Allar færslur Allir flokkar Sos Um félagið Úrskráning Lógó Spjallid@Vantru Póstfang Vantru@Facebook Vantru@Youtube Vantru@Twitter

Er þetta eitthvað grín?

Hún er mögnuð þessi viðkvæmni. Alveg hreint kynngimögnuð! Á þessari vefsíðu hefur verið tekið á ýmsu bulli, s.s. sköpunartrú, vísindakirkjunni, heilun og DNA-heilun, tunglsýki, afhommun, stjörnuspeki, falun gong, talnaspeki, geimverutrú, draugum og alls konar kjaftæði sem ýmist er kennt við nýaldarspeki eða óhefðbundnar lækningar. Vissulega fá þessir pistlar einhver viðbrögð, en þau viðbrögð jafnast ekkert á við hinn hörundsára og kærleiksríka kryssling.

Hvaða trúarbrögð , eða öllu heldur ranghugmyndakerfi, eru fyrirferðamest í þessu þjóðfélagi, hindurvitni sem hafa úr allsvakalegum peningafjárhæðum úr að moða til að koma boðskap sínum, skoðunum og kjaftæði á framfæri, hindurvitni sem var ástæða þess að nokkrir trúlausir einstaklingar sögðu einfaldlega að nú væri meira en nógu andskoti mikið komið? Hin lúterska-evanglíska ríkistudda kristintrú, hvað annað!

Ekki ætla ég að bera virðingu fyrir félagi sem telur sig vera á siðferðislega hærri stalli en aðrir af því siðferði þeirra er byggt á 2-3000 ára gamalli, óhagganlegri bókarskruddu, en er vitaskuld opin fyrir allskonar misvitrar og í hæsta lagi fáránlegar túlkanir og grænsápuþvott. Þessi hindurvitni telja sjálfum sér og öðrum trú um að hér sé verið að ræða um kærleika, umburðalyndi og virðingu fyrir öllu fólki. Öllu fólki! Nema sumu, t.d. þeim sem aðhyllast önnur trúarbrögð, samkynhneigðum og að sjálfsögðu trúlausum einstaklingum.

Kærleikur? Minn rass! Umburðarlyndi?! Fokking búlsjitt Virðing?!? Viðbjóðsleg lygi! Og svo ef það er drepið á þessu umbúðarlaust, þ.e.a.s. að hér sé um ósannsögli og þversagnir og bölvað kjaftæði að ræða, fært fyrir því rök og bent á tiltölulega traustar heimildir (t.a.m. fyrrgreindan doðrant), þá er sá hinn sami óalandi, óferjandi og óumburðarlyndur dóni og dusilmenni. Og hvaða ástæðu hefur sá maður er fær þessar úthúðanir og dónaskap að sýna viðkomandi “kærleik og gleði” virðingu? Sá hinn sami hefur nákvæmlega enga ástæðu.

Maður er orðinn svo þreyttur á þessari uppgerðarviðkvæmni, barnlega væli og þessari óforskömmuðu heimtingu á virðingu fyrir “persónulega trú á minn persónulega gvuð” og álíka hjali. Ef þessir trúmenn, prestar, prelátar, djáknar og vælukjóar þola ekki eilitla gagnrýni þá er eitthvað að! Hjá þeim. Má ekki aðeins pota í þessa lífskoðun án þess að þetta lið tapi sér í krókódílatárum, missi jafnvel saur, við smá lestur á beinskeyttri gagnrýni? Eru þessi blóðugu trúarbrögð svo ægilega viðkvæm að ekki megi skoða það í öðru ljósi, þ.e.a.s. að þetta er bara bull? Standa þessar skoðanir og lífssýn á svona gífurlega völtum brauðfótum að þeir finna sig knúna til að grenja einsog nýfædd smábörn?

Verra er það nú vælið hjá hinum afar hófsömu og sinnulausu trúleysingjum og kredduföstum óvissumönnum sem einnig vilja sjá og heyra þessa virðingu! Að skrúfa aðeins niður í gífuryrðunum og reyna ræða þetta á hófsaman og diplómatískan hátt, eða ganga svo langt að segja “sko, ég er nú alveg trúlaus, en þessir vantrúardónar eru sko alveg milljón sko! Hvernig nenna þeir þessu?! OMG! Þeir ættu betur að hætta þessu og gera eikvah uppbyggilegt. Skömm.” Hvernig nennum við þessu? Við höfum ærna ástæðu til, helvítin ykkar!

