Allar færslur Allir flokkar Sos Um félagið Úrskráning Lógó Spjallid@Vantru Póstfang Vantru@Facebook Vantru@Youtube Vantru@Twitter

Skammast þú þín Sigurvin?

Hvers vegna er það að stór hluti þeirra sem vill endilega ræða við börn um trúmál er algjörlega laus við það að vilja stunda rökræður við fullorðið fólk um trúarskoðanir sínar? #

Þetta skrifaði Óli Gneisti hér á Vantrú í gær. Ekki óraði okkur fyrir því að fá rækilega staðfestingu á þessum orðum strax sama dag.

Maður er nefndur Sigurvin Jónsson, guðfræðingur frá Háskóla Íslands. Hann starfar í afleysingum hjá Neskirkju við að boða börnum fagnaðarerindi Jesú Jósefssonar og Marteins Lúthers (en þó aðallega þess síðarnefnda).

Í gærkvöldi segir Sigurvin frá því á annál sínum þegar hann heimsótti leikskóla á Seltjarnarnesi, Sigurvin er greinilega afar stoltur af þessu framtaki og birtir myndir af leikskólabörnunum á síðu sinni. Í leikskólaheimsókn segir Sigurvin krökkunum sögur, syngur með þeim lög (vafalítið Jesúlög), notast við brúður til að fjalla um samskipti og segir eldri börnunum meðal annars frá sköpunarsögu Biblíunnar

Eldri börnin fengu að heyra sköpunarsögu Biblíunnar með myndasögubók.

Einhverjar fóstrur voru undrandi yfir því að sagði söguna þannig að Guð hafi skapað þau jafnt mann og konu og jöfn mann og konu en sagði ekki frá því að konan hafi verið sköpuð úr rifi mannsins. Glöggir lesendur 1. og 2. kafla 1. Mósebókar taka eftir því að þar er um tvær aðskildar sköpunarsögur að ræða en ekki samfellda frásögn. Í þeirri fyrri sem segir heiminn skapaðann á sjö dögum eru kynin sköpuð í sömu andrá og saman í mynd Guðs.

1. Mósebók 1:27-28: Og Guð skapaði manninn eftir sinni mynd, hann skapaði hann eftir Guðs mynd, hann skapaði þau karl og konu. Og Guð blessaði þau, og Guð sagði við þau: Verið frjósöm, margfaldist og uppfyllið jörðina og gjörið ykkur hana undirgefna og drottnið yfir fiskum sjávarins og yfir fuglum loftsins og yfir öllum dýrum, sem hrærast á jörðinni.

Þar sem ég er áhugamaður um leikskólastarf Þjóðkirkjunnar setti ég inn eftirfarandi athugasemd:

Eldri börnin fengu að heyra sköpunarsögu Biblíunnar með myndasögubók.

Ég vænti þess að þú hafir lagt mikla áherslu á það við börnin að sköpunarsaga Biblíunnar væri bara "ljóð" og að ekki ætti að túlka hana þannig að Gvuð hafi raunverulega skapað karl og konu.

Arnold Björnsson Vantrúarsinni og áhugamaður um stjörnufræði stóðst ekki mátið og kommentaði líka:

Þú hefur væntanlega útskýrt fyrir þeim stjörnufræðina sem kemur fram í sköpunarsögunni?

Himnafestingin, ljósin tvö o.s.frv. Og hvernig hún rýmar við þá þekkingu sem nú er í stjörnufræðinni.T.d. Guð skapaði jörðina á undan ljósinu, alveg öfugt við þá þekkingu sem er í dag. Ljósið fyrst og svo fast efni ekki fyrr en eftir 380.000 ár.

Verður framhald á þessari biblíukynningu? Næst á dagskrá "Paradís" og svo "Fall mannsins"?

Ekki sleppa þá t.d. þessu.

Móse 3:16 “ En við konuna sagði hann: Mikla mun ég gjöra þjáningu þína, er þú verður barnshafandi. Með þraut skalt þú börn fæða, og þó hafa löngun til manns þíns, en hann skal drottna yfir þér”

Leyfðu okkur endilega að fylgjast með framhaldinu.

Í dag ber svo við að Sigurvin Jónsson, maðurinn sem fer í leikskóla og fræðir börnin um Jesú og Gvuð, hefur eytt út þessum athugasemdum okkar Vantrúarsinna og lokað fyrir frekari ummæli. Ég hvet fólk til að lesa athugasemdirnar aftur og meta hvort þær eru málefnalegar eða ekki. Á þessu skjáskoti af forsíðu Annáls sjást athugasemdir okkar að hluta.

