gáfulegt og að halda því fram að neysla á appelsínum valdi kvefi.


náttúran - 07/12/06 18:15 #

Hvergi alhæfi ég um bólusettningar, þið eruð að leggja mér orð í munn (eða þannig)ítrekað! Ég nefni þessa tilteknu bólusettningu, ekki allar bólusettningar. Ég hef sagt og stend við það, að samvinna milli "hefðbundinna" og "óhefbundinna" lækninga væri mun farsælli en þessi einstefna sem er hér við lýði! Eitt getur mjög vel unnið með öðru. G2 ef ég finn eitthvað út úr þessu með þöngulhausinn sendi ég þér skammt um hæl!


mofi - 08/12/06 11:57 #

Ég veit ekki betur en það eru góð rök fyrir því að tengja bólusetningar við aukningu á einhverfu. Ástæðan var talin vera magn merkurís í skömmtunum og vegna þessa eru flest bólusetningarlyf framleidd með minni skömmtum og reynt að láta líða meiri tíma milli bólusetninga til að forðast of mikið magn í einu. Hægt að lesa meira um þetta hérna: NATIONAL EMERGENCY: HOW TO QUELL THE RISING RATE OF AUTISM


Matti (meðlimur í Vantrú) - 08/12/06 13:01 #

Ég veit ekki betur en það eru góð rök fyrir því að tengja bólusetningar við aukningu á einhverfu.

Rökin standast enga rýni eins og rannsóknir þær sem vísað er á hér fyrir ofan sýna. Þessi tenging er ekki til staðar.

Það sem virðist hafa gerst er að á sama tíma og tilteknum bólusetningum hefur fjölgað hefur einnig orðið framför í greiningu einhverfu og því hefur þekktum tilvikum einhverfu fjölgað.

Fylgni er ekki endilega orsakasamhengi.


Sverrir Guðmunsson (meðlimur í Vantrú) - 08/12/06 13:42 #

Annað dæmi um það sem Matti er að segja er t.d. fylgni milli fækkunar storka og færri barnsfæðinga í Þýskalandi.


Lárus Viðar (meðlimur í Vantrú) - 08/12/06 15:56 #

Ég hef sagt og stend við það, að samvinna milli "hefðbundinna" og "óhefbundinna" lækninga væri mun farsælli en þessi einstefna sem er hér við lýði!

Hvað skyldi Náttúran vera að hugsa um hér? Að krabbameinssjúklingar ættu að vera sendir í lithimnulestur áður en lyfjameðferðin hefst. Kannski að skella þeim í nálastungur samhliða hinni raunverulegu meðferð? Svo ef sjúklingarnir læknast geta kuklararnir sagt að þetta hefði aldrei lánast án þeirra inngrips.

Það má aldrei gerast að skottulækningar fái einhvert svigrúm fyrir sitt skaðlega kukl innan heilbrigðiskerfisins. Fólk sem hefur fengið sína menntun í einhverjum "skólum" í kuklfræðum á ekki að koma nálægt meðhöndun sjúklinga. Best gæti ég trúað því að Náttúran sé sjálf í þessum bransa sem tengist "óhefðbundum" lækningum og vill því, sem skiljanlegt er, auka sínar atvinnutekjur með því að komast inn undir hjá heilbrigðiskerfinu.


hogo - 08/12/06 16:34 #

Er það ekki bara þannig að þær náttúrulækningar sem virka eru innlimaðar inn í hin hefðbundnu læknavísindi? Þá er reynt að skilja af hverju það virkar, aukaverkanir athugaðar o.s.frv. Svo stendur eftir fullt af náttúrulækningum sem ekki er hægt að sanna að virki (þ.e. virka ekki) og svo hin hefðbundnu læknavísindi þar sem flest virkar (og ef það virkar ekki, þá er því hent út).

Þó það sé ekki beint tengt þessari grein, þá væri gaman að sjá t.d. grein um Aspartam sætuefnið, það er víst eitt mest rannsakaða efni í heimi en samt er endalaust deilt um meinta skaðsemi þess.


G2 (meðlimur í Vantrú) - 08/12/06 17:52 #

Þá er það geirneglt - ef mofi tekur undir skaðsemi bólusetninga, hljóta þær að vera meinlausar.


náttúran - 08/12/06 21:59 #

Lárus Viðar, enn og aftur eru mér gerðar upp skoðanir og kann ég því ekki vel! það eru tekin einhver öfgadæmi alltaf! Ég get bent á að á Egilsstöðum var hætt að dæla í börn fúkkalyfjum um leið og eitthvað athugavert var að þeim í eyrunum og viti menn, eyrnabólgutilfellum fækkaði verulega! Ég er ekki að tala um að krabbameinssjúklingar fari í lithimnu-lestur, þessi ummæli dæma þig nú bara sjálfan! (Frekar þröngsýnt) Ég kem hvergi nálægt náttúrulækningum, er raunar úr lækna-fjölskyldu (af þeim skóla sem þið dáið svo), það breytir ekki því að ég hef sjálfstæða hugsun! Ef þið trúið því virkilega að rannsóknarniðurstöður séu ekki ritskoðaðar í almenning (og fleiri) eruð þið frekar mikið einfalt fólk! Svo spyr ég ykkur, á hvernig lækningum byrjuðu fræðin fyrr á öldum? Kannski var hægt að rölta út í apótek og versla sér magnil 14-hundruð og súrkál?