Kirkjunnar menn ofsækja skólabörn, börn frá 4 til 14 ára. Tíu moðerfokking ár við að fylla huga þeirra af þjóðsögum og ævintýrum eins og um sannleika sé að ræða ,einhverja bölvaða og óforskammaða vitleysu. Fyrst og fremst er verið að ræða um það að almáttug, alvitur og algóð vera sem er handan alls og einskis fylgist með öllum gjörðum mannfólksins. Og það er bara dropi af hafsjó heimskunnar sem þeir halda að börnunum. Það versta er náttúrulega að segja að manneskjan er svo ægilega ófullkomin að við þurfum handleiðslu drauga og uppvakninga til þess að lifa fullkomnu lífi, annars muntu stikna í bakaraofni, í "raunverulegu" helvíti, að eilífu. En fallegt af þeim að segja að börnin eru, í megindráttum, umkomulausir aumingjar og ósjálfbjarga alveg fram að dauða. Þessi stofnun og starfsmenn hennar eru svo gegnumsýrð af þessari ranghugmynd að menn eru bókstaflega það fjandi bilaðir að þeir halda að það sé verið að gera börnunm greiða með því að telja þeim trú um að þetta sé satt! En vita ekki að verið er að opna farveg fyrir þeirri trú að heilun, blómadropar, álfar, einhyrningar og ámóta nýaldarvitleysu virki og séu til. Þetta kallast að forheimska.

Til hvers að fara til læknis með fótbrot? Bara skella nokkrum orkukristölum yfir þetta. Mættirðu seint í vinnu og misstir úr tíma? Þér var greinilega rænt af geimverum. Ertu með krónískt mígreni? Láttu hnykkja bakið! Saknarðu einhvers nákomins ættingja sem er fallin frá? Nú, spjallaðu við miðill, hann reddar þessu. Og hefur einhver áhuga á að búa í þjóðfélagi með borgurum sem eru til hópa slefandi vanvitar sem gleypa við svona vitleysu á hverjum degi, gagnrýnislaust?

Síðan er það ofstækið sem á víst að ríkja þessari síðu og í þessum félagskap; uppnefni, blótsyrði, níðingsháttur, nöldur og að hinu ógleymdu og klassísku „að neyða annað fólk til að skipta um skoðun“ ekki sé minnst á að „troða vantrúnni ofaní kokið á fólki“ og annað fleipur og fimbulfamb. Þegar ajatolla Karl Sigurbjörnsson er uppnefndur, t.d. fífl fyrir að flengja fram horbjóðinum „trúleysi jafngildir siðleysi!“, þá eru viðbrögðin afar bókstafstrúarmúslímsk, ef svo má segja, svona einsog maður væri að teikna skopmynd af Múhaðmeð. Eina sem vantar er bóka- og brúðubrennur og mótmælaspjöld sem á standa "Afhöfðið þá sem telja að kristin trú sé ekki kærleiksrík og umburðarlynd!" fyrir framan heimili meðlima Vantrú.is.


Sökum viðkvæmni sumra þjóðfélagsþegna hefur ritstjórnin neyðst til að strika yfir nokkur orð sem gætu farið fyrir brjóstið á trúuðum einstaklingum. Við viljum taka það fram að yfirstrikuðu orðin eru ekki fyrir viðkvæmar sálir.

Þórður Ingvarsson 08.10.2006
Flokkað undir: ( Grín )

Viðbrögð


Magnús - 08/10/06 11:32 #

Þessi grein minnir mig á sögu af Eric Cantona. Einu sinni á mektarárum sínum með Manchester United var hann rekinn út af fyrir gróft brot og var afar ósáttur við þá ákvörðun dómarans. Í næsta leik braut hann aftur gróflega af sér og fékk aftur að líta rauða spjaldið en tók því mun betur en í fyrra skiptið. Síðan lét hann hafa eftir sér til útskýringar: "The first one wasn't a foul. So I thought, if they want a foul I'll give them a foul."


Matti (meðlimur í Vantrú) - 08/10/06 18:35 #

Illa gefnum og ófyndnum grínistum er bent á að þessi grein er einmitt í flokknum grín eins og sést neðst í greininni, fyrir neðan nafn höfundar.


