Allar færslur Allir flokkar Sos Um félagið Úrskráning Lógó Spjallid@Vantru Póstfang Vantru@Facebook Vantru@Youtube Vantru@Twitter

Guðfræðimenntunin

Varðandi yfirskriftina, “Guðfræðmenntum og andlegur þroski”, vil ég undirstrika, að guðfræðileg menntun án persónulegs sambands við Guð er mótsögn í sjálfu sér.

Kristján Búason - fyrrverandi dósent við guðfræðideild Háskóla Íslands (Orðið 28. árgangur 1994, bls. 74)

Ritstjórn 10.09.2006
Flokkað undir: ( Ófleyg orð )

Viðbrögð


Carlos - 10/09/06 23:51 #

The prove of the pudding is in the eating, mundu Englendingar segja. Ekkert flóknara en það.


Óli Gneisti (meðlimur í Vantrú) - 11/09/06 00:46 #

Þeir myndu væntanlega segja proof. Samt myndi það ekki sanna neitt.


Carlos - 11/09/06 04:34 #

Rétt hjá þér Óli, proof. En hvað sönnunina varðar ... rangt. Það er stórmunur á því að lesa innihaldslýsingu (eða geiningu) og smakka fyrirbærið. Sönnun fyrir einn.


jogus (meðlimur í Vantrú) - 11/09/06 09:10 #

Hmm.. ef við vildum endilega líkja guði við búðing, væri þá dæmið ekki frekar eitthvað á þessa leið:

C: Ég á búðing inni í ísskáp sem enginn sér, jafnvel þótt hann líti inn í ísskápinn minn. Og áður en þú spyrð, nei, það er ekki heldur lykt af honum.
V: Ég held að þú sért að bulla, þú átt engan búðing. Ef þú ættir búðing þá myndirðu sýna okkur hann.
C: Nei.
V: Þú ert bara að bulla.
C: Nei, ef þið ímyndið ykkur bara hvað hann er góður á bragðið þá hljótið þið að trúa mér.
V: Ímyndað bragð af ósýnilegum hlut er ekki sönnun.
C: Júbb. Og það sem meira er, ef þið getið ímyndað ykkur bragðið af honum þá getiði sko meira að segja séð hann. Í huganum sko.
etc.


Kári Svan Rafnsson (meðlimur í Vantrú) - 11/09/06 18:13 #

Já, vel sagt. Ósýnilegur guðabúðingur. Hehe.


Carlos - 11/09/06 18:18 #

Aftur, rétt jogus, ef Guð væri búðingur, en nú er það "sambandið við lifandi Guð" sem er súbjektið, m.ö.o. trúin. Hana er hægt að tileinka sér, finna bragð af og meta hvort er heilnæm eða ekki, góð eða vond. Eftir situr hvort trúin er misskilningur, sjálfssefjun o.s.frv. Kristján Búason, sem einnig kenndi trúarlífssálfræði, kvað svo ekki vera, sbr. aths. Guðmundar I. hér og áfram. Okkur er eðlislægt að trúa, hvort Guð er raunverulegt andlag í jöfnunni eða ekki, verður hver og einn trúmaður að kveða upp úr sjálfur.

Lokað hefur verið fyrir athugasemdir við þessa færslu. Við bendum á spjallið ef þið viljið halda umræðum áfram.