Ég ítreka orð Óla Gneista, hvernig stendur á því að fólk sem vill endilega ræða við börn um trúmál er algjörlega laust við það að vilja stunda rökræður við fullorðið fólk um trúarskoðanir sínar? Sigurvin er nógu mikill maður til að fara í leikskóla og troða áróðri ofan í heppilega leiðitöm, grandalaus og trúgjörn börn# en þegar kemur að því að ræða við fullorðið fólk um þessa undarlegu hegðun er hann of mikil rola til að reyna að réttlæta verk sín, betra finnst honum að stöðva allar umræður svo hann þurfi ekki að horfast í augu við þá staðreynd að hann þorir ekki í fullorðna. Þögn Sigurvins er ekkert annað en staðfesting á siðleysinu sem á sér stað, uppgjöf rökþrota manns sem getur ekki með nokkrum hætti réttlætt fyrir sjálfum sér og öðrum að ljúga því að börnum að sköpunarsaga Biblíunnar hafi einhverja merkingu í raunveruleikanum og sé eitthvað annað en kjánaleg heimsmynd úr fyrndinni. Það ætti ekki að vera erfitt að svara spurningum okkar ef Sigurvin hefur verið heiðarlegur í starfi sínu með leikskólabörnum. Enginn heiðarlegur einstaklingur boðar leikskólabörnum sköpunarsögur Biblíunnar eins og um staðreyndir sé að ræða, en Sigurvin Jónsson gerir það.

Hann á að skammast sín.

Matthías Ásgeirsson 09.11.2006
Flokkað undir: ( Siðferði og trú , Skólinn )

Viðbrögð


Lárus Viðar (meðlimur í Vantrú) - 09/11/06 13:58 #

Klassískt dæmi um viðbrögð atvinnutrúmanna. Ef einhver kemur með óþægilegar spurningar þá hverfa þær. Ef þeir skrifa eitthvað sem síðar kemur í ljós að hafi verið rangt, þá er ekki leiðrétt heldur villan látin hverfa eins og hún hafi aldrei verið til. Líklega vilja þeir vera óskeikulir eins og fyrirmyndin.


Davíð - 09/11/06 14:56 #

Er það ekki Sigurvins að ákveða hvað standi á hans vefsíðu? Ég skil ekki alveg hvers vegna þið eruð með þessa leikskólaþráhyggju þar sem ef mig minnir rétt, þá eru rétt yfir 90% þjóðarinnar í kristnum trúfélögun. Það að vera skráður í trúfélag felur í sér visst samþykki á starfsemi þess.


Hjalti Rúnar Ómarsson (meðlimur í Vantrú) - 09/11/06 15:09 #

Um helmingur þeirra sem eru skráðir í Þjóðkirkjuna hefur aldrei hugsað neitt sérstaklega um þessa aðild sína.

Það að vera sonur/dóttir móður sinnar er ekki samþykki á trúboði.


Matti (meðlimur í Vantrú) - 09/11/06 15:10 #

Er það ekki Sigurvins að ákveða hvað standi á hans vefsíðu?

Vissulega. Þess vegna skrifaði ég þessa grein hér á Vantrú til að koma athugasemdum okkar að þrátt fyrir að hann hafi eytt þeim út af sinni síðu.

Ég skil ekki alveg hvers vegna þið eruð með þessa leikskólaþráhyggju

Tja kannski tengist það því að ég á barn á leikskólaaldri. Kannski tengist það því að okkur finnst trúboð í leikskólum alveg einstaklega ógeðfellt og siðlaust.


jogus (meðlimur í Vantrú) - 09/11/06 15:31 #

Þarf Davíð að sjá svona mynd af dætrum sínum inni á heimasíðu einhvers talíbanaklerks til að átta sig á því hvað við erum að kvarta? Ætli foreldrar þessarar stúlku hafi gefið leyfi sitt fyrir þessu athæfi? Ætli foreldrar allra barna inni í þessari stofu hafi vitað af því hvernig þetta færi fram og gefið leyfi sitt? Þetta er alveg sérlega ógeðfellt og grímulaust trúboð sem þarna á sér stað.


khomeni - 09/11/06 17:39 #

Frábærar athugasemdir. Þetta barnasnudderý hjá þjóðkirkjunni er algerlega óþolandi. hvað yrði sagt ef annað trúfélag væri að þessari inntroðslu. Hvað yrði t.d sagt ef ásatrúarfólk stæði í þessu trúarsnuddi við nánast ómálga börn! Það er ENGINN munur á trúfélögum hvað þetta varðar. Látiði börnnin okkar vera!. Endilega snuddð utan í börnum í SÖFNUÐINUM ykkar en látið börnin okkar vera. Þau eru í leikskóla og eiga ekki að þurfa að upplifa þetta kaftæði um Jésú og fjölskyldu hans.