Matti (meðlimur í Vantrú) - 08/12/06 22:16 #

náttúran, af hverju útskýrir þú ekki nákvæmlega hvað þú átt við með "óhefðbundnum" lækningum:

Ég hef sagt og stend við það, að samvinna milli "hefðbundinna" og "óhefbundinna" lækninga væri mun farsælli en þessi einstefna sem er hér við lýði!

.

Ég get bent á að á Egilsstöðum var hætt að dæla í börn fúkkalyfjum um leið og eitthvað athugavert var að þeim í eyrunum og viti menn, eyrnabólgutilfellum fækkaði verulega!

Vissulega er rétt að innan læknisfræðinnar hefur stundum verið gagnrýnt ef of fljótt er gripið til sýklalyfja. Mín börn hafa verið með eyrnabólgur. Trúðu mér, einungis kjánar gera lítið úr virkni réttra sýklalyfja.


náttúran - 08/12/06 23:23 #

það sem ég á við með "óhefðbundnum" lækningum er einfaldlega það, að byrja að nota jurtir, nálastungur eða hvað sem fólki dettur í hug, hreyfing og þess háttar getur fallið undir þetta. Sumsé ekki endilega að hlaupa beinustu leið út í apótek til að fá reseptið útleyst, svona ef veikindin eru ekki þeim mun alvarlegri! Hvers vegna ættu þessi gömlu fræði að vera dottin úr gildi allt í einu (og hvenær gerðist það)? Annars hefur mataræði og lífsstíll mjög mikið með heilsu okkar að gera, sem og viðhorf og svo mætti lengi telja! Ég er sem áður sagði hlynnt því að allt sé tekið inn í myndina, ekki eingöngu barið á symptominu, heldur reynt að ráðast á rótina....

Ég er engin einstefnu-manneskja, það er annarra að rembast við að pota mér í þann pakka!

Ég er BTW ekki að segja að sýklalyf eigi ekki við í sumum tilvikum, mín reynsla af læknum (inc. þeim í minni fjölskyldu) er að það er gripið til þeirra allt of fljótt á meðan annað er vissulega í stöðunni. Vitað er að sýklalyf hafa ekki beinlínis góð áhrif á ónæmiskerfið (frekar en svo margt annað).


Lárus Viðar (meðlimur í Vantrú) - 08/12/06 23:34 #

Stíll Náttúrunnar minnir mig á hasarblöðin í gamla daga þegar allar setningar enduðu á upphrópunarmerki.

Þú ferð um víðan völl, nú ertu farin að tala um hollt mataræði og hreyfingu. Þarf nú ekki að þrátta um svoleiðis atriði, auðvitað styðja það allir. Ég hélt að þú værir að tala um kuklið, eins og reyndar nálarstungur sem þú minnist á.


Ragnar - 09/12/06 05:05 #

Það dregur enginn í efa að í jurtum fyrirfinnast efni sem geta haft mjög jákvæð áhrif á heilsu lífvera. Ég vísa t.d. til þeirrar staðreyndar að helmingur allra lyfja sem eru nú á markaði eiga uppruna sinn úr jurtaríkinu þar sem búið er að einangra virka efni plöntunnar og setja það á töfluform og finna út hæfilegan skammt. Það er síðari árum sem byrjað er að nota aðallega aðrar leiðir til lyfjaþróunar (sökum tækniframfara) en einangrun og greining efna í plöntum er einfaldlega gríðarlega erfitt verk. Er þetta ekki nokkuð líkleg ástæða þess af hverju læknar gefa þér ekki jurtaseyði lengur ? Efnin úr plöntunum eru komin á töfluform.

Rannsóknir á lífvirkum efnum í plöntum eru þó í fullum gangi enn. Dæmi hérna á Íslandi er að lyfjafræðideild H.Í. rannsakar t.d. fléttur sérstaklega með tilliti til alkaloíð-efna sem í þeim eru en alkaloíðar hafa í gegnum tíðina sýnt ýmsa áhugaverði lífvirkni.