Kristján Atli - 08/10/06 21:09 #

Þessi grein er frekar slöpp tilraun til að egna téða grínista til að svara fyrir sig. Af því að þið Vantrúarmenn genguð í þá gildru að bregðast illa við GRÍNpistli Eyvindar Karlssonar á Rás 2 sl. miðvikudag er hér verið að reyna að skrifa nægilega móðgandi pistil í sama yfirskini (les: allt í djóki) í þeirri von að téður Eyvindur eða þá Davíð Þór Jónsson bíti á agnið og gagnrýni ykkur. Þá sé væntanlega hægt að segja "nú, bíddu, þetta er allt í gríni! má það ekki, eða bara þegar þið gerið það?!"

Slöpp tilraun, enda sýnist mér þeir ekki virða þessa grein viðlits. Bjóst við meiru en sandkassaslag af Vantrúarmönnum.


Matti (meðlimur í Vantrú) - 08/10/06 21:21 #

Kristján Atli, það er stundum þægilegt að fela sig bak við grín. Eyvindur vinur þinn var ekki að grínast þegar hann skrifaði grein á bloggsíðu sína eða svaraði athugasemd þar. Það að hann endurtaki sömu rangfærslur í útvarpinu, en þá í formi gríns, gerir rangfærslurnar ekkert skárri.

Markmiðið með þessum pistli er ekki að egna "grínistana" tvo, þeir eru ekki markhópur okkar. Helst myndi ég kjósa að Davíð Þór og Eyvindur Karlsson hætti alfarið að kíkja á þessa síðu, lesskilningur þeirra beggja er það undarlegur. Ég held að markmiðið sé að sýna að orðfærið (eða stíllinn) sem notaður er í þessum pistli, er alger undantekning á þessari síðu. Það er verið að gera tilraun til að sýna hvernig ofsafengin skrif okkar myndu líta út ef allt sem um okkur er sagt væri satt.

Bjóst við meiru en sandkassaslag af Vantrúarmönnum.

Ég skil þetta ekki alveg. Hvað eigum við, sem erum í Vantrú, að gera þegar einstaklingar taka upp á því að breiða út ósannindi um okkur? Þegar við krefjum menn raka eru viðbrögðin þau að saka okkur um ofsa... og nú ertu að reyna að segja að þetta sé bara grín?

Jæja, sumt grín er bara ekkert fyndið.


Birgir Már - 08/10/06 22:21 #

Ætli börnin ykkar, verði betri þjóðfélagsþegnar en þau sem kirkjan ofsækir? Merkilegt hvað ég komst óskaddaður frá þessu svokallaða kjaftæði þeirra kristnu, en spekin sem kristnin kenndi mér, gerði mér margt bara merkilega gott. Og ég bara þekki engan, sem trúar sinnar vegna er umkomulaus aumingji. Hins vegar kannast ég við umkomulausa aumingja, bæði trúaða og trúlausa og aðra sem án trúar sinnar væru umkomulausir aumingjar í dag, ef ekki dauðir.

Þó ég sé orðinn búddisti og andstæðingur þjóðkirjunnar,,, hefði ég ekki viljað skipta uppeldi mínu fyrir uppeldi að hætti Vantrúar(eins og ég ímynda mér að það hefði orðið). Það getur verið gott að trúa á eitthvað gott, þrátt fyrir að margt megi gagnrýna í biblíunni. Mér þótti líka gaman (og þykir enn) þegar fólk sagði mér sögur, og þó að þær hafi flestar verið uppspuni með öllu,,, þá komst ég merkilega óskaddaður frá þeim. Ég hef reyndar enn gaman af skáldskap, sérstaklega þeim sem á sér sem minnsta stoð í raunveruleikanum.

Af hverju viljið þið ekki að fólk sem er ykkur ósammála lesi þessa síðu? Mér finnst þessi pistill jafn ofstopafullur ekki samboðinn neinum nema kannski ofstopafullum múslinum. Með fullri virðingu fyrir báðum.

Það er alveg ömurlegt að lesa suma af þessum pistlum ykkar. Eins og ég virði vantrúaða jafnt og aðra trúarhópa þá vil ég meina að þessi hópur eigi ekki eftir að stækka mikið né ná markverðum árangri, nema hann miðli gagnrýni sinni á jákvæðan hátt.


Matti (meðlimur í Vantrú) - 08/10/06 22:30 #

Ætli börnin ykkar, verði betri þjóðfélagsþegnar en þau sem kirkjan ofsækir?

