Allar færslur Allir flokkar Sos Um félagið Úrskráning Lógó Spjallid@Vantru Póstfang Vantru@Facebook Vantru@Youtube Vantru@Twitter

Hvernig grýta skal fólk samkvæmt Biblíunni

Í Biblíunni er ekki mikið af upplýsingum að finna um hvernig fólk skal grýtt, hvaða stærð af steinum er best að nota, hverjir mega taka þátt o.s.frv. Þó er hægt að lesa sér til um það að við athöfnina þurfi tvö eða þrjú vitni og það eru þau sem eiga að kasta fyrsta steininum.

Eftir framburði tveggja eða þriggja vitna skal sá líflátinn verða, er fyrir dauðasök er hafður... Vitnin skulu fyrst reiða hönd gegn honum til þess að deyða hann, og því næst allur lýðurinn. 5.Mós.17.6-7

Ef svo vill til að þú ætlar að grýta konuna þína, fjölskyldumeðlim eða vin þinn fyrir að trúa á rangan guð þá verður þú sjálfur að kasta fyrsta steininum (og bannað er að vorkenna þeim sem verið er að grýta).

Ef bróðir þinn, sonur móður þinnar, eða sonur þinn eða dóttir þín eða konan í faðmi þínum eða vinur þinn, sem þú elskar eins og lífið í brjósti þínu, ginnir þig einslega og segir: „Vér skulum fara og dýrka aðra guði“... þá skalt þú eigi gjöra að vilja hans og eigi hlýða á hann, og þú skalt ekki líta hann vægðarauga og þú skalt ekki þyrma honum né hylma yfir með honum, heldur skalt þú drepa hann, þín hönd skal fyrst á lofti vera gegn honum til þess að deyða hann, og því næst hönd alls lýðsins. 5.Mós.13.6-9

En hverjir mega taka þátt? Eru grýtingar karlmannsverk eða mega konur og börn líka kasta nokkrum steinum? Eins og venjulega þá kemur Biblían ekki að miklu gagni og gefur misvísandi upplýsingar. Stundum eiga aðeins karlar að sjá um verkið (5.Mós.13.9 5.Mós.22.21) og stundum fá allir að taka þátt (3.Mós.24.23 4.Mós.15.32 5.Mós.17.7 5.Mós.21.21 Jós.7.25).

Sem betur fer getum við þó alltaf leitað leiðsagnar hjá Monty Python genginu í stórmyndinni Life of Brian.


Tekið af bloggi Steve Wells.

Lárus Viðar 31.10.2006
Flokkað undir: ( Grín )

Viðbrögð


Viddi - 31/10/06 09:36 #

Elska þessa mynd og þetta atriði er með þeim fyndnari sem sést hafa á hvítatjaldinu.


Howser - 01/11/06 18:25 #

Frábært. Góð vísa er aldrei of oft ofkveðin.


FellowRanger - 24/03/07 01:30 #

Where have all the religous gone?


hjalti hilmarsson - 09/06/07 18:17 #

All hail The All Knowing Monty Python!

Lokað hefur verið fyrir athugasemdir við þessa færslu. Við bendum á spjallið ef þið viljið halda umræðum áfram.