Ég mótmæli hins vegar nútímajurtalækningum því miðað við sem ég hef séð af þessu í dag þá er þar ólært fólk að búa til einhverjar jurtamixtúrur sem það hefur einfaldlega ekki menntun eða kunnáttu til að sýna fram á hvað í er. Oft les ég algert bull grasalækna sem eru að reyna sýna fram á með efnafræðilegum hugtökum hvers vegna hitt og þetta ætti að vera gott fyrir þig. Svo maður tali nú ekki um þann möguleika að þetta gæti haft skaðleg áhrif. Það er ekkert því til fyrirstöðu að jurt innihaldi blásýru og steindrepi þig eða að það innihaldi eitthvert lítið krabbameinsvaldandi efni sem enginn hefur hugmynd um. Ef þú hefur ekki greint jurtamixtúruna þína nákvæmlega hvernig veistu hvort hún sé að lækna krabbamein eða valda krabbameini ?

Og um sýklalyf: Nú er það nú sjálfsagt mismunandi í læknastéttinni hversu mikil trú er á sýklalyfjum og hvenær er best að beita þeim. Ég vísa t.d. til orða föður míns sem er læknir, um að taka sýklalyf við kvefi: "Ef þú tekur sýklalyf fer kvefið eftir viku, ef þú sleppir lyfjum fer kvefið eftir 7 daga" Hvað átti maðurinn við? Jú væntanlega sú staðreynd að erfitt er að greina kvefpestina nákvæmlega (kvef er af völdum margra margra mismunandi veira) og því erfitt að segja hvaða sýklalyf ætti við. Einnig væntanlega sú staðreynd að veirur og bakteríur eru orðnar sýklalyfsþolnari og því gera sum lyfin ekkert gagn lengur.

Þar með er oft sniðugra að sleppa sýklalyfjunum og leyfa ónæmiskerfi líkamans að ráða við þetta í ró og næði.


náttúran - 09/12/06 09:51 #

Ragnar, ég verð nú að bæta við að sýklalyf sem eru gefin án tilgangs, eru einmitt ekki til óþurftar. þau veikja ónæmiskerfið og geta valdið ónæmi á sýklalyf (sem erfiðar notkun þeirra í framtíðinni). það er einmitt með þessa sýklalyfjasögu eins og svo margt annað. Við þekkjum virkni sumra jurta (eða aðferða) og getum mjög vel notað þá þekkingu áfram. Í þessum lyfjum sem þú ræðir um sem eru svo þróuð og búið er að einangra virku efnin etc. eru oft einhver efnasambönd sem valda fylgikvillum, einmitt vegna þess að vinnslan er svo flókin! Ég tel enn farsælast að byrja að nota það sem hefur virkað í margar aldir. Ég hef trú á því að þeim mun flóknari sem vinnslan er, þeim mun erfiðara er fyrir líkamann að vinna úr efnunum. Lárus Viðar, umræðan hefur farið um víðann völl, ekki bara mín svör!!! (Svona til að enda þetta í æsifréttastíl fyrir þig)


Sverrir Guðmundsson (meðlimur í Vantrú) - 09/12/06 15:09 #

Í þessum lyfjum sem þú ræðir um sem eru svo þróuð og búið er að einangra virku efnin etc. eru oft einhver efnasambönd sem valda fylgikvillum, einmitt vegna þess að vinnslan er svo flókin!

Náttúra, hefur hvarflað að þér að tilgangur vinnslunnar sé einmitt á hinn veginn:

1) Að losna við efnasamböndin í upphaflegu jurtinni sem valda fylgikvillum (hún gæti t.d. verið eitruð í því magni sem er nauðsynlegt til þess að vinna á sjúkdómum). Töflurnar sjálfar eru síðan settar saman úr virku (gagnlegu) efnunum og uppfylliefnum sem eru skaðlaus líkamanum.

2) Tilgangurinn er einnig að ná upp styrk virka efnisins án þess að sjúklingar þurfi að háma í sig mörg kíló af plöntum til þess að fá nægilegt magn af lyfinu. Þetta er reyndar hlutur sem „nútíma“-grasalæknar hafa ekki áttað sig á því þeir þynna mixtúru nánast út í hið óendanlega og halda því svo fram kokhraustir að hún geri eitthvert gagn.


Ragnar - 09/12/06 22:33 #

Akkúrat eins og Sverrir segir. Þetta er alger misskilningur af þinni hálfu, náttúra.

"Ég hef trú á því að þeim mun flóknari sem vinnslan er, þeim mun erfiðara er fyrir líkamann að vinna úr efnunum."

bull og þekkingarleysi


Dvergurinn - 10/12/06 00:49 #

Ég verð að fá að skjóta því inn að sýklalyf virka ekki á veirur og hafa aldrei gert. Aðalástæðan fyrir því að sýklalyf lækna ekki kvef er einmitt sú að þar er um veirusjúkdóm að ræða.

Í undantekningartilvikum er æskilegt að gefa sýklalyf við vírussýkingu til að koma í veg fyrir alvarlegar bakteríusýkingar sem gætu annars fylgt í kjölfarð, en það er annað mál.

Til Náttúru: Mér finnst að sú sjálfstæða hugsun sem þú beitir sé á miklum villigötum. Hvers vegna ákveður þú að treysta þeim mönnum sem engar sannanir færa fyrir máli sínu, frekar en þeim hafa áralangar rannsóknir að baki sínum fræðum?