Sigurvin!. Hættu þessu!


Ásgeir (meðlimur í Vantrú) - 09/11/06 17:49 #

Ég skil ekki hvers vegna þið eruð með þessa leikskólaþráhyggju.

Það væri vel hægt að spyrja Þjóðkirkjumenn að því sama, verst er náttúrulega að við vitum öll svarið.


Davíð - 09/11/06 18:49 #

Held þú getir fundið mynd af dætrum mínum á heimasíðu Krossins, þar sem þær eru í sunnudagaskóla. Skemmtileg tilviljun en þær eru þrjár :)

Það að fólk er skráð felur í sér samþykki þó svo fólk sé ekki endilega trúarlega þennkjandi. Ef forsætisráðherra gæfi út þá yfirlýsingu að hér eftir væri Ísland Islamskt ríki, svona til þess að forða okkur frá hryðjuverkaáras. Þá myndi því vera mótmælt.


Hjalti Rúnar Ómarsson (meðlimur í Vantrú) - 09/11/06 18:54 #

Það að fólk er skráð felur í sér samþykki þó svo fólk sé ekki endilega trúarlega þennkjandi.

Nei, Davíð. Það að fólk hafi sjálfkrafa verið skráð í trúfélag móður við fæðingu segir ekkert um það hvort það samþykki trúboð í opinberum skólum eða ekki. Helmingur skráðs fólks í Þjóðkirkjunni hefur aldrei hugsað neitt sérstaklega um þessa aðild sína (skv könnun á trúarlífi Íslendinga, ég er ekki bara að giska á tölur).


Davíð - 10/11/06 03:53 #

Nei en ef þessu fólki væri sent heim bréf þar sem þeim væri sagt að staðfesta trúfélagsskráningu sína eða það stæði utan trúfélaga, myndu án efa flestir enda í Þjóðkirkjunni aftur er það ekki þar sem hún er Þjóðkirkjan. Samanber það sem gerðist í Svíþjóð það er flestir í Sænsku kirkjunni, reyndar geta prestar þar hafnað því að þú fáir kirkju undir útfarir og þessháttar ef þú tylheyrir ekki söfnuðinum.


Hjalti Rúnar Ómarsson (meðlimur í Vantrú) - 10/11/06 04:08 #

Nei en ef þessu fólki væri sent heim bréf þar sem þeim væri sagt að staðfesta trúfélagsskráningu sína eða það stæði utan trúfélaga, myndu án efa flestir enda í Þjóðkirkjunni aftur er það ekki þar sem hún er Þjóðkirkjan.

Hvers vegna segirðu að flestir myndu "án efa" enda í Þjóðkirkjunni?

Ég veit ekki hvort meirihlutinn myndi gera það eða ekki. Reyndar væri auðvelt að framkvæma þetta, þar sem sóknargjöld eru úthlutun á því sem ríkið fær úr skattinum ætti alveg að vera hægt að bæta við blaði á skattaskýrsluna, þar sem fólk þyrfti árlega að merkja við hvernig það vill vera skráð.

En hvernig væri að hafa þetta þannig að nýfædd börn væru ekki skráð í nein trúfélög. Svo þegar þau eru orðin 16 ára geta þau breytt trúfélagsskráningunni sinni. Heldurðu að meirihlutinn myndi skrá sig í Þjóðkirkjuna?


Blublu - 10/11/06 04:14 #

Ég get bara talað um sjálfan mig, en ég held að ef fólki yrði gert auðveldara fyrir að segja sig úr þjóðkirkjunni þá myndi miklu fleiri gera það. Í þjóðskrá er bara opið til 16:00 á virkum dögum. Einu leiðirnar til að breyta um trúfélag eða skrá sig utan trúfélags er að fara þangað eða senda símbréf (fax). Ég held að margir einfaldlega nenni þessu ekki. Ég er harður trúleysingi, en þrátt fyrir það þá skráði ég mig ekki úr þjóðkirkjunni fyrr en fyrst í gær, og þá rétt náði ég í þjóðskrá 5 mínútum áður en það lokaði. Kannski segir það meira um mig en hinn almenna borgara, en það er deginum ljósara að þótt fjöldi fólks séu skráðir í þjóðkirkjunna þá er mjög auðvelt að lenda í þessu að nenna ekki að skrá sig úr. Ég væri líklega ennþá skráður í þjóðkirkjuna ef Vantrú væri ekki við lýði.

