Allar færslur Allir flokkar Sos Um félagið Úrskráning Lógó Spjallid@Vantru Póstfang Vantru@Facebook Vantru@Youtube Vantru@Twitter

Siðmennt mótmælir vinaleið

Siðmennt, félag siðrænna húmanista á Íslandi, hefur sent frá sér fréttatilkynningu um trúboð í skólum undir formerkjum Vinaleiðar.

Ritstjórn 04.10.2006
Flokkað undir: ( Skólinn , Vinaleið , Vísun )

Viðbrögð


foreldri - 04/10/06 15:57 #

Er ekki einhver lögfræðingur sem vill taka að sér að sækja ábyrga aðila til saka fyrir klár lögbrot? Ber saksóknara að gera það ef honum er bent á þetta?


Birgir Baldursson (meðlimur í Vantrú) - 04/10/06 16:26 #

Meira ofstækið í þessu Siðmenntarliði alltaf. ;)


Saevar (meðlimur í Vantrú) - 04/10/06 16:47 #

Einmitt, þetta trúlausa siðmenntarpakk leyfir börnum í grunnskóla ekki að vera í friði með sína trú. Hvers konar öfgar eru það?


S - 04/10/06 17:04 #

foreldri: ef menntamálaráðherra bregst ekki við, sem hún ætti auðvitað að gera, þá væri væntanlega nærtækast að biðja umboðsmann Alþingis um álit á þessu. Bréf Siðmenntar væri góður grunnur að sambærilegu bréfi til umboðsmanns, sem ætti erfitt með að komast að annarri niðurstöðu en þeirri að þetta væri ekki heimilt. Kannski fer Siðmennt þessa leið ef ekki koma jákvæð viðbrögð frá ráðherranum.


G2 (meðlimur í Vantrú) - 04/10/06 18:19 #

ef menntamálaráðherra bregst ekki við, sem hún ætti auðvitað að gera, þá væri væntanlega nærtækast að biðja umboðsmann Alþingis um álit á þessu.

Menntamálaráðherra á ekki eftir að gera rassgat og efast ég stórlega um að hún hafi nokkuð á móti þessu fyrirkomulagi, enda rammkristin sjálf. Ekki get ég séð hvað umbi Al á að gera?

Eina leiðin, sem er fær, er sú að fara lagalegu leiðina að þessu. Það er með ólíkindum að sjá ósvífni þjóðkirkjunnar hvað þetta skóladjáknaprestsdæmi varðar. Þetta er liðið sem ætlar að setja siðferðileg markmið í samfélaginu! Þetta er algerlega siðlaust - óverjandi.

Ég vona að siðmennt fari í mál við þjóðkirkjuna, ráðherra menntamála og sveitarfélög, því ef svo verður mun ég glaður leggja fé til.


Aiwaz (meðlimur í Vantrú) - 04/10/06 20:45 #

Ég er líka tilbúinn að borga í lögfræðisjóð ef Siðmennt fer í mál. Ekki spurning.


Turkish - 04/10/06 22:52 #

Sammála Aiwaz, ef að þetta verður að baráttu er ég meira en til að styðja fjárhagslega við hana.


S - 05/10/06 11:15 #

Umræðurnar eru strax komnar út í fjásöfnun vegna málaferla. Það svarar í sjálfu sér spurningunni um hvaða tilgang það hefði að senda málið til umboðsmanns Alþingis áður en farið er í málsókn.

Það verður erfiðara fyrir ráðherrann að gera ekkert í málinu ef fyrir liggur það álit umboðsmans að í skólum landsins sé trúfrelsi ekki virt, mannréttindasáttmáli Sþ brotinn og að varðandi trúmál sé lögum um grunnskóla og aðalnámsskrá ekki fylgt.

Þessi leið kostar lítið meira en eitt bréf auk þess sem hún lokar á engan hátt á aðra réttarmeðferð.