Ef þú heldur að útgáfa vísindarita sé til þess eins að halda upplýsingum frá almenningi hefur þú misskilið hlutina alvarlega. Vísindatímarit eru ritrýnd af virtum vísindamönnum á hverju sviði og þær greinar einar birtar sem lýsa vel gerðum rannsóknnum og bæta einhverju við þekkingu manna. Ef mér tækist á morgun að sýna fram á það með fullkomnum hætti að hundasúruseyði virkaði betur en flest krabbameinslyf myndi ekkert vísindarit stinga því undir stól.

Ein spurning að lokum; Ef þú fengir höfuðverk sem ekki lagaðist við að drekka vökva, myndirðu þá fara út í garð og skera þér víðibörk að japla á eða fá þér asperíntöflu (t.d. magnýl)?


Ragnar - 10/12/06 03:29 #

"Ég verð að fá að skjóta því inn að sýklalyf virka ekki á veirur og hafa aldrei gert. Aðalástæðan fyrir því að sýklalyf lækna ekki kvef er einmitt sú að þar er um veirusjúkdóm að ræða."

Ég var einmitt að fatta sjálfur að hugtakanotkun mín var ekki rétt. Ég er farinn að kalka í örverufræðinni minni. Afsaka þetta...


Snæbjörn Guðmundsson - 10/12/06 10:02 #

Ef mér tækist á morgun að sýna fram á það með fullkomnum hætti að hundasúruseyði virkaði betur en flest krabbameinslyf myndi ekkert vísindarit stinga því undir stól.

Það mætti alveg ímynda sér að ef e-m tækist með alvöru rannsóknum að sýna fram á hugsanlega virkni hundasúruseyðis umfram þekkt krabbameinslyf fengist grein með niðurstöðunum birt í vísindaritum því það gæfi öðrum vísindamönnum tækifæri á frekari rannsóknum.


náttúran - 11/12/06 10:43 #

Ef þessi einangruðu og vel unnu lyf eru svona hrein og góð, hvers vegna eru þá svona mörg/flest lyf með aukaverkanir (misalvarlegar)? Nú er verið að lágmarka voltaren-gjafir (til dæmis) vegna áhættuþátta sem eru að koma í ljós eftir margra ára notkun. Ég trúi því sem virkar best á mig sjálfa, er ekki að gleypa hrátt sem ég fæ matreitt ofan í mig. það nefninlega vantar hér á okkar fagra Fróni gagnrýna hugsun! Ef ég er með þrálátann höfuðverk tek ég einfaldlega parkódín eða það sem til er á heimilinu það sinnið.... Er búin að hjakka á því að ég er ekki á móti "hefðbundnum" lækningum, finnst hins vegar að læknavísindi nútímans setji sig á ansi háann stall, þegar náttúrulækningar eru ekki teknar með í reikninginn (og þú fellur aldrei úr meiri hæð en þú hefur komið þér í). Nota bene eru náttúrulækningar mun eldri og þróaðri vísindi en hin að mörgu leiti.


G2 (meðlimur í Vantrú) - 11/12/06 11:05 #

Ef þessi einangruðu og vel unnu lyf eru svona hrein og góð, hvers vegna eru þá svona mörg/flest lyf með aukaverkanir (misalvarlegar)?

Aukaverkanir lyfja stafa af því að fæst eru þau nógu sérvirk, ekki vegna þess að með þeim slæðist 'eitthvað óhreint' þegar þau eru tekin inn. Dæmi um þetta er hármissir vegna sumra krabbameinslyfja - krabbameinslyfið stöðvar öra frumuskiptingu krabbameinsfruma, en það stöðvar einnig aðrar frumur, sem skipta sér ört, m.a. hárfrumur. Þær deyja og hárið dettur af.

það nefninlega vantar hér á okkar fagra Fróni gagnrýna hugsun!

Byrjaðu á sjálfri þér.


Matti (meðlimur í Vantrú) - 11/12/06 11:32 #

Ég trúi því sem virkar best á mig sjálfa, er ekki að gleypa hrátt sem ég fæ matreitt ofan í mig.

Þú gerir þér vonandi grein fyrir því að fólk getur blekkt sjálft sig, að við eigum við til að hundsa gögn sem stangast á við hugmyndir okkar. Valkvæm hugsun er ekkert grín.