Það rétta væri auðvitað að fólk myndi byrja utan trúfélaga og þyrfti sérstaklega að skrá sig inn í trúfélög. Ef svo væri raunin, þá myndu miklu, miklu fleiri enda utan trúfélaga. Svoleiðis væri þetta allavega ef það væri trúfrelsi á Íslandi.


Davíð - 11/11/06 01:37 #

Það er minnsta mál í heimi að breyta trúfélagsskráningu. Flestar skrifstöfur loka klukkan 16 ef ekki fyrr ekkert óeðlilegt við það.


Blublu - 11/11/06 06:28 #

Það er rétt að það er ekki mikið mál að breyta trúfélagsskráningu sinni. En hins vegar er rangt að þurfa yfirleitt að gera það ef maður aðhyllist engin trúarbrögð. Flestir pæla ekkert í þessu og eru bara skráðir ´9 þjóðkirkjuna. Ef þeir væru skráðir í Búddatrúfélagið, eða eitthvað annað trúfélag þá myndu þeir samt ekki gera neitt í því.

Finndist þér ósanngjarnt ef nýfædd börn myndu byrja utan trúfélaga og þyrftu sérstaklega að skrá sig inn í trúfélag ef þau hafa áhuga á því? Heldurðu að flestir myndu þá skrá sig í þjóðkirkjuna? Svaraðu nú.


Davíð - 12/11/06 23:41 #

Alls ekki, en börn yrðu áfram skráð í kaþólskar og lútherskar kirkjur þar sem þau ganga í söfnuðin sem ungabörn. Aðrar kirkjudeildir lýta öðruvísi á málið.


G2 (meðlimur í Vantrú) - 13/11/06 09:08 #

... börn yrðu áfram skráð í kaþólskar og lútherskar kirkjur þar sem þau ganga í söfnuðin sem ungabörn.

Börn ganga, eðli málsins samkvæmt, ekki í nokkurn einasta söfnuð - það eru foreldrarnir sem það gera. Að sama skapi eru ekki til lútersk eða katólsk börn, heldur eru það foreldrarnir sem eru lúterstrúar eður katólsk.


Blublu - 14/11/06 01:06 #

Davíð, ég er að tala um að börn séu ekki í neinu trúfélagi alveg þangað til þau ákveða sjálf að ganga í eitthvað trúfélag. Þau sem sagt byrja utan trúfélags. Svo þegar þau eru orðin eldri (t.d. 16 ára) þá geta þau skráð sig í eitthvað trúfélag ef þau kjósa að gera það. Skilurðu þetta ekki ennþá? Er svona erfitt að skilja þessa hugmynd?


Flosi - 09/11/07 10:33 #

Þorkell (sá á Annál) á albanska konu sem var þegar meðlimur í Baháí-söfnuðinum er hún flutti til landsins. Nokkru seinna komst hún að raun um að hún hafði sjálfkrafa verið skráð í Þjóðkirkjuna er hún gerðist ríkisborgari. Þetta er náttúrlega bara skýlaust brot á mannréttindum og óþolandi dónaskapur. Skildi þetta ennþá vera svona?


Jón Magnús (meðlimur í Vantrú) - 09/11/07 11:04 #

Nei, við teljum að Þjóðskrá (Hagstofan á þessum tíma) sé búin að breyta verklagi við trúfélagsskráningar og útlendingar sem koma til landsins séu í rauninni skráðir utan trúfélaga þangað til þeir leiðrétta skráninguna sína.


Óskar Hallgrímsson - 09/11/07 14:18 #

Þar sem ég þekki þennan títt umrædda Sigurvin persónulega þá á ég erfitt með að túlka aðgerðir hans að færa það sem hann kallar fagnaðar erindið sem dónaskap eða svívirðingu. Ég held nú varla að hann, þessi ágæti maður, hafi eitthvað annað en gleðiboðskap þessum börnum fram að færa.

