Allar færslur Allir flokkar Sos Um félagið Úrskráning Lógó Spjallid@Vantru Póstfang Vantru@Facebook Vantru@Youtube Vantru@Twitter

Klerkarnir

Klerkarnir ræða sjaldan málefni, sem snerta daglegt líf fólksins. Ræðuefni þeirra eru venjulega loðnar útleggingar á Biblíutextum og orðmælgi uppi í skýjunum. Þeir tala sjaldnast um þjóðfélagsástandið, og þá sjaldan þeir minnast á það, gera þeir það svo meinleysislega og óljóst, að engum dettur í hug að taka neitt mark á því. Þeir ræða ekki um orsakir örbirgðarinnar. Þeir benda aldrei á neina skynsamlega leið út úr þjóðfélagsógöngum. Þeir víta aldrei skaðlegar kjallaraíbúðir. Þeir rísa aldrei gegn ómannúðlegri meðferð þjóðfélagsins á þurfalingum. Þeir láta kaupgjaldsmál afskiftalaus. Þeir átelja sjaldan illa meðferð á dýrum. Þeim er yfirleitt illa við nýja þekkingu. Ræður þeirra eru mjög sjaldan frumlegar eða fræðandi. Þeir eru alltaf að sigla milli skers og báru, gæta þess að gera öllum til geðþekkni. Þeir tala oftast eins og skríllinn vill heyra. Klerkar eru yfirleitt vel þokkaðir hjá fjöldanum, sérstaklega æðri stéttunum. Það sýnir best hve gagnlausir þeir eru.

Þórbergur Þórðarson - Klerkar og kirkja - Katólska kirkjan. 1924

Ritstjórn 07.11.2006
Flokkað undir: ( Fleyg orð )

Viðbrögð


khomeni - 07/11/06 13:16 #

sannarlega orð að sönnnu. Gætu hafa verði skrifað í gær. Sama ógeðfelda staðan, sama ógeðfelda orðræðan (sem enginn botnar neitt í) sama klíkan, sama kerfið.
...Sama dellan.


Reynir (meðlimur í Vantrú) - 07/11/06 14:47 #

Ég hélt að þetta væri skrifað í dag. Verður þessi texti jafnsannur eftir önnur áttatíu ár?


Gunnar - 08/11/06 11:38 #

Snilldarorð frá góðum rithöfundi


Ólöf Guðmudsdóttir - 08/11/08 00:05 #

Sá hittir naglann á höfuðið! Hann var snillingur og talaði(skrifaði) enga tæpitungu (eins og prestar núna sem endranær).

Lokað hefur verið fyrir athugasemdir við þessa færslu. Við bendum á spjallið ef þið viljið halda umræðum áfram.