Það er afskaplega ótraust að stóla á það sem okkur finnst virka. Betra er að reyna að fá staðfest að eitthvað virki með vönduðum rannsóknum.


náttúran - 11/12/06 12:44 #

þetta er einmitt það flókna við samskipti á svona netmiðli, fólk gerir öðrum upp skoðanir sem ekki er auðvelt að hnika. Ég tel mig þó nokkuð mikið víðsýnni en mörg ykkar hér (svona miðað við skrif) en þá komum við aftur að þessu með að mynda sér skoðun á fólki.... Ég bakka ekki með það að hagsmunir framleiðenda lyfja vega þungt þegar niðurstöður rannsókna eru annars vegar! Ég hef upplifað það í minni fjölskyldu hve miklar sporslur deta inn til lækna og svo framvegis.... Ég hef mína skoðun, hún er ekki sú sama og flestra hér inni, ég get vel umborið ykkar skoðun (þó mér finnist hún ekki víðsýn) hef mörg dæmi sem sýna mér að ég hef á réttu að standa í mörgum tilfellum! Ég held bara minni skoðun, þið náið ekki að snúa mér, ég ætla mér út að tala við grjótið í fjörunni, það er svei mér þá ekki eins þvergirðingslegt og þið hér.


Matti (meðlimur í Vantrú) - 11/12/06 12:54 #

Ég tel mig þó nokkuð mikið víðsýnni en mörg ykkar hér (svona miðað við skrif)

Þetta eru bara fordómar í þér (enn og aftur). Vinsamlegast hættu þessu skítkasti um að aðrir en þú séu þröngsýnir.

Ég bakka ekki með það að hagsmunir framleiðenda lyfja vega þungt þegar niðurstöður rannsókna eru annars vegar!

Ég bakka ekki með það að sífellt er verið að taka lyf af markaði vegna aukaverkana, þrátt fyrir að það stríði gegn hagsmunum lyfjaframleiðenda. Það er enginn að segja að hvergi sé til spilling.

Ég hef mína skoðun, hún er ekki sú sama og flestra hér inni,

En þú hefur engar sannanir.

ég get vel umborið ykkar skoðun (þó mér finnist hún ekki víðsýn)

Enn og aftur kemur þetta. Hættu þessu endalausa skítkasti. Þú ert eini aðilinn sem hefur sýnt þröngsýni í þessari umræðu allri, þér er alveg fyrirmunað að meðtaka eitthvað sem stangast á við skoðun þína.

hef mörg dæmi sem sýna mér að ég hef á réttu að standa í mörgum tilfellum!

En þú hefur ekki sannanir.

Ég held bara minni skoðun, þið náið ekki að snúa mér, ég ætla mér út að tala við grjótið í fjörunni, það er svei mér þá ekki eins þvergirðingslegt og þið hér.

Hér væri við hæfi að segja þér að hoppa upp í rassgatið á þér en ég læt það vera. Vertu bara úti ef þú hefur ekkert málefnalegt fram að færa.


Khomeni - 11/12/06 14:02 #

Matti þó....


Hjalti Rúnar Ómarsson (meðlimur í Vantrú) - 11/12/06 14:15 #

Náttúran sagði:

Nota bene eru náttúrulækningar mun eldri og þróaðri vísindi en hin að mörgu leiti.

Nota bene þá eru náttúrulækningar ekki vísindi, þannig að þau geta varla verið þróaðri vísindi heldur en alvöru vísindi.

Hvernig skilgreinir þú eiginlega vísindi og að hvaða leyti falla þessar skottulækningar undir þá skilgreiningu?


Matti (meðlimur í Vantrú) - 11/12/06 14:28 #

Matti þó....

Já, ég veit :-|

Þrjú tækifæri voru meira en nóg [1, 2, 3].

Það er leiðinlegt til lengdar að rembast við að eiga samræður við fólk sem er upptekið af því hvað Vantrúarsinnar og annað efahyggjufólk er þröngsýnt, lokað og fordómafullt, hvað þá "sorglegir þöngulhausar"!


Dvergurinn - 11/12/06 15:09 #

Ég er sammála Khomeni í því það er fullmikið að segja Náttúru að hoppa upp í rassgatið á sér. Slík orð gera ekkert nema að draga umræðuna í svaðið.

Hins vegar skil ég ekki hvernig þú, Náttúra, kemst að þeirri niðurstöðu að þú sért víðsýnni en aðrir sem skrifa hérna. Þú virðist ekki gera þér grein fyrir því hvernig vísindamenn starfa en ert þess í stað uppfull af samsæriskenningum um einhverja vonda kalla sem reyna að fela upplýsingar fyrir almenningi.

Vísindi snúast einmitt um gagnrýna hugsun. Tiltekinni spurningu er svarað með því að gera samanburð milli hópa við staðlaðar aðstæður. Persónulegt mat eða reynsla rannsakenda skiptir ekki máli, enda er vitað mál að slík mat getur verið háð mun fleiri þáttum en þeim sem prófa átti í rannsókninni. Til dæmis eru ný lyf eru ekki sett á markað án þess að fara í gegnum ákaflega strangt prófunarferli sem miðast að því að aðeins lyf sem virka sannanlega á sjúkdóminn án óviðunandi aukaverkana fái söluleyfi. Ef vísbendingar eru um að tiltekið náttúrulyf virki eru gerðar á því prófanir til að finna hið virka efni og það sett í gegnum lyfjaprófanir. Það er gert til þess að auka virkni lyfsins og minnka aukaverkanir, ekki til þess að setja "aukaefni" í lyfin.

