Allar færslur Allir flokkar Sos Um félagið Úrskráning Lógó Spjallid@Vantru Póstfang Vantru@Facebook Vantru@Youtube Vantru@Twitter

Okkar bestu bandamenn

Það kemur í ljós þegar maður skoðar viðbrögð fólks við ummælum biskups, hvort sem um er að ræða hjónabönd á sorphaugum, það að trúlausir vilji útrýma kennslu um kristindóm í skólum, ellegar nýlegar rangfærslur um hvað Dawkins sagði um trúarbrögð, að mörgum er hreinlega nóg boðið. Sumir hverjir láta loks verða af því að skrá sig úr Þjóðkirkjunni, geta ekki hugsað sér að vera þegnar undir þessum foringja lengur.

Biskupinn og prestar Þjóðkirkjunnar eru í raun okkar bestu bandamenn. Því hversu mjög sem þeir reyna að gera okkur sem hér skrifum tortryggileg með yfirlýsingum um ofstæki og hatur, þá sjá menn einfaldlega, þegar þeim er bent á málflutning þeirra, hvernig í málum liggur.

Umræðan um kristinfræðikennslu í skólum sýnir okkur svart á hvítu að aðferð þessara manna felst fyrst og fremst í því að endurtaka ósannindi sín sem oftast í von um að með því endi þau sem viðtekinn sannleikur í huga almennings og ekki þurfi að ræða málið frekar. Þannig stendur greinilega til að afgreiða Dawkins líka, sem óalandi og óferjandi ofstækismann, með því að halda því fram endalaust að hann hafi kallað trúarbrögðin rót alls ills. Með því að endurtaka það nógu oft mun það síast inn í pöpulinn að maðurinn sé ekki marktækur pappír.

Þetta er aðferðin sem margt Þjóðkirkjufólk, með biskupinn í fararbroddi, notar til að tækla gagnrýni og sigra rökræður. Af einhverjum ástæðum dettur mér nafnið Göbbels í hug.

Þessi áróðurstækni gengur út á að búa vísvitandi til skrípamynd af málflutningi andstæðingsins og gagnrýna hana síðan. Svo einfaldir eru þessir fulltrúar hinna ríkisreknu kirkju, að þeir halda að enginn muni komast að hinu sanna um ósannindi þeirra og róg.

En við stöndum vaktina og munum gera áfram.

Mig langar að nota tækifærið og þakka málsvörum Þjóðkirkjunnar kærlega fyrir að færa svona vopnin upp í hendurnar á okkur. Þeir hamast við að snúa snörunni um eigin háls, rétt eins og það sé þeirra frómasta ósk að almenningur yfirgefi skútuna.

Takk, biskup og félagar. Takk.

Birgir Baldursson 09.08.2006
Flokkað undir: ( Kristindómurinn )

Viðbrögð


Pétur Haukur Jóhannesson - 09/08/06 12:40 #

Svona eru vinnbrögðin hjá þessu liði, ljúga að fólki, það er það eina sem þeir geta gert til að verja sitt.

Ef þú segir einhverjum eitthvað nógu oft, þá trúir hann því á endanum.


Arnold (meðlimur í Vantrú) - 09/08/06 15:01 #

Hafið í huga að í starfi þeirra felst að fara með ósannindi þ.e. þeir fara til kirkju hvern sunnudag, standa fyrir framan söfnuð sinn og segja ósatt. Því er ekkert óeðlilegt þó Biskubinn hagræði örlítið staðreyndum.


color limbo - 09/08/06 20:34 #

Þetta er nú meiri rosalega Vantrúarhugvekjan. Undirstrikar þó að þið eruð búnir að búa til eitthvað einhliða stríð milli Vantrúar og Þjóðkirkjunnar. Einhliða segi ég því ekki get ég ímyndað mér annað en að kirkjunni og klerkum hennar sé nákvæmlega sama um hvað sé skrifað hér á þessari síðu herskárra trúleysingja. Þið hinsvegar eruð í persónulegu stríði gegn kirkjunni og takið til ykkar allt sem sagt er um trúleysi eins og biskupinn sjálfur standi á tröppunum hjá ykkurog spreyi boðskapinn á útidyrahurðina.

Ykkar bestu bandamenn? Bandamenn í hvaða stríði? Vopnin upp í hendurnar? Og Göbbels? Helfararlíkingar eru nú alltaf jafn hrikalega settlegar.


Matti (meðlimur í Vantrú) - 09/08/06 20:43 #

Einhliða segi ég því ekki get ég ímyndað mér annað en að kirkjunni og klerkum hennar sé nákvæmlega sama um hvað sé skrifað hér á þessari síðu herskárra trúleysingja.

Þú hefur rangt fyrir þér.

Ég virði alla heiðarlega glímu við vanda tilverunnar og ráðgátur lífs og dauða. En hatursfullur áróður eins og gjarnan birtist af hálfu þeirra sem kenna sig við vantrú er annarrar ættar. Þar á ég við árásir á það sem heilagt er: virðingarleysi, yfirgang og gjarna ofbeldi í orðum.

Svo mælti biskupinn þinn.


Snæbjörn - 09/08/06 23:01 #

Nákvæmlega. Ef trúuðum er alveg sama af hverju eru þeir alltaf að skjóta kollinum upp hérna til að rífast.

Ekki er ég hangandi inn á kristilegum spjallsíðum.


Birgir Baldursson (meðlimur í Vantrú) - 10/08/06 01:07 #

Og Göbbels? Helfararlíkingar eru nú alltaf jafn hrikalega settlegar.