Matti (meðlimur í Vantrú) - 05/10/06 11:45 #

Auðvitað er rétt að bíða eftir viðbrögðum ráðherra og umboðsmanns áður en haldið er lengra. Hver veit, kannski kemur ráðherra á óvart!


G2 (meðlimur í Vantrú) - 05/10/06 12:19 #

Hver veit, kannski kemur ráðherra á óvart!

...og máské snýst sólin um jörðina!


Árni Árnason - 05/10/06 16:53 #

Ég held að þó að ráðherra gæti hummað málið fram af sér, geti Umboðsmaður Alþingis það ekki.

Málið er að senda þetta sem formlegt erindi til Umboðsmanns Alþingis, og cc á Ráðherrann þannig að það sé ljóst að ekki verði hægt að þegja málið í hel. Ég sé ekki annað en að bréf Siðmenntar sé vandlega fram sett, með tilvitnunum í lagagreinar og álit Mannréttindanefndar Sþ í sambærilegu norsku máli.

Ef Umboðsmaður Alþingis hundsar þetta er hann alls ekki starfi sínu vaxinn.

Það er jafnan vænlegt að birta erindi til opinberra aðila einnig almenningi, þannig að almenningur og fjölmiðlar viti hvað er í gangi.

Með von um að þessu trúarheilaþvætti fari loks að linna.


S - 06/10/06 16:25 #

Ég teldi skynsamlegt fyrir Siðmennt að aðstoða einhvert foreldri sem á barn sem verður fyrir svona trúaráróðri við að senda erindi til umboðsmanns Alþingis. Bréfið til ráðherra er mjög vel unnið og er góður grunnur fyrir slíkt erindi.

Reynslan af umboðsmanni er alls ekki sú að hann sé handgenginn stjórnvöldum eða hiki við að gangrýna framkvæmd sem ekki stenst lög.


Halldór E. - 06/10/06 17:29 #

Mig langar að benda á tvo þætti í bréfi Siðmenntar til ráðherra sem ég tel óheppilega, en um leið tel ég mjög mikilvægt að þessi umræða fari fram.

Fyrir það fyrsta tel ég að orðið óviðeigandi í fyrstu málsgrein kalli fram neikvæða mynd af skrifunum. Ef orðinu væri sleppt fengist jákvæðari setning án þess að drægi á neinn hátt úr merkingu hennar, styrkti hana fremur ef eitthvað er. Notast er við óeðlileg áhrif trúfélaga neðar eftir að vísað er í ákveðið mál og það dregur enn úr þörfinni fyrir hugtakið óviðeigandi í upphafi.

Í annan stað er hefur orðið trúboð neikvæða gildishleðslu og kallar á umræðu um hvað felist í trúboði og ég minni enn á að fræðsla og sálgæsla til handa skírðum er ekki talið trúboð í lútherskri guðfræði. Hér er sterkara að tala um kristið trúaruppeldi (það er nefnilega líka utan heimildar skólanna). Þannig væri notað jákvæðara hugtak, sveigt er framhjá deilum um guðfræðilegt inntak trúboðshugtaksins og notast við hugtak sem ekki er hægt að burtskýra af hendi guðfræðinga.

Svo er óþarfi að tala um vernd fyrir einhliða áróðri neðar. Nóg er að tala um vernd gegn áróðri.

Að öðru leiti er þetta bréf til mikillar fyrirmyndar og vonandi að neikvæð mynd sem trúleysingjar hafa því miður á sér, vegna harðrar orðanotkunar verði ekki látinn skyggja á þessa umræðu.


Áhugamanneskja um velferð barna - 08/10/06 15:00 #

Mér finnst bæði gæti misskilnings og þröngsýni í ykkar umræðu. Hvernig væri nú að róa sig aðeins niður og skoða hvað málið í alvörunni snýst um? Ekki fara á taugum þótt að Þjóðkirkjan tengist málinu. Ekki fórna meiri hagsmunum fyrir minni.