Það dregur enginn dul á það að lyfjafyrirtækin eru gróðamaskínur með meiru og hafa flest meiri áhuga á því að selja lyf en beinlýnis að lækna fólk. Hins vegar má ekki líta fram hjá því að fjármagn til vísindarannsókna kemur langt því frá allt frá lyfjafyrirtækjum og ráða þau því ekki hvaða rannsóknarniðurstöður eru birtar, nema í þeim tilfellum þegar rannsóknir eru beinlýnis gerðar á þeirra vegum. Séu niðurstöður faldar, komast þau svik líka jafnan upp um síðir og verða tilefni til málsókna gagnvart fyrirtækjunum auk neikvæðrar umræðu í þeirra garð.

Langflestar rannsóknir sem gerðar eru koma lyfjafyrirtækjum ekkert við og engin ástæða til að halda því fram að þau stöðvi alla gagnrýna umræðu.

Mér finnst líka ótrúlegt að þú skulir ekki beita þessari gagnrýnu hugsun þinni að náttúrulækningunum. Heldurðu virkilega að þau fyrirtæki sem starfa á þeim markaði vilji ekki græða á því að selja fólki náttúrulyf?
Finnst þér virkilega líklegt að afrakstur vísindarannsókna sé minna virði en vitnisburður einstakra valinna sjúklinga á upplifun sinni á náttúrulyfjum?

Ég held að þú ættir að víkka þinn eigin sjóndeildarhring aðeins áður en þú heldur áfram að gera okkur upp heimalningshátt og þvermóðsku.


Khomeni - 11/12/06 15:43 #

Mér hefur oft dottið í hug að fara i náttúrulækningabransann. Ég átti leið í apótekið um daginn og sá heila hillu af allskonar "náttúrulyfjum". Smyrsl, töflur, fæðubótarefni og hvað eina sem hægt var að láta detta sér í hug. Ég rak augun í rekka með pakkningu af töflum og mér til nokkurar furðu sá ég að þessar töflur voru frá Noregi. Þetta voru hylki með einhverju dufti inní. Pakkinn með 24 hylkjum kostaði

.........3900 krónur!!

Þrjúþúsundogníuhundruð!!!!! Ég verð að játa að ég missi ekki oft þvag á almannafæri en þarna í apótekinu hreinlega sprændi ég á mig vegna heimsku samborgara minna. Úti var fimbulfrost og ég þurftu að ganga heim til mín. það var líkt og ég væri orðin Stekkjastaur því göngulag mitt var mjög afkáralegt.

Það sem var verði að selja svona dýrt var eitthvað fjárans lífsorkuduft unnum frá hinni ósnortnu Þelamörk.

Þetta er glæsilegt viðskiptatækifæri fyrir sniðugann mann. Búa til eitthvað svona duft og selja sem allra meina bót. Ég kannaði málið og sá mér til mikilla vonbrigða að einhver hefur fengið hugmyndina á undan mér. Ekki nóg með það, heldur hefur hafið framleiðslu á stöffinu. Sjá: isplontur.net

Ég óska ísplöntubaróninum alls hins besta og vona að hann selji sem mest að þessu dufti sínu.

K.


mofi - 12/12/06 10:47 #

Þá er það geirneglt - ef mofi tekur undir skaðsemi bólusetninga, hljóta þær að vera meinlausar.

Ég benti á að í bólusetningum er að finna merkúrí sem er skaðlegt ef það er í of miklu magni. Þegar fólk fer merkúrí eitrun þá eru einkennin svipuð einhverfu og þess vegna hafa margir gert þessa tengingu milli bólusetninga og einhverfu. Þess vegna einnig hafa fyrirtæki sem framleiða bóluefni minnkað magn merkúrís. Var mjög vel fjallað um þetta í greininni sem ég benti á og vægast sagt undarleg viðbrögð hjá ykkur. Kallið ykkur víðsýna! Ég er engann veginn á móti bólusetningu enda hefur hún bjargað ótal mannslífum.


G2 (meðlimur í Vantrú) - 12/12/06 11:13 #

Var mjög vel fjallað um þetta í greininni sem ég benti á og vægast sagt undarleg viðbrögð hjá ykkur.

Getur þú ekki bent á neitt annað en ruglið úr einhverjum sköpunarsinnum máli þínu til stuðnings? Vefsíðan sem þú bendir á er rekin og skrifuð af Bill Sardi, en hann hefur vísindaþekkingu á við gulrót. Hann hefur t.d. haldið því fram að DNA sé sett saman úr amínósýrum!