Það þarf ekkert að vera. Hver veit, kristnir eru ekkert betra fólk en aðrir.

Af hverju viljið þið ekki að fólk sem er ykkur ósammála lesi þessa síðu?

Ég vil að allir lesi þessa síðu. Ég var bara að vísa til umræðu síðustu daga, þar sem rangfærslur um Vantrú hafa verið settar fram í fjölmiðlum og þess þegar menn gera sér leik að því að lesa eitthvað úr texta sem alls ekki er þar að finna.


Jón Magnús (meðlimur í Vantrú) - 08/10/06 22:47 #

Og ég bara þekki engan, sem trúar sinnar vegna er umkomulaus aumingji. Hins vegar kannast ég við umkomulausa aumingja, bæði trúaða og trúlausa og aðra sem án trúar sinnar væru umkomulausir aumingjar í dag, ef ekki dauðir.

Það meiga allir hafa sýnar skoðanir fyrir okkur - okkur er nákvæmlega sama. En þegar þessar skoðanir eru notaðar til að níðast á trúlausum í valdi hefðar og hreins átrúnaðar á eitthvað sem er ekki til þá er manni ekki sama.

Þó ég sé orðinn búddisti og andstæðingur þjóðkirjunnar,,, hefði ég ekki viljað skipta uppeldi mínu fyrir uppeldi að hætti Vantrúar(eins og ég ímynda mér að það hefði orðið).

Uppeldi "að hætti Vantrúar" er ekki trúarlegt uppeldi og ekki trúarleg ítroðsla. Það er í stuttu máli að trúa á sjálfan sig og temja sér gangrýna hugsun.

Og af því að þú ert búddisti þá efast ég um að Vantrú muni nokkurn tímann gangrýna búddisma eins og kristni. Það er svo mikill grundvalla munur að það er hægt að færa rök fyrir því að búddismi sé nær trúleysi en kristni.

Af hverju viljið þið ekki að fólk sem er ykkur ósammála lesi þessa síðu?

Uuuuu... þú ert ósammála okkur og ert að skrifa á og lesa þessa síðu - ég fagna því bara.

Það er alveg ömurlegt að lesa suma af þessum pistlum ykkar. Eins og ég virði vantrúaða jafnt og aðra trúarhópa þá vil ég meina að þessi hópur eigi ekki eftir að stækka mikið né ná markverðum árangri, nema hann miðli gagnrýni sinni á jákvæðan hátt.

Myndi þér sárna jafn mikið við lestur þessara pistla ef pistlarnir fjölluðu um íslam eða hindú? Eitthvað sem er ekki eins kært í hjarta þínu? Annars hafa trúleysingjar barist fyrir rétti sínum í tugi ára með "jákvæðum" hætti og árangurinn? Lítill sem enginn! Það er ekki hægt að segja að við höfum ekki reynt.


Þórður Ingvarsson (meðlimur í Vantrú) - 08/10/06 22:52 #

Hva´? Er þetta ekki bara flest allar greinar sem fyrirfinnast á Vantrú.is súmeraðar í eina grein samkvæmt (þori varla að segja "sjálfskipuðum") þjóðfélagsrýnum landsins? :)


Birgir Már - 08/10/06 22:53 #

Það var enginn að tala um að kristnir væru betri. En eruð þið Vantrúuðu eitthvað betri?

Það er líka við hæfi að benda á að það er trúarbragðafrelsi á Íslandi og enginn er þvingaður gegn vilja sínum að vera í þjóðkirkjunni. Engum er útskúfað fyrir að játast ekki kristni. Það er löngu liðin tíð. Kristilegt uppeldi er að mínu mati, heildina séð ekki sérlega mannskemmandi, og elur marg annað af sér en umkomulausa aumingja.

Ég er hins vegar á því að áhersla eigi að vera lögð á trúarbragðafræði í grunnskólum,,, þar sem kristni er ekki gert hærra undir höfði en öðrum trúarbröðum, eða trúleysi. Og, mér finnst líka að það eigi að endurskoða fermingaraldur barna, og hækka hann um amk 2 ár. Svo ég snúi mér að jákvæðri gagnrýni.

Í nafni trúfrelsis:)


Ásgeir (meðlimur í Vantrú) - 08/10/06 22:56 #

Reyndar þá eru rosalega margir sem halda því fram að kristnir séu betri og fer Karl Sigurbjörnsson þar fremstur í flokki.