Þetta snýst ekki um að boða trú - en það virðist sem að þið hafið þegar ákveðið það. Þetta snýst ekki um að stunda meðferð á börnum sem á því þurfa að halda - þau börn eru send til skólasálfræðings. Þetta snýst um að einhver hafa tíma og áhuga til að vera til staðar og hlusta á börnin og ræða við þau um það sem á þeim hvílir.

Mér finnst þetta frábært framtak og mikil þörf fyrir þessa þjónustu í samfélagi sem að er mjög upptekið af veraldlegum gæðum og ver litlum tíma til að sinna andlegum þörfum smávöxnustu einstaklinga þess. Hafið þið séð baksíðu Moggans í dag (sunnudaginn 8.10.06)???

Ekki láta pólítiska rétthugsun gelda allt frumkvæði. Leyfið þeim sem vilja þetta njóta þess og frábiðjið bara YKKAR börnum þessari þjónustu.

Kærar kveðjur úr Garðabænum


Arnold Björnsson - 08/10/06 15:35 #

Kæra Áhugamanneskja um velferð barna, Ekkert er athugavert við að fengin sé starfsmaður til skólastofnana til að annast svona starf. En væri ekki eðlilegra að mentaður félagsfæðingur væri fenginn til starfsinns? Hann hefur mun betri menntun til að annast svona starf.

Halldór E þú skrifar eftirfarandi.

Í annan stað er hefur orðið trúboð neikvæða gildishleðslu og kallar á umræðu um hvað felist í trúboði og ég minni enn á að fræðsla og sálgæsla til handa skírðum er ekki talið trúboð í lútherskri guðfræði.

Er lúthersk guðfræði eða kannski þjóðkirkjan með opinbera skilgreiningu á hvað telst trúboð? Er hægt að nálgast hana einhver staðar á netinu? Mig bráð vantar þessar upplýsingar.


Áhugamanneskja um velferð barna - 08/10/06 15:52 #

Kæri Arnold. Ég er ekki viss um að menntaður félagsfræðingur sé endilega hæfari. Það er svolítill tendens til að sjúkdóms og vandamálavæða allt í samfélaginu að mínu mati. Það má þó gjarnan styrkja sálfræðimeðferð í skólum, en sú vinna snýst um önnur mál. Garðabær hefur einmitt sýnt framsýni og frumkvæði á því sviði líka þar sem Hofsstaðaskóli hefur boðið upp á listmeðferðarfræðing auk hins hefðbundna skólasálfræðings.

Mig mundi langa til að sjá samfélag þar sem væri pláss fyrir mismunandi trú (og ekki trú). Mig langar ekki í samfélag þar sem merki allra trúabragða eru tekin út í ótta við að styggja einhvern. Mér finnst frekar að eigi að opna armana og fagna fjölbreytileikanum.


Arnold Björnsson - 08/10/06 16:03 #

Mig mundi langa til að sjá samfélag þar sem væri pláss fyrir mismunandi trú (og ekki trú). Mig langar ekki í samfélag þar sem merki allra trúabragða eru tekin út í ótta við að styggja einhvern. Mér finnst frekar að eigi að opna armana og fagna fjölbreytileikanum.

En finnst þér þá ekkert óeðlilegt við það að einu trúfélagi sé veittur forgangur að skólastofnunum?


Ásgeir (meðlimur í Vantrú) - 08/10/06 17:08 #

Hvernig getur maður sem er menntaður í guðfræði verið hæfari til þess arna en maður sem er sérmenntaður til starfsins?


Halldór E - 08/10/06 17:11 #

Ég veit ekki af skilgreiningunni á vefnum en í grunnatriðum er munurinn þessi.

Trúboð er boðun trúar til þeirra sem ekki tilheyra kirkjunni (óskírðra). Fræðsla til kristinna (skírðra) er kristileg uppeldismótun.