Það er hins vegar rétt að thiomerosal (kvikasilfur) er notað sem 'preservative' í t.d MMR bóluefnið og eins og allir vita er kvikasilfur hættulegt mönnum, sérstaklega börnum. Styrkur kvikasilfursins er samt sem áður svo lítill að jafnvel þótt börn fái nokkrar bólusetningar veldur það engum skaða á borð við einhverfu.


mofi - 12/12/06 11:26 #

Getur þú ekki bent á neitt annað en ruglið úr einhverjum sköpunarsinnum máli þínu til stuðnings? Vefsíðan sem þú bendir á er rekin og skrifuð af Bill Sardi, en hann hefur vísindaþekkingu á við gulrót. Hann hefur t.d. haldið því fram að DNA sé sett saman úr amínósýrum! Það er hins vegar rétt að thiomerosal (kvikasilfur) er notað sem 'preservative' í t.d MMR bóluefnið og eins og allir vita er kvikasilfur hættulegt mönnum, sérstaklega börnum. Styrkur kvikasilfursins er samt sem áður svo lítill að jafnvel þótt börn fái nokkrar bólusetningar veldur það engum skaða á borð við einhverfu.

Ad hominem rökin á sínum stað, það er eins og þetta er sjúkdómur sem hrjáir alla þá sem aðhyllast þróunarþvæluna.

Gott samt að þú skiljir og viðurkennir að þetta efni er skaðlegt og þetta efni í bóluefnum. Það er hið sama og mörg þeirra fyrirtækja sem framleiða bóluefni hafa gert og hafa þess vegna minnkað magnið af því. Afhverju þá að rakka þá niður sem benda á þetta? Mjög undarleg þessi þörf hjá ykkur.


G2 (meðlimur í Vantrú) - 12/12/06 15:43 #

Mofi, hættu þessu væli það er ekkert ad hominem í gangi hér og óþarfi að taka upp þykkjuna fyrir Bill Sardi. Ef þú vísar á bull og vitleysu máli þínu til stuðnings verður þú að þola það að bullið sé rekið ofan í þig.


Ragnar - 12/12/06 23:39 #

Kvikasilfur er ekki sama og kvikasilfur. Hreint kvikasilfur er vissulega lífvirkt efni og hefur áhrif á taugakerfið. Dímethylkvikasilfur er eitt hættulegasta lífvirka efnið sem við þekkjum og hefur einnig áhrif á taugakerfið. Thiomersal er efni sem m.a. annars inniheldur kvikasilfur og er notað sem bakteríudrepandi efni í bólusetningarlyfjum. Í líkamanum brotnar það niður sem ethylkvikasilfur.

Það hljómar vissulega ekki vel að láta fólk innbyrða efni sem inniheldur kvikasilfur þar sem frumefnið og afleiður þess hafa slæmt orð á sér, en það er bara ekki neitt sem bendir til þess að ethylkvikasilfur sé sérlega lífvirkt og magnið er ótrúlega lítið.

Menn eru almennt hættir að nota efnið nú á dögum þar sem tæknin hefur breyst og ekki er þörf á því lengur. Einnig hefur Food and Drug Adminstration í Bandaríkjunum verið almennt að hvetja framleiðendur til að minnka magn kvikasilfurs í mat og lyfjum og er þetta liður í því.

Það er ekkert sem bendir til þess að magn Thiomersal í bólusetningarlyfjum hafi valdið mönnum skaða.

Center for Disease Control upplýsingavefur
Food and Drug Adminstriation upplýsingavefur
Grein í Pediatrics
National Institute of Allergy and Infectious Diseases grein
Upplýsingavefur Alþjóðaheilbrigðisstofnunarinnar




Guðmundur D. Haraldsson - 02/02/07 16:58 #

Náttúran sagði:

Hver fjármagnaði þessa rannsókn? Mér finnst þið frekar sorglegir einstaklingar sem afneitið margra árþúsunda þróunarvinnu í náttúrulækningum til að trúa á bákn sem er gerspillt og stjórnast að miklu leiti af peningum!

og:

Ef þið trúið því virkilega að rannsóknarniðurstöður séu ekki ritskoðaðar í almenning (og fleiri) eruð þið frekar mikið einfalt fólk!

Ég veit ekki hvort náttúran átti við vísindaheiminn í heild sinni, eða þá bara rannsóknir á ákveðnu sviði innan vísindaheimsins. Setjum sem svo, að náttúran hafi verið að tala um stóran hluta vísindaheimsins, til dæmis læknisfræðina. Ef svo er, þá held ég að náttúran þurfi að átta sig á því, hve margir væru saman í samsæri gegn læknum, læknavísindum og notendum læknavísindanna. Ætli þeir væru ekki um milljón talsins? Meira kannski? Það væri ansi stórt samsæri. Það þyrftu að vera allir rannsakendurnir sem stunda frumrannsóknir, aðstoðarmenn þeirra, líklega reviewers líka og (kannski?) útgefendur, sem eru líklega nokkur hundruð talsins (þó að nokkrir séu afar stórir). Myndi svo stórt samsæri ganga upp? Ætli einhver myndi ekki sjá að sér og koma upp um það? Ég hugsa það.