Þessi líking hefur ekkert með helförina að gera. Göbbels var áróðursmeistari nasista þegar þeir voru við völd og beitti einmitt þessu áróðursbragði, að endurtaka lygina nógu oft til að almenningur færi að trúa henni.


color limbo - 10/08/06 16:47 #

Eitt kvót, Matti, frá biskupnum á móti hverjum ykkar tvöhundruð. Hvor ætli hugsi meira um hinn? Svo sé ég ekki alveg af hverju biskupnum ætti ekki að vera sama um Vantrú sem félag þó hann segi að sér sé illa við yfirgang og ofbeldi í orðum. Það er nú einu sinni rétt hjá honum að þið ráðist oft allharkalega að því sem kristnum er heilagt.

Ef trúuðum er alveg sama af hverju eru þeir alltaf að skjóta kollinum upp hérna til að rífast. Ekki er ég hangandi inn á kristilegum spjallsíðum.

Veit ekki betur en að Vantrúarmenn kalli eftir viðbrögðum frá trúuðum jafnt sem hinum. Svo hef ég nú séð Vantrúarmenn kommenta á hinum og þessum vefjum. Ekkert slæmt við það. Umræða milli trúlausra og trúaðra er sjaldnast af hinu illa.

Þessi líking hefur ekkert með helförina að gera. Göbbels var áróðursmeistari nasista þegar þeir voru við völd og beitti einmitt þessu áróðursbragði, að endurtaka lygina nógu oft til að almenningur færi að trúa henni.

Göbbels var einn af aðalskipuleggjendum helfararinnar og eins og þú segir nasisti. Það eru ekki margir sem geta horft framhjá tengslum hans við helförina. Punkturinn var að svona nasista-helfarar-skot eru bara engan veginn fyndin, ósmekkleg og eiga ekki heima í heilbrigðri umræðu. Sér í lagi í pistli sem er til þess gerður að gagnrýna ósanngjarnan áróður.


Birgir Baldursson (meðlimur í Vantrú) - 10/08/06 17:08 #

Hvort sem helforin hefði farið fram eða ekki þá var Göbbels mikill áróðursmeistari. Mér datt nafnið Göbbels í hug af því að ég man ekki svip eftir öðrum áróðursmeistara sem notaðist við þessa taktík. Það er nú allt og sumt.

Biskupinn hefur verið ólatur við að úthúða trúleysi í gegnum árin. Vantrúarvefurinn varð til sem viðbrögð við ofstæki hans. Við erum þrjátíu, hann er einn. Því er ekki óeðlilegt að meira sjáist af skeytum úr okkar átt.

Veit ekki betur en að Vantrúarmenn kalli eftir viðbrögðum frá trúuðum jafnt sem hinum.

Rétt er það. Snæbjörn var aðeins að benda á að hingaðkoma trúmann bendi til þess að þeim sé ekki sama. Þótt biskupinn mæti ekki sjálfur í eigin persónu hingað inn er honum ekki sama, þau orð sem hann lætur reglulega falla sanna það.


Jórunn (meðlimur í Vantrú) - 11/08/06 17:25 #

Sagt er að eplið falli ekki langt frá eikinni. Faðir núverandi biskups var einnig liðtækur í að forða fólki frá þjóðkirkjunni með mögnuðum yfirlýsingum sínum eins og t.d. þegar hann talaði um erfðasyndina sem útleggst: Ungbörnin hlaðin syndum! Margar mæðurnar hrukku illa við með hvítvoðunga sína í fanginu og notuðu fyrsta tækifæri til þess að yfirgefa þjóðkirkjuna.


Arnold (meðlimur í Vantrú) - 12/08/06 09:22 #

Ég ber virðingu fyrir bókstaftrú þeirra feðga Herra Sigurbjörns og Herra Karls. Þeir eru þá trúir Biblíunnu og eru ekkert að fela myrkustu texta hennar.Það er mjög heilbrigt af þeim. Hinir eru mun hættulegri sem ritskoða texta Biblíunar, þegja yfir því sem erfiðara er að réttlæta og gefa þannig þeim sem á hlusta mjög skakka mynd af Biblíunni. Það er einmitt kristinni kirkju til gagns hve fáir nenna að lesa Biblíuna.


Khomeni - 13/08/06 02:22 #

hárrétt hjá Arnold-i. Afar fáir sem telja sig "kristna" hafa lesið í biblíunni. Ég hef bent á það á spjallinu að ein besta leiðin til að gerast trúleysingi er einmitt að lesa biblíuna. Ég skil ekki þá kristin sem er ástunduð á Íslandi í dag. Ég veit hreinlega ekki hvaðan kjarninn þeirrar kristni kemur. Hann kemur allavega ekki úr biblíunni. Og ef ekki þaðan? Þá hvaðan? Frá Lúther? er hann kannski spámaður? Hlaðborðskristni er ekki kristni. Hlaðborðskristni er bara moð úr hinu og þessu sem stólar á það að fólk kynni sér ekki biblíuna og þekkingarfræðilegan grunn kenninga þeirra sem hlaðborðskrisninn heldur í frammi.

Að lokum er einn punktur sem ég hef verði að pæla í. Kirkjan segir að syndir kirkjunnar séu ekki kristninni að kenna heldur "vondum mönnum". Ok. Gefum okkur að þetta sér rétt. Eru þá SS sveitirnar góðar, en voru þvi miður uppfullar af vöndum mönnum?
-Er hægt að aðskilja SS sveitirnar og þá sem fylltu þeirra flokk? Er hægt að aðskilja kirjuna frá glæmpum sem gerðir voru í hennar nafni?

Lokað hefur verið fyrir athugasemdir við þessa færslu. Við bendum á spjallið ef þið viljið halda umræðum áfram.