Allar færslur Allir flokkar Sos Um félagið Úrskráning Lógó Spjallid@Vantru Póstfang Vantru@Facebook Vantru@Youtube Vantru@Twitter

Benedikt páfi, orð og samhengi

Það virðist vera komið í ljós að orð Benedikts páfa hafi verið tekin úr samhengi. Hann sagði víst ekki sjálfur að Múhameð hefði aðeins fært heiminum illsku og ómennsku, þótt það megi skilja af orðum hans að hann sé ekki hrifinn af trúboði með valdboði. Snögg og ofsafengin viðbrögð sumar múslima eru eftirtektarverður vitnisburður um spennuna sem ríkir milli heittrúaðra um þessar mundir. Menn virðast hafa átt von á því versta, og brugðist við samkvæmt því. Kapp er víst best með forsjá. Ef páfinn gefur til kynna að valdboðs-trúboð sé óæskilegt, þá getur verið að einhver móðgist, en tæpast færu menn að brenna kirkjur. Hvað þá heimta að páfi yrði myrtur.

Það er í sjálfu sér ekkert skrítið við að menn hafi trúað því upp á páfa að láta svona út úr sér. Kaþólska kirkjan er víst þekktari fyrir ýmislegt annað en nærgætni og skynsemi. Páfinn hefur verið kallaður skilningssljór á pólitískt vægi orða sinna. Verið getur að það sé rétt. Hins vegar er býsna augljóst að hann er skilningssljór á stöðu síns eigin trúfélags. Að telja glæpaverk kaþólsku kirkjunnar væri eins og að ætla að telja sandkorn á strönd, held ég að Þórbergur hafi sagt. Ég þarf ekki einu sinni að nefna dæmi. Páfa væri réttast að gera ærlega sjálfsgagnrýni fyrir hönd síns eigin afturhaldssama trúfélags, áður en hann byrjar að gagnrýna afturhaldssöm trúfélög annarra.

Erdogan forsætisráðherra Tyrkja skoraði á dögunum eindregið á páfa að biðjast afsökunar og sagði að þarna hafi hann talað „ekki eins og maður trúarinnar heldur eins og venjulegur stjórnmálamaður.“ Ég hefði nú, fyrir mitt leyti, komist þveröfugt að orði.

Vésteinn Valgarðsson 27.09.2006
Flokkað undir: ( Kaþólskan , Stjórnmál og trú )

Viðbrögð


Jórunn (meðlimur í Vantrú) - 27/09/06 15:54 #

Athugum það einnig að þegar við veljum að vitna í einhvern ákveðinn einstakling orðum við það mjög ólíkt ef við erum ÓSAMMÁLA! Páfinn valdi umrædda tilvitnun af því að hann er þeim fullkomlega SAMMÁLA!


Steindór J. Erlingsson - 27/09/06 17:32 #

Nú er allt í uppnámi í Þýskalandi því hætt var við sýningar á óperu eftir Mósart vegna mögulegrar hryðjuverkahættu:

In one scene it was to show the severed heads of the Prophet Muhammad, Jesus Christ and Buddha.

Chancellor Angela Merkel condemned "self-censorship out of fear".

"We must take care that we do not retreat out of a fear of potentially violent radicals," she said.

She was speaking after the Deutsche Oper in Berlin decided to call off November's production of Idomeneo, citing "incalculable" security risks.





Sjá frétt á BBC


Jón Magnús (meðlimur í Vantrú) - 27/09/06 17:46 #

Innanríkisráðherra Þýskaland var og er ekki parhrifinn af þessu undanhaldi vegna múslimana. Hann tók þetta sem dæmi um hvað ætti ekki að gera þ.e. gefast upp fyrir öfgatrúarliðinu.

Það á ekkert að gefa eftir sjálfsögðum réttindum vegna þess að einn samfélagshópur er eitthvað hörundsár - en ég geri mér grein fyrir því að það getur stundum verið erfitt þegar einstaklingar innan þess hóps eru eins ruglaðir og raun ber vitni.


Jórunn (meðlimur í Vantrú) - 27/09/06 21:36 #

Já - gleymum ekki teikningunum af Múhammeð í Jótlandspóstinum. Svo minnir mig að það hafi nær tveir tugir rithöfunda verið ákærðir í Tyrklandi fyrir að "sverta" þjóðasálina með því að minnast á ákveðin grimmdarverk Tyrkja.

Stundum vefst svarið við spurningunn hvort trúarbrögð séu rót alls ills ekki fyrir manni - þótt viðurkennt sé að ekkert eitt er rót alls ills...

Lokað hefur verið fyrir athugasemdir við þessa færslu. Við bendum á spjallið ef þið viljið halda umræðum áfram.