Ég held að fólk, eins og náttúran, þurfi að skoða hvað vísindaheimurinn er risavaxinn og hve mikið af rannsóknum eru í gangi, hve mikið er birt, og hvað vísindaheimurinn er laus-spinnaður saman - þetta er ekki mega-corporation með skrifstofur í New York eða Moskvu og þaðan með valdaþræði. Nei, þetta er mjög laustvinnað kerfi sem breytist hratt. Hver sem er getur stofnað tímarit og gert rannsóknir.

En ef náttúran var að tala um eitthvað annað, þá það. Kannski hefur hún rétt fyrir sér.

Þó svo að vísindi séu ekki stunduð svona, þá er engu að síður marktækt fyrir svona náttúrubörn eins og mig að finna mun á sjálfum sér og öðrum!

Þetta er getur verið marktækt fyrir þig, persónulega já, en fyrir aðra sem hafa lært og gera sér grein fyrir hve auðvelt er að blekkja sjálfan sig, telja sér trú um hitt og þetta, þá er þetta ógilt. Því miður. Það er ástæðan fyrir því að menn nota tvíblindar rannsóknir (þar sem aðstoðarmenn og þáttakendur vita ekki hvort þeir séu að gefa/éta nýtt lyf eða eldra/placebo) með samanburðarhópum og látum. Hugsunin er sú, að halda aðstæðum mjög sambærilegum fyrir báða hópa, safna gögnum á eins hlutlægan hátt og hægt er, og meta svo gögnin með tölfræðiaðferðum, þannig að mat einstaklinga komi sem minnst við sögu í túlkun.

Ég veit ekki hvort þú trúir því eða ekki, en þetta kerfi virðist virka ágætlega. Að minnsta kosti er tilgátum og kenningum sópað útaf borðinu þegar þær reyndast ekki standast prófun. Það gerist oftar en ég held að margir geri sér grein fyrir... Þess má einnig geta, að þessi aðferð (abstract hugmyndin, auðvitað) er notuð á fleiri sviðum en í læknisfræði, hún er t.d. notuð í sálfræði.


Kalli - 14/04/07 19:00 #

Hann Udo kallinn mætti aftur um daginn (11. eða 12 apr. '07) í Kastljósið og talaði meðal annars um línfræolíurnar og omega-3 fitusýrurnar. Ég brá mér fávís maðurinn á netið og fann þessa grein finnskrar grasalækningakonu sem staðfestir ágæta grein Guðmundar hér að ofan:

http://www.henriettesherbal.com/blog/?p=403

Ég er nú ekki einn af þeim sem trúir blint á þær svarthvítu myndir að "hefðbundnar" lækningar (sjaldnast með sérlega langa hefð) eigi hin einu réttu svör eða öfugt að "óhefðbundnar" lækningar (oft með mjög langa hefð) hafi einkaréttinn heldur.
Þótt það sé alltaf fagnaðarefni þegar hjátrú og hindurvitni eru afhjúpuð þá trúi ég um leið á reynzluþekkingu kynslóðanna. Við höfum átt forfeður löngu fyrir tíð klínískrar analýsu og hvítra sloppa sem vóru azzkoti klárir kallar. Full ástæða til að taka ofan hattinn fyrir sumum af þeim og ástæðulaust að bókstafstúlka allt sem þeir sögðu og aðhófust. Að sjá sýnir er ekki endilega það sama og að vera veikur í hausnum. Það er mikil einfeldni að redúsera mannskepnuna niðrí róbot af simplustu gerð. Í því felst að við séum um það bil búin að fatta allt sem fattanlegt er. Skrípaleg innrétting það.


Kristján - 14/09/10 22:02 #

Gaurinn var hérna fyrir 2 dögum.

Maður verður dálítið reiður þegar menn geta gengið um og logið því sem þeir vilja en þeir sem raunverulega vita sannleikann segja ekki orð.

Ég var að fræðast um það í gær að þessi maður væri hér á landi. Og by-the-way ... getur maður fengið doctorsgráðu við það eitt að skrifa bók!!!???!!! Hvurslags bull er þetta!!!!

Ég hef lengi verið einn af þeim sem veit ekkert um næringarmál og það er auðvelt að ljúga hverju sem er upp á fólk sem veit ekki betur. En núna hef ég verið að taka næringaráfanga á háskólastigi og maður verður bara reiður eftir því sem maður lærir meira. Það er þvílíkt búið að ljúga að manni í gegnum tíðina.


Bjarki - 15/09/10 16:51 #

ég veit um nokkra sem telja sig mun skárri af hinum ýmsu kvillum tengda við stirðleika í liðamótum og svo framvegis...

Udo bjargaði eigin lífi með breyttu mataræði, ég veit þó ekki mikið um það sem hann er að selja...

Lokað hefur verið fyrir athugasemdir við þessa færslu. Við bendum á spjallið ef þið viljið halda umræðum áfram.