Þó þykir mér leitt að kristniboð sé stundað á leiksólum, en á hinum pólinu þykir mér það sjálfsagt að fræða börnin sín um trú, alla trú. Kannski ekkert að fara út í djúpar theológískar umræður við fimm ára, en allt í lagi að tala við þau um það sem er að gerast í umhverfinu í kringum þau. Því það hreinlega er ekki hægt halda því framm að trú sé ekki ofin ofaní þróun og mótun samfélagsins sem við lifum í.

Það eitt og sér réttlætir trúfræðslu, þar sem að trú bæði góð og slæm hefur mótað þjóðirnar í það sem við erum í dag.

Það er eitt í þessum málaflutningum sem ég átta mig ekkert á, þá sérstaklega í orðum ykkar vantrúarmanna. Þið hljómið oft á tíðum eins og það eigi hreinlega bara að banna trú og trúboð. Sérstaklega þegar að kemur að börnunum okkar, einnig er það þannig að þegar minnst er á að 90% Íslendinga séu skráðir í þjóðkirkjuna sé það bara eitthvað sveiattans bull og þetta fólk sé í flestum tilfellum allveg sama eða sé ekkert með skoðun á hlutunum.

Það má vera, en engu að síður hafið þið ekki rétt til að álykta það og hvað þá nota það í málaflutningum ykkar.

því með því eruð þið í óljósu máli að segja að allt þetta fólk viti ekki betur og sé ekki fært um að taka vitsmunarlega ákvörðun.

Ég held að þú getir ekki farið að tala um trú og trúfélög í sama ljósi og lionsklúbb eða hver önnur félagasamtök.

  • Ástæða þess að ég skrifa hérna er það að ég sat um daginn á hressingarskálanum á næsta borði við mann sem var verið að taka viðtal við. Umræðuefnið var þessi félagasamtök sem þið eruð.

Það sem kom oftast framm í þessu viðtali sem ég hleraði að ítrustu getu. var setningin " þetta fólk sem trúir á ímyndaða veru sem les hugsanir þínar "

Ég sat þarna og hugsaði, hvernig getur þessi maður summeræsað þetta bara um alla trú, að það sé ekkert annað sem er í bókunum hjá þessu fólki.

og hin setningin sem hann sagði var að "Flestir þeir sem eru skráðir í þjóðkirkjuna vita ekkert að því eða er bara allveg sama" Ég er skráður í þjóðkirkjuna, ég veit af því, og hef ekki hugsað mig að skrá mig úr henni. Mig langar að gifta mig einn daginn í kirkju og standa frammi fyrir "Guði" og játa ást mína á konuni sem ég vill vera með þangað til ég dey. Hvort ég trúi á Guð eða ekki kemur málinu ekkert við fyrir mér, mér er nokk sama hvort hann sé til eða ekki. Það er ekkert issjúið hjá mér, það er það sem að þetta stendur fyrir er það sem skiptir mig máli. En það er mín skoðun og persónulega upplifun.

hvort að þú sért sammála mér eður ei, skiptir mig engu máli. það er bara það að ég fái að vera með upplýsta skoðun á málinu. Það sem að skiptir mig máli er að þú haldir því framm að ég sé það vitlaus sem partur af "meiripart þjóðarinnar".

Síðan var annnað sem að sló mig soldið í þessu var að þið hafið ekki fengið ykkur skráða sem trúfélag. AFHVERJU VILJIÐ ÞIÐ ÞAÐ? ég bara næ því ekki. er það ekki hipókrasía ?


Jón Magnús (meðlimur í Vantrú) - 09/11/07 15:36 #

Síðan var annnað sem að sló mig soldið í þessu var að þið hafið ekki fengið ykkur skráða sem trúfélag. AFHVERJU VILJIÐ ÞIÐ ÞAÐ? ég bara næ því ekki. er það ekki hipókrasía ?

Við getum það ekki. Siðmennt hefur reynt það 2-svar og fengið nei 2-svar. Raunveruleg ástæða (unofficial): Þau trúa ekki á ósýnilegan himnaföður :-S

...en á hinum pólinu þykir mér það sjálfsagt að fræða börnin sín um trú, alla trú.

Við erum alveg sammála þér þarna en munurinn liggur í hvort verið sé að bjóða upp á gildishlaðna þjónustu t.d. Ésú er sonur gvuðs eða Kristnir trúa því að Ésú sé sonur gvuðs.

Þið hljómið oft á tíðum eins og það eigi hreinlega bara að banna trú og trúboð.

