Allar færslur Allir flokkar Sos Um félagið Úrskráning Lógó Spjallid@Vantru Póstfang Vantru@Facebook Vantru@Youtube Vantru@Twitter

The God Delusion, bókardómur eftir Dan Barker

goddelusion.jpgÍ dag er formlegur útgáfudagur bókarinnar The God Delusion eftir Richard Dawkins. Hún situr í efsta sæti sölulista Amazon í Bretlandi. Í Bandaríkjunum kemur bókin ekki út fyrr en eftir nærri mánuð en hefur samt náð ellefta sæti sölulista Amazon þar í landi.

Í sumar kom Dawkins með nokkur prufueintök af bókinni með sér til landsins. Dan Barker, formaður The Freedom from Religion Foundation var svo heppinn að fá eina bók frá Dawkins. Hann skrifaði dóm um bókina og við gefum Dan orðið.

The God Delusion, bókardómur eftir Dan Barker

Á Íslandi, þar sem lágt kjarr þekur landið, segja leiðsögumenn túristum brandarann „Ef þið villist í skóginum, þá standið þið bara upp!“

Richard Dawkins hefur einmitt gert þetta með bókinni sinni The God Delusion (Ranghugmyndin Guð). Á meðan guðfræðilegu fjórfætlingarnir skríða um í kjarrinu reyna að þefa uppi einhverja merkingu, og ásaka efasemdamenn um að sjá ekki skóginn fyrir trjánum, þá rís Dawkins upp beinn og spyr: „Hvaða skóg?“

„Ef bókin virkar eins og ætlað er,“ ritar Dawkins, „munu þeir trúarleiðtogar sem lesa hana í gegn verða orðnir trúlausir þegar þeir leggja hana aftur niður.“ En fyrir þá lesendur sem væru svo gjörsamlega innrættir til að velja blinda trú fremur en rökvísi að það virti sönnunargögn að vettugi, væri engin von. En fyrir óskemmda lesendur væri aðeins ein rökrétt útkoma, sem er, að eftir lestur bókarinnar The God Delusion, verði það trúlaust.

Með því að taka ástæður og framfærð sönnunargögn guðstrúarmanna alvarlega - í raun alvarlegar en margir trúmenn gera - afbyggir Dawkins, með léttúð og leikni, rökin fyrir hverskonar trú á hvaða guði sem er. Í kaflanum „Why there almost certainly is no God“ minnir hann okkur á að tilviljun og vitræn hönnun eru ekki einu möguleikarnir í stöðunni til að útskýra uppruna lífvera, eða jafnvel uppruna alheimsins, og byggir þá á fyrri bókum sínum, sem sýna fram á raunveru og fegurð þróunarinnar. Náttúruval veitir okkur öflugra líkan til að meta sennileika atvika sem í fyrstu virðast ósennileg, og í raun eina raunhæfa líkanið í stöðunni.

Vitsmunir eru eiginleiki sem þróast, og ef heimurinn væri skapaður af æðri vitsmunaveru, þá yrðu vitsmunir þessarar vitmunaveru að vera afrakstur þróunnar. Að skjóta einfeldningslega inn einhverjum „vitrænum hönnuði“ sem á að hafa verið þar fyrir, bara úr lausu lofti, svarar engum spurningum. Hugur slíks hönnuðar þyrfti að minnsta kosti að vera álíka flókin að gerð og viðfangsefnin sem hann hannaði, en ef viðfangsefni sem er flókið að gerð þarf á hönnuði að halda, þá þarf hönnuðurinn alveg eins á hönnuði að halda líka. Náttúruval er eina leiðin til að skýra hvernig flókin fyrirbæri verða til „frá svo einfaldri byrjun.“ Sköpun getur það ekki.

The God Delusion glímir Dawkins við öll helstu (og fáein óvenjuleg) rök sem nefnd hafa verið til að sýna fram á tilvist Guðs, og sýnir síðan fram á galla þeirra. Einnig sýnir hann fram á hvernig vísindin fræða okkur um uppruna siðgæðis og trúar, og gagnrýnir opinskátt vafasaman og jafnvel skæðan trúarlærdóm hinnar svo kölluðu „Góðu bókar“.