Arnold Björnsson - 08/10/06 23:43 #

Ég er hins vegar á því að áhersla eigi að vera lögð á trúarbragðafræði í grunnskólum,,, þar sem kristni er ekki gert hærra undir höfði en öðrum trúarbröðum, eða trúleysi. Og, mér finnst líka að það eigi að endurskoða fermingaraldur barna, og hækka hann um amk 2 ár. Svo ég snúi mér að jákvæðri gagnrýni.

Birgir Már, þú átt greinilega meira sameiginlegt með vantrú en þú gerir þér grein fyrir :)


Sverrir Guðmundsson (meðlimur í Vantrú) - 09/10/06 10:23 #

Er hugtakið „kristilegt uppeldi“ eitthvað svipað og „kristilegt siðgæði“? Mín skoðun er að lýsingarorðið „kristilegt“ hafi ekkert að gera í þessu samhengi.

Ég kem úr trúlausri fjölskyldu en held að ég hafi samt hlotið þokkalegasta uppeldi. Mér var a.m.k. kennt að bera virðingu fyrir náunganum og að reyna að koma fram við aðra eins og ég vildi að þeir kæmu fram við mig.

Segi frá þessu hér til þess að undirstrika að sjálfsagðar og skynsamlegar siðareglur í samfélagi mannanna hafa ekkert minna vægi meðal trúlausra en trúaðra.


Jón Magnús (meðlimur í Vantrú) - 09/10/06 10:39 #

Það var enginn að tala um að kristnir væru betri. En eruð þið Vantrúuðu eitthvað betri?

Nei alveg örugglega ekki, allavega vill ég ekki fullyrða að vantrúaðir séu betra fólk heldur en trúað. Það er til vont fólk sem er trúað og vont fólk sem er vantrúað alveg eins og það er til gott fólk sem er trúað og gott sem er vantrúað.

En hvernig er hægt að fá gott fólk til að gera vonda hluti? Ein aðferð (líklega sú algengasta) er með trú.


Birgir Már - 09/10/06 16:36 #

Ég geri mér grein fyrir að ég á eitthvað sameiginlegt með vantrú, enda var ég lengi vel trúleysingi. Þrátt fyrir það hef ég aldrei vanvirt trú annarra, eða trúleysi. Tel trúaðan mann síður en svo veikari á svellinu en þann trúlausa.

Ég vil beina gagnrýni að aðskilnaði ríkis og kirkju. Ekki vanvirða persónulega trú eða trúleysi annars fólk.

Svo verð ég að draga þessi orð úr úr pistlinum:"Ef þessir trúmenn, prestar, prelátar, djáknar og vælukjóar þola ekki eilitla gagnrýni þá er eitthvað að! Hjá þeim"...


Jón Magnús (meðlimur í Vantrú) - 09/10/06 16:42 #

Ég vil beina gagnrýni að aðskilnaði ríkis og kirkju.

Mun ekki biskupnum ekki sárna við það? Honum finnst svo djöfulli notalegt að vera í sæng með ríkinu og þetta er jú vinnan hans. Ekki viltu að hann verði atvinnulaus?


Arnold Björnsson - 09/10/06 18:18 #

Þrátt fyrir það hef ég aldrei vanvirt trú annarra, eða trúleysi

Þú verður samt að viðurkenna að trúarbrögð kalla á gagnrýni. T.d.trú sem réttlætir dráp á fólki. Það gera herská samtök Muslima og Kristnir bókstafstrúarmenn í Bandaríkjunum sem segja meðal annars að stríði í Írak sé vilji guðs og ekki megi binda enda á það. Trú sem skelfir og terroriserar börn eins og sjá má í myndinni Jesus Camp http://www.apple.com/trailers/magnolia/jesuscamp/trailer/ Og trúfélög hér á landi sem stuðla að fordómum í garð samkynhneigðra, þar á meðal þjóðkirkjan. Lengi mæti halda áfram. Ég held að öll trúarbrögð hafi gott af gagnrýni og eru fjarri því yfir hana hafin.


Hjalti Rúnar Ómarsson (meðlimur í Vantrú) - 09/10/06 18:23 #

Þrátt fyrir það hef ég aldrei vanvirt trú annarra, eða trúleysi.

Og hvað áttu við með orðunum "að vanvirða trú"?

Lokað hefur verið fyrir athugasemdir við þessa færslu. Við bendum á spjallið ef þið viljið halda umræðum áfram.