Það er ýmislegt sem fellur (ætti að falla) utan þessara tveggja megináherslna, s.s. menningaruppeldi, sem felur í sér kristnar vísanir og jafnvel þekkingu á textum og sögum, til að auka menningarlæsi. Eins má nefna trúarbragðafræðina almennt til að auka skilning á trúarveruleika stórs hluta mannkyns.


farfuglinn - 08/10/06 20:52 #

Miðað við lýsinguna á þessari sálgæslu, sem byggist upp á viðtölum o.fl. væri nær að hafa sálfræðing eða félagsráðgjafa í þessu starfi heldur en einhvern djákna, með fullri virðingu fyrir þeim.


Áhugamanneskja um velferð barna - 08/10/06 21:16 #

Í fyrsta lagi þá eru starfandi bæði námsráðgjafi og sálfræðingar við skólana og þeirra starfshættir ná ekki til ÞESSARA barna - það er hreinlega staðreynd - enda hefðu þessir starfsmenn annars ekkert að gera. Félagsráðgjöf stendur þessum fjölskyldum líka til boða í heilsugæslunni. Það er endalaust hægt að rökræða reynslu, menntun, áhuga osfrv. Staðreyndin er sú að yfirleitt fer sú ráðgjöf fram á forsendum fullorðinna (foreldra, kennara, osfrv.) en þessi samtöl á forsendum barnanna.

Að veita einu trúfélagi forgang??? Halló! Það hefur engu trúfélagi verið bannað að koma inn með samskonar framlag. Þetta er einfaldlega einkaframtak sem að tekið var opnum örmum af samfélaginu vegna þess að full þörf er á. Þetta er líka þróunarverkefni sem að er að breiða sig út. Hvernig væri nú að þið hættuð að tala um að eyða peningum ykkar í lögfræðinga og myndu bjóða upp á sambærilegt verkefni þar sem vantrúaðir einstaklingar kæmu óg byðu fram eyra handa krökkum sem líður illa? Ég sætti mig alveg við að þið fáið "forgang" í einhverja skóla :)


Lárus Viðar (meðlimur í Vantrú) - 08/10/06 21:42 #

Þetta er einfaldlega einkaframtak sem að tekið var opnum örmum af samfélaginu vegna þess að full þörf er á. Þetta er líka þróunarverkefni sem að er að breiða sig út.

Nú bý ég erlendis og hef ekki fylgst vel með þessu. Er þetta framtak að engu leiti kostað af skólunum?


Hjalti Rúnar Ómarsson (meðlimur í Vantrú) - 08/10/06 23:05 #

Þetta snýst ekki um að boða trú - en það virðist sem að þið hafið þegar ákveðið það.

"Áhugamanneskja um velferð barna", ég vil benda þér á greinina Verndum bernskuna. Þar kemur fram að Vinaleið snýst að einhverju leyti um trúboð.


Arnold Björnsson - 08/10/06 23:32 #

fyrsta lagi þá eru starfandi bæði námsráðgjafi og sálfræðingar við skólana og þeirra starfshættir ná ekki til ÞESSARA barna - það er hreinlega staðreynd - enda hefðu þessir starfsmenn annars ekkert að gera.

Hvaða náðargáfu hafa prestar sem annað fólk hefur ekki og gerir þá hæfari til að leysa úr vandamálum barna? Geta þeir einir átt samtöl við börn á forsendum barnanna? Er þetta ekki alhæfing? Prestar eru jafn ólíkir innbyrðis og aðra stéttir svo þessi fullyrðing þín stenst ekki skoðun.

Að veita einu trúfélagi forgang??? Halló!

Ertu að halda því fram að þjóðkirkjan njóti ekki forgangs í skólakerfinu? Er ekki kennd kristinfræði í skólum með námsefni sem samið er af kirkjunni sjálfri? Ekkert annað trúfélag hefur þessi forréttindi.

Það hefur engu trúfélagi verið bannað að koma inn með samskonar framlag.

Hefur þetta verið auglýst með formlegum hætti og þar með öllum trúfélögum boðið að taka þessa þjónustu að sér?

Það skiptir engu hver borgar fyrir þetta, trúboð á ekki heima í skólum.


Sigurður Hólm Gunnarsson - 09/10/06 09:42 #

Að veita einu trúfélagi forgang??? Halló! Það hefur engu trúfélagi verið bannað að koma inn með samskonar framlag.