Vissulega hafa margar bækur í gegnum tíðina útlistað kosti trúleysis og gagnrýnt trúarbrögðin, og sumar þeirra kafað dýpra en Dawkins hefur pláss fyrir í einu bindi. Hann viðurkennir það fúslega að til séu margar vandaðar bækur fríþenkjara, og vísindalegar bækur sem ná yfir ýmis sérsvið (og sýndarfræðigreinar, eins og guðfræði). Þó hef ég aldrei skemmt mér jafnvel við lestur þess háttar bóka og nú. Engin þeirra segir jafn mikið, jafn vel. Ég sagði í sífellu „já“ og „hallelúja“ (í óeiginlegri merkingu, að sjálfsögðu...), í þeirri vissu minni að umfangsefnið væri í jafn hæfum, fjörugum og föstum, jafnt sem umhyggjusömum höndum.

Ég var sjálfur kristinn predikari áður en ég varð trúlaus, þannig að ég hef fyrir löngu misst spádómshæfileika mína, en ég þó óhræddur að segja að ég spái því að The God Delusion sé bók sem mun breyta heiminum. Við erum núna tvífætt og getum því skyggnst yfir hin lága skóg vanþekkingarinnar og séð hið víðáttumikla landslag, og öðlast ríkari skilning á gangi alheimsins og fegurð en giftulaus trú gæti nokkru sinni veitt.

Ritstjórn 25.09.2006
Flokkað undir: ( Bókaskápur efahyggjunnar )

Viðbrögð


Steindór J. Erlingsson - 25/09/06 16:20 #

Ég keypti bókina í síðustu viku á Amazon.com, þar sem finna má eftirfarandi umsögn um bókina frá Publishers Weekly:

The antireligion wars started by Daniel Dennett and Sam Harris will heat up even more with this salvo from celebrated Oxford biologist Dawkins. For a scientist who criticizes religion for its intolerance, Dawkins has written a surprisingly intolerant book, full of scorn for religion and those who believe. But Dawkins, who gave us the selfish gene, anticipates this criticism. He says it's the scientist and humanist in him that makes him hostile to religions—fundamentalist Christianity and Islam come in for the most opprobrium—that close people's minds to scientific truth, oppress women and abuse children psychologically with the notion of eternal damnation. While Dawkins can be witty, even confirmed atheists who agree with his advocacy of science and vigorous rationalism may have trouble stomaching some of the rhetoric: the biblical Yahweh is "psychotic," Aquinas's proofs of God's existence are "fatuous" and religion generally is "nonsense." The most effective chapters are those in which Dawkins calms down, for instance, drawing on evolution to disprove the ideas behind intelligent design. In other chapters, he attempts to construct a scientific scaffolding for atheism, such as using evolution again to rebut the notion that without God there can be no morality. He insists that religion is a divisive and oppressive force, but he is less convincing in arguing that the world would be better and more peaceful without it.

Kári Svan Rafnsson (meðlimur í Vantrú) - 25/09/06 17:56 #

He insists that religion is a divisive and oppressive force, but he is less convincing in arguing that the world would be better and more peaceful without it.

Það er ekki heldur það sem hann reynir að gera. Enda skiptir það ekki máli hve huggulegt hitt og þetta væri, því það hefur ekkert um það að segja hvort eitthvað sé satt eða ekki. Fyrir Dawkins er sannleikurinn fyrir öllu. Og það er aðdáunarvert.

While Dawkins can be witty, even confirmed atheists who agree with his advocacy of science and vigorous rationalism may have trouble stomaching some of the rhetoric:

Ég dreg það stórlega í efa.

... the biblical Yahweh is "psychotic," Aquinas's proofs of God's existence are "fatuous" and religion generally is "nonsense."

Meina, hann er bara að kalla spaða spaða. Ekkert er eðlilegra.


Steindór J. Erlingsson - 25/09/06 18:29 #

Ef eitthvað er að marka "Raðmorðinginn Guð, I-III" var "the biblical Yahweh" svo sannarlega "psychotic"


Gunnar - 27/09/06 23:59 #

Ég sé að Snorri er farin að skrifa aftur á síðunni sinni og þar spyr maður að nafni Óli hann um hvernig standi á því að Nói hafi getað orðið 6oo ára.Snorri svarar þessu á mjög skemmtilega en falskan hátt eins og hann segir" Genarannsóknir sýna að fyrstu stökkbreytingar í genamengi mannsins áttu sér stað fáum kynslóðum frá fyrstu mönnum og gætu því auðveldlega passað við 3 syni Nóa. Þá breyttist útlit, litur og aldur manna. "http://atgangur.net/snorri/ Ég spyr Steindór Erlingson hvort að þetta sé ekki en eitt dæmið hvernig bókstafstrúarmenn sýna fram á staðreyndir sem eru falskar til að verja orð Biblíunar vegna eigin verðleika.

Lokað hefur verið fyrir athugasemdir við þessa færslu. Við bendum á spjallið ef þið viljið halda umræðum áfram.