Allar færslur Allir flokkar Sos Um félagið Úrskráning Lógó Spjallid@Vantru Póstfang Vantru@Facebook Vantru@Youtube Vantru@Twitter

Um trú og trúleysi

Í sunnudagaskólanum að þessu sinni les Kári Svan Rafnsson erindi Pjeturs G. Guðmundssonar, Um trú og trúleysi, en þetta erindi flutti Pjetur sjálfur í útvarpi árið 1936.

Hljóðskráin er um 12 MB. Njótið.

Ritstjórn 24.09.2006
Flokkað undir: ( Sunnudagaskólinn )

Viðbrögð


Svanur Sigurbjörnsson - 24/09/06 19:32 #

Geysilega gott framtak hjá ykkur Birgir og Kári Svan! Þetta er frábært ávarp sem Pjetur Guðmundsson flutti fyrir um 70 árum. Það er sorglegt að þetta á jafnt við um stöðuna í dag og þá. Það er vissulega ákveðið ofbeldi að þjóðkirkjan skuli vera ríkisrekin og fá peninga frá 84% þjóðarinnar þegar aðeins um 50% manna telja sig kristna og aðeins 9% telja sig fá himnavist eftir dauða sinn. Hver var Pjetur Guðmundsson? Sannarlega merkur maður miðað við þessi orð hans.


VIddi - 24/09/06 22:08 #

Þessi Pjetur er greinilega maður með viti, virkilega flott ávarp hjá honum. Hann tekur flest allt sem maður hefur verið að pæla en ekki geta komið í orð fyrir. Merkilegt að þetta sé 70 ára gamalt ávarp og ekki einn hlutur hefur breyst, alveg fáranlegt hvað bæði ríkisvaldið og kirkjan eru illfáanleg til að veita Íslendingum það frelsi sem þeim ber.

Þetta er líka virkilega flottur flutningur hjá Kára.


Svanur Sigurbjörnsson - 24/09/06 23:54 #

Já ég tek undir það. Verulega flott lesið hjá Kára Svan.


Kári Svan Rafnsson (meðlimur í Vantrú) - 27/09/06 18:28 #

Já þakka ykkur fyrir.

Hann Pétur var stéttvís verkalýðskarl og kommúnisti af gamla skólanum. Ég tók eftir að nafnið hans kom upp nokkrum sinnum þegar ég fletti í gegnum þjóðviljan nýja.

Satt að segja veit ég ekki nægilega mikið um hann til að segja neitt mikið af honum. En ég mun vera tilbúinn með haldgóða greinagerð á honum þegar útvarpserðindið kemur á prennti inn í vantrúarbókasafnið. Er að vinna í því núna.

Lokað hefur verið fyrir athugasemdir við þessa færslu. Við bendum á spjallið ef þið viljið halda umræðum áfram.