Þú ert væntanlega að grínast?

1. Þeir sem hafa kynnt sér þessi mál hér á landi vita auðvitað að fjölmörgum trúfélögum er einmitt bannað að koma inn í opinbera skóla. Morgunljóst er að þeir sem trúa ekki á yfirnáttúrulegar verur fá alls ekki að koma í opinbera skóla. Siðmennt hefur þannig verið sérstaklega bannað að kynna starfsemi sína í opinberum skólum (Tek fram að Siðmennt hefur ekki óskað eftir því að fá að vera með kynningar í grunnskólum. Einstaka kennarar hafa hins vegar viljað fá kynningu Siðmenntar á borgaralegri fermingu um leið og verið er að kynna kirkjulega fermingu í opinberum skólum).

2. Þjóðkirkjan fær mun meiri fjárhagsaðstoð frá ríkinu en önnur trúfélög og hefur því bolmagn til þess að gera út trúboð með þessum hætti. Þannig er einu trúfélagi augljóslega veittur forgangur til að geta haldið úti slíku starfi. Ríkið ætti frekar að greiða fyrir aukna þjónustu sérfræðinga í málefnum barna.


foreldri - 09/10/06 09:45 #

Trúboð, trúarinnræting, trúarstyrking, trúarlegt uppeldi, eða hvað sem þið viljið kalla þetta á ekki heima í skólum. Mín skoðun er reyndar sú að ómótaðar barnssálir hafi ekki þroska til að meta alla þá hugmyndafræði sem býr að baki trúarbrögðunum og því sé það vanvirðing við barnið að ætla að boða því (kenna, leiðbeina, styrkja o.s.frv.) eina trú. Það er hins vegar augljóst að þjóðkirkjan nýtur forréttinda í skólunum (kristnifræðin og allt það) og ekkert trúfélag er svo stöndugt að það hafi ráð á að greiða trúboðum laun í skólum. Þetta er ekkert annað en trúboð - kirkjunnar menn boða "fagnaðarerindið" bæði trúuðum og trúlausum, skírðum og óskírðum. Það er líka rangt að öll trúfélög séu velkomin í skólana því skólastjóri Hofsstaðaskóla hefur sérstaklega tekið fram að Gunnar í Krossinum sé ekki velkominn í hans skóla - skóla þar sem "skólaprestur" hefur sína skrifstofu. Ég þykist líka viss um að Vottar Jehóva væru ekki velkomnir þar vegna ákveðinnar sögu við þann skóla. Hér er því um klára mismunun að ræða og hreint trúboð. Slíkt er bannað með lögum - lögum um grunnskóla. Það brýtur líka í bága við siðareglur kennara, aðalnámsskrá, grunnhugmynd í stjórnarskránni og er mannréttindabrot að áliti mannréttindanefndar Sameinuðu þjóðanna. Áhugamanneskja um velferð barna ætti að taka svona brot alvarlega. Halló!


Sigurður Hólm Gunnarsson - 09/10/06 10:06 #

Þetta er einfaldlega einkaframtak sem að tekið var opnum örmum af samfélaginu vegna þess að full þörf er á. Þetta er líka þróunarverkefni sem að er að breiða sig út. Hvernig væri nú að þið hættuð að tala um að eyða peningum ykkar í lögfræðinga og myndu bjóða upp á sambærilegt verkefni þar sem vantrúaðir einstaklingar kæmu óg byðu fram eyra handa krökkum sem líður illa?

Kæra "Áhugamanneskja um velferð barna"

Þú áttar þig ekki á þig að það eru einmitt áhugamanneskjur um velferð barna sem mótmæla öllu trúboði í opinberum skólum. Það ógnar velferð barna að láta þau sitja undir hvers kyns áróðri. Opinberir skólar eiga að vera lausir við áróður.