Í opinberum skólum - já, en í kirkjum - nei. Ef foreldrar vilja senda börnin sín í kristilegar sumarbúðir eða í sunnudagsskólann þá höfum við ekkert að segja um það.

Það sem að skiptir mig máli er að þú haldir því framm að ég sé það vitlaus sem partur af "meiripart þjóðarinnar".

Við höldum því ekki fram, bara að hluti af þessum 82% sem er í Ríkiskirkjunni eigi ekki heima þar þar sem þeir eru sjálfvirkt skráðir í trúfélag móður við fæðingu. Einnig sýna kannanir að rétt rúmlega 50% telja sig kristna.


Hjalti Rúnar Ómarsson (meðlimur í Vantrú) - 09/11/07 15:56 #

Þar sem ég þekki þennan títt umrædda Sigurvin persónulega þá á ég erfitt með að túlka aðgerðir hans að færa það sem hann kallar fagnaðar erindið sem dónaskap eða svívirðingu. Ég held nú varla að hann, þessi ágæti maður, hafi eitthvað annað en gleðiboðskap þessum börnum fram að færa.

Það er samt dónaskapur og svívirða að stunda kristniboð í opinberum leikskólum.

Það er enginn að mótmæla fræðslu um trúarbrögð.

Þið hljómið oft á tíðum eins og það eigi hreinlega bara að banna trú og trúboð.

Það dettur engum það í hug. Þetta eru bara fordómar hjá þér.

Sérstaklega þegar að kemur að börnunum okkar,...

Það er bara verið að mótmæla því að Þjóðkirkjan sé að troða trúboðinu sínu inn í opinbera skóla. Mér persónulega finnst það frekar ógeðslegt þegar skipulögð trúarinnræting er stundað innan veggja kirkjunnar, en hún má það alveg.

...einnig er það þannig að þegar minnst er á að 90% Íslendinga séu skráðir í þjóðkirkjuna sé það bara eitthvað sveiattans bull og þetta fólk sé í flestum tilfellum allveg sama eða sé ekkert með skoðun á hlutunum.

Til að byrja með eru 82% Íslendinga skráðir í Þjóðkirkjuna. Það er frekar hæpið að námunda það upp í 90%.

Síðan er það bara staðreynd að stór hluti þessa fólks hefur aldrei hugsað út í þessa skráningu sína. Ég nenni ekki að fletta því upp, en mig minnir að í Trúarlífi Íslendinga hafi talan verið á bilinnu 40-50%

Hvað er athugavert að tala um "þetta fólk sem trúir á ímyndaða veru sem les hugsanir þínar"? Sagðist þessi maður vera að "summeræsað þetta bara um alla trú"? Sagði hann að það stæði ekkert annað í bókunum þeirra? Auðvitað ekki.

"Flestir þeir sem eru skráðir í þjóðkirkjuna vita ekkert að því eða er bara allveg sama"

Sumir vita ekki af því, en stór hluti Íslendinga hefur aldrei velt þessari skráningu fyrir sér. Það er bara staðreynd.

Síðan var annnað sem að sló mig soldið í þessu var að þið hafið ekki fengið ykkur skráða sem trúfélag. AFHVERJU VILJIÐ ÞIÐ ÞAÐ? ég bara næ því ekki. er það ekki hipókrasía ?

Þú ert að ruglast. Siðmennt hefur beðið um að fá sömu réttindi og skyldur og trúfélög (skráningu sem trúfélag). Ég sé enga hræsni fólgna í því. Eins og málin standa núna þá er mismunað gegn trúleysingjum, við þurfum að láta Háskólann fá sóknargjöldin okkar. Er það hræsni að vilja afnema þessa mismunun?


Teitur Atlason (meðlimur í Vantrú) - 09/11/07 23:24 #

..en á hinum pólinu þykir mér það sjálfsagt að fræða börnin sín um trú, alla trú. Kannski ekkert að fara út í djúpar theológískar umræður við fimm ára, en allt í lagi að tala við þau um það sem er að gerast í umhverfinu í kringum þau

Þetta er hlutverk foreldra! Trúarbragðafræði er fín en hún er að ég held kennt í 7na eða 8da bekk. Trúaboð fyrir ómálga börn er hverjum þeim sem ástundar það, til skammar.

Lokað hefur verið fyrir athugasemdir við þessa færslu. Við bendum á spjallið ef þið viljið halda umræðum áfram.