Ef yfirvöld eru ekki nógu dugleg við að bjóða upp á sálfræðiþjónustu fyrir börn á auðvitað að gagnrýna það (eitthvað sem ég hef oft gert á öðrum vettvangi). Ég væri á móti því ef að einstaka fyrirtæki eða stjórnmálaflokkar byðu upp á sambærilega þjónustu í opinberum skólum. Það væri út í hött ef að "sálfræðingur Sjálfstæðisflokksins", "félagsráðgjafi 365 miðla" eða "stuðningsaðili Ísland úr Nato, herinn burt" væru með skrifstofur og nafnspjöld í opinberum skólum. Börn eiga rétt á slíkri þjónustu án allrar auglýsingastarfsemi.

Þjóðkirkjan, þrátt fyrir alla milljarðana sem hún fær af almannafé á ári, er ekki einu sinni að bjóða upp á fagaðila. Nei hún er að bjóða upp á djákna og sálgæslu.

Ef Þjóðkirkjunni væri annt um velferð barna gæti hún a) tekið undir kröfur okkar hinna um að það þurfi að efla þjónustu við börn í skólum eða jafnvel b) sent inn nafnlausa fjárhæð og borgað fyrir þjónustu fagaðila. Nóg á hún af peningum. En nei. Frekrar ákveður þetta trúfélag að gera út trúboða undir því yfirskyni að verið sé að veita börnum faglega þjónustu.

Þetta er eitthvað sem allar áhugamanneskjur um velferð barna ættu að hafa áhyggjur af.


foreldri - 09/10/06 13:26 #

Lárus Viðar: Djákninn í Mosó segir sjálfur að skólinn greiði þessa "þjónustu" hans. Mér skilst að einhver auðmaður hafi kostað innleiðingu hennar í aðra skóla. Spurning hvort einhver soldánn vill ekki kosta starf "skólamúslima". Það væri líka nógu gaman að sjá stöðu "skólatrúleysingja" auglýsta. Auðvitað verður þess ekki langt að bíða að trúfélagið fari fram á að skólarnir taki (sjálfsagðan) þátt í kostnaði við þessa (guðs)þjónustu.

Áhugamanneskja um velferð barna: Þegar þessi þjónusta var boðin Hofsstaðaskóla fór skólastjórinn þess á leit að peningarnir væru notaðir til að auka starfshlutfall námsráðgjafa. Því var hafnað og höfuðáhersla lögð á að fá "vígðan mann" inn í skólann. Ástæðan er augljós. Aðalatriðið er ekki að hjálpa börnum heldur að BOÐA *erindið --- trúboð.


Guðmundur D. Haraldsson - 10/10/06 00:42 #

Mér finnst þurfa að gæta að aðeinu atriði...

Börn sem langar til að tala við einhvern í einrúmi um eitthvað sem þeim liggur á hjarta (það er væntanlega eitthvað sem þessir skóladjálknar og skólaprestar eiga að sinna), þurfa ekki endilega sálfræðing eða félagsráðgjafa (einhver sagði félagsfræðingur, sem er ekki það sama) til að tala við, heldur einhvern sem hefur reynslu af því að tala við fólk, og þá sér í lagi börn. Sálfræðingar og félagsráðgjafar ættu vissulega að ráða við það, myndi ég ætla.

En þarf endilega fólk með mikla menntun til? Og þarf endilega að benda þeim börnum á sálfræðing eða félagsráðgjafa? Vissulega sinna þeir almennri ráðgjöf, en er ekki heppilegra að einhver innan skólanna taki að sér hlutverk eins konar trúnaðarmanns, einhver sem hefur næga þekkingu til og er treyst? Ef um er að ræða eitthvað stærra mál, þá getur vissulega verið ástæða til að viðeigandi fagmenn grípi inn í - en þess þarf ekki nærri því alltaf, oft þarf bara einhvern sem skilur börnin og þau geta treyst.

Ég er alfarið á móti því að svonalagað sé gert á forsendum trúarbragða - enda eiga þau ekki erindi inn í skólana. Hins vegar þarf ekki endilega sálfræðinga eða félagsráðgjafa til verksins, heldur einhvern sem er hlýr, skilningsríkur og er fljótur að átta sig á fólki og að sjálfsögðu þarf viðkomandi að vera mjög meðvitaður siðferðislega.

Að því gefnu að ég skilji hlutverk djálknana og prestana í skólunum, þá finnst mér þessi tillaga mín nærtækari en að benda á sálfræðinga eða félagsráðgjafa sem aðila sem eiga að sinna því sem djálknunum og prestunum er ætlað að sinna.


Arnold Björnsson - 10/10/06 06:22 #

Guðmundur, Þú hefur mikið til þíns máls og ég get alveg verið sammála þér. Ég er viss um að í flestum skólum er hægt að finna t.d. kennara sem væri þessum eiginleikum gæddur og gæti auðveldlega tekið þetta starf að sér . Eða einhver sem er nærgætinn og skilningsríkur, eiginleikar sem mjög margir hafa óháð menntun. En þetta sýnir líka hvað þessi ofuráhersla á að viðkomandi sé guðfræðimenntaður er fáránleg. Æji, ég gleymdi trúboðinu, jú sennilega er betra að hann sé guðfræðimenntaður :)


Þuríður - 11/10/06 15:48 #

Mér finnst góð þessi hugmynd um Vinaleið og að hún skuli framkvæmd. Allt tal um trú og ekki trú í þessu sambandi finnst mér ætti að vera fyrir utan umræðuna og að við ættum frekar að einbeita okkur að því að vera ánægð með að þörfum allra barna sem það kjósa er mætt á einn hátt til viðbótar við þá þjónustu sem þegar er í skólunum. Þarfir barna eru misjafnar og ekki þarf alltaf eitthvert fagfólk til að hlusta á þau heldur bara einhverja manneskju sem hefur tíma fyrir þau og getur ljáð þeim eyra. Hver borgar skiptir ekki máli finnst mér en mér finnst frumkvæði kirkjunnar þarna frábært.


Óli Gneisti (meðlimur í Vantrú) - 11/10/06 15:55 #

Þannig að þér þætti væntanlega allt í lagi ef Vottar Jehóvar, Múslímar, meðlimir Vísindaspekikirkjunnar (scientology), meðlimir Siðmennar, meðlimir Vantrúar eða Sjöunda dags Aðventistar myndu bjóða svipaða þjónustu?


Þuríður - 11/10/06 16:02 #

Já mér fyndist það í lagi, það finnst gott fólk í öllum hópum ef við þurfum endilega að skilgreina allt fólk í einhverja hópa. Mér finnst við gera alltof mikið af því að flokka fólk í þennan hópinn eða hinn. Við erum öll manneskjur.


Arnold Björnsson (meðlimur í Vantrú) - 11/10/06 17:54 #

Þuríður, mikið vildi ég að þetta væri svona einfalt. En því miður fylgir trúboð með í pakkanum hjá Kirkjunni og það er vandamálið. Trúboð í Skólum er ólöglegt. Því miður finnst kirkjunni allt í lagi að brjóta lög. Það þykir mér athyglisvert í ljósi fullyrðinga kirkjunar um að þeirra siðferði sé sérstaklega gott þ.e. þetta kristilega siðferði hvað sem það svo þýðir.


Áhugamanneskja um velferð barna - 11/10/06 23:24 #

Sammála þér Guðríður og Guðmundur. Ég held líka að það sé ekki gott að það sé kennari frá skólanum sjálfum sem sér um þetta - frekar einhver utanaðkomandi. Þetta er framtak frá kirkjunnar hálfu en ekki borgað af henni. Allt röfl um fjárhagslegan styrk Þjóðkirkjunnar kemur þessu máli ekki við. Ég á dálítið erfitt með að taka öfgafullum greinum skrifuðum hérna á síðunni sem "heilögum sannleik" eins og þið virðist gera. Þótt það standi á síðunni - er það ekki endilega hreina satt - sorry, leiðinlegt að segja ykkur þetta. Þetta eru skoðanir og lífssýn ákveðinna aðila.

Mér finnst sjálfsagt að samskonar þjónusta, þeas ekki beint trúboð, komi frá öðrum trúfélögum. Bjóða önnur trúfélög velkomin ekki banna alla trú. En mikilvægast finnst mér að lítill hópur öfgamanna fái ekki að skemma svona yndislegt frumkvæði fyrir öllum hinum sem þess njóta.

Lifið heil!


Matti (meðlimur í Vantrú) - 11/10/06 23:30 #

Ég vil ítreka að Vantrú og Siðmennt eru ótengd félög. Vantrú styður Siðmennt að sjálfsögðu í þessu máli og vísar því á fréttatilkynningu þeirra.


Hjalti Rúnar Ómarsson (meðlimur í Vantrú) - 12/10/06 00:03 #

Mér finnst sjálfsagt að samskonar þjónusta, þeas ekki beint trúboð...

En "óbeint trúboð" er samt í lagi? Ertu búin að lesa þessa grein?


Arnold Björnsson (meðlimur í Vantrú) - 12/10/06 00:11 #

Mér finnst sjálfsagt að samskonar þjónusta, þeas ekki beint trúboð, komi frá öðrum trúfélögum.

Sem sagt það er allt í lagi að önnur trúfélög bjóði fram þjónustu sína, bara ef þau eru ekki með trúboð. Má sem sagt bara þjóðkirkjan vera með trúboð. Og svo kallar þú okkur öfgamenn!

Þetta er framtak frá kirkjunnar hálfu en ekki borgað af henni. Allt röfl um fjárhagslegan styrk Þjóðkirkjunnar kemur þessu máli ekki við.

Hvers vegna þarf þá viðkomandi að koma frá kirkjunni? Segðu það bara, þú vilt prest og þú vilt trúboð.

Ég á dálítið erfitt með að taka öfgafullum greinum skrifuðum hérna á síðunni sem "heilögum sannleik" eins og þið virðist gera. Þótt það standi á síðunni - er það ekki endilega hreina satt - sorry, leiðinlegt að segja ykkur þetta. Þetta eru skoðanir og lífssýn ákveðinna aðila.

Það sem kemur fram á vefsíðu Siðmenntar er satt, enda er þar vitnað í gögn þjóðkirkjunar ( sem þú hefur greinilega ekki lesið ) þar sem kemur fram að meðal þess sem felst í "vinaleið" er trúboð og helgihald. Það er einfaldlega brot á lögum. Þér finnst það eflaust allt í lagi.


foreldri - 12/10/06 10:14 #

Áhugamanneskja um velferð barna og Þuríður:

Ég held að enginn hafi lýst yfir andstöðu við stuðning við börn í skólum, þvert á móti. En ef stuðningurinn er þess eðlis að grunnskólalög eru brotin, siðareglur kennara, aðalnámsskrá og mannréttindi hlýtur að vera ástæða til að staldra við. Mér finnst afar ósmekklegt að stilla dæminu þannig upp að andstæðingar trúboðs í skólum sé andstæðingar stuðnings við börn.

Þið viljið líta fram hjá trúarlega þættinum í þessu öllu saman en kirkjan sjálf þverneitaði því einmitt. Hún vildi ekki styðja aukinn (og óháðan) stuðning við börn! Hún krafðist þess að vígður maður sæi um hann.

Biskup hefur aftekið að um trúboð sé að ræða en það er þá í fyrsta sinn sem starfsmenn kirkjunnar eiga ekki að boða "fagnaðarerindið" í störfum sínum.

Heyrandi heyrið þið ekki og sjáandi sjáið þið ekki.

Það eru ekki öfgar að krefjast þess að farið sé að lögum og mannréttindi virt. Og ef sá hópur sem berst fyrir því er í minnihluta er það meirihlutanum til skammar.

Lokað hefur verið fyrir athugasemdir við þessa færslu. Við bendum á spjallið ef þið viljið halda umræðum áfram.